Árvakur tapaði 291 milljónum í fyrra og hefur tapað 2,5 milljarði á áratug

Samstæða útgáfufélags Morgunblaðsins skilaði tapi í fyrra. Tapið dróst saman milli ára og er það sagt vera vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist hafi verið í. Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna til að mæta taprekstrinum.

Morgunblaðið
Auglýsing

Sam­stæðu Árvak­urs, sem sam­anstendur af útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, Lands­prenti og Póst­mið­stöð­inni, tap­aði 291 millj­ónum krónum á árinu 2019. Tap móð­ur­fé­lags Árvak­urs, sem er allt tap utan taps Póst­mið­stöðv­ar­inn­ar, móð­ur­fé­lags dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Póst­dreif­ing­ar, sem Árvakur keypti 51 pró­sent hlut í 2018, var 210 millj­ónir króna Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag

Á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­ur­fé­lagið Þórs­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, tap­aði félagið sam­tals um 2,5 millj­­örðum króna. Tap Árvak­­urs árið 2018 var 415 millj­­ónir króna og dróst því saman á milli ára.

Greint var frá því í lok síð­ustu viku að Póst­­dreif­ing, sem sér meðal ann­ars um að dreifa Morg­un­blað­inu og helsta sam­keppn­is­að­ila þess í prent­blaða­út­gáfu Frétta­blað­inu, hef­ði sagt upp öll­um 304 blað­ber­um sín­um en upp­­sagn­ir taka gildi frá og með deg­inum í dag, 1. ágúst. Hinn eig­andi Póst­dreif­ingar er Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, sem á 49 pró­sent hlut. 

Auglýsing
Í frétt Morg­un­blaðs­ins er haft eftir Har­aldi Johann­essen, ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, að miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir á árinu 2018 og aftur undir lok síð­asta árs, sem fólu meðal ann­ars í sér upp­sagnir starfs­fólks, hefði minnkað tap á milli ára. „Vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er útlitið hins vegar mik­illi óvissu háð og afar erfitt að átta sig á því hvernig rekstr­ar­um­hverfið mun þróast, en rekstur fjöl­miðla er mjög við­kvæmur fyrir und­ir­liggj­andi ástandi í atvinnu­líf­in­u.“

Árvakur mun, líkt og aðrir fjöl­miðlar sem upp­fylla sett skil­yrði, fá greiðslu úr rík­is­sjóði 1. sept­em­ber næst­kom­andi vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að deila út 400 millj­ónum króna til fjöl­miðla vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á rekstr­ar­um­hverfi þeirra. Við­búið er að þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki upp­fylli sett skil­yrði ráða­manna fyrir hámarks­greiðslu, sem er allt að 100 millj­ónir króna. Þau eru Árvak­ur, Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, og Sýn. Því mun að óbreyttu 75 pró­sent styrkt­ar­upp­hæð­ar­innar fara til þess­ara þriggja fjöl­miðla­fyr­ir­tækja. 

 Hvorki Þor­s­mörk né Árvakur hafa skilað inn árs­reikn­ingi til fyr­ir­tækja­skrá­ar. 

Hlutafé aukið um 300 millj­ónir króna

Kjarn­inn greindi frá því í júní að til­kynnt hefði verið um það mán­uði fyrr til opin­berra aðila að hlutafé í Þór­s­­mörk hefði verið aukið um 300 millj­­ónir króna. Í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag segir að sú aukn­ing sé skráð á síð­asta ári. Hækk­­unin á hlutafé félags­­ins, sem fór út 606,6 millj­­ónum í 906,6 millj­­ón­ir, var öll greidd með pen­ing­­um. 

Frétta­blaðið greindi frá því í síð­asta mán­uði að mat­væla­fyr­ir­tækið Lýsi og fjár­fest­inga­fé­lag á vegum aðal­eig­enda Lýsis hefðu bæst við hlut­hafa­hóp Þórs­merkur og tengdra miðla. Félögin tvö fara nú með rúm­lega tíu pró­senta hlut í Þórs­mörk. Mikil tengsl eru milli Lýsis og Ísfé­lags Vest­manna­eyja, en eig­endur þess eru sam­an­lagt stærstu eig­endur Þórs­merk­ur. Hlynur A ehf., félag í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, bætti líka við sig hlut í Þor­s­mörk. Hlutur Ramma hf. jókst einnig eftir síð­ustu hluta­fjár­aukn­ingu.

Auglýsing
Hlutafé Í Þór­s­­mörk var síð­­­ast aukið í byrjun árs 2019, og þá um 200 millj­­ónir króna. Dótt­­ur­­fé­lag Kaup­­­­­fé­lags Skag­­­­­firð­inga (KS), Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­sent þeirra 200 millj­­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­­ónir króna af millj­­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­­aukn­ing­una. 

Á sama tíma var sam­­­­­­þykktum félags­­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­­ónir króna til við­­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir nú til árs­loka 2024. 

Þegar er búið að nýta hana að mestu með 300 milljón króna hluta­fjár­­aukn­ing­unni sem til­­kynnt var til fyr­ir­tækja­­skrár í maí.

Afskrif­uðu millj­­arð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­­­­­lega 1,9 millj­­­­­arð króna. Á sama tíma hefur lestur flagg­skips útgáf­unn­ar, Morg­un­blaðs­ins, farið úr því að vera rúm­lega 40 pró­sent í að vera 22,7 pró­sent í júní 2020. Sam­drátt­ur­inn er enn meiri hjá fólki undir fimm­tugu en þar hefur les­endur fækkað úr því að vera 31,1 pró­sent af lands­mönnum vorið 2009 í að vera 12,7 pró­sent í síð­ustu mæl­ingu Gallup. Á und­an­förnum árum hefur Morg­un­blaðið verið frí­blað einu sinni í viku, á fimmtu­dög­um, og þá verið í svo­kall­aðri aldreif­ingu. Í henni felst að blað­inu er dreift til tug­þús­unda sem eru ekki áskrif­endur af blað­inu.

Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urð­ir, einn stærsti eig­andi Þórs­merk­ur, bók­­færðu virði hlutar síns í Þór­s­­mörk á 378,1 millj­­ónir króna í nýlega árs­­reikn­ingi þeirra fyrir árið 2019. Þar kom einnig fram að Þór­s­­mörk skuld­aði félag­inu 68 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. Sú skuld er á gjald­daga í ár, 2020. 

Í maí 2019  var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­­mörk  um einn millj­­­­arð króna. Sam­­­­kvæmt til­­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­­aði hlutafé Þór­s­­­­merkur úr 1,6 millj­­­­arði króna í 606,6 millj­­­­ónir króna. Það þýddi að eig­endur félags­­­­ins hafa afskrifað millj­­­­arð af því fjár­­­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. Síðan þá hef­­ur, líkt og áður sagði, hluta­­féð verið aukið um 300 millj­­ónir króna. 

Eign­­­­­ar­hald Þór­s­­­­­merk­­­ur, eig­anda Árvak­­­urs, er eft­ir­far­andi sam­­kvæmt heima­­síðu fjöl­miðla­­nefnd­­ar:

 • Íslenskar sjá­v­­­­­­ar­af­­­­­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­­­­­ur­jón Rafns­son,19,45 ­pró­­­­­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­­­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 18,49 ­pró­­­­­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­­­­­ur­­­­­björn Magn­ús­­­­­son, 13,9 ­pró­­­­­sent
 • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­­­dal Arn­alds, 13,41 pró­­­­­sent
 • Ísfé­lag Vest­­­­­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­­­­­riks­­­­­son, 8,99 ­pró­­­­­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­­­­­son, 6,87 ­pró­­­­­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­­­­­steinn Ing­­­­­ólfs­­­­­son, 2,40 ­pró­­­­­sent
 • Stál­­­­­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­­­­­dór Krist­jáns­­­­­son, 2,06 ­pró­­­­­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­­­­­geir Bolli Krist­ins­­­­­son, 2,05 ­pró­­­­­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­­­­­son, 1,03 ­pró­­­­­sent
 • Hrað­fryst­i­­­­­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­­­­­son, 0,87 ­pró­­­­­sent

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Börn eru börn, hvaðan sem þau koma
Kjarninn 18. september 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu
Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.
Kjarninn 18. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Kjarninn 18. september 2020
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.
Kjarninn 18. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
Kjarninn 17. september 2020
Þórólfur Guðnason greindi frá því að fjöldi fólks sem greinst hafa með veiruna voru á sama vínveitingahúsinu.
Hópsmitið var á Irishman Pub
Sjö þeirra sem greinst hafa með COVID-19 síðustu tvo sólarhringa höfðu farið á Irishman Pub á Klapparstígi 27. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra biður alla þá sem mættu á staðinn síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku.
Kjarninn 17. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Gagnrýna harðlega að ASÍ „hafi tekið þátt í að hvítþvo brot“ SA og Icelandair
Alþýðusamband Íslands hefur að mati stjórnar Eflingar beðið álitshnekki, að því er fram kemur í ályktun stjórnar stéttarfélagsins.
Kjarninn 17. september 2020
Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Vill ná miklum ítökum í Icelandair Group
Bandaríska athafnakonan sem keypti vörumerki WOW air eftir að flugfélagið féll skráði sig fyrir sjö milljörðum hluta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk kl. 16 í dag.
Kjarninn 17. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent