Gildi kaupir fyrir 3,3 milljarða í Arnarlaxi

Mikil sókn er í laxeldi hér á landi, en umfang þess hefur tífaldast á síðustu fimm árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi tilkynnti í dag fyrirhugaða fjárfestingu í stærsta laxeldisfyrirtæki landsins upp á 3,3 milljarða.

Sjókvíar á Vestfjörðum
Sjókvíar á Vestfjörðum
Auglýsing

Lífeyrissjóðurinn Gildi verður einn af hornsteinafjárfestum laxeldisfyrirtækisins Arnarlax með 3,3 milljarða króna fjárfestingu. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtækið á Íslandi, en umfang greinarinnar hefur stóraukist á síðustu fimm árum samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofunni. 

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í morgun verður Gildi, ásamt sjóði á vegum Arion banka og norska einkafjárfestinum Edvin Austbø hornsteinafjárfestar fyrirtækisins í hlutafjárútboði þess, sem hófst í morgun og lýkur á morgun. Gildi mun fjárfesta fyrir um 3,3 milljarða króna, á meðan fjárfesting sjóðs Stefnis, sjóðsstýringafyrirtækis Arion banka, mun nema 1,5 milljörðum króna og Austbø mun leggja til hálfan milljarð króna. 

Miðillinn Bæjarins Besta fjallaði einnig um málið, en samkvæmt honum stefnir félagið svo á skráningu á Merkur-markaðnum í kauphöllinni í Osló að útboðinu loknu. Fréttablaðið segir að Merkur-markaðurinn höfði til breiðari hóps fagfjárfesta en NOTC-listinn, sem Arnarlax er nú skráður á í norsku kauphöllinni. 

Auglýsing

Samkvæmt tölum sem birtust á vef Hagstofunnar í morgun voru um 27 þúsund tonn framleidd af laxi í fyrra, og er það tvöfalt meira en árið á undan. Laxeldi hefur aukist mjög hratt á undanförnum fimm árum, en árið 2015 voru einungis rúmlega þrjú þúsund tonn af laxi framleidd hér á landi. 

Tíföldun á fimm árum

Samkvæmt Einari K. Guðfinnssyni, sem vinnur að fiskeldismálum fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er búist við um 32 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem yrði tífalt meira en framleitt magn fyrir fimm árum síðan.

Samkvæmt áhættumati Hafrannsóknarstofnunar geta firðirnir þar sem fiskeldi er heimilað þó borið allt að þrefalt meira magn en það, eða um 106 þúsund tonn. 

Arnarlax er í dag stærsta fiskeldisfyrirtæki á Íslandi og sér um laxeldi á Vestfjörðum. Hjá félaginu starfa yfir 100 manns á Bíldudal, Hafnarfirði, Þorlákshöfn og Bolungarvík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent