„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“

Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Auglýsing

End­ur­nýj­an­leg orka er ekki óend­an­leg og eft­ir­spurn eftir henni er mikil og vax­andi. Um hana er bit­ist á mark­aði og eðli­lega vilja orku­fyr­ir­tæki selja hana hæst­bjóð­anda. Því er alls ekki víst, miðað við það umhverfi sem við búum við í dag, að orka úr nýjum virkj­unum fari til orku­skipta sem eru nauð­syn­leg ef loft­lags­markið íslenskra stjórn­valda sem og alþjóð­legar skuld­bind­ingar í þeim efnum eiga að nást.

En til eru leiðir og til eru mögu­leikar vilji stjórn­völd raun­veru­lega setja orku­skiptin í for­gang.

Auglýsing

Þetta var meðal þess sem Halla Hrund Loga­dóttir orku­mála­stjóri fjall­aði um á kynn­ing­ar­fundi í Grósku í gær þar sem splunku­nýtt orku­skipta­líkan Orku­stofn­unar var kynnt. Líkanið er gagn­virkt verk­færi til að móta áætl­ana­gerð út frá still­an­legum for­sendum sem geta rímað við mark­mið, stefnu og skuld­bind­ingar Íslands í orku- og lofts­lags­mál­um. Það er ekki nóg að setja fram spár, segir orku­mála­stjóri, við verðum líka að skilja hvað það þýðir í inn­leið­ingu á aðgerð­um.

„Þótt fram­tíðin sé björt þá er mikil óvissa,“ sagði Halla Hrund. „Það er eitt sem er svo spenn­andi við líkanið að það fangar að ákveðnu leyti óviss­una. Með því að breyta for­sendum er hægt að sjá þýð­ingu fyrir ólíkar sviðs­mynd­ir.“

Hún sagði að vissu­lega væri margt spenn­andi að ger­ast í tækni­þróun og öðru „en ef að það er eitt­hvað sem við vitum alveg örugg­lega þá er það að hlut­irnir verða ekki nákvæm­lega eins og við höldum að þeir verði eftir tíu eða tutt­ugu ár.

Beðið eftir póst­bílnum

Öll ríki heims­ins eru að fjár­festa í nýjum lausn­um. En það er ómögu­legt að sjá fyrir hvernig hlut­irnir koma til með að þró­ast.

„Þegar við erum að velta fyrir okkur hvernig heim­ur­inn verði nákvæm­lega, hversu mikið magn af hinu og þessu þurfi árið 2040 eða 2050 þá finnst mér áhuga­vert að hugsa út frá manni sjálf­um, hvað maður var að gera fyrir tutt­ugu árum síð­an,“ sagði hún og tók dæmisögu af sjálfri sér: „Fyrir tutt­ugu árum síðan var ég að bíða eftir póst­bíln­um. Á bónda­bænum sem ég var á sner­ist umræðan öll um það hvernig hægt væri að bæta póst­sam­göng­ur. Og maður fékk að hringja einu sinni í viku vegna þess að það var svo dýrt að hringja.“

Ekki er svo langt síðan að þetta var veru­leik­inn en síðan hefur orðið bylt­ing í fjar­skipta­geir­an­um. „Og ég held að við megum leyfa okkur að hugsa þannig að það verði líka bylt­ing þegar kemur að raf­hlöðu­tækni – bylt­ingar á ólíkum sviðum sem munu hjálpa okkur að ná mark­miðum með öðrum hætti heldur en við akkúrat sjáum fyrir okkur í dag.“

Svona er það ferli sem nýir virkjanakostir fara í gegnum í dag.

Því næst sneri Halla Hrund sér að umræðu um orku­þörf til orku­skipta og ann­arra verk­efna. Til þess að ræða slíkt þurfi almenn­ingur að átta sig á því hvernig mark­að­ur­inn með raf­orku virkar í dag. „Við hjá Orku­stofnun fáum oft spurn­ing­una: Eru stjórn­völd að fara í þessa virkjun fyrir þetta eða hitt? Er verið að virkja fyrir orku­skiptin eða fyrir eitt­hvað ákveðið verk­efn­i?“

Hún segir að það hafi áður fyrr vissu­lega verið þannig að stjórn­völd ákváðu í hvað orkan fór, til­tekna verk­smiðju eða aðra notk­un. „Í dag er raun­veru­leik­inn flókn­ari.“

Ramma­á­ætlun er komin til sög­unn­ar. Inn til mats fyrir hana senda orku­fyr­ir­tæki ákveðna virkj­un­ar­kosti og síðan er það Alþingis að afgreiða hana, ákveða hvað fari í nýt­ing­ar­flokk og hvað ekki. Síðan sækja orku­fyr­ir­tækin um virkj­un­ar­leyfi fyrir ákveðna kosti, þau fram­kvæma einnig og gera samn­inga við kaup­endur orkunn­ar. „Þannig að þó að stjórn­völd séu með mark­mið, lofts­lags­mark­miðin til dæm­is, þá eru það fyr­ir­tækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“

Auglýsing

Orkan er end­ur­nýj­an­leg en ekki óend­an­leg en sam­keppnin um hana er mikil og fer vax­andi á tímum orku­skorts og lofts­lags­breyt­inga. „Græna orkan er olía okkar tíma og mun halda áfram að vaxa í virði eftir því sem þjóðir heims­ins sækj­ast eftir því að fara í orku­skipt­i,“ sagði Halla Hrund. „Þannig að það eru margir kaup­endur og fyrir fyr­ir­tæki sem starfa á mark­aði er ekki sjálf­gefið endi­lega að orkan fari í orku­skipta­verk­efni ef þau eru minna sam­keppn­is­hæf heldur en aðrir kost­ir. Það eru margar leiðir til að nýta ork­una og í sjálfu sér er ein af spurn­ing­un­um: Hver býður best?“

Ákveð­inn áhættu­þáttur

Halla Hrund sagði Orku­stofnun hafa sett fram ákveðna sviðs­mynd sem gott væri að velta fyrir sér. Í ramma­á­ætlun séu virkj­un­ar­kostir í nýt­ing­ar­flokki með ákveðið mikla orku og gera megi ráð fyrir því að ein­hverjir þeirra verði að veru­leika á næstu árum. „Ef að það magn er bundið í lang­tíma­orku­samn­inga, fram yfir lofts­lags­mark­mið Íslands, þá er það ákveð­inn áhættu­þáttur í því að það verði til orka fyrir orku­skipt­i.“

Hún lagði ríka áherslu á að ekki væri verið að gera lítið úr því að önnur orku­notkun geti stuðlað að miklum verð­mæt­um, nýsköpun og öðru fyrir land og þjóð. „Við erum að draga það hins vegar fram að það er ekki orku­notkun sem styður við lofts­lags­mark­mið­in.“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt Höllu Hrund Logadóttur. Mynd: Orkustofnun

Mark­mið Íslands í lofts­lags­málum eru þau að ná kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040. „Það hefur verið mikið rætt um það að orku­skiptin eigi að vera í for­gangi þegar kemur að orku­nýt­ing­u,“ sagði orku­mála­stjóri og sagði umræð­una stundum á þennan veg: Er ekki bara nóg til? Ef það er ekki nóg til fyrir orku­skiptin getum við þá ekki bara fram­leitt meira?

„Það er það áhuga­verða við end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa að við erum að vinna innan þol­marka nátt­úru,“ sagði hún. „Þetta eru verð­mæt en tak­mörkuð gæði. Nátt­úra vex líka í virði á tímum lofts­lags­breyt­inga. Þannig að við þurfum að hafa jafn­vægi í huga, sér­stak­lega vegna þess að þótt við séum að taka ákvarð­anir núna þá erum við að taka ákvarð­anir um inn­viði og annað fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir.“

Hún sagði Orku­stofn­un, sem gegnir lögum sam­kvæmt ráð­gjaf­ar­hlut­verki, vilja að stjórn­völd skilji að veru­leik­inn sé flókn­ari en áður. „Og ef að stjórn­völd vilja setja orku­skipti raun­veru­lega í for­gang þá þarf að hugsa um ólíka hvata eða leið­ir.“

Því næst varp­aði hún upp á skjá það sem hún kall­aði „mat­seðil mögu­leika“.

Á honum eru sjö ólíkar leiðir sem stjórn­völd gætu skoðað „ef það er raun­veru­legur vilji til að setja lofts­lags­mark­miðin hærra heldur en önnur mark­mið“.

Á mat­seðl­inum eru mögu­legar aðgerðir sem má útfæra og lík­legar eru til að skapa hvata svo orka rati í orku­skiptin og styðja þannig við loft­lags­mark­mið stjórn­valda. Til­lög­urnar eru allt frá því að gera raf­elds­neyti sam­keppn­is­hæf­ara við aðra val­kosti á mark­aði með íviln­unum og í að skil­yrða hluta virkj­un­ar­leyfa í þágu orku­skipta­verk­efna.

Dæmin sjö eru þessi:

  • For­gangs­röðun leyf­is­veit­inga innan stjórn­sýsl­unnar
  • Eig­enda­stefna opin­berra fyr­ir­tækja í þágu lofts­lags­mála
  • Útboð á fram­leiðslu­getu í þágu lofts­lags­mark­miða
  • Hlut­fall af fram­leiðslu skil­yrt í leyfum fyrir orku­skipti
  • Íviln­anir sem auka sam­keppn­is­hæfni raf­elds­neytis
  • Tryggja lang­tíma­samn­inga fyrir orku­skipta­verk­efni
  • Styrkir til inn­viða­upp­bygg­ingar vegna orku­skipta

„Þetta eru alls konar til­lögur sem við segjum að sé efni inn í umræð­una, efni fyrir stjórn­mála­menn að skoða,“ sagði Halla Hrund. Orku­stofnun er að hennar sögn sann­ar­lega fús til að veita meiri upp­lýs­ingar um ólíkar leiðir og taka við til­lögum að fleiri leiðum „því við viljum safna fleiri jólakúlum á þetta tré“.

Skógareldarnir miklu í Ástralíu 2019 og 2020 eru raktir til loftslagsbreytinga. Mynd: EPA

En af hverju erum við að setja okkur lofts­lags­mark­mið og fara í orku­skipti?

Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum höfum við líkt og flestar þjóðir heims skuld­bundið okkur til að gera hvað við getum til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við með­al­hita­stig við upp­haf iðn­væð­ingar - helst undir 1,5 gráð­um.

„Við erum núna komin með einnar gráðu í hlýnun og nú þegar eru ríki farin að takast á við breyt­ingar á veð­ur­fari,“ sagði Halla Hrund.

Auglýsing

En skipta ein eða tvær gráður til eða frá ein­hverju máli? spurði hún. Til að ná betur að skilja hvað um ræðir benti hún á sam­lík­ing­una við lík­ams­hita okk­ar, hver munur á líðan okkar er þegar við erum „hita­laus“ (37 stig) eða með 38 stiga hita. „Það eru mikil áhrif sem koma með til­tölu­lega lít­illi breyt­ingu á með­al­hita [á jörð­inn­i]. Það hefur það í för með sér að við sjáum stórar breyt­ingar á veð­ur­fari.“

Það er ekki nema með sam­taka­mætti stórra ríkja sem eru að losa mest sem við raun­veru­lega getum náð þeim árangri sem við þurfum „en á sama tíma þurfa öll ríki heims­ins að vinna sína heima­vinn­u“.

Stuðn­ingur við lofts­lags­veg­ferð

Orku­stofnun hefur und­an­farið unnið að því að breyta áherslum sínum til að geta stutt betur við loft­lags­veg­ferð stjórn­valda, líkt og Halla Hrund orð­aði það. Í þessu augna­miði hefur verið sett á fót nýtt svið innan stofn­un­ar­inn­ar, svið lofts­lags­breyt­inga, orku­skipta og nýsköp­un­ar.

Orku­skipta­líkanið sem kynnt var í gær er fyrsta skref stofn­un­ar­innar í að sam­vinna orku­spár sem hafa áður verið gefnar út í sitt­hvoru lagi í formi skýrslna. Orku­skipta­líkanið tengir elds­neyt­is­spá og raf­orku­þörf vegna orku­skipta. Fyrri spár byggðu á eft­ir­spurn eftir olíu og aðal­lega sam­fé­lags­þróun og orku­nýtni sem höfðu áhrif á nið­ur­stöður spánna. „Nú eru nýir orku­gjafar að ryðja sér til rúms með til­heyr­andi óvissu. Það er flókið að áætla hver skipt­ingin verður milli raf­elds­neytis og beinnar nýt­ingar raf­orku ásamt inn­leið­ing­ar­hraða nýrrar tækn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent