Tæp 60 prósent landsmanna telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu

Hlutfall þeirra sem telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu er nú 40 prósent, eykst um 8 prósentustig á milli kannana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt. Ungu fólki finnst málið mun mikilvægara en í síðustu könnun.

Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Auglýsing

Tæp­lega 60 pró­sent lands­manna telja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun frá MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 10.-23. sept­em­ber, en 25 pró­sent lands­manna telja það lít­il­vægt. 

Hlut­fall þeirra sem telja mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá er nú 40 pró­sent, eykst um 8 pró­sentu­stig á milli kann­ana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt, en rann­sókna­fyr­ir­tækið hefur spurt almenn­ing þess­arar sömu spurn­ingar reglu­lega frá því í sept­em­ber árið 2017.

Tekið skal fram hér að spurn­ingin sem lögð er fyrir í könnun MMR hljóðar svona: „Hversu mik­il­vægt eða lít­il­vægt þykir þér að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i?“. 

Auglýsing

Fólk er þannig ekki spurt beint um af­stöðu til þess með hvaða hætti end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar ætti að fara fram, en það er umdeilt mál á stjórn­mála­svið­inu, eins og síð­ustu ár.

Frum­vörp til end­ur­skoð­unar stjórn­ar­skrár í áföngum eru nú til með­ferðar á Alþingi, en yfir 30 þús­und und­ir­skriftum almenn­ings hefur verið safnað til stuðn­ings því að sú stjórn­ar­skrá sem Íslend­ingar kusu um í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og sam­þykktu með 2/3 hlutum greiddra atkvæða árið 2012 verði lög­fest.

Stuðn­ingur ungs fólks við nýja stjórn­ar­skrá vex mikið

Sam­kvæmt könn­un­inni er konum meira í mun um það en körlum að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á kjör­tíma­bil­inu, en 67 pró­sent kvenna sögð­ust telja það mik­il­vægt og 51 pró­sent karla.

Í fyrri könn­unum MMR um mik­il­vægi þess að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá hafa elstu ald­urs­hóp­arnir lagt mesta áherslu á mál­efn­ið. Svo er einnig nú, en 50 pró­sent þeirra sem eru yfir 68 ára aldri telja það mjög mik­il­vægt.

Mikil breyt­ing verður hins vegar á yngsta ald­urs­hópn­um, en hlut­fall þeirra sem eru á aldr­inum 18-29 ára og telja mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá fór úr 24 pró­sentum og upp í 46 pró­sent í þess­ari nýj­ustu könn­un.

Svör mismunandi hópa við spurningu MMR. Mynd: MMR

23 pró­sent á aldr­inum 18-29 ára til við­bótar sögðu málið frekar mik­il­vægt og því er hlut­fall þeirra sem telja end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár mik­il­vægt mál 69 pró­sent í yngsta ald­urs­hópn­um.

Fjöldi þeirra sem töldu end­ur­nýjun stjórn­ar­skrár mjög mik­il­væga jókst bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og utan þess. Sam­an­lagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili mæld­ist nú 62 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 52 pró­sent utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Alls svör­uðu 2.043 ein­stak­lingar 18 ára og eldri könnun MMR og voru þeir valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. Um net­könnun var að ræða, sem fram­kvæmd var dag­ana 10.-23. sept­em­ber, eins og áður sagði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent