Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda

Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka segir lækkun banka­skatts hafi skilað sér í betri kjörum fyrir við­skipta­vini og að hún, auk ann­arra aðgerða stjórn­valda í banka­kerf­inu hafi litla teng­ingu við umfram eigið fé bank­ans. Enn fremur segir hann að ekki sé hægt að nýta allt umfram eigið fé bank­ans í ný íbúða­lán eða fyr­ir­tækja­lán. 

Kjarn­inn fjall­aði um nýbirt árs­fjórð­ungs­upp­gjör Arion banka síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, en sam­kvæmt því hagn­að­ist bank­inn um tæpa fjóra millj­arða króna á þriðja fjórð­ungi þessa árs. Í frétta­til­kynn­ingu sem fylgdi upp­gjör­inu sagði Bene­dikt að bank­inn væri í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé, sem ómögu­legt væri að ávaxta í takt við mark­mið bank­ans. 

Á síð­ustu sex mán­uðum hefur eigið fé Arion banka auk­ist um 8,6 millj­arða, sem er til­komið vegna hagn­aðar hans síð­ustu tvo árs­fjórð­unga. Í milli­tíð­inni hefur rík­is­stjórnin lækkað sér­stakan banka­skatt, auk þess sem Seðla­bank­inn lækk­aði stýri­vexti og minnk­aði eig­in­fjár­kröfur í mars með afnámi sér­staks sveiflu­jöfn­un­ar­auka til þess að auka eft­ir­spurn á banka­starf­semi og auð­velda greiðslu­miðlun í banka­kerf­in­u. 

Auglýsing

Arion með hærri eig­in­fjár­kröfur

Arion banki lítur þó enn svo á að sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn sé hluti af kröfum stjórn­valda til lengri tíma þar sem ætla má að hann verði settur á þegar heims­far­aldr­inum lýkur og hefur því bank­inn sett sér hærri eig­in­fjár­kröf­ur. Stjórn­völd gera þá kröfu á bank­ann að eig­in­fjár­hlut­fall hans (eig­in­fjár­þáttur 1) sé 13,6 pró­sent en bank­inn hefur sett sér það mark­mið að það hlut­fall sé 17 pró­sent. Í dag er eig­in­fjár­hlut­fall hins vegar 22,5 pró­sent, sem er nokkuð yfir báðum mark­mið­un­um. 

Einnig segir Bene­dikt að sterk eig­in­fjár­staða bank­ans ekki hafa teng­ingu við úrræði stjórn­valda. Sam­kvæmt honum báru við­skipta­vinir hans banka­skatt­inn og njóta nú lækk­unar hans í formi betri kjara. 

Lítil eft­ir­spurn eftir fyr­ir­tækja­út­lánum

Þrátt fyrir áður­nefndar aðgerðir stjórn­valda og umfram eigið fé Arion banka hafa útlán til fyr­ir­tækja hins vegar minnkað á síð­ustu mán­uð­um. Á blaða­manna­fundi í kjöl­far fjár­festa­til­kynn­ingar á upp­gjör­inu í gær sagði Bene­dikt að lítil eft­ir­spurn hafi verið eftir slíkum útlán­um, þar sem mik­ill sam­dráttur hafi  orðið í fjár­fest­ingu einka­geirans. Jafn­framt sagði Bene­dikt bank­ann vinna með öðrum aðil­um, einkum stofn­ana­fjár­fest­um, þegar kemur að fjár­mögnun fyr­ir­tækja enda séu þeir oft betur til þess fallnir að fjár­magna stærri fyr­ir­tæki. 

Óraun­hæft að nýta eigið fé til útlána­aukn­ingar

Sam­kvæmt honum væri ekki hægt að nýta umfram eigið fé bank­ans í ný íbúða­lán eða fyr­ir­tækja­lán, þar sem ekki væri hægt að fjár­magna þau. Eigið fé sé dýrasta form fjár­mögn­unar og bank­inn þurfi alltaf að sækja sér fjár­magn á markað eða ný inn­lán til að geta boðið ásætt­an­leg kjör, sem sé ein­fald­lega ekki til staðar í fjár­mála­kerf­inu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent