Þetta eru áhyggjur Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir mælist til þess að ekki fleiri en tíu komi saman á einka­heim­il­um. Und­an­skildar er stærri fjöl­skyldur sem búa á sama heim­ili.Þetta er meðal þess sem fram  kemur í minn­is­blaði sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendi heil­brigð­is­ráð­herra í gær. Ráð­herr­ann hefur fall­ist á nær allar til­lögur hans, m.a. um að færa fjölda­tak­mark­anir niður í tíu í stað tutt­ugu og hafa sam­komu­tak­mark­anir í far­aldr­inum ekki áður ver­ið  jafn strang­ar.Til­efni hertra aðgerða er ríkt, að mati Þór­ólfs. Harðar aðgerðir hafa verið í gildi í rúmar þrjár vikur en árangur ekki verið nægi­leg­ur. Nýgengi hefur farið hækk­andi og klasa­sýk­ingar sjást víða og tengj­ast m.a. skól­um, vinnu­stöð­um, einka­sam­kvæmum og lík­sam­rækt­ar­stöðv­um. Þá er Land­spít­al­inn á neyð­ar­stigi og dregið hefur verið úr fram­kvæmd val­kvæðra aðgerða. Fimm far­sótt­ar­hús eru nú starf­rækt og veik­indi þeirra sem þar dvelja hafa farið versn­andi. Einnig hefur komið upp smit í jað­ar­hóp­um, far­sótt­ar­þreyta gert vart við sig og að auki er far­ald­ur­inn í miklum vexti í Evr­ópu.

AuglýsingHertar inn­an­lands­að­gerðir tóku gildi 5. og 6. októ­ber. Frá þeim tíma hefur sam­fé­lags­smitum heldur farið fækk­andi á lands­vísu, skrifar Þórólfur í minn­is­blaði sínu en bendir á að hins vegar hafi bæst við tvö stór hópsmit. Annað var á frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni þar sem 22 greindust og hitt kom upp á Landa­koti, þar sem að rúm­lega 80 ein­stak­lingar hafa grein­st, ýmist starfs­menn eða sjúk­ling­ar. Smitið hefur auk þess borist út fyrir Landa­kot til hjúkr­un­ar­heim­ilis á Eyr­ar­bakka og á Reykja­lund. 

„Á þess­ari stundu er ekki séð fyrir end­ann á hóp­sýk­ing­unni og ekki ljóst hvort hún muni dreifa sér víðar í sam­fé­lag­in­u,“ skrifar Þórólf­ur. Inn­an­lands­smit að frá­dregnum ofan­greindum hóp­sýk­ingum séu hins vegar mæli­kvarði á virk sam­fé­lags­smit. Þessum smitum hafi fækkað en síð­ustu dag­ana hefur dag­legur fjöldi verið 13-28 ein­stak­ling­ar.„Áhyggju­efni er því að með þetta mikið af sam­fé­lags­legu smiti í gangi muni á ein­hverju tíma­punkti á næst­unni brjót­ast út hóp­sýk­ingar og valda enn meira álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.“Þessa bylgju far­ald­urs­ins má aðal­lega rekja til smita sem tengj­ast krám í miðbæ Reykja­víkur og til nokk­urra lík­ams­rækt­ar­stöðva. Und­an­farið má rekja smitin til hópa­myndana í vina­hóp­um, innan fjöl­skyldna og í skól­um. Aðeins einn stofn veirunnar hefur greinst í þess­ari bylgju sem rekja má til ein­stak­lings sem kom inn í landið 10. ágúst.Þórólfur von­ast til þess að þær hertu aðgerðir sem taka munu gildi á mið­nætti þurfi ekki að standa lengur en í tvær vik­ur. Þær snúa að því að minnka sem mest sam­gang ein­stak­linga, virða nánd­ar­regl­una sem mest og auka notkun á grím­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent