Trú og náttúra

„Sjötta útrýmingin“ – sem árás manna á lífríkið hefur verið kölluð – er svo sannarlega ekki „á ábyrgð okkar allra“ þótt eyðingaröflin herji á okkur öll, skrifar Stefán Jón Hafstein.

Auglýsing

Fyrsta bók Móse: „… verið frjósöm, fjölgið ykkur og upp­fyllið jörð­ina, gerið ykkur hana und­ir­gefna og ríkið yfir fiskum sjáv­ar­ins og fuglum him­ins­ins og öllum dýrum sem hrær­ast á jörð­inn­i.“

Í til­efni jól­anna langar mig að setja umræðu­efni mín í fyrri greinum hér hjá Kjarn­anum í sér­stakt sam­hengi og birta ykkur hug­leið­ingar frá föstu­deg­inum langa árið 2020 sem urðu að kafla í bók minni Heim­ur­inn eins og hann er:



„Frans páfa sá ég í Úganda fyrir nokkrum árum. Hann var á yfir­reið um Afr­íku, lenti í Naíróbí til að fara í fátækra­hverfin alræmdu (á miklu minni bíl en full­trúar rík­is­stjórn­ar­innar sem voru með hon­um). Í milli­lend­ingu í Úganda ávarp­aði hann okk­ur, sér­lega sendi­menn á flug­vell­inum og svo almenn­ing á íþrótta­vell­in­um, til að ræða um flótta­menn sem nóg var af í land­inu – marg­falt fleiri en Evr­ópu sam­einaðri hafði nokkurn tím­ann látið sér detta í hug að taka á móti. Flaug svo til Mið-Afr­íku­lýð­velds­ins og fór rak­leiðis inn í mosku í höf­uð­borg­inni að hitta múslima til að segja kristna meiri­hlut­anum að hætta að ofsækja þá. Rauður þráður í öllu sem hann sagði var sköp­un­ar­verk­ið. Ég heyrði hann aldrei minn­ast á guð í ræðum sínum en lík­lega vegna þess að ég sótti ekki mess­urn­ar.



Auglýsing

Þessi páfi reynir nú að sveigja af bók­staf­legum trún­aði á sköp­un­ar­sög­una í fyrstu Móse­bók:

„… verið frjósöm, fjölgið ykkur og upp­fyllið jörð­ina, gerið ykkur hana und­ir­gefna og ríkið yfir fiskum sjáv­ar­ins og fuglum him­ins­ins og öllum dýrum sem hrær­ast á jörð­inn­i.“

(Þetta er það sem við lærðum í Bibl­íu­sögum í barna­skóla. Þær voru sér­stök náms­grein. Guð­fræð­ingar vinir mínir segja mér reyndar núna að Móse­bók sé ekki svona ein­dregin og önnur klausa sé mun meira í „takt við tím­ann“, hafi bara ekki verið hampað eins og þess­ari.)

Þessa gömlu guð­fræði hefur páfi nú upp­fært í anda tím­ans eins og menn fá sér nýtt stýri­kerfi í snjall­tæki. Í frægu umburð­ar­bréfi frá 2015 er hann á hrað­ferð frá mið­lægu hlut­verki manns­ins á jörð­inni með sér­stöku umboði frá guði til að deila og drottna. Mað­ur­inn verður nú ráðs­maður í ald­in­garð­inum til að þjóna líf­inu og er stutt í það hjá bæði lút­erskum og kaþ­ólskum að mað­ur­inn og vist­kerfið séu eitt. Ekk­ert smá­ferða­lag frá sköp­un­ar­sög­unni og vand­séð hvort allar kirkju­deildir hafi vinnslu­minni fyrir nýja kerf­ið.

Ekki nóg með það, páfi bætir um betur í bréfi sínu og tengir græðgi og ágang við fátækt og kvöl og heldur því blákalt fram að þeir fátæku eigi jafnan rétt til lífs og hinir ríku. Hvert er ráð­ið? Flýti­hnapp­arnir í nýja for­rit­inu eru þeir sömu og fyrr: Að iðrast, biðja, taka sinna­skipt­um. En svo kemur fram­andi snið­mát: Taka upp nýtt líf í og með sköp­un­ar­verk­inu.

Þetta síð­asta frá Pét­urs­kirkj­unni er mjög í anda stóru ráð­stefn­anna sem við fylgj­umst með þessi miss­erin og í sam­ræmi við skýrsl­urnar ógn­ar­legu um ástand og horf­ur: Sam­sekt manns­ins sem teg­und­ar. „Við“ höfum framið glæp gegn nátt­úr­unni.

Hver erum ,,við”?

„Við“ erum alls ekki öll á sama báti. Að segja öllum að iðr­ast er valda­tæki þeirra sem drottna því að auð­vitað er barna­legt að halda að þeir sem njóta yfir­gengi­legra for­rétt­inda og aðstöðumunar taki upp á því að iðr­ast út af slæmu ástandi og horf­um. Hvenær gerð­ist það síð­ast að for­rétt­inda­stéttir í miðju bílíf­inu fengu bak­þanka og afsöl­uðu sér löndum og lausum aurum í þágu fátækra?

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Allar þessar grein­ar­góðu skýrslur og áköll um nýjar leiðir kom­ast sjaldan að þeim kjarna máls­ins að í heim­inum geisar grimmi­leg valda­bar­átta, hern­að­ar­leg, póli­tísk, efna­hags­leg og jafn­vel trú­ar­leg og sið­ferð­is­leg. Þessi bar­átta er ekki milli ríkra landa og fátækra, hún er stétta­bar­átta milli þeirra fátæku hvar­vetna og hinna ríku alls stað­ar.

Það eina sem er sam­eig­in­legt er til­vistarógn­in. Hana eigum „við“ öll. Ráð­stefnur í hásölum og ítar­legar úttektir sem sýna mann­kyn sem skað­vald hafa oft­ast rétt fyrir sér, en líka rangt, með því að forð­ast kjarna máls­ins og búa til sam­sekt sem er valda­tæki á sama hátt og iðr­un­ar­krafa trú­ar­stofn­ana.

Langstærsti hluti af útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda kemur frá mjög litlum hluta mann­kyns og lang­minnst frá þeim eru á von­ar­völ.



„Sjötta útrým­ing­in“ sem árás manna á líf­ríkið hefur verið kölluð er svo sann­ar­lega ekki „á ábyrgð okkar allra“ þótt eyð­ingaröflin herji á okkur öll.

Hvernig fórum við að þessu?

Alltaf lendum við á sömu spurn­ing­unni sem er svo ömur­lega ill­skeytt:



Hvern­ig?

Þetta eina spurn­ar­for­nafn er nið­ur­staða árs­ins 2022.

Hvern­ig?

Hvernig förum við eig­in­lega að þessu?

Auglýsing


Ég skrif­aði hjá mér þennan föstu­dag­inn langa sem páfi mess­aði í ein­rúmi vegna sam­komu­banns og eng­inn fór með honum í krossa­göngu um Róm að eitt væri alveg klárt:

„Það er ekki satt, þetta sem eitt sinn á að hafa verið sagt: „Fað­ir, fyr­ir­gef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“



Þeir vita nefni­lega full­kom­lega hvað þeir gjöra.“

Þessi grein er unnin upp úr kafla í bók höf­und­ar, Heim­ur­inn eins og hann er. Í heim­ilda­skrá er sér­stak­lega getið um: Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir. „Trú og lofts­lags­breyt­ing­ar.“ Ritið 1. 2016. Myndir eru úr Heim­ur­inn eins og hann er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar