Auglýsing

Opin­bert fjár­magn er nú notað víða til að reyna að fleyta ýmsum geirum og ein­stak­lingum í gegnum þær aðstæður sem eru til­komnar vegna heims­far­ald­urs. Tek­ist er á um hvort nóg sé að gert og hvort opin­berir fjár­mun­irn­ir, sem eru í eigu okkar allra, séu að nýt­ast á sem bestan hátt.

Minna er rætt um þann skaða sem rangar aðgerðir geta valdið vel reknum fyr­ir­tækj­um, eða sam­keppn­is­heil­brigði, í þeim hluta atvinnu­lífs­ins sem þeim er beint til. Ein birt­ing­ar­mynd þessa er í ætl­aðri 15 millj­arða króna rík­is­á­byrgð sem til stendur að veita Icelandair Group, stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins. Þótt flestir tengi Icelandair Group við milli­landa­flug þá stundar félagið marg­hátt­aða ferða­þjón­ustu­starf­semi, og rekur meðal ann­ars ferða­skrif­stof­ur. Sam­keppn­is­að­ilar þeirra hafa bent á, í umsögnum um rík­is­á­byrgð­ar­frum­varpið sem skilað hefur verið inn til fjár­laga­nefnd­ar, að það sé með öllu óeðli­legt að ris­anum á mark­aði sé hjálpað umfram alla aðra með því að rík­is­á­byrgðin gildi fyrir alla sam­stæð­una, ekki ein­ungis flug­rekst­ur­inn. Sér­stak­lega þegar haft er í huga að aðrar kostn­að­ar­samar aðgerðir sem gripið hafi verið til, eins og hluta­bóta­leið­in, hafa líka verið nýttar af sama mark­aðs­ráð­andi aðila. 

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um þessa stöðu feng­ust þau svör hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að hugað hefði verið sér­­stak­­lega að því að rík­­is­á­­byrgð á láni til Icelandair Group sam­­rým­d­ist reglum um rík­­is­að­­stoð, enda ættu ráð­staf­­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýð­i­­lega röskun á sam­keppn­i. 

Lengri saga en COVID-19

Í lok árs 2016 hófst sú veg­ferð að reyna að koma á almennu styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi að nor­rænni fyr­ir­mynd. Í því átti að fel­ast end­­ur­greiðsla á hluta af fram­­leiðslu­­kostn­aði á fréttum og frétta­tengdu efn­i. Ástæðan var sú að rekstr­ar­um­hverfi þeirra var að molna, og sam­hliða geta þeirra til að sinna sínu mik­il­væga lýð­ræð­is­lega hlut­verki. Það hefur orðið að meg­in­reglu í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi á und­an­förnum árum að fjár­sterkir aðil­ar, oft með mikla hags­muni af því hvernig þjóð­fé­lags­um­ræðan þróast, borgi brús­ann.

Síðan þá hafa verið gerðar skýrsl­ur, frum­varp lagt fram og málið á end­anum svæft. Upp­leggið í kerf­inu sem átti að koma á lagg­irnar var að þeir fjöl­miðlar sem upp­fylltu sett skil­yrði myndu fá 25 pró­sent af kostn­aði við rekstur frétta­rit­stjórna end­ur­greidd­an, svo lengi sem að skýr og sann­gjörn skil­yrði yrðu upp­fyllt.

Auglýsing
Í frum­varpi sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði fram í fyrra sagði að stefnt skyldi að því að styrkja­kerfið ætti að verða ein­falt, fyr­ir­sjá­an­legt og eins hlut­laust gagn­vart tækni­legri útfærslu og hægt væri. 

Þá skyldu styrk­veit­ingar styðja við sterkar rit­stjórnir með slag­kraft til metn­að­ar­fullra verk­efna en ekki síður við fjöl­breytta flóru smærri miðla. „Í því sam­bandi skuli bæði hafa í huga miðla sem ná til lands­ins alls og svæð­is­bundna miðla. Skil­yrðin verði þannig til þess fallin að styrkja þá miðla sem bein­línis efla lýð­ræðið í land­inu með frétta­flutn­ingi og upp­lýstri umræð­u.“

Það er mik­il­vægt að rifja þetta upp til að skapa það sam­hengi að styrkja­kerfi fyrir fjöl­miðla er ekki hug­mynd sem fyrst vakn­aði vegna heims­far­ald­urs­ins. Það er verk­efni sem unnið hefur verið að árum saman innan stjórn­sýsl­unn­ar. Gam­al­dags póli­tísk hrossa­kaup og hags­munapóli­tík gerðu það hins vegar að verkum að ákveðið var að breyta þess­ari fag­legu vinnu í eins­skipt­is­að­gerð vegna COVID-19 fyrr á þessu ári. 

Rétt­mætar vænt­ingar um sann­girni

Sú ein­skipt­is­að­gerð átti þó, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­um, að byggja á þeirri hug­mynda­fræði sem lagt var upp með í frum­varp­inu, en mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra fékk líka að mestu frjálsar hendur við að semja reglu­gerð um úthlutun á 400 millj­ónum króna til einka­rek­inna fjöl­miðla. 

Rétt­mætar vænt­ingar voru til þess, vegna opin­berra yfir­lýs­inga ráð­herr­ans, að styrkj­unum yrði að minnsta kosti að sama magni beint að smærri fyr­ir­tækj­um, til að tryggja fjöl­breytta fjöl­miðlaflóru og sköpun fleiri starfa í geir­an­um, í stað þess að meg­in­þorri þeirra færi í að greiða niður mik­inn tap­rekstur stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins. Fyr­ir­tækja sem eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa ekki aðlagað ósjálf­bæran rekstur sinn að veru­leik­an­um. 

Svo að jafn­ræð­is­regla stjórn­ar­skrár­innar yrði virt og að ótil­hlýði­leg röskun myndi ekki eiga sér stað á sam­keppni.

Gegn umsögn eft­ir­lits­að­ila

Vænt­ing­arnar hvíldu líka á því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði lagt fram umsögn um styrkja­kerfi fyrir fjöl­miðla fyrr á þessu ári þar sem sagði að það teldi brýnt að stuðn­ingur við fjöl­miðla af almannafé hefði það að meg­in­­­mark­miði að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni. „Í þessu sam­­­bandi hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í huga að eign­­­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur í vax­andi mæli þró­­­ast á þann veg að eign­­­ar­haldið hefur færst á hendur fjár­­­­­sterkra aðila sem standa fyrir til­­­­­tekna skil­­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­­lífi. Í sumum til­­­vikum blasir við að ráð­­­stöfun þess­­­ara aðila á fjár­­­munum í fjöl­miðla­­­rekstur hefur það meg­in­­­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­­­ari rödd og vinna þeim þannig frek­­­ari fram­­­gang.“ 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi að öll skil­yrði fyrir stuðn­ingi sem mið­uðu að því að opin­ber stuðn­ingur yrði fyrst og fremst stærri og öfl­ugri fjöl­miðlum til gagns, á kostnað smærri fjöl­miðla, væri óheppi­leg.

Fjöl­miðla­nefnd gerði sam­bæri­legar athuga­semdir í umsögn sinn­i. 

Tvö­faldir rík­is­styrkir til stærstu fjöl­miðl­anna

Þær vænt­ingar urðu að engu þegar reglu­gerð ráð­herr­ans var birt 8. júlí síð­ast­lið­inn. Hún var hvorki ein­föld né almenn heldur gaf þeim sem um vél­uðu nokkuð frjálsar hendur um að stýra fjár­munum úr rík­is­sjóði til þeirra fjöl­miðla sem væru sitj­andi stjórn­völdum þókn­an­leg­ast­ir, nú rúmu ári fyrir þing­kosn­ing­ar. Þar var sú upp­hæð sem stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í styrkja­kerfið líka tvö­föld­uð, úr 50 í 100 millj­ónir króna. 

Þann 9. júlí birti Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) til­kynn­ingu um að hún hefði sam­þykkt ráð­stöfun um sér­stakan stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þar sagði meðal ann­ars: „Ís­lenskir fjöl­miðlar hafa haldið óbreyttum rekstri síð­ustu mán­uði til að tryggja stöðugt upp­lýs­inga­flæði til almenn­ings. Þetta hefur tak­markað mögu­leika þeirra til að nýta sér almenn­ari stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda eins og t.d. hluta­bóta­leið­ina.“

Auglýsing
Þetta er eini rök­stuðn­ing­ur­inn sem settur er fram fyrir því að ESA sam­þykkti ráð­stöf­un­ina, en til­kynn­ing vegna hennar hafði borist stofn­un­inni dag­inn áður, 8. júlí. Því byggði sam­þykkt ESA aug­ljós­lega ekki á mik­illi frum­kvæð­is­vinnu, heldur á upp­lýs­ingum sem stjórn­völd létu stofn­un­inni í té.

Ljóst er að þessi rök­stuðn­ingur ESA fyrir ákvörðun sinni heldur ekki. Fjöl­mörg fjöl­miðla­fyr­ir­tæki nýttu sér hluta­bóta­leið­ina í vor. Á meðal þeirra eru bæði Árvakur og Sýn, þau tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem fengu sam­an­lagt nær helm­ing allra úthlut­aðra styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla. Auk þeirra fengu Birt­ingur útgáfu­fé­lag (sem gaf út Mann­líf), Myllu­setur ehf. (út­gef­andi Við­skipta­blaðs­ins) og þrír minni aðilar styrki þrátt fyrir að hafa nýtt sér hluta­bóta­leið­ina. 

Sam­tals námu styrkir til fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem þegar höfðu nýtt sér hluta­bóta­leið­ina 266.542.284 krón­um. Það þýðir að tvær af hverjum þremur krónum sem úthlutað var fara til fyr­ir­tækja sem þegar höfðu nýtt sér stuðn­ings­að­gerðir sem ESA hafði verið talið í trú um að fjöl­miðlar gætu ekki nýtt sér. 

Allt bendir til þess að úthlut­unin hafi því farið fram á grund­velli rangrar upp­lýs­inga­gjafar til þeirrar eft­ir­lits­stofn­unar sem ber að fylgj­ast með því að Ísland fari eftir þeim skuld­bind­ingum um veitta rík­is­að­stoð sem ríkið hefur und­ir­geng­ist með aðild að EES-­samn­ingn­um. 

Fjár­munum beint til val­inna miðla

Vegna ákvörð­unar Lilju um að tvö­falda þakið á því hvað hver og einn fjöl­mið­ill getur fengið hækka greiðslur til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­urs, Sýnar og Torgs, um tæp­lega 106 millj­ónir króna. Og greiðslur til 20 smærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækja skerð­ast um sömu tölu. 

Fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Árvakur hefur verið rekið í botn­lausu tapi árum sam­an. Alls nemur það tap 2,5 millj­örðum króna á tæpum ára­tug. Tapið hefur verið greitt að mestu af útgerð­ar­fyr­ir­tækjum eða eig­endum þeirra. Árvakur velti 3,1 millj­arði króna í fyrra, en tap­aði samt 291 milljón króna. Á því ári einu saman lækk­aði sam­stæðan launa­kostnað sinn um 561 milljón króna, meðal ann­ars með því að segja upp blaða­mönn­um. Með­al­fjöldi stöðu­gilda hjá Árvakri minnk­aði um 22 á árinu 2019. Laun stjórn­enda félags­ins, sem eru vænt­an­lega fram­kvæmda­stjóri og rit­stjórar þess, lækk­uðu hins vegar ein­ungis um tvær millj­ónir króna, en þau námu 135,4 millj­ónum króna í fyrra. Því má líta svo á að rík­is­styrk­ur­inn til Árvak­urs fari í að greiða um 74 pró­sent af launum stjórn­enda félags­ins, eða um þriðj­ung af tapi þess í fyrra.

Auglýsing
Sýn keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Kaup­verðið var 8,2 millj­­arðar króna. 

Tekjur af fjöl­miðlum Sýnar voru 551 milljón krónum lægri á fyrri hluta yfir­­stand­andi árs en á sama tíma í fyrra. Ef miðað er við fyrri hluta árs­ins 2018 voru tekj­­urnar 637 millj­­ónum krónum minni nú en þá. Í upp­­hafi árs 2020 var við­­skipta­vild, sem var til­­komin vegna fjöl­mið­l­anna sem voru keypt­ir, lækkuð um 2,5 millj­­arða króna. Upp­sagnir hafa verið tölu­verðar

Hópur undir for­ystu Helga Magn­ús­sonar keypti Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, í fyrra. Félagið tap­aði 212 millj­ónum króna á því ári og miðað við að útgáfu­dögum frí­blaðs­ins hefur þegar verið fækkað um einn á þessu ári má telja ljóst að rekst­ur­inn hafi verið áskorun áfram, sér­stak­lega þar sem Torg hefur tekið yfir tvö önnur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem hafa sam­an­lagt tapað mörg hund­ruð millj­ónum króna á örfáum árum.

Þessir þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, sem reka ósjálf­bæra fjöl­miðla­starf­semi með til­heyr­andi bjögun á sam­keppn­isum­hverfi, voru verð­launuð með því að 64 pró­sent af allri upp­hæð­inni sem deilt var til einka­rek­inna fjöl­miðla rann til þeirra. 

Minni skert­ir, en sá stærsti ekki

Það skal tekið fram að heilt yfir þá er gott að það skref hafi verið stigið að styrkja rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Þeir eru, stórir sem smá­ir, mik­il­vægir lýð­ræð­inu og hafa sýnt það í verki und­an­farin miss­eri hversu stóru hlut­verki þeir þjóna í gang­verki sam­fé­lags­ins. Líka þeir sem nefndir voru hér að ofan, þar sem starfa margir frá­bærir blaða­menn.

Það er því af auð­mýkt sem Kjarn­inn tekur við sínum hluta styrkja­greiðslna og við heitum því að nýta allt það fjár­magn til að efla starf­semi okk­ar, almenn­ingi til heilla. 

Fram­hjá því verður hins vegar ekki litið að þegar horft er á úthlutun styrkj­anna heild­rænt þá vinnur hún fyr­ir­tæki eins og okkar meiri skaða en gagn. Vegna ótil­hlýði­legra rösk­unar á sam­keppn­i. 

Brugðið er fæti fyrir miðla í vexti og sjálf­bærum rekstri með því að verð­launa óráðsíu sam­keppn­is­að­ila langt umfram allt efni, og í and­stöðu við leið­bein­ingar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Birt­ing­ar­mynd þess­arar óbil­girni er meðal ann­ars sú að hámarks­út­hlutun til smærri miðla var skert um þriðj­ung. Í stað þess að við­kom­andi miðlar myndu fá 25 pró­sent af rit­stjórn­ar­kostn­aði end­ur­greiddan þá fengu þeir rúm­lega 17 pró­sent, vegna þess að heild­ar­um­fang umsókna var umfram þær 400 millj­ónir króna sem voru til úthlut­un­ar. 

Árvak­ur, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, skert­ist hins vegar ekk­ert. Félagið fékk 99,9 millj­ónir króna í úthlut­un, sem var hámarks­greiðsla sam­kvæmt frum­varp­inu. Sýn skert­ist lítið og fékk 91 milljón króna. 

Valda­bar­átta 

Það mátti auð­vitað búast við þess­ari nið­ur­stöðu, þótt að von­ast hefði verið eftir meiri heil­indum og minni tæki­fær­is­mennsku á grund­velli valda­bar­áttu á kosn­inga­ári. Það var mis­ráðin von og í ljósi þess að und­ir­rit­aður hefur lengi barist fyrir því opin­ber­lega að fjöl­miðlaum­hverfið yrði styrkt með almennu styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd þá verður að segj­ast að lík­lega hefði verið betur heima set­ið, því mið­ur.

Nú er þetta hins vegar stað­an. Stjórn­mála­stéttin hefur sýnt á spilin og áhuga­vert verður að fylgj­ast með fram­hald­inu þegar mögu­leg brot íslenskra stjórn­valda á reglum um rík­is­að­stoð enda inni á borði ESA, og eftir atvikum íslenska Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, að nýju, enda virð­ist sem sam­þykkt ESA á útgreiðslu styrkj­anna byggi á rangri upp­lýs­inga­gjöf úr hendi hins opin­bera. Afleið­ing styrkja­greiðsl­anna er aug­ljós­lega ótil­hlýð­i­­leg röskun á sam­keppn­i. 

Á end­anum ræður almenn­ingur þó alltaf hvaða fjöl­miðla hann fær. Hann er full­fær um að sjá þessar aðgerðir fyrir það sem þær eru, meta hvort vilji sé til að styðja við þá sem hafa raun­veru­lega metnað til að veita aðhald, segja satt og rétt frá og standa alltaf með almanna­heill gegn sér­hags­mun­um. 

Og sjá í gegnum þá sem gera að uppi­stöðu hið gagn­stæða.

Takk fyrir stuðn­ing­inn. Við höldum áfram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari