Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá

Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.

Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur lands­manna, eða 53,5 pró­sent, er hlynntur því að „nýja stjórn­ar­skrá­in“ sem Stjórn­laga­ráð lagði fram verði lögð til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá Íslands, en 21,3 pró­sent eru því and­víg, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun frá Mask­ínu sem birt var í dag.

Rúmur fjórð­ungur aðspurðra, eða 25,2 pró­sent, tók ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina. Fram kemur í umfjöllun á vef Mask­ínu að mark­tækt hærra hlut­fall kvenna en karla hafi verið hlynnt, en þó meiri­hluti beggja kynja.

And­staða við að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins óx með eftir því sem heim­il­is­tekjur svar­enda hækk­uðu. Um 65 pró­sent þeirra sem hafa lægstar tekjur sögð­ust hlynnt, en ein­ungis 43-44 pró­sent þeirra sem hafa milljón eða meira í heim­il­is­tekj­ur. Það var eini tekju­hóp­ur­inn þar sem ekki var meiri­hluti hlynnt­ur.

Mynd: Maskína

Ein­ungis tæp 16 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks hlynnt

Mjög mik­ill munur er á afstöðu fólks eftir stjórn­mála­skoð­un­um, sam­kvæmt könn­un­inni. Þannig eru um 85-88 pró­sent kjós­enda Pírata og Sam­fylk­ingar hlynnt, næstum 73 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins, um 64 til 66 pró­sent kjós­enda Við­reisnar og Vinstri grænna og um þriðj­ungur kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins og Mið­flokks­ins, en ein­ungis tæp­lega 16 pró­senta kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Auglýsing

Af þeim sem styðja rík­is­stjórn­ina vilja 38-39 pró­sent leggja til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá en næstum 74 pró­sent þeirra sem ekki styðja rík­is­stjórn­ina.

Mik­il­vægt?

Tæp­lega 63 pró­sent svar­enda í könnun Mask­ínu segja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá en tæp­lega 20 pró­sent segja það ekki mik­il­vægt. Það er mjög svipað hlut­fall og í nýlegri könnun MMR þar sem fólk var spurt út í það hversu mik­il­vægt því þætti að fá nýja stjórn­ar­skrá.

Konum finnst mik­il­væg­ara en körlum að fá nýja stjórn­ar­skrá, þótt meiri­hluta beggja kynja þyki það mik­il­vægt, sam­kvæmt könn­un­inni. Eftir því sem tekjur hækka finnst svar­endum lít­il­væg­ara að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá.

Mask­ína segir að „ná­kvæm­lega sama mynstur“ hafi verið í við­horfi til mik­il­vægis nýrrar stjórn­ar­skrár og spurn­ing­ar­innar um „nýju stjórn­ar­skrá“ Stjórn­laga­ráðs þegar nið­ur­stöður voru skoð­aðar eftir stjórn­mála­skoðun svar­enda. 

Ein­ungis fimmt­ungi kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins finnst mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 82-97 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins, Sam­fylk­ingar og Pírata. Einnig er mik­ill munur eftir því hvort svar­endur styðja rík­is­stjórn­ina, þannig finnst tæp­lega helm­ingi þeirra sem styðja rík­is­stjórn­ina mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en slétt 81% þeirra sem styðja hana ekki.

Á bil­inu 81-82 pró­sent þeirra sem finnst mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá fyrir Ísland eru hlynnt því að leggja til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vall­ar. Að sama skapi eru um 82 pró­sent þeirra sem telja það lít­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá and­vígir því að til­lögur Stjórn­laga­ráðs verði lagðar til grund­vall­ar.

Um könn­un­ina

Svar­endur í könn­un­inni voru 838 tals­ins og koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. pan­el) sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur voru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá og end­ur­spegla því þjóð­ina prýði­lega. Könn­unin fór fram dag­ana 19.-27. októ­ber 2020.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent