Árvakur tapaði 291 milljónum í fyrra og hefur tapað 2,5 milljarði á áratug

Samstæða útgáfufélags Morgunblaðsins skilaði tapi í fyrra. Tapið dróst saman milli ára og er það sagt vera vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist hafi verið í. Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna til að mæta taprekstrinum.

Morgunblaðið
Auglýsing

Samstæðu Árvakurs, sem samanstendur af útgáfufélagi Morgunblaðsins og tengdra miðla, Landsprenti og Póstmiðstöðinni, tapaði 291 milljónum krónum á árinu 2019. Tap móðurfélags Árvakurs, sem er allt tap utan taps Póstmiðstöðvarinnar, móðurfélags dreifingarfyrirtækisins Póstdreifingar, sem Árvakur keypti 51 prósent hlut í 2018, var 210 milljónir króna Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag

Á þeim áratug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móðurfélagið Þórsmörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­örðum króna. Tap Árvak­urs árið 2018 var 415 millj­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Greint var frá því í lok síðustu viku að Póst­dreif­ing, sem sér meðal annars um að dreifa Morgunblaðinu og helsta samkeppnisaðila þess í prentblaðaútgáfu Fréttablaðinu, hef­ði sagt upp öll­um 304 blaðber­um sín­um en upp­sagn­ir taka gildi frá og með deginum í dag, 1. ágúst. Hinn eigandi Póstdreifingar er Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sem á 49 prósent hlut. 

Auglýsing
Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Haraldi Johannessen, annars ritstjóra Morgunblaðsins og framkvæmdastjóra Árvakurs, að miklar hagræðingaraðgerðir á árinu 2018 og aftur undir lok síðasta árs, sem fólu meðal annars í sér uppsagnir starfsfólks, hefði minnkað tap á milli ára. „Vegna kórónuveirufaraldursins er útlitið hins vegar mikilli óvissu háð og afar erfitt að átta sig á því hvernig rekstrarumhverfið mun þróast, en rekstur fjölmiðla er mjög viðkvæmur fyrir undirliggjandi ástandi í atvinnulífinu.“

Árvakur mun, líkt og aðrir fjölmiðlar sem uppfylla sett skilyrði, fá greiðslu úr ríkissjóði 1. september næstkomandi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að deila út 400 milljónum króna til fjölmiðla vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á rekstrarumhverfi þeirra. Viðbúið er að þrjú fjölmiðlafyrirtæki uppfylli sett skilyrði ráðamanna fyrir hámarksgreiðslu, sem er allt að 100 milljónir króna. Þau eru Árvakur, Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, og Sýn. Því mun að óbreyttu 75 prósent styrktarupphæðarinnar fara til þessara þriggja fjölmiðlafyrirtækja. 

 Hvorki Þorsmörk né Árvakur hafa skilað inn ársreikningi til fyrirtækjaskráar. 

Hlutafé aukið um 300 milljónir króna

Kjarninn greindi frá því í júní að tilkynnt hefði verið um það mánuði fyrr til opinberra aðila að hlutafé í Þórs­mörk hefði verið aukið um 300 millj­ónir króna. Í frétt Morgunblaðsins í dag segir að sú aukning sé skráð á síðasta ári. Hækk­unin á hlutafé félags­ins, sem fór út 606,6 millj­ónum í 906,6 millj­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­um. 

Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að matvælafyrirtækið Lýsi og fjárfestingafélag á vegum aðaleigenda Lýsis hefðu bæst við hluthafahóp Þórsmerkur og tengdra miðla. Félögin tvö fara nú með rúmlega tíu prósenta hlut í Þórsmörk. Mikil tengsl eru milli Lýsis og Ísfélags Vestmannaeyja, en eigendur þess eru samanlagt stærstu eigendur Þórsmerkur. Hlynur A ehf., félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins, bætti líka við sig hlut í Þorsmörk. Hlutur Ramma hf. jókst einnig eftir síðustu hlutafjáraukningu.

Auglýsing
Hlutafé Í Þórs­mörk var síð­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­ónir króna. Dótt­ur­fé­lag Kaup­­­­fé­lags Skag­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirra 200 millj­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­ónir króna af millj­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­þykktum félags­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­ónir króna til við­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þegar er búið að nýta hana að mestu með 300 milljón króna hluta­fjár­aukn­ing­unni sem til­kynnt var til fyr­ir­tækja­skrár í maí.

Afskrif­uðu millj­arð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­­­­lega 1,9 millj­­­­arð króna. Á sama tíma hefur lestur flaggskips útgáfunnar, Morgunblaðsins, farið úr því að vera rúmlega 40 prósent í að vera 22,7 prósent í júní 2020. Samdrátturinn er enn meiri hjá fólki undir fimmtugu en þar hefur lesendur fækkað úr því að vera 31,1 prósent af landsmönnum vorið 2009 í að vera 12,7 prósent í síðustu mælingu Gallup. Á undanförnum árum hefur Morgunblaðið verið fríblað einu sinni í viku, á fimmtudögum, og þá verið í svokallaðri aldreifingu. Í henni felst að blaðinu er dreift til tugþúsunda sem eru ekki áskrifendur af blaðinu.

Íslenskar sjáv­ar­af­urðir, einn stærsti eigandi Þórsmerkur, bók­færðu virði hlutar síns í Þórs­mörk á 378,1 millj­ónir króna í nýlega árs­reikn­ingi þeirra fyrir árið 2019. Þar kom einnig fram að Þórs­mörk skuld­aði félag­inu 68 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Sú skuld er á gjald­daga í ár, 2020. 

Í maí 2019  var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­mörk  um einn millj­­­arð króna. Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­aði hlutafé Þór­s­­­merkur úr 1,6 millj­­­arði króna í 606,6 millj­­­ónir króna. Það þýddi að eig­endur félags­­­ins hafa afskrifað millj­­­arð af því fjár­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. Síðan þá hef­ur, líkt og áður sagði, hluta­féð verið aukið um 300 millj­ónir króna. 

Eign­­­­ar­hald Þór­s­­­­merk­­ur, eig­anda Árvak­­urs, er eft­ir­far­andi sam­kvæmt heima­síðu fjöl­miðla­nefnd­ar:

 • Íslenskar sjá­v­­­­­ar­af­­­­urðir ehf.,  ­forsv.m. Sig­­­­ur­jón Rafnsson,19,45 ­pró­­­­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­forsv.maður­ Guð­­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 18,49 ­pró­­­­sent
 • Legalis s­f., ­forsv.maður­ ­Sig­­­­ur­­­­björn Magn­ús­­­­son, 13,9 ­pró­­­­sent
 • Ramses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­­dal Arn­alds, 13,41 pró­­­­sent
 • Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja hf., ­forsv.maður­ ­Stefán Frið­­­­riks­­­­son, 8,99 ­pró­­­­sent
 • Rammi hf., ­forsv.maður­ Ólafur Mart­eins­­­­son, 6,87 ­pró­­­­sent
 • Þingey ehf., ­forsv.maður­ Að­al­­­­steinn Ing­­­­ólfs­­­­son, 2,40 ­pró­­­­sent
 • Stál­­­­skip ehf., ­forsv.maður­ Hall­­­­dór Krist­jáns­­­­son, 2,06 ­pró­­­­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­forsv.maður­ Ás­­­­geir Bolli Krist­ins­­­­son, 2,05 ­pró­­­­sent
 • Fari ehf., ­forsv.maður­ Jón Pálma­­­­son, 1,03 ­pró­­­­sent
 • Hrað­fryst­i­­­­húsið – Gunn­vör hf., ­forsv.maður­ Einar Valur Krist­jáns­­­­son, 0,87 ­pró­­­­sent

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent