Loftslagsréttlæti á nýju ári?

Tinna Hallgrímsdóttir segir að við höfum látið baráttuna við hið hnattræna vandamál, faraldur kórónuveirunnar, einkennast að miklu leyti af ójöfnuði og eiginhagsmunum ríkja, sem komi auðvitað niður á árangrinum. „Endurtökum ekki sömu mistökin tvisvar.“

Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ingar og afleið­ingar þeirra komust svo sann­ar­lega í kast­ljósið þetta árið.

Skrið­ur, ein­hver stærstu flóð síðan mæl­ingar hófust og hita­met, sem voru slegin hvað eftir ann­að, settu mark sitt á sum­arið í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Þessum öfga­kenndu atburðum fylgdu bæði dauðs­föll og skaði, en líkur á þeim eru mun meiri vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga á veð­ur­far síð­ustu ára­tugi.

Þrátt fyrir að afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga hafi verið áber­andi á árinu eru þær ekki nýtil­komn­ar. Um ára­bil hafa mörg hund­ruð þús­und manns lát­ist ár hvert vegna lofts­lags­breyt­inga. Það er hins vegar líkt og við áttum okkur ekki á alvöru máls­ins fyrr en verstu afleið­ing­arn­ar, sem hingað til hafa mest­megnis bitnað á íbúum suð­ur­hvels Jarð­ar, fær­ast sífellt nær okkar vest­rænu, iðn­væddu sam­fé­lög­um. Við höfum því fengið for­smekk­inn af því sem koma skal ef ekki verður tekið á lofts­lags­vánni af nægi­legri festu. Eini mögu­leik­inn í stöð­unni er að reyna að lág­marka skað­ann og lík­urnar á því að slíkar ham­far­ir, eða aðrar ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar, verði dag­legt brauð. Til þess að það verði raun­hæft mark­mið þarf að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1,5 gráðu frá iðn­bylt­ingu. Ef það tekst ekki verðum við, ásamt fram­tíð­ar­kyn­slóð­um, dæmd til þess að lifa við síversn­andi aðstæður vegna óaft­ur­kræfra breyt­inga á hringrás­ar­kerfum Jarðar sem kippa undan okkur þeim stöð­ug­leika sem sam­fé­lög okkar eru byggð á.

Auglýsing

Það var með þessa vit­neskju í fartesk­inu sem þjóð­ar­leið­togar heims mættu á 26. aðild­ar­ríkja­fund Lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, sem hald­inn var í Glas­gow í nóv­em­ber, og und­ir­rituð var svo heppin að sækja. Þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit og háleitar ræður um alvar­leika ástands­ins, var ljóst á þriðja degi að þau mark­mið sem þjóð­ar­leið­togar kynntu voru ekki í sam­ræmi við það neyð­ar­á­stand sem þeir höfðu lokið við að lýsa. Það er þó lán í óláni að aðild­ar­ríki samn­ings­ins skildu að núver­andi mark­mið sem stefna okkur í 2,4 gráða hlýnun eru óásætt­an­leg, og var því ein nið­ur­staða fund­ar­ins að hvetja ríki til að upp­færa mark­mið sín strax á næsta ári, í stað þess að bíða í 5 ár líkt og innri taktur Par­ís­ar­sátt­mál­ans kveður á um.  

Til að draga saman upp­lifun mína af COP26, voru margar ákvarð­anir teknar sem færa okkur nær líf­væn­legri fram­tíð, en ljóst er að betur má ef duga skal. Í stað þess að útlista það nánar vil ég til­einka þennan pistil því mál­efni sem er mér efst í huga eftir aðild­ar­ríkja­fund­inn, þ.e. lofts­lags­rétt­læti, en á þeim vett­vangi urðu einmitt vend­ingar þetta árið.

Til að skilja af hverju lofts­lagsórétt­læti stafar er nauð­syn­legt að setja lofts­lags­vána í sögu­legt sam­hengi. Þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum er það ekki losun á árs­grund­velli sem gefur okkur besta mynd af stöð­unni, heldur upp­safn­aðar birgðir gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu. Búið er að reikna út hve mikið upp­safnað magn koldí­oxíðs (eða gróð­ur­húsa­loft­teg­unda yfir höf­uð) í loft­hjúpnum heldur okkur innan svo­kall­aðs „ör­uggs svæð­is“ þar sem röskun veðra­kerf­anna er við­ráð­an­leg, hvar brúnin á milli afleið­inga sem við ættum að ráða við og ekki ligg­ur. Nú þegar erum við komin yfir brún­ina og eftir því sem við hættum okkur lengra eykur áfram­hald­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda lík­urnar á alvar­legri röskun á stöð­ug­leika hringrás­ar­kerfa Jarð­ar, og þar með sam­fé­laga okkar eins og við þekkjum þau í dag. Við stefnum því hrað­byri inn í óviss­una um hvað fram­tíðin ber í skauti sér.

Þegar horft er til sögu­legrar los­unar er ljóst að lít­ill hópur hátekju­þjóða hefur bæði eignað sér langstærstan hluta „ör­ugga“ kolefn­isk­vót­ans sem og þeirrar los­unar sem fer umfram hann. Þessi þróun hefur verið kölluð kolefn­is- eða lofts­lagsný­lendu­stefna. Hér er því ekki úr vegi að draga upp sam­lík­ingu við fyrsta hluta nýlendu­stefn­unn­ar, en rétt eins og lofts­lagsórétt­læti dags­ins í dag, olli hún gríð­ar­legri eyði­legg­ingu á líf­ríki og sam­fé­lögum á suð­ur­hveli Jarð­ar. Það eru einmitt ríki á suð­ur­hveli Jarðar sem verða hvað verst úti vegna lofts­lags­breyt­inga en bera á sama tíma minnsta ábyrgð á röskun kolefn­is­hringrásar Jarð­ar.

Eftir hams­lausa losun frá upp­hafi iðn­bylt­ingar höfum við ákveðið að nú sé tími til að segja stopp, svall­inu er lok­ið. En hvað með þau lönd sem eru á fyrstu stigum sinnar þró­un­ar­braut­ar, og mættu of seint í „los­un­ar­partý­ið“, partý sem gerði hinum vest­ræna heimi kleift að þróa iðnað og auka hag­vöxt, vel­sæld og völd í ára­tugi? Nú þegar við höfum til­kynnt að partýið sé búið - ljósin kveikt og allir heim - er nauð­syn­legt að sann­girnis sé gætt fyrir þau ríki sem við krefj­umst að skipti strax yfir í lág­kolefna­hag­kerfi í stað þess að feta í sótug spor iðn­væddra ríkja. Þó að ábat­inn sé aug­ljós til lengri tíma fyrir hvaða ríki sem er, þarf miklar inn­viða­fjár­fest­ing­ar, tækni­kunn­áttu og mann­afla ef takast á að skipta með hraði yfir í lág­kolefna­hag­kerfi, bjarg­ráð sem mörg ríki búa ekki að.

Það eina sið­ferð­is­lega rétta í stöð­unni fyrir hátekju­þjóðir er því að styðja við þau lönd sem verða hvað verst úti vegna ham­fara­hlýn­unar og eru verr í stakk búin að leggja í þær breyt­ingar sem nauð­syn­legar eru fyrir fram­tíð okkar allra. Slíkar aðgerðir falla í þrjá meg­in­flokka: stuðn­ingur til að draga úr los­un, stuðn­ingur við aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum og loks skaða­bætur eða trygg­ing fyrir þær lofts­lags­ham­farir sem þegar hafa dunið yfir þeim og eru óum­flýj­an­legar í fram­tíð­inni. Skref í þessa átt voru vissu­lega tekin á COP26, en þau duga ekki til.

Hvað varðar fjár­magn til aðgerða sem stuðla að sam­drætti los­unar var svikið lof­orð auð­ugra ríkja að veita 100 millj­arða Banda­ríkja­dala árlega til lofts­lags­að­gerða frá og með árinu 2020 mest í deigl­unni. Fyrir COP26 var áætlun sem á að tryggja að lof­orðið verði efnt ekki síðar en árið 2023, og standi fram til árs­ins 2025, kynnt [44. gr. kafli V]. Eftir það tíma­bil þarf að end­ur­skil­greina árlegt mark­mið fyrir lofts­lags­fjár­magn frá og með 2025, en ekki var gert ráð fyrir að sátt næð­ist um það á fund­inum í ár. Þó sjást vís­bend­ingar um hvaða upp­hæðir eru í umræð­unni, t.a.m. í skjali þró­un­ar­ríkja (LMDC og African Group) þar sem minnst á 1,3 billjónir Banda­ríkja­dala árlega fyrir árið 2030, skipt til helm­inga milli aðgerða til sam­dráttar í losun og til aðlög­unar [8. gr.]. Enn fremur eiga a.m.k. 100 millj­arðar Banda­ríkja­dala af þess­ari upp­hæð að vera í formi styrkja, en stór hluti núver­andi lofts­lags­fjár­magns til þró­un­ar­lands eru lán. Klausan var þó tekin úr skjal­inu áður en loka­út­gáfa þess var gefin út en gefur vís­bend­ingu um að núver­andi mark­mið kom­ist ekki í hálf­kvisti við þá upp­hæð sem þró­un­ar­lönd telja sig þurfa á að halda, eigi lofts­lags­mark­mið að takast með sann­girni að leið­ar­ljósi.

Hvað varðar stuðn­ing til aðlög­unar var sam­þykkt á fund­inum að hvetja þróuð ríki til að tvö­falda sam­eig­in­legt fjár­magn til aðlög­unar vegna lofts­lags­breyt­inga árið 2025 (miðað við 2019) [18. gr. kafli III]. Það jafn­gildir 40,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala, en sú upp­hæð dugar skammt upp í raun­kostnað aðlög­unar fyrir þró­un­ar­lönd, sem er um 70 millj­arðar Banda­ríkja­dala árlega, og gæti rúm­lega fjór­fald­ast fyrir árið 2030.

Hvað varðar fjár­magn til skaða­bóta eða trygg­ingar gegn lofts­lags­ham­förum, þ.e.a.s. þeim skaða sem ekki er hægt að aðlagast, kröfð­ust þró­un­ar­lönd þess að stofn­aður yrði alþjóð­legur lofts­lags­ham­fara­sjóður. Sú krafa hlaut mikla mót­stöðu frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu, og úr varð sam­komu­lag um að stofna sam­ráðs­vett­vang um fjár­mögnun lofts­lags­ham­fara­sjóðs [73. gr. kafli VI].

Það er því langt í land þar til kröfu þró­un­ar­landa um lofts­lags­rétt­læti verður full­nægt, en á COP26 urðu þó breyt­ingar til batn­að­ar. Lofts­lags­breyt­ingar eru hnatt­rænt vanda­mál, og krefj­ast þess að við tök­umst á við það sem slíkt. Árang­ur­inn ræðst síðan af því hvernig við sem heild stöndum okk­ur. Við höfum látið bar­átt­una við annað hnatt­rænt vanda­mál, far­aldur kór­ónu­veirunn­ar, ein­kennast, að miklu leyti, af ójöfn­uði og eig­in­hags­munum ríkja, sem kemur auð­vitað niður á árangrin­um. End­ur­tökum ekki sömu mis­tökin tvisvar. Látum 2022 vera skráð í sögu­bæk­urnar sem árið sem ein­kennd­ist af rétt­látum og metn­að­ar­fullum aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Augu kom­andi kyn­slóða hvíla á okkur og til alls er að vinna.

Höf­undur er for­maður Ungra umhverf­is­sinna og meist­ara­nemi í umhverf­is- og auð­linda­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiÁlit