Þetta eru áhyggjur Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir mælist til þess að ekki fleiri en tíu komi saman á einka­heim­il­um. Und­an­skildar er stærri fjöl­skyldur sem búa á sama heim­ili.Þetta er meðal þess sem fram  kemur í minn­is­blaði sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendi heil­brigð­is­ráð­herra í gær. Ráð­herr­ann hefur fall­ist á nær allar til­lögur hans, m.a. um að færa fjölda­tak­mark­anir niður í tíu í stað tutt­ugu og hafa sam­komu­tak­mark­anir í far­aldr­inum ekki áður ver­ið  jafn strang­ar.Til­efni hertra aðgerða er ríkt, að mati Þór­ólfs. Harðar aðgerðir hafa verið í gildi í rúmar þrjár vikur en árangur ekki verið nægi­leg­ur. Nýgengi hefur farið hækk­andi og klasa­sýk­ingar sjást víða og tengj­ast m.a. skól­um, vinnu­stöð­um, einka­sam­kvæmum og lík­sam­rækt­ar­stöðv­um. Þá er Land­spít­al­inn á neyð­ar­stigi og dregið hefur verið úr fram­kvæmd val­kvæðra aðgerða. Fimm far­sótt­ar­hús eru nú starf­rækt og veik­indi þeirra sem þar dvelja hafa farið versn­andi. Einnig hefur komið upp smit í jað­ar­hóp­um, far­sótt­ar­þreyta gert vart við sig og að auki er far­ald­ur­inn í miklum vexti í Evr­ópu.

AuglýsingHertar inn­an­lands­að­gerðir tóku gildi 5. og 6. októ­ber. Frá þeim tíma hefur sam­fé­lags­smitum heldur farið fækk­andi á lands­vísu, skrifar Þórólfur í minn­is­blaði sínu en bendir á að hins vegar hafi bæst við tvö stór hópsmit. Annað var á frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni þar sem 22 greindust og hitt kom upp á Landa­koti, þar sem að rúm­lega 80 ein­stak­lingar hafa grein­st, ýmist starfs­menn eða sjúk­ling­ar. Smitið hefur auk þess borist út fyrir Landa­kot til hjúkr­un­ar­heim­ilis á Eyr­ar­bakka og á Reykja­lund. 

„Á þess­ari stundu er ekki séð fyrir end­ann á hóp­sýk­ing­unni og ekki ljóst hvort hún muni dreifa sér víðar í sam­fé­lag­in­u,“ skrifar Þórólf­ur. Inn­an­lands­smit að frá­dregnum ofan­greindum hóp­sýk­ingum séu hins vegar mæli­kvarði á virk sam­fé­lags­smit. Þessum smitum hafi fækkað en síð­ustu dag­ana hefur dag­legur fjöldi verið 13-28 ein­stak­ling­ar.„Áhyggju­efni er því að með þetta mikið af sam­fé­lags­legu smiti í gangi muni á ein­hverju tíma­punkti á næst­unni brjót­ast út hóp­sýk­ingar og valda enn meira álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.“Þessa bylgju far­ald­urs­ins má aðal­lega rekja til smita sem tengj­ast krám í miðbæ Reykja­víkur og til nokk­urra lík­ams­rækt­ar­stöðva. Und­an­farið má rekja smitin til hópa­myndana í vina­hóp­um, innan fjöl­skyldna og í skól­um. Aðeins einn stofn veirunnar hefur greinst í þess­ari bylgju sem rekja má til ein­stak­lings sem kom inn í landið 10. ágúst.Þórólfur von­ast til þess að þær hertu aðgerðir sem taka munu gildi á mið­nætti þurfi ekki að standa lengur en í tvær vik­ur. Þær snúa að því að minnka sem mest sam­gang ein­stak­linga, virða nánd­ar­regl­una sem mest og auka notkun á grím­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent