Arion banki með of mikið eigið fé

Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði hann vera í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri bank­ans sem birt var eftir lokun mark­aða í dag.

Sam­kvæmt upp­gjör­inu nam afkoma bank­ans tæpum fjórum millj­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur hafa vaxið og kostn­aður lækk­að, en sam­kvæmt bank­anum spila skipu­lags­breyt­ingar sem fram­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­starf­semi hafa auk­ist um 6,2 pró­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans í vor. Lána­bók bank­ans hefur hækkað um 7 pró­sent frá ára­mót­um, auk þess sem bank­inn hefur aukið vaxta­mun sinn. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sagði Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka að eft­ir­spurn eftir íbúða­lánum hefði verið óvenju­mikil á árs­fjórð­ungn­um, sem ásamt öðru leiddi til þess að lána­safn bank­ans hefði vax­ið. 

Sam­hliða auk­inni afkomu hefur eigna­staða bank­ans einnig batn­að, en eig­in­fjár­hlut­fall hans var 27,6 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Frá ára­mótum hefur eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar auk­ist um tæpa 30 millj­arða. „Bank­inn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt er að ávaxta í takt við mark­mið bank­ans,“ segir Bene­dikt. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent