Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“

Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.

1. maí 2019 - Öryrkjabandalagið
Auglýsing

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) segir að eftir lestur minnisblaðs Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra standi eftir sú „tilfinning að tilgangur minnisblaðsins sé fyrst og fremst til að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ.

Kjarninn greindi frá því í dag að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði lagt fram minn­is­blað á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær um fram­lög til almanna­trygg­inga. Sam­kvæmt því minn­is­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­mæta­sköp­unar hag­kerf­is­ins til til­færslu­kerfa og fjár­fram­laga rík­is­sjóðs. Sér­stak­lega var fjallað um fram­lög til almanna­trygg­inga, að frá­töldum atvinnu­leys­is­bót­u­m, og sagt að þau hefðu nær tvö­fald­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs.

Í stöðu­upp­færslu sem Bjarni birti á Face­book í dag sagði hann það vera mikið áhyggju­efni að frá árinu 2013 hefði þeim sem eru á örorku­bótum eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.

Auglýsing

Segja framsetninguna villandi

Samkvæmt ÖBÍ er framsetningin sem ráðherra velur villandi. „Og gleymum ekki kosningaloforðinu sem ráðherra gaf eldri borgurum fyrir nokkrum árum stærsti hluti aukningar útgjalda til almannatrygginga farið í að efna það. Öryrkjar hafa ekki fengið neitt.

Fjármálaráðherra vill líka sýna fram á hve gríðarleg fjölgun örorkulífeyrisþega hefur orðið og birtir máli sínu til stuðnings línurit.

Þar má sjá hlutfall örorkulífeyrisþega, örorkustyrkþega og endurhæfingalífeyrisþega sem hlutfall af fólki á vinnufærum aldri. Einhverra hluta vegna tekur ráðherra þó sérstaklega út úr jöfnunni innflytjendur, eða erlent vinnuafl, eins og þessi hópur skipti engu máli í verðmætasköpun landsins,“ segir í tilkynningunni.

Óskiljanlegt að taka út þennan hóp

Þá kemur fram hjá ÖBÍ að það að taka þennan hóp út sé „eiginlega óskiljanlegt“. Innflutt vinnuafl sé hluti af öllum öðrum þjóðhagsstærðum, skattgreiðslum og landframleiðslu.

„Ráðherra er einnig ofarlega í huga fjölgun öryrkja á tímabilinu sem hann velur sér. 4.300 einstaklingar, eða jafn margir og búi í Vestmannaeyjum. Setjum þessa tölu í samhengi. Á sama tíma hefur íbúum landsins fjölgað um 45.250. Það er aðeins rúmlega íbúatala Kópavogs og Seltjarnarness.

Hvað skyldi 4.300 manns vera hátt hlutfall af þessari fjölgun? Jú 9,5 prósent, en tafla ráðherra sýnir einmitt að fjöldi öryrkja sem hlutfall af mannfjölda er 9,2 prósent og hefur verið undanfarin ár. Munurinn 0,3 prósentustig, en hér höfum við í huga dugnað starfsmanna TR árið 2016 er þeir unnu niður uppsafnaðar umsóknir. Það skiptir nefnilega máli hvernig hlutirnir eru bornir fram.

Enda ef skoðað er hlutfallið, sem ráðherra vill meina að sé að ríða ríkissjóði að fullu, með öllum sem leggja til landsframleiðslunnar, sést að það breytist nær ekkert. Í raun hefur hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri, lækkað eða staðið í stað undanfarin ár. Það er nú öll hörmungin,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynning ÖBÍ

Benja­min Disra­eli, breskur íhalds­mað­ur, sagði eitt sinn um lyg­ina: „Það eru þrjár skil­grein­ingar á ósann­ind­um, lygi, hauga­lygi og töl­fræð­i.“Inn­lendur íhalds­mað­ur, sem þó vildi eitt sinn vera frjáls­lynd­ur, setti fram töl­fræði:Fjár­mála­ráð­herra hefur áhyggjur af hinum „aukna þunga í til­færslu­kerf­um“. Í minn­is­blað­inu sem hann kynnti rík­is­stjórn í gær segir að „í ljósi þess tekju­falls sem rík­is­sjóður stendur frammi fyrir vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru mun hlut­fall fram­laga almanna­trygg­inga að óbreyttu nema tæpum fjórð­ungi tekna rík­is­sjóðs af skatt­tekjum og trygg­inga­gjaldi á næsta ári, í stað 14-15% áður“.Sem sagt, tekjur rík­is­sjóðs minn­ka, og föst útgjöld verða þar með hærra hlut­fall af minnk­andi tekj­um. Þá er rétt að segja hlut­ina eins og þeir eru. Hlut­fallið eykst fyrst og fremst vegna lækk­andi tekna, ekki hækk­andi gjalda. Fram­setn­ingin sem ráð­herra velur er vill­andi. Og gleymum ekki kosn­inga­lof­orð­inu sem ráð­herra gaf eldri borg­urum fyrir nokkrum árum stærsti hluti aukn­ingar útgjalda til almanna­trygg­inga farið í að efna það. Öryrkjar hafa ekki fengið neitt. Fjár­mála­ráð­herra vill líka sýna fram á hve gríð­ar­leg fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega hefur orðið og birtir máli sínu til stuðn­ings línu­rit. Þar má sjá hlut­fall örorku­líf­eyr­is­þega, örorku­styrk­þega og end­ur­hæf­inga­líf­eyr­is­þega sem hlut­fall af fólki á vinnu­færum aldri. Ein­hverra hluta vegna tekur ráð­herra þó sér­stak­lega út úr jöfn­unni inn­flytj­end­ur, eða erlent vinnu­afl, eins og þessi hópur skipti engu máli í verð­mæta­sköpun lands­ins. Að taka þennan hóp út, er eig­in­lega óskilj­an­legt. Inn­flutt vinnu­afl er jú hluti af öllum öðrum þjóð­hags­stærð­um, skatt­greiðsl­um, land­fram­leiðslu og svo mætti lengi telja.Ráð­herra er einnig ofar­lega í huga fjölgun öryrkja á tíma­bil­inu sem hann velur sér. 4.300 ein­stak­ling­ar, eða jafn margir og búi í Vest­manna­eyj­um. Setjum þessa tölu í sam­hengi. Á sama tíma hefur íbúum lands­ins fjölgað um 45.250. Það er aðeins rúm­lega íbúa­tala Kópa­vogs og Sel­tjarn­ar­ness.Hvað skyldi 4.300 manns vera hátt hlut­fall af þess­ari fjölg­un? Jú 9,5%, en tafla ráð­herra sýnir einmitt að fjöldi öryrkja sem hlut­fall af mann­fjölda er 9,2% og hefur verið und­an­farin ár. Mun­ur­inn 0,3 pró­sentu­stig, en hér höfum við í huga dugnað starfs­manna TR árið 2016 er þeir unnu niður upp­safn­aðar umsókn­ir. Það skiptir nefni­lega máli hvernig hlut­irnir eru bornir fram.

 Enda ef skoðað er hlut­fall­ið, sem ráð­herra vill meina að sé að ríða rík­is­sjóði að fullu, með öllum sem leggja til lands­fram­leiðsl­unn­ar, sést að það breyt­ist nær ekk­ert. Í raun hefur hlut­fall örorku­líf­eyr­is­þega af fólki á vinnu­aldri, lækkað eða staðið í stað und­an­farin ár. Það er nú öll hörm­ung­in.Eftir stendur sú til­finn­ing að til­gangur minn­is­blaðs­ins sé fyrst og fremst til að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­astir eru á flet­i.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent