Þetta eru áhyggjur Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir mælist til þess að ekki fleiri en tíu komi saman á einka­heim­il­um. Und­an­skildar er stærri fjöl­skyldur sem búa á sama heim­ili.Þetta er meðal þess sem fram  kemur í minn­is­blaði sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendi heil­brigð­is­ráð­herra í gær. Ráð­herr­ann hefur fall­ist á nær allar til­lögur hans, m.a. um að færa fjölda­tak­mark­anir niður í tíu í stað tutt­ugu og hafa sam­komu­tak­mark­anir í far­aldr­inum ekki áður ver­ið  jafn strang­ar.Til­efni hertra aðgerða er ríkt, að mati Þór­ólfs. Harðar aðgerðir hafa verið í gildi í rúmar þrjár vikur en árangur ekki verið nægi­leg­ur. Nýgengi hefur farið hækk­andi og klasa­sýk­ingar sjást víða og tengj­ast m.a. skól­um, vinnu­stöð­um, einka­sam­kvæmum og lík­sam­rækt­ar­stöðv­um. Þá er Land­spít­al­inn á neyð­ar­stigi og dregið hefur verið úr fram­kvæmd val­kvæðra aðgerða. Fimm far­sótt­ar­hús eru nú starf­rækt og veik­indi þeirra sem þar dvelja hafa farið versn­andi. Einnig hefur komið upp smit í jað­ar­hóp­um, far­sótt­ar­þreyta gert vart við sig og að auki er far­ald­ur­inn í miklum vexti í Evr­ópu.

AuglýsingHertar inn­an­lands­að­gerðir tóku gildi 5. og 6. októ­ber. Frá þeim tíma hefur sam­fé­lags­smitum heldur farið fækk­andi á lands­vísu, skrifar Þórólfur í minn­is­blaði sínu en bendir á að hins vegar hafi bæst við tvö stór hópsmit. Annað var á frysti­skip­inu Júl­íusi Geir­munds­syni þar sem 22 greindust og hitt kom upp á Landa­koti, þar sem að rúm­lega 80 ein­stak­lingar hafa grein­st, ýmist starfs­menn eða sjúk­ling­ar. Smitið hefur auk þess borist út fyrir Landa­kot til hjúkr­un­ar­heim­ilis á Eyr­ar­bakka og á Reykja­lund. 

„Á þess­ari stundu er ekki séð fyrir end­ann á hóp­sýk­ing­unni og ekki ljóst hvort hún muni dreifa sér víðar í sam­fé­lag­in­u,“ skrifar Þórólf­ur. Inn­an­lands­smit að frá­dregnum ofan­greindum hóp­sýk­ingum séu hins vegar mæli­kvarði á virk sam­fé­lags­smit. Þessum smitum hafi fækkað en síð­ustu dag­ana hefur dag­legur fjöldi verið 13-28 ein­stak­ling­ar.„Áhyggju­efni er því að með þetta mikið af sam­fé­lags­legu smiti í gangi muni á ein­hverju tíma­punkti á næst­unni brjót­ast út hóp­sýk­ingar og valda enn meira álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.“Þessa bylgju far­ald­urs­ins má aðal­lega rekja til smita sem tengj­ast krám í miðbæ Reykja­víkur og til nokk­urra lík­ams­rækt­ar­stöðva. Und­an­farið má rekja smitin til hópa­myndana í vina­hóp­um, innan fjöl­skyldna og í skól­um. Aðeins einn stofn veirunnar hefur greinst í þess­ari bylgju sem rekja má til ein­stak­lings sem kom inn í landið 10. ágúst.Þórólfur von­ast til þess að þær hertu aðgerðir sem taka munu gildi á mið­nætti þurfi ekki að standa lengur en í tvær vik­ur. Þær snúa að því að minnka sem mest sam­gang ein­stak­linga, virða nánd­ar­regl­una sem mest og auka notkun á grím­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent