Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda

Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Auglýsing

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir lækkun bankaskatts hafi skilað sér í betri kjörum fyrir viðskiptavini og að hún, auk annarra aðgerða stjórnvalda í bankakerfinu hafi litla tengingu við umfram eigið fé bankans. Enn fremur segir hann að ekki sé hægt að nýta allt umfram eigið fé bankans í ný íbúðalán eða fyrirtækjalán. 

Kjarninn fjallaði um nýbirt ársfjórðungsuppgjör Arion banka síðastliðinn miðvikudag, en samkvæmt því hagnaðist bankinn um tæpa fjóra milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Í fréttatilkynningu sem fylgdi uppgjörinu sagði Benedikt að bankinn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé, sem ómögulegt væri að ávaxta í takt við markmið bankans. 

Á síðustu sex mánuðum hefur eigið fé Arion banka aukist um 8,6 milljarða, sem er tilkomið vegna hagnaðar hans síðustu tvo ársfjórðunga. Í millitíðinni hefur ríkisstjórnin lækkað sérstakan bankaskatt, auk þess sem Seðlabankinn lækkaði stýrivexti og minnkaði eiginfjárkröfur í mars með afnámi sérstaks sveiflujöfnunarauka til þess að auka eftirspurn á bankastarfsemi og auðvelda greiðslumiðlun í bankakerfinu. 

Auglýsing

Arion með hærri eiginfjárkröfur

Arion banki lítur þó enn svo á að sveiflujöfnunaraukinn sé hluti af kröfum stjórnvalda til lengri tíma þar sem ætla má að hann verði settur á þegar heimsfaraldrinum lýkur og hefur því bankinn sett sér hærri eiginfjárkröfur. Stjórnvöld gera þá kröfu á bankann að eiginfjárhlutfall hans (eiginfjárþáttur 1) sé 13,6 prósent en bankinn hefur sett sér það markmið að það hlutfall sé 17 prósent. Í dag er eiginfjárhlutfall hins vegar 22,5 prósent, sem er nokkuð yfir báðum markmiðunum. 

Einnig segir Benedikt að sterk eiginfjárstaða bankans ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda. Samkvæmt honum báru viðskiptavinir hans bankaskattinn og njóta nú lækkunar hans í formi betri kjara. 

Lítil eftirspurn eftir fyrirtækjaútlánum

Þrátt fyrir áðurnefndar aðgerðir stjórnvalda og umfram eigið fé Arion banka hafa útlán til fyrirtækja hins vegar minnkað á síðustu mánuðum. Á blaðamannafundi í kjölfar fjárfestatilkynningar á uppgjörinu í gær sagði Benedikt að lítil eftirspurn hafi verið eftir slíkum útlánum, þar sem mikill samdráttur hafi  orðið í fjárfestingu einkageirans. Jafnframt sagði Benedikt bankann vinna með öðrum aðilum, einkum stofnanafjárfestum, þegar kemur að fjármögnun fyrirtækja enda séu þeir oft betur til þess fallnir að fjármagna stærri fyrirtæki. 

Óraunhæft að nýta eigið fé til útlánaaukningar

Samkvæmt honum væri ekki hægt að nýta umfram eigið fé bankans í ný íbúðalán eða fyrirtækjalán, þar sem ekki væri hægt að fjármagna þau. Eigið fé sé dýrasta form fjármögnunar og bankinn þurfi alltaf að sækja sér fjármagn á markað eða ný innlán til að geta boðið ásættanleg kjör, sem sé einfaldlega ekki til staðar í fjármálakerfinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent