Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram minn­is­blað á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær um fram­lög til almanna­trygg­inga. Sam­kvæmt því minn­is­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­mæta­sköp­unar hag­kerf­is­ins til til­færslu­kerfa og fjár­fram­laga rík­is­sjóðs. Sér­stak­lega var fjallað um fram­lög til almanna­trygg­inga, að frá­töldum atvinnu­leys­is­bót­u­m,  og sagt að þau hafi nær tvö­fald­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs. 

Slík fram­lög nemi nú 642 þús­und krónum á hvern lands­mann aldr­inum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þús­und krónur á hvern lands­mann árið 2013. Sam­an­lagt fari því um fjórð­ungur allra skatt­tekna og trygg­inga­gjalda til almanna­trygg­inga. 

Kaka og kaka

Í stöðu­upp­færslu sem Bjarni birtir á Face­book í dag segir hann að það sé mikið áhyggju­efni að á sama tíma­bili hafi þeim sem eru á örorku­bótum eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vest­manna­eyj­um. Okkur er að mis­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregð­ast við.“

Auglýsing
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur und­an­farnar vikur staðið fyrir her­ferð, meðal ann­ars með sjón­varps­aug­lýs­ing­um. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorku­líf­eyris og lág­marks­launa hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valda­tíð núver­andi rík­is­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­ast við þess­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­is­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­asta fjár­laga­frum­varp á kjör­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá,“ skrif­aði ÖBI í stöðu­upp­færslu sem birt var á Face­book 11. októ­ber. Með fylgdi aug­lýs­ing sem síðan hefur verið afar sýni­leg víða, meðal ann­ars í sjón­varpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosn­inga­bar­áttu­mynd­band sem Bjarni Bene­dikts­son gerði fyrir kosn­ing­arnar 2016.Segir rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið

Bjarni segir í stöðu­upp­færslu sinni í dag að hann heyri ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frek­ar. „Mynd­band þeirra er hins vegar mis­heppn­að, þótt kakan sé fal­leg eft­ir­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almanna­trygg­ingar hafa fengið stærri sneið af stækk­andi köku. Um það vitna stað­reynd­ir. Og við tókum 4 millj­arða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­tíma­bili. Enn er óráð­stafað um fjórð­ungi þeirrar fjár­hæðar en um að að ræða var­an­lega 4 millj­arða hækkun á þessum lið almanna­trygg­inga.“ 

Bjarni segir að helsta áhyggju­efni sé að ríkið muni ekki geta stutt nægi­lega við þá sem eru í mestri þörf ef sífellt hærra hlut­fall lands­manna sé á örorku eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. „Eftir því sem þessi staða versnar dregur úr getu okkar til að standa mynd­ar­lega við bakið á þeim sem aldrei fengu tæki­færi í líf­inu eða urðu fyrir áföllum og þurfa á stuðn­ingi að halda.“ 

Sífellt stærri hópur býr við sára­fá­tækt

Í fjár­­laga­frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem Bjarni kynnti 1. októ­ber síð­­ast­lið­inn, var lagt til að líf­eyrir sem greiddur er úr almanna­­trygg­inga­­kerf­inu myndi hækka um 3,6 pró­­sent um næstu ára­­mót.

Sam­­kvæmt útreikn­ingum Öryrkja­­banda­lags Íslands mun sú hækkun skila því að fram­­færslu­við­mið almanna­­trygg­inga verði 265.044 krónur fyrir skatt, sem, að teknu til­­liti til þeirra skatt­­kerf­is­breyt­inga sem koma til fram­­kvæmda um ára­­mót­in. Það muni skila rétt tæpum 233 þús­und krónum í vasa þeirra sem lifa af örorku­líf­eyr­i. 

Að­al­fundur ÖBI sam­­þykkti fyrr í októ­ber  ályktun þar sem sagði að í þrjú ár hefði rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, Bjarna Bene­dikts­­sonar og Sig­­urðar Inga Jóhanns­­sonar ákveðið að auka fátækt fatl­aðs og lang­veiks fólks í stað þess að bæta kjör þeirra. „Sí­­stækk­­andi hópur öryrkja býr við sára­fá­tækt. Það veldur aðal­­fundi Öryrkja­­banda­lags Íslands miklum von­brigðum að um ára­­mótin 2020-2021 verði mun­­ur­inn á örorku­líf­eyri og lág­­marks­­launum orð­inn kr. 86.000.“

Ekk­ert gert til að bregð­ast við kjaragliðnun

Í álykt­un­inni sagði að frá árinu 2007 hefði bil á milli örorku­líf­eyris og lág­­marks­­launa stöðugt breikk­að. „Í valda­­tíð núver­andi rík­­is­­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­­ast við þess­­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­­is­­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­­asta fjár­­laga­frum­varp á kjör­­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá.“

Aðal­­fund­­ur­inn krafð­ist því þess að „rík­­is­­stjórnin end­­ur­­skoði afstöðu sína gagn­vart lífs­­kjörum fatl­aðs og lang­veiks fólks og bæti kjör okkar án taf­­ar. Skömm rík­­is­­stjórn­­­ar­innar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bak­við COVID og slæmt efna­hags­á­­stand."

Vilji innan stjórn­ar­and­stöðu að bregð­ast við

Björn Leví Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Pírata, hefur lagt fram breyt­ing­­ar­til­lögu við fjár­­laga­frum­varp næsta árs sem felur í sér að líf­eyrir almanna­­trygg­inga og atvinn­u­­leys­is­bætur hækki í sam­ræmi við hækk­­­anir á lífs­kjara­­samn­ing­i. 

­Sam­­kvæmt því sem fram kemur í til­­lög­unni, og byggt er á áætlun miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn, myndu greiðslur vegna öryrkja­líf­eyris og atvinn­u­­leys­is­­bóta aukast um 10,5 millj­­arða króna sam­tals á næsta ári verði til­­lagan sam­­þykkt.

Í aðgerð­ar­á­ætlun sem Sam­fylk­ingin kynnti fyrr í þessum mán­uði var meðal ann­ars lagt til að hækka elli­líf­eyri og örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri í sam­ræmi við launa­þróun til við­bótar við hækkun frí­tekju­marks vegna atvinnu­tekna. Auk þess vill flokk­ur­inn að end­ur­skoðun almanna­trygg­inga lúti sömu lög­málum og þró­un ­þing­fara­kaups, og haldi þar með í raun­veru­lega launa­þróun í land­inu í stað áætl­unar um hana. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar