Loftslagsannáll 2022

Tinna Hallgrímsdóttir segir enn óljóst hvernig Ísland ætlar að ná markmiðum um kolefnishlutlaust og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040. „Látum 2023 einkennast af hugrekki í loftslagsmálum!“

Auglýsing

Lofts­lags­mál voru svo sann­ar­lega áber­andi þetta árið. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga og sam­verk­andi áhrif þeirra á félags- og efna­hags­legar áskor­anir vöktu mikla athygli, nýjum hæðum var náð í fjár­fest­ingum í end­ur­nýj­an­legri orku og sögu­legum alþjóð­legum sam­þykktum var fagn­að. Orku­kreppan setti svo hæði okkar á jarð­efna­elds­neyti í nýtt sam­hengi, en hún er ekki ein­ungis afleið­ing stríðs heldur ein af fjöl­mörgum birt­ing­ar­myndum ára­tuga aðgerða­leysis í lofts­lags- og orku­mál­um. Að við­burða­ríku ári liðnu er úr mörgu að velja, en hér verður stiklað á stóru yfir helstu atburði árs­ins á inn­lendum og erlendum vett­vangi.

Afleið­ingar ham­fara­hlýn­unar

Afleið­ingar ham­fara­hlýn­unar voru í kast­ljós­inu á árinu sem ein­kennd­ist af hita­bylgj­um, skóg­ar­eld­um, þurrkum og flóð­um. Þessum öfga­kenndu atburðum fylgdu bæði dauðs­föll og ann­ars konar skaði sem hafði áhrif á millj­ónir manna og dýra víða um heim. Einna verstar voru afleið­ing­arnar í Pakistan en þar dundu yfir verstu flóð í sögu lands­ins. Þriðj­ungur Pakistan var undir vatni á einum tíma­punkti, meira en þús­und manns lét­ust og millj­ónir neydd­ust til að flýja heim­ili sín. Líkur á slíkum ham­förum eru mun meiri vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga á veð­ur­far síð­ustu ára­tugi og leiddu rann­sóknir í ljós að þessar til­teknu ham­farir hafi að miklu leyti átt sér stað vegna lofts­lags­breyt­inga. 

Hækkun yfir­borðs sjávar náði nýju meti í ár og sömu­leiðis var met­bráðnun í jöklum evr­ópsku Alpanna. Einnig átti sér stað sögu­legur atburður er það rigndi (í stað þess að snjóa) á toppi Græn­lands­jök­uls í sept­em­ber í fyrsta skipti síðan mæl­ingar hófust árið 1987. 

Þessar afdrifa­ríku afleið­ingar ham­fara­hlýn­unar á árinu settu mark sitt á and­rúms­loftið fyrir stærstu lofts­lags­sam­komu árs­ins, COP27.

COP27

Aðild­ar­ríkja­þing Lofts­lagsamn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP27, var haldið í Sharm el-S­heikh í Egypta­landi í nóv­em­ber. Nið­ur­stöður fund­ar­ins voru af mörgum toga en stærsta ákvörð­unin var vafa­laust stofnun lofts­lags­ham­fara­sjóðs til að aðstoða þau ríki sem verða fyrir verstu afleið­ingum ham­fara­hlýn­un­ar.

Hins vegar á eftir að fjár­magna sjóð­inn og útfæra marga lausa enda, líkt og hver skuli greiða í hann, hvaða upp­hæðir er um að ræða og hvaða ríki geta sótt fjár­magn í sjóð­inn. Sér­stök 23ja manna nefnd mun sjá um að útfæra þessi atriði og verður að öllum lík­indum komin mun skýr­ari mynd á sjóð­inn fyrir næsta aðild­ar­ríkja­þing, COP28. Stofnun sjóðs­ins er gríð­ar­lega mik­il­vægt skref í átt að lofts­lags­rétt­læti, en krafan um fjár­stuðn­ing vegna lofts­lags­ham­fara er yfir 30 ára göm­ul.

Ham­fara­sjóð­ur­inn markar tíma­mót er varðar aðgerðir til að taka á verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Hins vegar mistókst hrapa­lega að taka á orsökum vand­ans þar sem ekki náð­ist sam­staða um að herða orða­lag um jarð­efna­elds­neyti í loka­sam­þykkt þings­ins. Nið­ur­staðan var því end­ur­tekn­ing orða­lags úr loka­sam­þykkt COP26 í fyrra um að draga hratt úr kola­notk­un, í stað þess að láta klaus­una ná til alls jarð­efna­elds­neyt­is. Ljóst er að betur má ef duga skal, en sam­kvæmt Alþjóða Orku­mála­stofn­un­inni (IEA) verðum við að hætta taf­ar­laust nýjum fjár­fest­ingum í jarð­efna­elds­neyti til að eiga mögu­leika á að ná mark­miðum Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Ungir umhverfissinnar á COP27. Egill Ö. Hermannsson, Steffi Meisl, Tinna Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason. Mynd: Aðsend

Á COP27 var því miður tek­ist á um mark­mið alþjóða­sam­fé­lags­ins um að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1,5 °C. Slík átök verður að taka alvar­lega þar sem fremsta vís­inda­fólk heims hefur sam­mælst um að mark­miðið um 1,5 °C sé grunn­for­senda fyrir far­sælli fram­tíð kom­andi kyn­slóða.

Bless­un­ar­lega varð ekki bakslag er varðar orða­lag um 1,5 °C í sam­þykktum þings­ins en samt sem áður er ljóst að í ár mjök­uð­umst við ekki mikið nær því að ná mark­mið­inu, bæði er varðar hertar aðgerðir og svo raun­veru­legan sam­drátt í los­un. Í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNEP) um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda 2022 kemur fram að núver­andi mark­mið stefna okkur í 2,6 °C hlýn­un, og núver­andi lofts­lags­stefnur í 2,8 °C hlýn­un. Í loka­sam­þykkt COP27 voru aðild­ar­ríki því hvött til að upp­færa mark­mið sín fyrir næsta þing að ári liðnu. Slíkt ákall á ekki síst við um Ísland, sem lagði ríka áherslu á mark­miðið um 1,5 °C í mál­flutn­ingi sín­um. 

Þrátt fyrir að Ísland hafi ekki látið kné fylgja kviði er varðar full­nægj­andi lofts­lags­mark­mið og aðgerðir á aðild­ar­ríkja­þing­inu var ánægju­legt að sjá Ísland og Síle ýta úr vör sam­eig­in­legu verk­efni um verndum freð­hvolfs­ins (cryosphere). Fram­takið hlaut nafnið „Ambition on Melt­ing Ice“ og er ætlað að vekja athygli á bráðnun jökla, heim­skauta­svæða og þiðnun sífrera og afleið­ingum þessa. Sömu­leiðis er fagn­að­ar­efni að í ár var fyrsta skiptið sem Ísland styrkir Aðlög­un­ar­sjóð­inn og bind ég vonir við að slíkt hið sama muni eiga við um hinn nýstofn­aða lofts­lags­ham­fara­sjóð þegar hann er kom­inn á lagg­irn­ar.

COP15

Í des­em­ber í Montréal fór fram ekki síður mik­il­væg ráð­stefna sem hlaut því miður tölu­vert minni athygli. Þar var um að ræða fimmt­ánda aðild­ar­ríkja­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni (COP15).

Þar komu aðild­ar­ríki saman með það að meg­in­mark­miði að stöðva hnignun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og stuðla að verndun og end­ur­heimt vist­kerfa sem og sjálf­bærri nýt­ingu líf­fræði­legra auð­linda. Einn stærsti sigur þings­ins var sam­þykkt svo­kall­aðs „30x30 mark­miðs“ sem snýr að því að vernda 30% af landi og hafi Jarðar fyrir árið 2030 (nú eru um 17% land­svæða og 8% haf­svæða undir vernd).

Marg­vís­leg und­ir­mark­mið voru sett fram þessu til stuðn­ings en m.a. sam­þykktu þróuð ríki að veita að minnsta kosti 30 millj­arða doll­ara árlega til þró­un­ar­ríkja til að stuðla að líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika fyrir 2030. Loka­sam­þykktir fund­ar­ins eru sögu­legar og hefur þeim verið líkt við það sam­komu­lag sem náð­ist á sviði lofts­lags­mála árið 2015 við und­ir­ritun Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Þrátt fyrir að um sé að ræða mis­mun­andi aðild­ar­ríkja­þing er mis­vísandi að tala um lofts­lags­mál og líf­fræði­lega fjöl­breytni sem aðskilin mál­efni, því þau eru tvær hliðar á sama pen­ingi. Þessi tengsl birt­ust hvað skýr­ast í mats­skýrslu vinnu­hóps 2 (AR6-WGII) hjá Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC), sem kom út í febr­úar og fjall­aði um afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga, aðlögun og tjón­næmi.

Skýrsla IPCC 

Í apríl kom svo út önnur mats­skýrsla frá áður­nefndri Milli­ríkja­nefnd SÞ um lofts­lags­breyt­ing­ar,  að þessu sinni frá vinnu­hópi 3 (AR6-WGI­I­I), en þar var fjallað um mót­væg­is­að­gerðir til að draga úr los­un. Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur hnatt­ræn losun auk­ist og hefur hún í raun aldrei verið meiri, þótt hægt hafi á aukn­ingu í los­un. Mót­væg­is­að­gerðir þurfa að marg­fald­ast eigi alþjóða­sam­fé­lagið að eiga mögu­leika á að stand­ast mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Auglýsing
Skýrslan sýndi einnig fram á að þær aðgerðir sem þarf til að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 2 °C munu ein­ungis draga lítið úr hag­vexti. Með því að taka einnig með í reikn­ing­inn þann fjöl­breytta (beina og óbeina) ávinn­ing sem hlýst af mót­væg­is­að­gerðum verður efna­hags­legur ávinn­ingur af þeim aðgerðum sem lagst er í og lífs­gæði batna. Enn fremur er ljóst að kostn­aður við aðgerðir mun ein­ungis hækka eftir því sem við bíðum lengur með fram­kvæmd þeirra. Dýrasta aðgerðin er því aðgerða­leysi!

Afgreiðsla á þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar

Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar, þ.e. áætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, var loks­ins afgreiddur í júní. Loka­út­koman var óneit­an­lega umdeil­an­leg, sér í lagi sú ákvörðun að færa kosti sem verk­efn­is­stjórn hafði sett í bið­flokk í nýt­ing­ar­flokk og sömu­leiðis úr vernd­ar­flokki í bið­flokk en ljóst er að þar laut nátt­úru­vernd í lægra haldi. Einnig var sam­þykkt að stækk­anir á virkj­unum sem þegar eru í rekstri verði und­an­þegnar máls­með­ferð ramma­á­ætl­un­ar, jákvætt skref sem hraðar fram­kvæmdum sem auka afkasta­getu núver­andi virkj­anna.

Það er vissu­lega fagn­að­ar­efni að loks­ins hafi tek­ist að sam­þykkja ramma­á­ætlun eftir margra ára patt­stöðu og liðka fyrir aflaukn­ingu núver­andi virkj­ana. Þó er enn að mörgu að huga í orku­málum en það skortir skýra fram­tíð­ar­sýn sem og reglu­verk og aðgerðir til fylgja henni eft­ir. Líkt og Orku­mála­stjóri hefur ítrekað bent á, er nú engin trygg­ing fyrir því að fram­tíðar raf­orka rati raun­veru­lega í orku­skipt­in. Til að eiga mögu­leika á að stand­ast lofts­lags­mark­mið stjórn­valda sem og alþjóð­legar skuld­bind­ingar þurfum við reglu­verk sem tryggir að fram­tíðar orku sé for­gangs­raðað í þágu orku­skipta.

Fossinn Dynkur í Þjórsá verður að sprænu gangi Kjalölduveita eftir, en hún var færð úr verndarflokki í biðflokk. Mynd Árni Tryggvason.

Lofts­lags­dag­ur, Lofts­lags­festi­val & Lofts­lags­verk­fall

Tveir nýjir við­burðir litu dags­ins ljós á árinu. Í maí stóðu Umhverf­is­stofnun og nokkrar sam­starfs­stofn­anir fyrir fyrsta Lofts­lags­deg­inum í Hörpu, en stefnt er á að gera hann að árlegum við­burði. Sömu­leiðis urðu tíma­mót þegar fyrsta Lofts­lags­festi­val Íslands fór fram á Menn­ing­arnótt, skipu­lagt af breið­fylk­ingu Lofts­lags­verk­falls­ins og átta öðrum sam­tök­um. Hátíð­ar­höldin fóru fram á Aust­ur­velli en þar var boðið upp á mat, drykki, tón­list­ar­at­riði og eldræður til að vekja athygli á því neyð­ar­á­standi sem ríkir vegna lofts­lags­breyt­inga og ófull­nægj­andi aðgerðum íslenskra stjórn­valda í mála­flokkn­um. 

Loftslagsfestival á Menningarnótt. Mynd: Andrés Skúlason.

Þann 16. des­em­ber stóð svo Lofts­lags­verk­fallið fyrir sínu tvö­hund­rað­asta verk­falli. Lofts­lags­verk­fallið er lengsta yfir­stand­andi verk­fall Íslands­sög­unnar en við höfum staðið vakt­ina á Aust­ur­velli hvern ein­asta föstu­dag í rúm­lega þrjú og hálft ár (að sam­komu­tak­mörk­unum und­an­skild­um) til að mót­mæla ófull­nægj­andi aðgerðum íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Ekki er laust við að mann­skap­ur­inn sé far­inn að fyll­ast óþol­in­mæði en að þremur á hálfu ári liðnu erum við enn án heild­rænnar stefnu í lofts­lags­mál­um. Árang­ur­inn er svo í sam­ræmi við það, líkt og nýj­ustu skýrslur sýna svart á hvítu.

Fram­reikn­ingar Umhverf­is­stofn­un­ar 

Í mars skil­aði Umhverf­is­stofnun skýrslu um fram­reikn­aða losun til 2040 til ESB fyrir hönd Íslands. Skýrslan sýnir að við eigum afar langt í land ef við eigum að ná settum lofts­lags­mark­mið­um.

Íslensk stjórn­völd stefna á 55% sam­drátt í losun sem flokk­ast undir beina ábyrgð Íslands (ESR) árið 2030, sam­an­borið við 2005. Hins vegar sýna fram­reikn­ing­arnir að við munum ein­ungis ná 28% sam­drætti miðað við núgild­andi aðgerð­ir.

Einnig er áhuga­vert að setja fram­reikn­ing­ana í sam­hengi við mark­mið stjórn­valda um kolefn­is­hlut­leysi 2040 en það virð­ist enn langsótt­ara í ljósi nið­ur­staðna Umhverf­is­stofn­un­ar. Fram­reikn­ing­arnir sýna að nettó­heild­ar­los­un, miðað við núgild­andi aðgerð­ir, mun ein­ungis verða 10% lægri árið 2040 en árið 2005, sem er langt frá þeim 100% sam­drætti í nettólosun sem kolefn­is­hlut­leysi felur í sér.

Mynd úr skýrslu Umhverfisstofnunar. Heildarlosun Íslands, söguleg losun frá 2005 og framreiknuð losun fyrir 2021-2040 með núgildandi aðgerðum.

Álit Lofts­lags­ráðs

Í júní gaf Lofts­lags­ráð út álit þar sem ítrekað var að lofts­lags­að­gerðir íslenskra stjórn­valda væru ekki í sam­ræmi við við­var­anir Milli­ríkja­nefndar SÞ um lofts­lags­breyt­ing­ar. Líkt og kemur fram í álit­inu eru mark­mið stjórn­valda um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til 2030 óljós og ófull­nægj­andi og fram­kvæmd aðgerða­á­ætl­unar ómark­viss.

Slíkum full­yrð­ingum verður að taka alvar­lega, en ljóst er að hljóð fylgir ekki mynd er kemur að mark­miði stjórn­valda að gera Ísland leið­andi í lofts­lags­mál­um. Við höfum vissu­lega sett okkur háleit mark­mið, 55% sam­dráttur í losun á beinni ábyrgð fyrir 2030 (m.v. 2005) og kolefn­is­hlut­laust og jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland árið 2040. Hins vegar er enn á huldu hvernig við ætlum að ná þessum mark­miðum og líkt og nýj­ustu skýrslur sýna eigum við afar langt í land. Án skil­grein­ingar á (og loks fram­kvæmd) þeirra aðgerða sem þarf að ráð­ast í eru þau lít­ils virði, við þurfum að láta verkin tala. 

2023, ár hug­rekkis í lofts­lags­mál­um?

Ljóst er að árið sem er að líða var við­burða­ríkt hvað varðar lofts­lags­mál, en hér hefur verið stiklað á stóru um afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga, sam­tvinnun þeirra við líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, ákall vís­inda­sam­fé­lags­ins og almenn­ings um breyt­ing­ar, mik­il­væga áfanga­sigra sem unn­ust á inn­lendum og alþjóð­legum vett­vangi og, síð­ast en ekki síst, hvar eru tæki­færi til að gera bet­ur. 

Um ára­mót horfa flest til fram­tíðar og mörg setja sér mark­mið. Því er ekki úr vegi að spyrja hvers konar fram­tíð við viljum og hvort við séum til­búin að ráð­ast í þær aðgerðir sem nauð­syn­legar eru til að sú fram­tíð­ar­sýn verði að veru­leika. Þegar 2023 gengur í garð eru aðeins tvö ár til 2025, árs­ins þegar hnatt­ræn losun í sein­asta lagi ná hámarki, og ein­ungis sjö ár til 2030 þegar hún þarf að hafa dreg­ist saman um 43% miðað við 2010. Það er því löngu orðið of seint fyrir lítil skref, tími kerf­is­lægra breyt­inga er runn­inn upp. Góðu frétt­irnar eru að við getum nýtt þær umbreyt­ingar sem þarf að ráð­ast í ekki ein­ungis til að skapa sam­fé­lag sem lifir af í síhlýn­andi heimi, heldur betra sam­fé­lag en það sem við búum í núna. Valið er okkar og til alls er að vinna. Látum 2023 ein­kenn­ast af hug­rekki í lofts­lags­mál­um!

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur, for­seti Ungra umhverf­is­sinna og full­trúi í Lofts­lags­ráði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit