Gildi kaupir fyrir 3,3 milljarða í Arnarlaxi

Mikil sókn er í laxeldi hér á landi, en umfang þess hefur tífaldast á síðustu fimm árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi tilkynnti í dag fyrirhugaða fjárfestingu í stærsta laxeldisfyrirtæki landsins upp á 3,3 milljarða.

Sjókvíar á Vestfjörðum
Sjókvíar á Vestfjörðum
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi verður einn af horn­steina­fjár­festum lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax með 3,3 millj­arða króna fjár­fest­ingu. Arn­ar­lax er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tækið á Íslandi, en umfang grein­ar­innar hefur stór­auk­ist á síð­ustu fimm árum sam­kvæmt nýút­gefnum tölum frá Hag­stof­unn­i. 

Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins í morgun verður Gildi, ásamt sjóði á vegum Arion banka og norska einka­fjár­fest­inum Edvin Austbø horn­steina­fjár­festar fyr­ir­tæk­is­ins í hluta­fjár­út­boði þess, sem hófst í morgun og lýkur á morg­un. Gildi mun fjár­festa fyrir um 3,3 millj­arða króna, á meðan fjár­fest­ing sjóðs Stefn­is, sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækis Arion banka, mun nema 1,5 millj­örðum króna og Austbø mun leggja til hálfan millj­arð króna. 

Mið­ill­inn Bæj­ar­ins Besta fjall­aði einnig um mál­ið, en sam­kvæmt honum stefnir félagið svo á skrán­ingu á Merk­ur-­mark­aðnum í kaup­höll­inni í Osló að útboð­inu loknu. Frétta­blaðið segir að Merk­ur-­mark­að­ur­inn höfði til breið­ari hóps fag­fjár­festa en NOTC-list­inn, sem Arn­ar­lax er nú skráður á í norsku kaup­höll­inn­i. 

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum sem birt­ust á vef Hag­stof­unnar í morgun voru um 27 þús­und tonn fram­leidd af laxi í fyrra, og er það tvö­falt meira en árið á und­an. Lax­eldi hefur auk­ist mjög hratt á und­an­förnum fimm árum, en árið 2015 voru ein­ungis rúm­lega þrjú þús­und tonn af laxi fram­leidd hér á land­i. 

Tíföldun á fimm árum

­Sam­kvæmt Ein­ari K. Guð­finns­syni, sem vinnur að fisk­eld­is­málum fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, er búist við um 32 þús­und tonna fram­leiðslu í ár, sem yrði tífalt meira en fram­leitt magn fyrir fimm árum síð­an.

Sam­kvæmt áhættu­mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar geta firð­irnir þar sem fisk­eldi er heim­ilað þó borið allt að þrefalt meira magn en það, eða um 106 þús­und tonn. 

Arn­ar­lax er í dag stærsta fisk­eld­is­fyr­ir­tæki á Íslandi og sér um lax­eldi á Vest­fjörð­um. Hjá félag­inu starfa yfir 100 manns á Bíldu­dal, Hafn­ar­firði, Þor­láks­höfn og Bol­ung­ar­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent