Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Í huga Lilju Alfreðsdóttur stendur tvennt upp úr á árinu. Annars vegar stríðið í Úkraínu og hins vegar orkukreppan sem fylgdi í kjölfarið ásamt hárri verðbólgu.

Auglýsing

Heim­ur­inn versn­andi fer! Orðin end­ur­óma gamla heims­á­deilu og koma fyrst fyrir í Pass­íu­sálmum Hall­gríms Pét­urs­sonar og eiga að ein­hverju leyti við árið 2022 en hins vegar er alltaf ljós við enda gang­anna.

Árið 2022 verður eft­ir­minni­legt fyrir margar sakir enda ár nokk­urra stórra áskor­ana sem legið hafa eins og rauðir þræðir í gegnum allt árið með snert­ingu við flest horn heims­ins. Stríð í Evr­ópu er stað­reynd eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, verð­bólga hefur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi á heims­vísu, lífs­kjara­kreppa er skollin á og nið­ur­sveifla er óum­flýj­an­leg víða. Vextir hafa hækkað veru­lega, við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína stig­magn­ast og að lokum olli lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna COP27 von­brigð­um. Hins vegar þá hafa við­brögð við þessum áskor­unum fyllt okkur von­ar­glætu. Vest­ur­lönd með Atl­ants­hafs­banda­lagið að vopni hafa sam­ein­ast gegn árás Rúss­lands, seðla­bankar heims­ins átta sig á efna­hags­hætt­unni sem verð­bólgan veldur og hafa sýnt sjálf­stæði sitt og hækkað vexti og alþjóða­við­skipti halda áfram að aukast, hægar þó en fyrr, þrátt fyrir erfið sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, Trump, virð­ist hafa misst flugið og rann­sókn­ar­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings sem skoð­aði árás­ina á þing­húsið í Was­hington DC 6. jan­úar 2021 er afger­andi í nið­ur­stöðu sinni að meg­in­or­sökin fyrir 6. jan­úar er einn mað­ur, Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti, sem margir fylgdu. Engin árás hefði átt sér stað án hans. Að lok­um, þá hefur heims­byggðin aldrei séð jafn­mik­inn kraft settan í að flýta fyrir grænum orku­skiptum og fyrir örfáum dögum birt­ust jákvæðar fréttir af kjarna­sam­runa.

Lok Kalda stríðs­ins virt­ust vera frið­söm í fyrstu

Síð­ustu þrír ára­tugir eftir að járn­tjaldið féll hafa verið frið­samir og ein­kennst af auk­inni vel­sæld á heims­vísu. Feiki­legar tækni­fram­farir hafa lagt grunn­inn að auk­inni nýsköpun og sam­vinnu. Aukin alþjóða­við­skipti og verð­mæta­sköpun hafa lyft um millj­arði fólks úr fátækt um heim­inn all­an. Mikil sam­vinna þjóð­ríkja hefur verið ein­kenn­andi fyrir þennan tíma. Við­skipti við Asíu hafa stór­auk­ist og segja má að Kína hafa virkað sem alheims­verk­smiðja. Vegna þess að kostn­aður við fram­leiðslu hefur verið mun lægri í Kína en á Vest­ur­lönd­um, þá má skýra út verð­hjöðnun á Vest­ur­löndum í tengslum við þessa þró­un. Evr­ópu­sam­run­inn var á fullu í byrjun 9. ára­tug­ar­ins og vall­ar­sýnin sú að Evr­ópa yrði öll sam­einuð innan skamms. Sam­eig­in­legi gjald­mið­il­inn var kynntur til sög­unn­ar. Sví­þjóð og Finn­land gengu í Evr­ópu­sam­bandið ásamt mörgum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­um. Fyrrum Var­sjár­ríkin sóttu ýmis um aðild að Atl­antshafs­banda­lag­inu og það ríkti mikil bjart­sýni um að fram undan væri tími mik­ils upp­gangs og sam­vinnu. Sov­ét­ríkin lið­ast í sundur eitt af öðru. Atburða­rásin var mun hrað­ari en flestir sér­fræð­ingar gerðu grein fyr­ir. Á tíma­bili leit jafn­vel út fyrir að Rúss­land hefði áhuga á því að ger­ast aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu!

Auglýsing

Vest­ur­lönd ítrekað vöruð við Rúss­landi Pútíns ...

Hinn 24. febr­úar síð­ast­lið­inn breytt­ist veru­leik­inn eins og við höfum þekkt hann um ára­tuga­skeið í Evr­ópu er Rússar hófu grimmi­lega inn­rás inn Úkra­ínu. Rússar höfðu áður tekið Krím­skaga yfir árið 2014 og það hefði átt að vera ljóst þá að þeir ætl­uðu sér meira. Því miður töldu Vest­ur­lönd að efna­hags­refsi­að­gerð­irnar myndu duga til að koma í veg fyrir frek­ari átök. Vest­ur­lönd voru marg­ít­rekað vöruð við að Rúss­land Pútíns ein­kennd­ist af ofbeldi og grimmd. Bók blaða­kon­unnar Önnu Polit­kovskayu um Rúss­land Pútíns og gefin var út árið 2004, fjallar mjög ítar­lega um ein­ræð­is­stjórn­hætti Pútíns. Bókin Önnu fékk verð­skuld­aða athygli og í kjöl­farið var hún myrt 7. októ­ber, 2006 á afmæl­is­degi Pútíns. Hann fékk til­kynn­ing­una um morðið þegar þau Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, fund­uðu í Kreml. Haft hefur verið eftir Merkel að Pútin hafi vilj­andi látið hvísla þessu að sér í þeim til­gangi að ögra henni! Fleira má nefna í þessu sam­hengi eins og bar­átta fjár­fest­is­ins Bill Browder fyrir rétt­læti vegna Sergei Magnit­sky, en sá síð­ar­nefndi var sam­starfs­að­ili Browder og lést í fang­elsi í Rúss­landi. Í fram­hald­inu voru Magnit­sky-lögin sam­þykkt af banda­ríska þing­inu, en þau fela í sér fjár­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart rúss­neskum við­skipta­jöfr­um. Mörg fleiri dæmi má nefna, þar sem Vest­ur­lönd voru ítrekað vöruð við þeirri þróun sem átti sér stað í Rúss­landi Pútíns.

... og Rússar fara í stríð í Evr­ópu og áfram ræðst fram­vindan af Banda­ríkj­unum

Stríð var hafið af fullum þunga í Evr­ópu. Á svip­stundu blasti nýr veru­leiki fyrir þjóðum álf­unnar í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Mála­flokk­ur­inn hafði fengið lítið vægi í opin­berri umræðu, sam­dráttur í fram­lögum marga Evr­ópu­ríkja til varn­ar­mála hafði verið tals­verður og Evr­ópa orðin of háð Rúss­landi um orku. Allir helstu sér­fræð­ingar töldu að Rússar yrðu komnir inn í Kænu­garð á þremur dög­um. Það varð hins vegar ekki raunin og segja má að Rússar hafi mis­reiknað sig hrapal­lega miðað við fyrstu áform þeirra. Kröftug mót­spyrna Úkra­ínu­manna neyddi Rússa á end­anum til að hörfa frá stórum land­svæðum en stríðið geisar nú í suð­ur- og suð­aust­ur­hluta lands­ins. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins hafa verið afger­andi með for­dæma­lausum við­skipta­þving­unum á Rúss­land og umfangs­miklum hern­að­ar­stuðn­ingi við Úkra­ínu. Vel­vild og dyggur stuðn­ingur banda­rískra stjórn­valda skipta höfuð máli í gangi stríðs­ins. Evrópa er enn og aftur algjör­lega háð stefnu Banda­ríkj­anna.

... og Þýska­land finnur til ábyrgðar

Kansl­ari Þýska­lands Olaf Scholz skrif­aði grein í byrjun des­em­ber og bar heitið „The Global Zeit­enwende“ og þar boðar hann nýja tíma í utan­rík­is­málum Þýska­lands. Meg­in­skila­boðin í grein­inni er að alþjóða­sam­fé­lagið geti aldrei látið Pútin ráða för og að tími sé kom­inn að Þjóð­verjar gegni lyk­il­hlut­verki í örygg­is- og varn­ar­málum í Evr­ópu. Í því felst að fjár­festa þurfi í her­afla, styrkja sam­eig­in­legar varnir Evr­ópu og efla þrótt Atl­ants­hafs­banda­lags­ins ásamt því að styðja dyggi­lega við Úkra­ínu. Nýtt hlut­verk Þýska­lands kallar á nýja þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Þessi stefnu­breyt­ing þýðir að búið er að leyfa útflutn­ing á vopnum í fyrsta sinn í eft­ir­stríðs­sögu Þýska­lands og það er til Úkra­ínu. Þýska­land hefur heitið því að styðja Úkra­ínu eins lengi og þörf kref­ur. Jafn­framt kemur fram í grein Olaf Scholz að aðgerðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins megi ekki verða til beinna hern­að­ar­á­taka við Rússland en koma verður í veg fyrir stig­mögnun stríðs­ins. Í því skyni hefur Þýska­land aukið veru­lega við­veru sína á aust­ur­víg­stöðvum og eflt alla við­veru sína í Aust­ur-­Evr­ópu. Þessi skýru skila­boð frá kansl­ara Þýska­land marka nýja tíma í Evr­ópu. Segja má að þessi sögu­legu umskipti í utan­rík­is­stefnu Þýska­lands minni á þegar Willy Brandt, kansl­ari, hóf „Öst­politik“ stefn­una, sem gekk út á að opna Aust­ur-Þýska­land en að tryggja gott sam­band við Banda­rík­in. Afar brýnt er að Ísland fylgist vel með fram­vindu mála í Þýska­landi.

Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Ísland öflug og byggir á traustum stoðum

Ísland hefur tekið þátt af fullum þunga í aðgerðum banda­lags­ríkj­anna og stutt mynd­ar­lega við Úkra­ínu með ýmsum móti, meðal ann­ars með mót­töku flótta­fólks sem hingað hefur leitað í öruggt skjól. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um, er ekki sjálf­sögð. Inn­rás Rússa er grimmi­leg áminn­ing um það. Fram­sýn skref íslenskra stjórn­mála­manna um að taka stöðu með lýð­ræð­is­ríkjum og að gera Ísland að stofn­að­ila að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og und­ir­ritun tví­hliða varn­ar­samn­ings við Banda­ríkin 1951 voru heilla­drjúg skref fyrir íslenska hags­muni sem enn mynda hryggjar­stykkið í utan­rík­is­stefnu okk­ar. Ísland á áfram að taka virkan þátt í varn­ar- og örygg­is­sam­starfi með banda­lags­þjóðum sínum og standa vörð um þau gildi sem við reisum sam­fé­lag okkar á. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands frá árinu 2016 hefur þjónað okkur vel. Meg­in­á­herslan er sem fyrr á aðild okkar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, tví­hliða­varn­ar­samn­ingur við Banda­ríkin ásamt aðild okkar að Sam­ein­uðu þjóð­unum og miklu sam­starfi Norð­ur­land­anna. Land­fræði­leg staða Íslands heldur áfram að skipta sköpum í Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu og við eigum að halda áfram að styrkja þjóðar­ör­ygg­is­stefn­una.

Stríðsknúin orku­kreppa kveikir verð­bólgu­bál

Vonir um að alþjóða­hag­kerfið og aðfanga­keðjur þess myndu taka fljótt við sér sam­hliða aflétt­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana dvín­uðu hratt við fyrr­nefnda inn­rás Rússa. Í stað þess spruttu upp nýjar áskor­anir fyrir alþjóða­hag­kerfið sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Miklar hækk­anir á hrá­vöru og orku hafa leikið fólk og fyr­ir­tæki grátt og hefur hug­takið Lífs­kjara­kreppan verið notað til að lýsa ástand­inu. Skömmtun á raf­orku og kostn­að­ar­söm sturtu­stund á heim­ilum fólks í Evr­ópu hljóm­aði fjar­stæðu­kennt fyrir nokkrum mán­uðum en er nú veru­leik­inn. Stjórn­völd hafa víða stigið inn í ástandið með stuðn­ings­að­gerðum til handa sam­fé­lögum sínum í glímunni við verð­bólg­una. Stýri­vextir hafa hækkað um allan heim til þess að reyna að slá á verð­bólg­una en sum staðar hafa ekki sést við­líka verð­bólgu­tölur í ára­tugi. Allt þetta ástand hefur varpað ljósi á kerf­is­lega veik­leika Evr­ópu sem mik­il­vægt er að horfast í augu við og takast á við; heims­hlut­inn verður meðal ann­ars að vera betur í stakk búinn til þess að sjá sjálfum sér fyrir orku og tryggja þannig efna­hags- og þjóðar­ör­yggi ríkja sinna. Það verður jafn­framt upp­lýsandi á næstu miss­erum að skoða með gagn­rýnum augum á þá pen­inga- og fjár­mála­stefnu sem rekin hefur verið beggja vegna Atl­antsála og leita svara við því hvaða áhrif slaki í þeim efnum um ára­bil hefur mögu­lega haft á verð­bólgu­skot­ið.

Í mínum huga er það tvennt sem stendur upp úr á árinu. Ann­ars vegar er það stríðið í Úkra­ínu og hins vegar orku­kreppan sem fylgdi í kjöl­farið ásamt hárri verð­bólgu. Ísland hefur verið í nokkuð góðri stöðu, þar sem staða okkar í örygg­is- og varn­ar­málum er traust og að auki erum við ekki háð þriðja aðila um lyk­il­orku. Þrátt fyrir að árið 2022 hafi verið krefj­andi á margan hátt og fái okkur til að rifja upp Pass­íu­sálma Hall­gríms Pét­urs­son­ar, þá er ég sann­færð um að von­ar­neist­inn er sam­staða Vest­ur­land­anna, sem muni á end­anum skila okkur betri stöðu í Evr­ópu. Allar þjóðir skipa máli þar og hefur rík­is­stjórn Íslands stutt dyggi­lega við Úkra­ínu og þétt enn frekar rað­irnar innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra hefur verið til fyr­ir­myndar og vel studd af rík­is­stjórn­inni. Framundan er tími ljóss og frið­ar. Njótum þess að vera með fólk­inu okkar og huga vel að því.

Gleði­leg jól.

Höf­undur er menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit