Icelandair búið að semja við suma kröfuhafa og segir viðræður vel á veg komnar við aðra

Icelandair segir í tilkynningu að félagið hafi undirritað samninga við flesta kröfuhafa sína og náð samkomulagi í meginatriðum við aðra. Samningarnir eru háðir því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár og geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group segir að samn­inga­við­ræður við þá hag­að­ila sem félagið á eftir að semja við séu vel á veg komnar og að félagið hafi und­ir­ritað samn­inga við flesta kröfu­hafa og náð sam­komu­lagi í meg­in­at­riðum við þá sem eftir eru. „Fé­lagið gerir ráð fyrir að þeir samn­ingar verði und­ir­rit­aðir í næstu viku. Samn­ing­arnir eru háðir því að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár og geri samn­ing um lána­línu með rík­is­á­byrgð. Samn­inga­við­ræður við kröfu­hafa hafa miðað að því að laga afborg­anir að væntu sjóðs­streymi frá rekstri. Þessir samn­ingar tryggja nauð­syn­legan sveigj­an­leika til að geta byggt starf­semi félags­ins upp hratt og örugg­lega á ný þegar mark­aðir opn­ast og eft­ir­spurn fer að aukast.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem send var út seint á föstu­dags­kvöld. Ekki er til­greint við hvaða kröfu­hafa Icelandair hefur und­ir­ritað samn­inga við.

Ætla að sækja á þriðja tug millj­arða í hlutafé í ágúst

Samn­ingar við kröfu­hafa Icelandair eru for­senda þess að félagið getið ráð­ist í hluta­fjár­út­boð sem á að safna 200 millj­ónum dala, um 27 millj­örðum króna á núvirði í nýtt hluta­fé. Upp­haf­lega átti hluta­fjár­út­boðið að fara fram í júní­mán­uði en samn­ingar við kröfu­hafa náð­ust ekki fyrir þann tíma. Því var útboð­inu frestað fram í ágúst og sagt að samn­ingar við kröfu­hafa þyrftu að nást fyrir þann tíma. Að­al­lega er horft til líf­eyr­is­sjóða, sem er í dag stærstu hlut­hafar Icelanda­ir, sem þátt­tak­enda í væntu hluta­fjár­út­boði.

Auglýsing
Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelanda­ir Group er Líf­eyr­is­­­­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna ­með 11,8 pró­­­­­sent hlut. Þar á eftir kem­ur ­banda­ríski fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn PAR Capital Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­­­sent í 10,99 pró­­­sent. Þar á eftir koma líf­eyr­is­­­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­­­sent í Icelanda­ir Group ­með beinum hætti, en mög­u­­­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­in­u.

Núver­andi eign hlut­hafa mun fara niður í 15,3 pró­­sent við vænta hluta­fjár­­aukn­ingu, tak­ist að selja hana alla.

Ekki búið að semja við Boeing

Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gær­kvöldi segir enn fremur að unnið hafið verið að útfærslu á láni með rík­is­á­byrgð með íslenskum stjórn­völd­um, Íslands­banka og Lands­bank­anum og að við­ræður séu langt komn­ar. „Eins og fram hefur kom­ið, verður lána­fyr­ir­greiðsla stjórn­valda meðal ann­ars háð því að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár. Þá eru samn­inga­við­ræður við Boeing vel á veg komnar en við­ræð­urnar snú­ast um frek­ari bætur vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og að breyt­ingar verði gerðar á áætlun um fram­tíð­ar­af­hend­ingu MAX flug­véla.“

Þegar allir samn­ingar liggja fyrir ætlar Icelandair að birta fjár­festa­kynn­ingu með ítar­legum upp­lýs­ingum fyrir fjár­festa og þátt­tak­endur í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði. „Í kjöl­farið verður skrán­ing­ar­lýs­ing birt en gert er ráð fyrir að hluta­fjár­út­boði muni ljúka í ágúst. Upp­lýs­ingar um fjölda útgef­inna hluta og gengi verða birtar um leið og ákvörðun stjórnar félags­ins um þau atriði liggur fyr­ir.“

Félagið hefur nú þegar und­ir­ritað nýja lang­tíma­samn­inga við stétt­ar­fé­lög flug­manna, flug­freyja og flug­þjóna og flug­virkja.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent