Tæp 60 prósent landsmanna telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu

Hlutfall þeirra sem telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu er nú 40 prósent, eykst um 8 prósentustig á milli kannana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt. Ungu fólki finnst málið mun mikilvægara en í síðustu könnun.

Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Auglýsing

Tæp­lega 60 pró­sent lands­manna telja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun frá MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 10.-23. sept­em­ber, en 25 pró­sent lands­manna telja það lít­il­vægt. 

Hlut­fall þeirra sem telja mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá er nú 40 pró­sent, eykst um 8 pró­sentu­stig á milli kann­ana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt, en rann­sókna­fyr­ir­tækið hefur spurt almenn­ing þess­arar sömu spurn­ingar reglu­lega frá því í sept­em­ber árið 2017.

Tekið skal fram hér að spurn­ingin sem lögð er fyrir í könnun MMR hljóðar svona: „Hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt þykir þér að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i?“. 

Auglýsing

Fólk er þannig ekki spurt beint um af­stöðu til þess með hvaða hætti end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar ætti að fara fram, en það er umdeilt mál á stjórn­mála­svið­inu, eins og síð­ustu ár.

Frum­vörp til end­ur­skoð­unar stjórn­ar­skrár í áföngum eru nú til með­ferðar á Alþingi, en yfir 30 þús­und und­ir­skriftum almenn­ings hefur verið safnað til stuðn­ings því að sú stjórn­ar­skrá sem Íslend­ingar kusu um í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og sam­þykktu með 2/3 hlutum greiddra atkvæða árið 2012 verði lög­fest.

Stuðn­ingur ungs fólks við nýja stjórn­ar­skrá vex mikið

Sam­kvæmt könn­un­inni er konum meira í mun um það en körlum að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á kjör­tíma­bil­inu, en 67 pró­sent kvenna sögð­ust telja það mik­il­vægt og 51 pró­sent karla.

Í fyrri könn­unum MMR um mik­il­vægi þess að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá hafa elstu ald­urs­hóp­arnir lagt mesta áherslu á mál­efn­ið. Svo er einnig nú, en 50 pró­sent þeirra sem eru yfir 68 ára aldri telja það mjög mik­il­vægt.

Mikil breyt­ing verður hins vegar á yngsta ald­urs­hópn­um, en hlut­fall þeirra sem eru á aldr­inum 18-29 ára og telja mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá fór úr 24 pró­sentum og upp í 46 pró­sent í þess­ari nýj­ustu könn­un.

Svör mismunandi hópa við spurningu MMR. Mynd: MMR

23 pró­sent á aldr­inum 18-29 ára til við­bótar sögðu málið frekar mik­il­vægt og því er hlut­fall þeirra sem telja end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár mik­il­vægt mál 69 pró­sent í yngsta ald­urs­hópn­um.

Fjöldi þeirra sem töldu end­ur­nýjun stjórn­ar­skrár mjög mik­il­væga jókst bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og utan þess. Sam­an­lagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili mæld­ist nú 62 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 52 pró­sent utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Alls svör­uðu 2.043 ein­stak­lingar 18 ára og eldri könnun MMR og voru þeir valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. Um net­könnun var að ræða, sem fram­kvæmd var dag­ana 10.-23. sept­em­ber, eins og áður sagði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent