Icelandair búið að semja við suma kröfuhafa og segir viðræður vel á veg komnar við aðra

Icelandair segir í tilkynningu að félagið hafi undirritað samninga við flesta kröfuhafa sína og náð samkomulagi í meginatriðum við aðra. Samningarnir eru háðir því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár og geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group segir að samn­inga­við­ræður við þá hag­að­ila sem félagið á eftir að semja við séu vel á veg komnar og að félagið hafi und­ir­ritað samn­inga við flesta kröfu­hafa og náð sam­komu­lagi í meg­in­at­riðum við þá sem eftir eru. „Fé­lagið gerir ráð fyrir að þeir samn­ingar verði und­ir­rit­aðir í næstu viku. Samn­ing­arnir eru háðir því að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár og geri samn­ing um lána­línu með rík­is­á­byrgð. Samn­inga­við­ræður við kröfu­hafa hafa miðað að því að laga afborg­anir að væntu sjóðs­streymi frá rekstri. Þessir samn­ingar tryggja nauð­syn­legan sveigj­an­leika til að geta byggt starf­semi félags­ins upp hratt og örugg­lega á ný þegar mark­aðir opn­ast og eft­ir­spurn fer að aukast.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem send var út seint á föstu­dags­kvöld. Ekki er til­greint við hvaða kröfu­hafa Icelandair hefur und­ir­ritað samn­inga við.

Ætla að sækja á þriðja tug millj­arða í hlutafé í ágúst

Samn­ingar við kröfu­hafa Icelandair eru for­senda þess að félagið getið ráð­ist í hluta­fjár­út­boð sem á að safna 200 millj­ónum dala, um 27 millj­örðum króna á núvirði í nýtt hluta­fé. Upp­haf­lega átti hluta­fjár­út­boðið að fara fram í júní­mán­uði en samn­ingar við kröfu­hafa náð­ust ekki fyrir þann tíma. Því var útboð­inu frestað fram í ágúst og sagt að samn­ingar við kröfu­hafa þyrftu að nást fyrir þann tíma. Að­al­lega er horft til líf­eyr­is­sjóða, sem er í dag stærstu hlut­hafar Icelanda­ir, sem þátt­tak­enda í væntu hluta­fjár­út­boði.

Auglýsing
Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelanda­ir Group er Líf­eyr­is­­­­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna ­með 11,8 pró­­­­­sent hlut. Þar á eftir kem­ur ­banda­ríski fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn PAR Capital Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­­­sent í 10,99 pró­­­sent. Þar á eftir koma líf­eyr­is­­­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­­­sent í Icelanda­ir Group ­með beinum hætti, en mög­u­­­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­in­u.

Núver­andi eign hlut­hafa mun fara niður í 15,3 pró­­sent við vænta hluta­fjár­­aukn­ingu, tak­ist að selja hana alla.

Ekki búið að semja við Boeing

Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gær­kvöldi segir enn fremur að unnið hafið verið að útfærslu á láni með rík­is­á­byrgð með íslenskum stjórn­völd­um, Íslands­banka og Lands­bank­anum og að við­ræður séu langt komn­ar. „Eins og fram hefur kom­ið, verður lána­fyr­ir­greiðsla stjórn­valda meðal ann­ars háð því að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár. Þá eru samn­inga­við­ræður við Boeing vel á veg komnar en við­ræð­urnar snú­ast um frek­ari bætur vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og að breyt­ingar verði gerðar á áætlun um fram­tíð­ar­af­hend­ingu MAX flug­véla.“

Þegar allir samn­ingar liggja fyrir ætlar Icelandair að birta fjár­festa­kynn­ingu með ítar­legum upp­lýs­ingum fyrir fjár­festa og þátt­tak­endur í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði. „Í kjöl­farið verður skrán­ing­ar­lýs­ing birt en gert er ráð fyrir að hluta­fjár­út­boði muni ljúka í ágúst. Upp­lýs­ingar um fjölda útgef­inna hluta og gengi verða birtar um leið og ákvörðun stjórnar félags­ins um þau atriði liggur fyr­ir.“

Félagið hefur nú þegar und­ir­ritað nýja lang­tíma­samn­inga við stétt­ar­fé­lög flug­manna, flug­freyja og flug­þjóna og flug­virkja.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent