Árið 2022: Húsnæðismarkaðurinn át kaupmáttinn

Stefán Ólafsson gerir upp árið 2022. Hann segir Eflingu þurfa því að fá öðruvísi launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót, svokallað Lundúnar-álag, vegna hins háa húsnæðiskostnaðar sem félagsmenn búi við. Allt annað sé óeðlilegt og óviðunandi.

Auglýsing

Árið 2022 er tíma­mótaár á hús­næð­is­mark­aði og á vinnu­mark­aði. Þetta er árið sem í fyrsta sinn er látið reyna á til fulls að fá löngu tíma­bæra aðlögun kjara­samn­ings að sér­stökum aðstæðum verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Eins og allir vita hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað með for­dæma­lausum hætti á síð­ustu árum. Fyrir var íbúða­verð þar mun hærra en á lands­byggð­inni. Mán­að­ar­leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nú að jafn­aði um 45% hærri þar en á lands­byggð­inni, sem nemur um 68.000 krónum á mán­uði. Það er því mun dýr­ara að búa og vinna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en ann­ars staðar á land­inu, bæði fyrir leigj­endur og eig­endur íbúða. Þessi munur nemur tugum þús­unda króna í fram­færslu á hverjum mán­uði.

Almennur fram­færslu­kostn­að­ur, án hús­næð­is­kostn­að­ar, er einnig ívið hærri að með­al­tali á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyrir allar fjöl­skyldu­gerð­ir, sam­kvæmt fram­færslu­við­miðum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Það er hins vegar hús­næð­is­kostn­að­ur­inn sem er helsta mein­semd­in.

Eftir tíu ára met­hækkun leigu hægði á hækk­unum hennar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á Kóvid-­tím­an­um, en á þessu ári hefur leigan hækkað mun hraðar á ný, eða um nærri 10% á sl. 12 mán­uð­um. Leigu­fé­lögin boða nú að þau muni færa leigu að mark­aðsvirði íbúð­ar­hús­næði á næsta ári. Það verða mjög miklar hækk­anir til við­bót­ar. Án leigu­bremsu og leigu­þaks eru leigj­endur óvarðir gegn taum­lausri græðgi margra leigu­sala.

Auglýsing
Leigjendur eru almennt að greiða um 45% af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í íbúð­ar­leigu. Um 10% leigj­enda búa jafn­vel við hús­næð­is­kostnað sem nemur 70% ráð­stöf­un­ar­tekna eða meira, sam­kvæmt könn­unum Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Í Evr­ópu er opin­bert við­mið að leiga verði ekki hærri en 25% ráð­stöf­un­ar­tekna. 

Óvenju örar hækk­anir Seðla­bank­ans á stýri­vöxtum að und­an­förnu hafa lagt tugi þús­unda auka­lega í hverjum mán­uði á heim­ili þeirra sem berj­ast við að eign­ast íbúð­ar­hús­næði. Hér er því algjört ófremd­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði, sem bitnar ein­stak­lega illa á lág­launa­fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Í Lífs­kjara­samn­ingnum sem gerður var árið 2019 var samið um ágæta kaup­mátt­ar­aukn­ingu fyrir verka­fólk. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn hefur hins vegar étið þá kaup­mátt­ar­aukn­ingu upp að stærstum hluta. Nýlega umsamdar launa­hækk­anir SGS, LV og iðn­að­ar­manna ná hvergi nærri að bæta það upp. Mikið álita­mál er nú hvort þær hækk­anir nái að halda kaup­mætti launa gagn­vart almennu verð­lagi áranna 2022 og 2023. Ef ekki verður eðli­leg kaup­mátt­ar­aukn­ing launa­fólks mun hag­vöxtur þess­ara ára renna nær óskiptur til eig­enda fyr­ir­tækja og fjár­magns. Þessi þróun hefur þegar sýnt sig í mik­illi aukn­ingu fjár­magnstekna hátekju­hópanna á árinu 2021. Árin 2022 og 2023 verða hátekju- og stór­eigna­fólki enn gjöf­ulli - að óbreyttu.

Ófull­nægj­andi hús­næð­is­stuðn­ingur stjórn­valda

Hús­næð­is­stuðn­ingur stjórn­valda hefur stór­lega rýrnað á síð­ustu tíu árum. Vaxta­bóta­kerfið sem veitti lægri tekju­hópum og þeim eigna­minni stuðn­ing sem nam að jafn­aði um 27% af vaxta­kostn­aði þegar best var veitti ein­ungis um 3% af vaxta­kostn­aði á árinu 2020 - og það hefur minnkað enn frekar síðan þá. Vaxta­bóta­kerfið hefur því sem næst verið eyði­lagt á sama tíma og íbúða­verðið hefur hækkað mun meira en áður hefur sést. Þetta hefur haft meiri áhrif á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni.

Nýleg til­kynn­ing stjórn­valda um hækkun eigna­við­miða í vaxta­bóta­kerf­inu breytir litlu því önnur við­mið kerf­is­ins og upp­hæð bót­anna eru óbreytt. Þetta færir kerfið í besta falli örfá ár til baka en dugir hvergi nærri til að end­ur­reisa það, eins og þörf stendur til. Nýt­ing sér­eigna­sparn­aðar til greiðslu íbúða­skulda nýt­ist einkum hærri tekju­hópum og kemur alls ekki í stað­inn fyrir vaxta­bóta­kerf­ið. Lág­launa­fólk er því afar illa varið gegn rányrkju hús­næð­is­mark­að­ar­ins og óhóf­legu vaxta­okri Seðla­bank­ans.

Auglýsing
Húsaleigubætur hafa ekki haldið í við hækkun leigu á sl. 10 árum. Hækkun húsa­leigu­bóta sem stjórn­völd kynntu í tengslum við kjara­samn­inga nýlega mun nema á bil­inu 5.000 til 7.000 krónur á mán­uði fyrir algengar húsa­leigu­bæt­ur. Það mun vega lítið á móti væntum hækk­unum leigu á næsta ári, því án leigu­bremsu og leigu­þaks er lík­leg­ast að leigu­sölum muni þykja auð­veld­ara að hækka leig­una enn frekar fyrir til­stilli þess­ara hækk­ana leigu­bóta, í óheftu umhverfi mark­að­ar­ins. 

Ætla mætti að húsa­leigu­bætur færu í meiri mæli til lág­launa­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni, því leigan þar er miklu hærri. Svo virð­ist þó ekki vera, sam­kvæmt gögnum "Tekju­sögu" for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Lág­launa­fólk sem leigir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu býr því ekki aðeins við allt aðra stöðu en sam­bæri­legur hópur á lands­byggð­inni heldur tekur húsa­leigu­bóta­kerfið ekki á þessum ólíku aðstæðum þannig að máli skipti.

Hús­næð­is­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skapar verka­fólki þar því mjög sér­stakar og þung­bærar aðstæð­ur, sem ógern­ingur er að horfa fram­hjá. Hár hús­næð­is­kostn­aður fylgir gjarnan stór­borgum og höf­uð­borg­ar­svæð­um. Það hefur víða áhrif á laun. Tökum dæmi frá nágrönnum okkar í Bret­landi.

Efl­ing­ar­fólk þarf Lund­ún­ar-á­lag á laun

Vel þekkt er í Bret­landi að fram­færslu­kostn­aður er um 20% hærri á London-­svæð­inu en ann­ars staðar í land­inu. Hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er helsta mein­semdin þar, eins og hér. Af þeim sökum hefur tíðkast að greiða um 20% álag ofan á laun á London-­svæð­inu. Þetta hefur verið þannig í ára­tugi. Við þurfum nú sam­bæri­lega útfærslu hér á land­i. 

Efl­ing er fyrst og fremst stétt­ar­fé­lag verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og jafn­framt langstærsta stétt­ar­fé­lag verka­fólks á Íslandi. Efl­ing­ar­fólk býr við lak­ari kjör en verka­fólk ann­ars staðar á land­inu, einkum vegna þessa hærri hús­næð­is­kostn­að­ar. Þetta og ýmis­legt annað gerir það að verkum að Efl­ing þarf öðru­vísi kjara­samn­ing en Starfs­greina­sam­bandið (SGS), til að koma til móts við sér­stöðu verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Sam­tök atvinnu­rek­enda (SA) hafa hins vegar stað­fast­lega neitað að koma til móts við kröfur Efl­ingar þessa efn­is. Þau krefj­ast þess að kjara­samn­ingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni ekki kosta meira en kjara­samn­ingur SGS, þó það sé miklu dýr­ara fyrir verka­fólk að búa og stunda vinnu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er frá­leit afstaða í ljósi hinnar aug­ljósu sér­stöðu sem þar er.

Efl­ing þarf því að fá öðru­vísi launa­töflu og sér­staka fram­færslu­upp­bót (Lund­ún­ar-á­lag) vegna hins háa hús­næð­is­kostn­að­ar. Allt annað er óeðli­legt og óvið­un­andi.

Árið 2022 er tíma­mótaár á hús­næð­is­mark­aði og á vinnu­mark­aði. Þetta er árið sem í fyrsta sinn er látið reyna á til fulls að fá löngu tíma­bæra aðlögun kjara­samn­ings að sér­stökum aðstæðum verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit