Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá

Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.

Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur lands­manna, eða 53,5 pró­sent, er hlynntur því að „nýja stjórn­ar­skrá­in“ sem Stjórn­laga­ráð lagði fram verði lögð til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá Íslands, en 21,3 pró­sent eru því and­víg, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun frá Mask­ínu sem birt var í dag.

Rúmur fjórð­ungur aðspurðra, eða 25,2 pró­sent, tók ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina. Fram kemur í umfjöllun á vef Mask­ínu að mark­tækt hærra hlut­fall kvenna en karla hafi verið hlynnt, en þó meiri­hluti beggja kynja.

And­staða við að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins óx með eftir því sem heim­il­is­tekjur svar­enda hækk­uðu. Um 65 pró­sent þeirra sem hafa lægstar tekjur sögð­ust hlynnt, en ein­ungis 43-44 pró­sent þeirra sem hafa milljón eða meira í heim­il­is­tekj­ur. Það var eini tekju­hóp­ur­inn þar sem ekki var meiri­hluti hlynnt­ur.

Mynd: Maskína

Ein­ungis tæp 16 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks hlynnt

Mjög mik­ill munur er á afstöðu fólks eftir stjórn­mála­skoð­un­um, sam­kvæmt könn­un­inni. Þannig eru um 85-88 pró­sent kjós­enda Pírata og Sam­fylk­ingar hlynnt, næstum 73 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins, um 64 til 66 pró­sent kjós­enda Við­reisnar og Vinstri grænna og um þriðj­ungur kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins og Mið­flokks­ins, en ein­ungis tæp­lega 16 pró­senta kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Auglýsing

Af þeim sem styðja rík­is­stjórn­ina vilja 38-39 pró­sent leggja til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá en næstum 74 pró­sent þeirra sem ekki styðja rík­is­stjórn­ina.

Mik­il­vægt?

Tæp­lega 63 pró­sent svar­enda í könnun Mask­ínu segja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá en tæp­lega 20 pró­sent segja það ekki mik­il­vægt. Það er mjög svipað hlut­fall og í nýlegri könnun MMR þar sem fólk var spurt út í það hversu mik­il­vægt því þætti að fá nýja stjórn­ar­skrá.

Konum finnst mik­il­væg­ara en körlum að fá nýja stjórn­ar­skrá, þótt meiri­hluta beggja kynja þyki það mik­il­vægt, sam­kvæmt könn­un­inni. Eftir því sem tekjur hækka finnst svar­endum lít­il­væg­ara að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá.

Mask­ína segir að „ná­kvæm­lega sama mynstur“ hafi verið í við­horfi til mik­il­vægis nýrrar stjórn­ar­skrár og spurn­ing­ar­innar um „nýju stjórn­ar­skrá“ Stjórn­laga­ráðs þegar nið­ur­stöður voru skoð­aðar eftir stjórn­mála­skoðun svar­enda. 

Ein­ungis fimmt­ungi kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins finnst mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 82-97 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins, Sam­fylk­ingar og Pírata. Einnig er mik­ill munur eftir því hvort svar­endur styðja rík­is­stjórn­ina, þannig finnst tæp­lega helm­ingi þeirra sem styðja rík­is­stjórn­ina mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en slétt 81% þeirra sem styðja hana ekki.

Á bil­inu 81-82 pró­sent þeirra sem finnst mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá fyrir Ísland eru hlynnt því að leggja til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vall­ar. Að sama skapi eru um 82 pró­sent þeirra sem telja það lít­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá and­vígir því að til­lögur Stjórn­laga­ráðs verði lagðar til grund­vall­ar.

Um könn­un­ina

Svar­endur í könn­un­inni voru 838 tals­ins og koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur voru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá og end­ur­spegla því þjóð­ina prýði­lega. Könn­unin fór fram dag­ana 19.-27. októ­ber 2020.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent