Þetta eru áhyggjur Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki fleiri en tíu komi saman á einkaheimilum. Undanskildar er stærri fjölskyldur sem búa á sama heimili.


Þetta er meðal þess sem fram  kemur í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær. Ráðherrann hefur fallist á nær allar tillögur hans, m.a. um að færa fjöldatakmarkanir niður í tíu í stað tuttugu og hafa samkomutakmarkanir í faraldrinum ekki áður verið  jafn strangar.


Tilefni hertra aðgerða er ríkt, að mati Þórólfs. Harðar aðgerðir hafa verið í gildi í rúmar þrjár vikur en árangur ekki verið nægilegur. Nýgengi hefur farið hækkandi og klasasýkingar sjást víða og tengjast m.a. skólum, vinnustöðum, einkasamkvæmum og líksamræktarstöðvum. Þá er Landspítalinn á neyðarstigi og dregið hefur verið úr framkvæmd valkvæðra aðgerða. Fimm farsóttarhús eru nú starfrækt og veikindi þeirra sem þar dvelja hafa farið versnandi. Einnig hefur komið upp smit í jaðarhópum, farsóttarþreyta gert vart við sig og að auki er faraldurinn í miklum vexti í Evrópu.

Auglýsing


Hertar innanlandsaðgerðir tóku gildi 5. og 6. október. Frá þeim tíma hefur samfélagssmitum heldur farið fækkandi á landsvísu, skrifar Þórólfur í minnisblaði sínu en bendir á að hins vegar hafi bæst við tvö stór hópsmit. Annað var á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni þar sem 22 greindust og hitt kom upp á Landakoti, þar sem að rúmlega 80 einstaklingar hafa greinst, ýmist starfsmenn eða sjúklingar. Smitið hefur auk þess borist út fyrir Landakot til hjúkrunarheimilis á Eyrarbakka og á Reykjalund. 

„Á þessari stundu er ekki séð fyrir endann á hópsýkingunni og ekki ljóst hvort hún muni dreifa sér víðar í samfélaginu,“ skrifar Þórólfur. Innanlandssmit að frádregnum ofangreindum hópsýkingum séu hins vegar mælikvarði á virk samfélagssmit. Þessum smitum hafi fækkað en síðustu dagana hefur daglegur fjöldi verið 13-28 einstaklingar.


„Áhyggjuefni er því að með þetta mikið af samfélagslegu smiti í gangi muni á einhverju tímapunkti á næstunni brjótast út hópsýkingar og valda enn meira álagi á heilbrigðiskerfið.“


Þessa bylgju faraldursins má aðallega rekja til smita sem tengjast krám í miðbæ Reykjavíkur og til nokkurra líkamsræktarstöðva. Undanfarið má rekja smitin til hópamyndana í vinahópum, innan fjölskyldna og í skólum. Aðeins einn stofn veirunnar hefur greinst í þessari bylgju sem rekja má til einstaklings sem kom inn í landið 10. ágúst.


Þórólfur vonast til þess að þær hertu aðgerðir sem taka munu gildi á miðnætti þurfi ekki að standa lengur en í tvær vikur. Þær snúa að því að minnka sem mest samgang einstaklinga, virða nándarregluna sem mest og auka notkun á grímum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent