Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í gær um framlög til almannatrygginga. Samkvæmt því minnisblaði rennur sífellt aukinn hluti verðmætasköpunar hagkerfisins til tilfærslukerfa og fjárframlaga ríkissjóðs. Sérstaklega var fjallað um framlög til almannatrygginga, að frátöldum atvinnuleysisbótum,  og sagt að þau hafi nær tvöfaldast frá árinu 2013 miðað við verðlag hvers árs. 

Slík framlög nemi nú 642 þúsund krónum á hvern landsmann aldrinum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þúsund krónur á hvern landsmann árið 2013. Samanlagt fari því um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga. 

Kaka og kaka

Í stöðuuppfærslu sem Bjarni birtir á Facebook í dag segir hann að það sé mikið áhyggjuefni að á sama tímabili hafi þeim sem eru á örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vestmannaeyjum. Okkur er að mistakast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregðast við.“

Auglýsing
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur undanfarnar vikur staðið fyrir herferð, meðal annars með sjónvarpsauglýsingum. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorkulífeyris og lágmarkslauna hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar hefur ekkert verið gert til að bregðast við þessari kjaragliðnun, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu er enga breytingu að sjá,“ skrifaði ÖBI í stöðuuppfærslu sem birt var á Facebook 11. október. Með fylgdi auglýsing sem síðan hefur verið afar sýnileg víða, meðal annars í sjónvarpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosningabaráttumyndband sem Bjarni Benediktsson gerði fyrir kosningarnar 2016.


Segir rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið

Bjarni segir í stöðuuppfærslu sinni í dag að hann heyri ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frekar. „Myndband þeirra er hins vegar misheppnað, þótt kakan sé falleg eftirmynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almannatryggingar hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku. Um það vitna staðreyndir. Og við tókum 4 milljarða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjörtímabili. Enn er óráðstafað um fjórðungi þeirrar fjárhæðar en um að að ræða varanlega 4 milljarða hækkun á þessum lið almannatrygginga.“ 

Bjarni segir að helsta áhyggjuefni sé að ríkið muni ekki geta stutt nægilega við þá sem eru í mestri þörf ef sífellt hærra hlutfall landsmanna sé á örorku eða endurhæfingarlífeyri. „Eftir því sem þessi staða versnar dregur úr getu okkar til að standa myndarlega við bakið á þeim sem aldrei fengu tækifæri í lífinu eða urðu fyrir áföllum og þurfa á stuðningi að halda.“ 

Sífellt stærri hópur býr við sárafátækt

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem Bjarni kynnti 1. októ­ber síð­ast­lið­inn, var lagt til að líf­eyrir sem greiddur er úr almanna­trygg­inga­kerf­inu myndi hækka um 3,6 pró­sent um næstu ára­mót.

Sam­kvæmt útreikn­ingum Öryrkja­banda­lags Íslands mun sú hækkun skila því að fram­færslu­við­mið almanna­trygg­inga verði 265.044 krónur fyrir skatt, sem, að teknu til­liti til þeirra skatt­kerf­is­breyt­inga sem koma til fram­kvæmda um ára­mót­in. Það muni skila rétt tæpum 233 þús­und krónum í vasa þeirra sem lifa af örorku­líf­eyr­i. 

Að­al­fundur ÖBI sam­þykkti fyrr í október  ályktun þar sem sagði að í þrjú ár hefði rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Bjarna Bene­dikts­sonar og Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar ákveðið að auka fátækt fatl­aðs og lang­veiks fólks í stað þess að bæta kjör þeirra. „Sí­stækk­andi hópur öryrkja býr við sárafátækt. Það veldur aðal­fundi Öryrkja­banda­lags Íslands miklum von­brigðum að um ára­mótin 2020-2021 verði mun­ur­inn á örorku­líf­eyri og lág­marks­launum orð­inn kr. 86.000.“

Ekkert gert til að bregðast við kjaragliðnun

Í álykt­un­inni sagði að frá árinu 2007 hefði bil á milli örorku­líf­eyris og lág­marks­launa stöðugt breikk­að. „Í valda­tíð núver­andi rík­is­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­ast við þess­ari kjaragliðnun, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­is­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­asta fjár­laga­frum­varp á kjör­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá.“

Aðal­fund­ur­inn krafð­ist því þess að „rík­is­stjórnin end­ur­skoði afstöðu sína gagn­vart lífs­kjörum fatl­aðs og lang­veiks fólks og bæti kjör okkar án taf­ar. Skömm rík­is­stjórn­ar­innar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bakvið COVID og slæmt efna­hags­á­stand."

Vilji innan stjórnarandstöðu að bregðast við

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­laga­frum­varp næsta árs sem felur í sér að líf­eyrir almanna­trygg­inga og atvinnu­leys­is­bætur hækki í sam­ræmi við hækk­anir á lífs­kjara­samn­ingi. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­lög­unni, og byggt er á áætlun miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn, myndu greiðslur vegna öryrkja­líf­eyris og atvinnu­leys­is­bóta aukast um 10,5 millj­arða króna sam­tals á næsta ári verði til­lagan sam­þykkt.

Í aðgerðaráætlun sem Samfylkingin kynnti fyrr í þessum mánuði var meðal annars lagt til að hækka ellilífeyri og örorku- og endurhæfingarlífeyri í samræmi við launaþróun til viðbótar við hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna. Auk þess vill flokkurinn að endurskoðun almannatrygginga lúti sömu lögmálum og þróun þingfarakaups, og haldi þar með í raunverulega launaþróun í landinu í stað áætlunar um hana. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar