Arion banki með of mikið eigið fé

Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka sagði hann vera í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri bank­ans sem birt var eftir lokun mark­aða í dag.

Sam­kvæmt upp­gjör­inu nam afkoma bank­ans tæpum fjórum millj­örðum króna á nýliðnum árs­fjórð­ungi, sem fimm sinnum meiri en afkoma bank­ans á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur hafa vaxið og kostn­aður lækk­að, en sam­kvæmt bank­anum spila skipu­lags­breyt­ingar sem fram­kvæmdar voru í fyrra miklu máli þar. 

Tekjur af kjarna­starf­semi hafa auk­ist um 6,2 pró­sent milli ára, en bank­inn hefur einnig aukið útlán til heim­ila í kjöl­far mik­illa vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans í vor. Lána­bók bank­ans hefur hækkað um 7 pró­sent frá ára­mót­um, auk þess sem bank­inn hefur aukið vaxta­mun sinn. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni sagði Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri Arion banka að eft­ir­spurn eftir íbúða­lánum hefði verið óvenju­mikil á árs­fjórð­ungn­um, sem ásamt öðru leiddi til þess að lána­safn bank­ans hefði vax­ið. 

Sam­hliða auk­inni afkomu hefur eigna­staða bank­ans einnig batn­að, en eig­in­fjár­hlut­fall hans var 27,6 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar. Frá ára­mótum hefur eig­in­fjár­grunnur sam­stæð­unnar auk­ist um tæpa 30 millj­arða. „Bank­inn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt er að ávaxta í takt við mark­mið bank­ans,“ segir Bene­dikt. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent