Tæp 60 prósent landsmanna telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu

Hlutfall þeirra sem telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu er nú 40 prósent, eykst um 8 prósentustig á milli kannana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt. Ungu fólki finnst málið mun mikilvægara en í síðustu könnun.

Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Ungt fólk, á aldrinum 18-29 ára, er líklegast til þess að telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Auglýsing

Tæplega 60 prósent landsmanna telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá MMR sem framkvæmd var dagana 10.-23. september, en 25 prósent landsmanna telja það lítilvægt. 

Hlutfall þeirra sem telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá er nú 40 prósent, eykst um 8 prósentustig á milli kannana MMR og hefur aldrei áður mælst jafn hátt, en rannsóknafyrirtækið hefur spurt almenning þessarar sömu spurningar reglulega frá því í september árið 2017.

Tekið skal fram hér að spurningin sem lögð er fyrir í könnun MMR hljóðar svona: „Hversu mikilvægt eða lítilvægt þykir þér að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili?“. 

Auglýsing

Fólk er þannig ekki spurt beint um afstöðu til þess með hvaða hætti endurskoðun stjórnarskrárinnar ætti að fara fram, en það er umdeilt mál á stjórnmálasviðinu, eins og síðustu ár.

Frumvörp til endurskoðunar stjórnarskrár í áföngum eru nú til meðferðar á Alþingi, en yfir 30 þúsund undirskriftum almennings hefur verið safnað til stuðnings því að sú stjórnarskrá sem Íslendingar kusu um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykktu með 2/3 hlutum greiddra atkvæða árið 2012 verði lögfest.

Stuðningur ungs fólks við nýja stjórnarskrá vex mikið

Samkvæmt könnuninni er konum meira í mun um það en körlum að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu, en 67 prósent kvenna sögðust telja það mikilvægt og 51 prósent karla.

Í fyrri könnunum MMR um mikilvægi þess að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá hafa elstu aldurshóparnir lagt mesta áherslu á málefnið. Svo er einnig nú, en 50 prósent þeirra sem eru yfir 68 ára aldri telja það mjög mikilvægt.

Mikil breyting verður hins vegar á yngsta aldurshópnum, en hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára og telja mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá fór úr 24 prósentum og upp í 46 prósent í þessari nýjustu könnun.

Svör mismunandi hópa við spurningu MMR. Mynd: MMR

23 prósent á aldrinum 18-29 ára til viðbótar sögðu málið frekar mikilvægt og því er hlutfall þeirra sem telja endurskoðun stjórnarskrár mikilvægt mál 69 prósent í yngsta aldurshópnum.

Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 52 prósent utan höfuðborgarsvæðisins.

Alls svöruðu 2.043 einstaklingar 18 ára og eldri könnun MMR og voru þeir valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Um netkönnun var að ræða, sem framkvæmd var dagana 10.-23. september, eins og áður sagði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent