Mynd: Öryrkjabandalag Íslands 2018-05-01-1-maí-kröfuganga-ÖBÍ-2-2190.jpg
Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjar skildir eftir í fátækragildru

Þegar verið er að taka ákvarðanir um hækkun á örorkulífeyri milli ára er stuðst við spá um launaþróun. Sú spá er oftast nær lægri en raunveruleg hækkun launa milli ára. Auk þess hafa stjórnvöld ítrekað breytt þeim viðmiðum sem þau styðjast við þegar þau skammta öryrkjum bótahækkunum. Niðurstaðan er sú að gríðarlega kjaragliðnun hefur átt sér stað. Framfærsla öryrkja hefur setið eftir og aukið á þegar slakar aðstæður flestra þeirra sem treysta á hana til að hafa í sig og á.

Um 21 þús­und manns eru með 75 pró­sent örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­mat á Íslandi. Fjöldi þeirra hefur tvö­fald­ast frá ald­ar­mót­um, eða um 500 að með­al­tali á ári. Um 30 pró­sent hóps­ins eru undir fer­tugu. Þessi hópur á mjög erfitt með að sækja sér bjargir ann­ars staðar en í almanna­trygg­inga­kerf­ið, þar sem íslenskur vinnu­mark­aður tekur lítið sem ekk­ert við fólki með skerta starfs­getu og bætur sem rík­is­sjóður greiðir skerð­ast mjög hratt ef öryrkjar reyna að vinna. Þannig er frí­tekju­mark atvinnu­tekna til að mynda 109.600 krónur og hefur verið óbreytt í ára­tug. Ef það hefði fylgt verð­lags­hækk­unum væri frí­tekju­markið rúm­lega 151 þús­und krón­ur. 

Lág­marks­fram­færslu­trygg­ing þeirra sem fá örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri er 247.183 krónur hjá þeim sem fá ekki greidda heim­il­is­upp­bót, en 310.800 krónur hjá þeim sem fá slík­a. 

Það þarf ekki að leggja lengi saman til að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að um fátæktr­ar­gildru sé að ræða sem erfitt er að kom­ast út úr. Ytri aðstæð­ur, eins og hækk­andi hús­næð­is­kostn­að­ur, sem fjallað er um hér í hlið­ar­efni að neð­an, ýkja síðan þessa stöðu enn frek­ar. 

Berg­þór Heimir Þórð­ar­son, vara­for­maður kjara­hóps Öryrkja­banda­lags Íslands, skrif­aði pistil sem hann birti á Face­book-­síðu sinni þann 29. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann lýsti aðstæðum öryrkja sem vill vinna, og hvað það þýðir fyrir slík­an. 

Tl;dr: Ef hið opin­bera vill að öryrkjar vinni meira gerið kerfið þá þannig að það borgi sig fyrir öryrkj­ann. Að venju...

Posted by Berg­þór H. Þórð­ar­son on Tues­day, Janu­ary 29, 2019


Líf­eyrir hækkar ekki í sam­ræmi við lög

Á Íslandi eru í gildi lög um almanna­trygg­ing­ar, sem ákvarða hver örorku­líf­eyrir eigi að vera. Í þeim, nánar til­tekið í 69. grein þeirra, er fjallað um hver almenn hækkun bóta almanna­trygg­inga eigi að vera. Þar segir að þær bætur skuli „breyt­ast árlega í sam­ræmi við fjár­lög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launa­þró­un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verð­lag sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs.“

Ákvæðið var lög­fest árið 1997. Í ræðu Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þann 9. des­em­ber 1997 sem flutt var vegna máls­ins sagði hann um ákvæð­ið: „Lás­inn er tvö­fald­ur. Miðað er við að neyslu­vísi­talan sé í lág­marki og síðan er við­mið­unin kaupið að auki. [...] Það á ekki að láta nægja að miða við neyslu­vísi­töl­una. Það á jafn­framt að gæta þess að huga sér­stak­lega að og hafa við­miðun á launa­þró­un­inni og þá auð­vitað er bara hægt að gera það þegar launa­þró­unin er væn­legri kostur en vísi­tala neyslu­verðs.“ 

Text­inn í lög­unum er nokkuð skýr. Líf­eyr­inn á að fylgja launa­þróun í land­inu og verð­bólga, sem er mæld með vísi­tölu neyslu­verðs, á ekki að geta étið virði bót­ana upp. Ef allt væri í sam­ræmi við laga­text­ann ættu því kjara­bætur öryrkja á hverju ári að vera hið minnsta hærri en verð­bólga hvers árs, og ef hún er lægri hlut­fallstala en hækkun launa þá eiga bæt­urnar að halda í við þá launa­þró­un.

Þannig hefur málum þó ekki verið hátt­að. Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands­,­sem sýna þróun vísi­talna milli ára frá jan­ú­ar­mán­uði hvers árs, kemur skýrt fram að örorku­líf­eyrir hefur hækkað langtum minna en önnur laun í land­inu á síð­ustu 20 árum. Frá árinu 1998 hefur hækkun örorku­líf­eyris ein­ungis þrí­vegis verið hærri en annað hvort launa­þróun eða verð­bólga. Í alls 19 ár á því tíma­bili hefur hækkun örorku­líf­eyris hins vegar verið lægri en þróun þess­ara tveggja við­miða. Við það hefur átt sér stað kjaragliðn­un. 

Á manna­máli þýðir það að kjör öryrkja hafa oftar en ekki setið eftir á meðan að kjör ann­arra hafa batn­að. Frá árinu 1998 nemur þessi kjaragliðnun 59,4 pró­sent­um, sam­kvæmt tölum sem unnar hafa verið fyrir Mál­efna­hóp Öryrkja­banda­lags Íslands um kjara­mál. Frá árinu 2007 hefur gliðn­unin verið 28,4 pró­sent. 

Mikið ógagn­sæi

Öryrkjar og aðrir líf­eyr­is­þegar hafa lengi bent á þessa stöðu, að þeir hafi verið skildir eftir í kjara­þróun á nán­ast hverju ári. Þrátt fyrir að tals­menn þess­ara hópa telji ákvæði laga nokkuð skýrt þá hefur þessi þróun haldið áfram.

Ástæð­una er að finna í því að hækkun bóta almanna­trygg­inga er breytt í sam­ræmi við fjár­lög hverju sinni. Þar sem fjár­lög eru eðli máls­ins sam­kvæmt gerð fyrir kom­andi ár byggja ákvarð­anir á hækkun bóta því á mati um hver launa­þróun mögu­lega verði. Hver skil­grein­ing á launa­þróun sé er ekki fjallað um í lög­un­um. Öryrkja­banda­lagið hefur talið að eina rök­ræna leiðin til að finna slíka út sé að miða ein­fald­lega við vísi­tölu launa. Því hafa fjár­mála­ráð­herrar hvers tíma verið ósam­mála, þótt ekki hafi verið sam­ræmi í því hvernig þeir hafa hagað sínum útreikn­ing­um. 

Í skýrslu sem Bene­dikt Jóhann­es­son hjá Talna­könn­un, sem síðar sett­ist um stund í stól fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vann fyrir Öryrkja­banda­lagið á árunum 2012 og 2013 kom fram að hann hefði leitað eftir skýr­ingum um hvernig staðið væri að útreikn­ingi á breyt­ing­unni á ári víða.  Hvorki vel­ferð­ar­ráðu­neytið né Trygg­inga­stofnun sögð­ust búa yfir vit­neskju um hvernig það væri gert. Í skýrslu Bene­dikts seg­ir: „Í lok mars 2012 fékk Öryrkja­banda­lag Íslands svar við fyr­ir­spurn um málið frá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Af því svari má ráða að ekki eru nákvæmar, hand­fastar reglur um hvernig þetta skuli gert, heldur miðað við mat á ári hverju. Þó virð­ist sem litið sé til almenn­ra, umsam­inna launa­hækk­ana, spár um launa­hækk­anir og verð­lags­breyt­ingar næsta árs skv. for­sendum fjár­laga­frum­varps.“

Bene­dikt sagði í skýrsl­unni að þetta fyr­ir­komu­lag á útreikn­ing bóta væri ekki heppi­legt því það væri ekki gagn­sætt hvernig bóta­grund­völl­ur­inn væri met­inn. Hann taldi mik­il­vægt að stuðst væri við við­mið sem reiknað væri af öðrum en fjár­mála­ráðu­neyt­inu, t.d. Hag­stofu Íslands sem reiknar út vísi­tölu launa. 

„Ef regl­urnar eru gagn­sæjar er auð­velt að sjá hvort bætur hafi verið skertar eða bætt við þær með póli­tískum ákvörð­un­um, en með núver­andi fyr­ir­komu­lagi er þetta óþörfum vafa und­ir­orp­ið. Einnig þarf að hafa í huga að greiddar bætur ráð­ast af ýmsu, t.d. öðrum tekjum bóta­þega og skerð­ing­ar­regl­u­m,“ skrif­aði Bene­dikt.

Stuðst við óskil­greint launa­skrið

Ljóst má vera að lítið hefur verið gert með þessar ábend­ingar Bene­dikts. Fyrir rúmu ári spurði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um það með skrif­legri fyr­ir­spurn hvaða for­sendur lægju að baki útreikn­ingum hækk­unar á bótum almanna­trygg­inga, sem voru 4,7 pró­sent sam­kvæmt fjár­lögum þess árs. 

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Mynd: Bára Huld Beck

Í svari Bjarna sagði að það væri mat hverju sinni í fjár­laga­gerð­inni „hvernig taka skuli mið af launa­þróun en almennt má segja að gengið sé út frá með­al­hækk­unum í kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði að teknu til­liti til þess hvenær hækk­an­irnar taka gildi á árinu. Þessi við­mið hafa því falið í sér að tekið hefur verið mið af með­al­breyt­ingum á vinnu­mark­aðnum í heild fremur en af hækkun ein­stakra hópa, t.d. hinna lægst laun­uðu. Líkt og fram kemur í grein­ar­gerð með fjár­laga­frum­varp­inu fyrir árið 2018 var gengið út frá 4,7 pró­sent hækkun á bótum almanna­trygg­inga fyrir árið 2018 með hlið­sjón af spá um launa­þró­un. Ákvörðun um hækkun bót­anna tók mið af spá Hag­stofu Íslands um þróun launa­vísi­tölu milli áranna 2017 og 2018 að frá­dregnu launa­skrið­i.“

Kjarn­inn hefur undir höndum fyr­ir­spurn frá Öryrkja­banda­lagi Íslands til Hag­stofu Íslands, sem send var með tölvu­pósti í nóv­em­ber 2018, þar sem leitað er eftir því hvort fyrir liggi skil­grein­ing á hug­tak­inu launa­skriði hjá stofn­un­inni. Í svari Hag­stof­unnar kemur fram að Hag­stofan hafi „því mið­ur“ ekki lagt mat á svo­kallað launa­skrið umfram kjara­samn­inga. Þar segir enn fremur að engin ein skil­grein­ing sé til um hug­takið launa­skrið og að skiln­ingur sé oft ólíkur milli aðila. 

Með öðrum orðum er notkun á hug­tak­inu „launa­skrið“ undir þeim komið sem setur það fram. 

Kvartað til umboðs­manns

Öryrkja­banda­lagið hefur verið mjög ósátt með það að óskil­greint „launa­skrið“ hafi verið dregið frá launa­vísi­tölu þjóð­hags­spár Hag­stofu Íslands þegar hækkun greiðslna til skjól­stæð­inga þeirra var ákveðin við fjár­laga­gerð síð­asta árs. Og raunar er það mjög ósátt með það að ekk­ert sam­ræmi virð­ist vera í því hvernig breyt­ingar á líf­eyri milli ára. Árið 2018 var til að mynda lögð til hækkun um 4,7 pró­sent en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi átti launa­þróun að hækka um 6,3 pró­sent. Ástæðan fyrir þess­ari lækkun var að áður­nefnt en óskil­greint „launa­skrið“ yrði dregið frá launa­þró­un­inn­i. 

Húsnæðismarkaður gerir slæma stöðu verri

Samhliða því að greiðslur til öryrkja hafa ekki hækkað í samræmi við almenna launaþróun þá hefur átt sér stað þróun á íslenskum húsnæðismarkaði sem hefur reynst þessum hópi afar óhagstæð. Birtingarmyndir þess eru nokkrar. Til dæmis hefur leig­u­verð íbúð­­­ar­hús­næðis á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu tvö­­fald­­ast á rúm­lega átta árum. Á síð­­­­­ustu tveimur árum hefur það hækkað um meira en 30 pró­­­sent. Í könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­­sjóð í fyrra kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigukostnaðar. Ein­ungis 14 pró­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­mark­aði vilja vera þar. Þeir sem eru líklegastir til að vera á leigumarkaði eru lágtekjuhópar, eins og t.d. öryrkjar.

Staðan er ekkert mikið betri á kaupendamarkaði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði til að mynda um 105 prósent í krónum talið frá byrjun árs 2011 og fram í desember 2018, eða á átta árum. Það hefur gert það að verkum að til þess að kaupa sér fasteign þarf nú helmingi fleiri krónur í útborgun en áður, sem erfitt er að safna sér upp þegar tekjurnar duga vart fyrir framfærslu.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2019, sem sam­þykkt var í des­em­ber síð­ast­liðn­um, var lagt til að líf­eyrir myndi hækka um 3,4 pró­sent en þá var stuðst við allt annan rök­stuðn­ing og sagt að um væri að ræða 0,5 pró­sent kjara­bót umfram áætl­aða 2,9 pró­sent verð­bólg­u. 

Í des­em­ber 2018 sendi það kvörtun til Umboðs­manns Alþingis vegna máls­ins og sagði þar að það teldi fram­kvæmd og til­lögu­gerð ráðu­neyt­is­ins vegna breyt­inga á fjár­hæðum

líf­eyris almanna­trygg­inga við fjár­laga­gerð væri ekki í sam­ræmi við lög um almanna­trygg­ing­ar. „Engin festa er í fram­kvæmd­inni sem er ógagnsæ og virð­ist oft á tíðum sem það sé háð til­vilj­unum hvernig nið­ur­staða er feng­in. Telur ÖBÍ því fullt til­efni til þess að umboðs­maður Alþingis taki til skoð­unar stjórn­sýslu ráðu­neyt­is­ins við ákvörðun þeirrar til­lögu að fjár­hæð líf­eyris sem lögð er fyrir Alþingi í formi fjár­laga­frum­varps ár hvert. Þótt end­an­legt ákvörð­un­ar­vald sé í höndum Alþingis þá er ljóst að Alþingi á að geta treyst því að til­lögur ráðu­neyt­is­ins séu í sam­ræmi við lög­.“ 

Ráðu­neytið ekki svarað erind­inu

Umboðs­maður sendi Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, bréf dag­sett 18. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann óskaði frek­ari skýr­inga á mál­inu áður en tekin yrði frekarið ákvörðun um með­ferð á kvörtun­inni. Í því óskaði emb­ættið eftir því að ráðu­neytið rök­styðji afstöðu sína til við­horfs Öryrkja­banda­lags­ins sem fram kemur í kvörtun þess, að það skýri nánar hvers vegna þau við­mið sem notuð voru fyrir rök­stuðn­ingi á hækkun bóta í síð­asta fjár­laga­frum­varpi hafi orðið fyrir val­inu, hvort að hækkun bóta í sama fjár­laga­frum­varpi hafi tekið mið af sömu for­sendum og launa­hækk­anir rík­is­starfs­manna og þess einnig óskað að ráðu­neytið lýsi afstöðu sinni til þess hvort fram­setn­ing þess á til­lögu um hækkun bóta almanna­trygg­inga í fjár­laga­frum­varp­inu 2019 hafi verið nægj­an­lega skýr í ljósi fyr­ir­liggj­andi laga. 

Umboðs­maður Alþingis óskaði eftir því að allar upp­lýs­ingar og skýr­ingar sem hann bað ráðu­neytið um myndu ber­ast ekki síðar en 8. febr­ú­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ingum Kjarn­ans höfðu svör ekki borist mán­uði eftir að sá frestur rann út og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafði ekki óskað eftir við­bót­ar­fresti. Næstu skref í mál­inu yrðu því sú að emb­ætti Umboðs­manns Alþingis myndi senda ítrek­un.

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2019, sem sam­þykkt var í des­em­ber síð­ast­liðn­um, var lagt til að líf­eyrir myndi hækka um 3,4 pró­sent en þá var stuðst við allt annan rök­stuðn­ing og sagt að um væri að ræða 0,5 pró­sent kjara­bót umfram áætl­aða 2,9 pró­sent verð­bólg­u. 

Í des­em­ber 2018 sendi það kvörtun til Umboðs­manns Alþingis vegna máls­ins og sagði þar að það teldi fram­kvæmd og til­lögu­gerð ráðu­neyt­is­ins vegna breyt­inga á fjár­hæðum

líf­eyris almanna­trygg­inga við fjár­laga­gerð væri ekki í sam­ræmi við lög um almanna­trygg­ing­ar. „Engin festa er í fram­kvæmd­inni sem er ógagnsæ og virð­ist oft á tíðum sem það sé háð til­vilj­unum hvernig nið­ur­staða er feng­in. Telur ÖBÍ því fullt til­efni til þess að umboðs­maður Alþingis taki til skoð­unar stjórn­sýslu ráðu­neyt­is­ins við ákvörðun þeirrar til­lögu að fjár­hæð líf­eyris sem lögð er fyrir Alþingi í formi fjár­laga­frum­varps ár hvert. Þótt end­an­legt ákvörð­un­ar­vald sé í höndum Alþingis þá er ljóst að Alþingi á að geta treyst því að til­lögur ráðu­neyt­is­ins séu í sam­ræmi við lög­.“ 

Ráðu­neytið ekki svarað erind­inu

Umboðs­maður sendi Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, bréf dag­sett 18. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann óskaði frek­ari skýr­inga á mál­inu áður en tekin yrði frekarið ákvörðun um með­ferð á kvörtun­inni. Í því óskaði emb­ættið eftir því að ráðu­neytið rök­styðji afstöðu sína til við­horfs Öryrkja­banda­lags­ins sem fram kemur í kvörtun þess, að það skýri nánar hvers vegna þau við­mið sem notuð voru fyrir rök­stuðn­ingi á hækkun bóta í síð­asta fjár­laga­frum­varpi hafi orðið fyrir val­inu, hvort að hækkun bóta í sama fjár­laga­frum­varpi hafi tekið mið af sömu for­sendum og launa­hækk­anir rík­is­starfs­manna og þess einnig óskað að ráðu­neytið lýsi afstöðu sinni til þess hvort fram­setn­ing þess á til­lögu um hækkun bóta almanna­trygg­inga í fjár­laga­frum­varp­inu 2019 hafi verið nægj­an­lega skýr í ljósi fyr­ir­liggj­andi laga. 

Umboðs­maður Alþingis óskaði eftir því að allar upp­lýs­ingar og skýr­ingar sem hann bað ráðu­neytið um myndu ber­ast ekki síðar en 8. febr­ú­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ingum Kjarn­ans höfðu svör ekki borist mán­uði eftir að sá frestur rann út og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafði ekki óskað eftir við­bót­ar­fresti. Næstu skref í mál­inu yrðu því sú að emb­ætti Umboðs­manns Alþingis myndi senda ítrek­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar