Torg tekjufærði styrki til einkarekinna fjölmiðla sem voru aldrei greiddir út

Eigið fé útgáfufélags Fréttablaðsins næstum helmingaðist í fyrra og skuldir þess jukust um 55 prósent. Umtalsvert tap varð á rekstrinum og sölutekjur drógust saman um 318 milljónir króna milli ára.

Fréttablaðið
Auglýsing



Eigið fé Torgs ehf., sem gefur út Frétta­blaðið og tengda miðla, nálægt helm­ing­að­ist á síð­asta ári. Það var 502 millj­ónir króna í árs­lok 2018 en tæp­lega 290 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. 

Tap félags­ins á síð­asta ári var 212 millj­ónir króna en þar var búið að reikna með 50 millj­óna króna styrk út rík­is­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þeir styrkir voru aldrei greiddir út, enda frum­varp um þá ekki sam­þykkt. Hins vegar voru greiddar út sér­stakir neyð­ar­styrkir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem á end­anum skil­uðu Torgi 64 millj­ónum króna. 

­Sala á aug­lýs­ing­um, sem er uppi­staða tekna Torgs, dróst saman um 318 millj­ónir króna á árinu 2019, eða um 12,3 pró­sent, og var 2.257 millj­ónir króna. Torg hafi skilað 39 milljón króna hagn­aði á árinu 2018.

Skuldir félags­ins juk­ust hins vegar úr 765 millj­ónum króna í 1.186 millj­ónir króna, eða um 55 pró­sent milli ára. Þar munar mestu um að nýjar skuldir við lána­stofn­anir en lang­tíma­skuldir við slíkar voru 327 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. 

Eignir Torgs eru að uppi­stöðu við­skipta­vild upp á 752 millj­ónir króna og áhöld, tæki eða inn­rétt­ingar sem metin eru á 256 millj­ónir króna. Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að það hafi keypt tölvu­bún­að, bif­reiðar eða vélar á síð­asta ári fyrir 172 millj­ónir króna.

Með­al­fjöldi starfa hjá Torgi var 81 á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi félags­ins fyrir árið 2019 sem skilað var inn til árs­reikn­ing­ar­skrár fyrir helgi.

Ekki unnt að leggja mat á áhrif COVID-19

Í árs­reikn­ingnum er líka fjallað sér­stak­lega um atburði eftir reikn­ings­skila­dag.

Í skýr­ingu á þeim lið seg­ir: „COVID-19 heims­far­ald­ur­inn sem nú gengur yfir mun hafa veru­leg áhrif á mörgum sviðum efna­hags­lífs­ins, bæði hér­lendis og erlend­is. Veru­leg óvissa ríkir um efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins, hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum lýk­ur. Það er mat stjórn­enda að ekki sé unnt að leggja mat á áhrif þessa á félagið á þessum tíma­punkti. Félagið hefur brugð­ist við þessum aðstæðum með kostn­að­arað­haldi eins og með því að hætta útgáfu Frétta­blaðs­ins á mánu­dögum og gert áætl­anir sem miða að því að mæta ætl­uðum sam­drætti og hrint þeim í fram­kvæmd.“

Auglýsing
Á árinu 2020 tók Torg yfir rekstur sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar og vefs­ins Hring­braut.­is. Þá festi félagið kaup á eignum og rétt­indum tengdum viku­blað­inu DV, vefnum dv.is, eyj­unn­i.is, press­unn­i.is, 433.is og fleiri tengdum vef­um. Allir ofan­greindir fjöl­miðlar höfðu verið reknir í miklu tapi árum saman áður en að Torg tók þá yfir. 

Tekju­færðu styrki sem átti eftir að greiða út

Torg tekju­færði 50 millj­ónir króna til við­bótar við sölu­tekjur sínar á síð­asta ári sem „aðrar tekj­ur“. Í skýr­ingum sem fylgja með árs­reikn­ingi Torgs kemur fram að þar sé um að ræða fyr­ir­hug­aða styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla vegna rekstr­ar­árs­ins 2019, í sam­ræmi við frum­varp sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði fram á síð­asta ári. Torg áætl­aði að fyr­ir­tækið myndi fá hámarks­styrk sam­kvæmt frum­varp­inu, en sam­kvæmt því gat ekk­ert eitt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki fengið meira en 50 millj­ónir króna. 

Frum­varp Lilju var hins vegar svæft í nefnd og náði ekki fram að ganga. Hún hyggst leggja það aftur fram í þessum mán­uði sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar og í nýbirtu fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir að 392 millj­ónir króna fari í styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári. Frum­varp­inu hefur enn ekki verið dreift á Alþingi.Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019. Það náði ekki í gegn eftir að hún lagði það loks fram og til stendur að hún leggi það fram að nýju í október 2020. Mynd:Bára Huld Beck  

Þrátt fyrir að frum­varp ráð­herr­ans hefði ekki fengið braut­ar­gengi á vor­þingi, að mestu vegna and­stöðu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var 400 millj­ónum króna útdeilt til einka­rek­inna fjöl­miðla sem sér­stökum neyð­ar­styrkjum til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­­­­urs kór­ón­u­veiru. Í þeirri útfærslu var þak á greiðslum til hvers fjöl­mið­ils hækkað í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­­runa­­lega voru ætl­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­ónir króna en sama upp­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­urs, Sýnar og Torgs. Torg fékk tæp­lega 65 millj­ónir króna greiðslu úr rík­is­sjóði vegna þessa í sept­em­ber. 

Keyptu fyrir tæp­lega 600 millj­ónir króna

Frétta­­blaðið og tengdir miðlar voru lengi vel hluti af stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­sam­­steypu lands­ins, 365 mið­l­um, sem var að upp­i­­­stöðu í eigu Ing­i­­bjargar Pálma­dóttur og stýrt af henni og eig­in­­manni henn­­ar, Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Árið 2017 voru ljós­vaka­miðlar 365 miðla, ásamt frétta­vefnum Vísi.is, seldir til Sýn­­ar. Eftir stóðu Frétta­­blaðið og tengdir mið­l­­ar, sem voru færðir inn í Torg ehf. 

Félag í eigu Helga Magn­ús­­­­son­­­­ar, fjár­­­­­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­manns Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna, keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Kaup­verðið var trún­­að­­ar­­mál.

Í októ­ber keyptu Helgi og sam­­­starfs­­­menn hans hinn helm­ing­inn. 

Eign­ar­haldið er vistað inni í félagi sem heitir HFB-77 ehf. Helgi á 82 pró­­sent  í því en aðrir eig­endur eru Sig­­­­urður Arn­gríms­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­skipta­­­­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­­­­sent hlut, Jón G. Þór­is­­­­son, rit­­­­stjóri Frétta­­­­blaðs­ins, með fimm pró­­­­sent hlut, og Guð­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­varps­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­kvæmda­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­mála og dag­­­­­skrár­­­­­gerðar hjá Torg­i, með þriggja pró­­senta hlut.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í síð­ustu viku að félagið hefði keypt hluta­bréf fyrir 592,5 millj­ónir króna í fyrra, en eina þekkta eign þess er Torg.

Í lok ágúst síð­ast­lið­ins var til­kynnt að Björn Víglunds­son hefði verið ráð­inn for­stjóri Torgs. Hann tók við starf­inu af Jóhönnu Helgu Við­­ar­s­dóttur sem verið hafði for­­­stjóri fé­lags­ins og sinnt stjórn­­un­­ar­hlut­verki tengt miðlum þess frá árinu 2016. 

Um þriðj­ungur les frí­blaðið

Frétta­­blað­ið, frí­­blað sem dreift er ókeypis í 80 þús­und ein­­tökum á heim­ili á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og Akur­eyri, er flagg­­skip Torgs. Það kemur nú út fimm sinnum í viku. Útgáfu­­dögum þess var fækkað um einn í apríl síð­­ast­liðn­­um, þegar ákveðið var að blaðið myndi ekki lengur koma út á mán­u­­dög­­um. Síð­­asta breyt­ing á útgáfu­­tíðni fyrir það hafði verið í jan­úar 2009, skömmu eftir banka­hrun­ið, þegar Frétta­­blaðið hætti að koma út á sunn­u­­dög­­um. 

Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­­festu á dag­­blaða­­mark­aði með til­­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust 65,2 pró­­sent lands­­manna lesa Frétta­­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­­sent. Nú mælist lestur Frétta­­blaðs­ins 34,3 pró­­sent. 

Lest­­ur­inn hefur að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­­sent lands­­manna í ald­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 25 pró­­sent lands­­manna undir fimm­tugu það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent