Árvakur tapaði 291 milljónum í fyrra og hefur tapað 2,5 milljarði á áratug

Samstæða útgáfufélags Morgunblaðsins skilaði tapi í fyrra. Tapið dróst saman milli ára og er það sagt vera vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist hafi verið í. Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna til að mæta taprekstrinum.

Morgunblaðið
Auglýsing

Sam­stæðu Árvak­urs, sem sam­anstendur af útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, Lands­prenti og Póst­mið­stöð­inni, tap­aði 291 millj­ónum krónum á árinu 2019. Tap móð­ur­fé­lags Árvak­urs, sem er allt tap utan taps Póst­mið­stöðv­ar­inn­ar, móð­ur­fé­lags dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Póst­dreif­ing­ar, sem Árvakur keypti 51 pró­sent hlut í 2018, var 210 millj­ónir króna Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag

Á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­ur­fé­lagið Þórs­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­­örðum króna. Tap Árvak­­urs árið 2018 var 415 millj­­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Greint var frá því í lok síð­ustu viku að Póst­­dreif­ing, sem sér meðal ann­ars um að dreifa Morg­un­blað­inu og helsta sam­keppn­is­að­ila þess í prent­blaða­út­gáfu Frétta­blað­inu, hef­ði sagt upp öll­um 304 blað­ber­um sín­um en upp­­sagn­ir taka gildi frá og með deg­inum í dag, 1. ágúst. Hinn eig­andi Póst­dreif­ingar er Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, sem á 49 pró­sent hlut. 

Auglýsing
Í frétt Morg­un­blaðs­ins er haft eftir Har­aldi Johann­essen, ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, að miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir á árinu 2018 og aftur undir lok síð­asta árs, sem fólu meðal ann­ars í sér upp­sagnir starfs­fólks, hefði minnkað tap á milli ára. „Vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er útlitið hins vegar mik­illi óvissu háð og afar erfitt að átta sig á því hvernig rekstr­ar­um­hverfið mun þróast, en rekstur fjöl­miðla er mjög við­kvæmur fyrir und­ir­liggj­andi ástandi í atvinnu­líf­in­u.“

Árvakur mun, líkt og aðrir fjöl­miðlar sem upp­fylla sett skil­yrði, fá greiðslu úr rík­is­sjóði 1. sept­em­ber næst­kom­andi vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að deila út 400 millj­ónum króna til fjöl­miðla vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á rekstr­ar­um­hverfi þeirra. Við­búið er að þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki upp­fylli sett skil­yrði ráða­manna fyrir hámarks­greiðslu, sem er allt að 100 millj­ónir króna. Þau eru Árvak­ur, Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, og Sýn. Því mun að óbreyttu 75 pró­sent styrkt­ar­upp­hæð­ar­innar fara til þess­ara þriggja fjöl­miðla­fyr­ir­tækja. 

 Hvorki Þor­s­mörk né Árvakur hafa skilað inn árs­reikn­ingi til fyr­ir­tækja­skrá­ar. 

Hlutafé aukið um 300 millj­ónir króna

Kjarn­inn greindi frá því í júní að til­kynnt hefði verið um það mán­uði fyrr til opin­berra aðila að hlutafé í Þór­s­­mörk hefði verið aukið um 300 millj­­ónir króna. Í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag segir að sú aukn­ing sé skráð á síð­asta ári. Hækk­­unin á hlutafé félags­­ins, sem fór út 606,6 millj­­ónum í 906,6 millj­­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­­um. 

Frétta­blaðið greindi frá því í síð­asta mán­uði að mat­væla­fyr­ir­tækið Lýsi og fjár­fest­inga­fé­lag á vegum aðal­eig­enda Lýsis hefðu bæst við hlut­hafa­hóp Þórs­merkur og tengdra miðla. Félögin tvö fara nú með rúm­lega tíu pró­senta hlut í Þórs­mörk. Mikil tengsl eru milli Lýsis og Ísfé­lags Vest­manna­eyja, en eig­endur þess eru sam­an­lagt stærstu eig­endur Þórs­merk­ur. Hlynur A ehf., félag í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, bætti líka við sig hlut í Þor­s­mörk. Hlutur Ramma hf. jókst einnig eftir síð­ustu hluta­fjár­aukn­ingu.

Auglýsing
Hlutafé Í Þór­s­­mörk var síð­­­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­­ónir króna. Dótt­­ur­­fé­lag Kaup­­­­­fé­lags Skag­­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirra 200 millj­­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­­ónir króna af millj­­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­­þykktum félags­­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­­ónir króna til við­­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þegar er búið að nýta hana að mestu með 300 milljón króna hluta­fjár­­aukn­ing­unni sem til­­kynnt var til fyr­ir­tækja­­skrár í maí.

Afskrif­uðu millj­­arð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­­­­­lega 1,9 millj­­­­­arð króna. Á sama tíma hefur lestur flagg­skips útgáf­unn­ar, Morg­un­blaðs­ins, farið úr því að vera rúm­lega 40 pró­sent í að vera 22,7 pró­sent í júní 2020. Sam­drátt­ur­inn er enn meiri hjá fólki undir fimm­tugu en þar hefur les­endur fækkað úr því að vera 31,1 pró­sent af lands­mönnum vorið 2009 í að vera 12,7 pró­sent í síð­ustu mæl­ingu Gallup. Á und­an­förnum árum hefur Morg­un­blaðið verið frí­blað einu sinni í viku, á fimmtu­dög­um, og þá verið í svo­kall­aðri aldreif­ingu. Í henni felst að blað­inu er dreift til tug­þús­unda sem eru ekki áskrif­endur af blað­inu.

Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urð­ir, einn stærsti eig­andi Þórs­merk­ur, bók­­færðu virði hlutar síns í Þór­s­­mörk á 378,1 millj­­ónir króna í nýlega árs­­reikn­ingi þeirra fyrir árið 2019. Þar kom einnig fram að Þór­s­­mörk skuld­aði félag­inu 68 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. Sú skuld er á gjald­daga í ár, 2020. 

Í maí 2019  var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­­mörk  um einn millj­­­­arð króna. Sam­­­­kvæmt til­­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­­aði hlutafé Þór­s­­­­merkur úr 1,6 millj­­­­arði króna í 606,6 millj­­­­ónir króna. Það þýddi að eig­endur félags­­­­ins hafa afskrifað millj­­­­arð af því fjár­­­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. Síðan þá hef­­ur, líkt og áður sagði, hluta­­féð verið aukið um 300 millj­­ónir króna. 

Eign­­­­­ar­hald Þór­s­­­­­merk­­­ur, eig­anda Árvak­­­urs, er eft­ir­far­andi sam­­kvæmt heima­­síðu fjöl­miðla­­nefnd­­ar:

 • Íslenskar sjá­v­­­­­­ar­af­­­­­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­­­­­ur­jón Rafns­son,19,45 ­pró­­­­­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­­­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 18,49 ­pró­­­­­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­­­­­ur­­­­­björn Magn­ús­­­­­son, 13,9 ­pró­­­­­sent
 • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­­­dal Arn­alds, 13,41 pró­­­­­sent
 • Ísfé­lag Vest­­­­­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­­­­­riks­­­­­son, 8,99 ­pró­­­­­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­­­­­son, 6,87 ­pró­­­­­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­­­­­steinn Ing­­­­­ólfs­­­­­son, 2,40 ­pró­­­­­sent
 • Stál­­­­­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­­­­­dór Krist­jáns­­­­­son, 2,06 ­pró­­­­­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­­­­­geir Bolli Krist­ins­­­­­son, 2,05 ­pró­­­­­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­­­­­son, 1,03 ­pró­­­­­sent
 • Hrað­fryst­i­­­­­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­­­­­son, 0,87 ­pró­­­­­sent

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent