Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá

Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.

Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Auglýsing

Rúmlega helmingur landsmanna, eða 53,5 prósent, er hlynntur því að „nýja stjórnarskráin“ sem Stjórnlagaráð lagði fram verði lögð til grundvallar nýrri stjórnarskrá Íslands, en 21,3 prósent eru því andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu sem birt var í dag.

Rúmur fjórðungur aðspurðra, eða 25,2 prósent, tók ekki afstöðu í aðra hvora áttina. Fram kemur í umfjöllun á vef Maskínu að marktækt hærra hlutfall kvenna en karla hafi verið hlynnt, en þó meirihluti beggja kynja.

Andstaða við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá lýðveldisins óx með eftir því sem heimilistekjur svarenda hækkuðu. Um 65 prósent þeirra sem hafa lægstar tekjur sögðust hlynnt, en einungis 43-44 prósent þeirra sem hafa milljón eða meira í heimilistekjur. Það var eini tekjuhópurinn þar sem ekki var meirihluti hlynntur.

Mynd: Maskína

Einungis tæp 16 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks hlynnt

Mjög mikill munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum, samkvæmt könnuninni. Þannig eru um 85-88 prósent kjósenda Pírata og Samfylkingar hlynnt, næstum 73 prósent kjósenda Flokks fólksins, um 64 til 66 prósent kjósenda Viðreisnar og Vinstri grænna og um þriðjungur kjósenda Framsóknarflokksins og Miðflokksins, en einungis tæplega 16 prósenta kjósenda Sjálfstæðisflokksins. 

Auglýsing

Af þeim sem styðja ríkisstjórnina vilja 38-39 prósent leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá en næstum 74 prósent þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina.

Mikilvægt?

Tæplega 63 prósent svarenda í könnun Maskínu segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá en tæplega 20 prósent segja það ekki mikilvægt. Það er mjög svipað hlutfall og í nýlegri könnun MMR þar sem fólk var spurt út í það hversu mikilvægt því þætti að fá nýja stjórnarskrá.

Konum finnst mikilvægara en körlum að fá nýja stjórnarskrá, þótt meirihluta beggja kynja þyki það mikilvægt, samkvæmt könnuninni. Eftir því sem tekjur hækka finnst svarendum lítilvægara að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.

Maskína segir að „nákvæmlega sama mynstur“ hafi verið í viðhorfi til mikilvægis nýrrar stjórnarskrár og spurningarinnar um „nýju stjórnarskrá“ Stjórnlagaráðs þegar niðurstöður voru skoðaðar eftir stjórnmálaskoðun svarenda. 

Einungis fimmtungi kjósenda Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá en 82-97 prósent kjósenda Flokks fólksins, Samfylkingar og Pírata. Einnig er mikill munur eftir því hvort svarendur styðja ríkisstjórnina, þannig finnst tæplega helmingi þeirra sem styðja ríkisstjórnina mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá en slétt 81% þeirra sem styðja hana ekki.

Á bilinu 81-82 prósent þeirra sem finnst mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir Ísland eru hlynnt því að leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar. Að sama skapi eru um 82 prósent þeirra sem telja það lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá andvígir því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar.

Um könnunina

Svarendur í könnuninni voru 838 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 19.-27. október 2020.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent