Vilja ekki að Icelandair Group-samstæðan fái ríkisábyrgð, einungis flugfélagið

Tvær ferðaskrifstofur hafa sent fjárlaganefnd umsögn þar sem þær mælast geg því að Icelandair Group, sem er samstæða í margháttaðri starfsemi, fái ríkisábyrgð. Hún verði þess í stað bundin við flugrekstur félagsins, sem sé þjóðhagslega mikilvægur.

iceairny.jpg
Auglýsing

Tvær ferða­skrif­stof­ur, sem selja ferðir til Íslands, hafa sent fjár­laga­nefnd Alþingis umsagnir þar sem for­svars­menn þeirra lýsa yfir áhyggjum af fyr­ir­hug­aðri rík­is­á­byrgð Icelandair Group. Í báðum til­fellum snúa áhyggjur þeirra að því að innan Icelandair Group-­sam­stæð­unnar er rekin mun umsvifa­meiri starf­semi en ein­ungis flug­rekst­ur. Innan hennar eru mörg fyr­ir­tæki sem séu í umtals­verðum og marg­hátt­uðum sam­keppn­is­rekstri í ferða­þjón­ustu inn­an­lands og í flutn­inga­starf­semi hér­lendis og erlend­is. Ferða­skrif­stof­urnar tvær, Atl­antik og GoNorth, leggj­ast báðar gegn því að Icelandair Group-­sam­stæðan fái rík­is­á­byrgð en styðja að flug­fé­lagið Icelandair ehf., eitt dótt­ur­fé­laga sam­stæð­unn­ar, fái slík­a. 

Kjarn­inn greindi frá því nýverið að stjórn­­völd seg­ist ætla að huga sér­­stak­­lega að því að rík­­­is­á­­­byrgð á láni til Icelandair Group sam­­­rým­d­ist reglum um rík­­­is­að­­­stoð, enda eigi ráð­staf­­­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýð­i­­­lega röskun á sam­keppn­i. 

Rík­­is­á­­byrgðin yrði því tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins á flug­­­­­rekstur félags­­­ins. 

Auglýsing
Með því tengja rík­­­is­á­­­byrgð­ina við tjón sem far­ald­­­ur­inn veldur á flug­­­­­rekstr­inum á að stuðla gegn ótil­hlýð­i­­­legum áhrifum á aðra þætti félags­­­ins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferða­­­skrif­­­stof­­­ur, á fjórð­ungs­hlut í hót­­­el­keðju og rekur vöru­­­flutn­inga­­­fyr­ir­tæki. 

Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ESA) sam­­þykkti í síð­ustu viku rík­­is­á­­byrgð á lána­línu rík­­is­­bank­anna Íslands­­­banka og Lands­­bank­ans til Icelandair Group. Rík­­is­á­­byrgðin nær yfir 90 pró­­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­­ast vöru­­merkið Icelanda­ir, bók­un­­ar­­kerfi félags­­ins og nokkur lend­ing­­ar­­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­­stöð­u­m. 

Hjálp­ar­hönd sem stendur öðrum fyr­ir­tækjum ekki til boða

Í umsögn ann­arrar ferða­skrif­stof­unnar, Atl­antik, segir að margir geti sann­mælts um að flug­fé­lagið Icelandair geti upp­fyllt skil­yrði rík­is­styrks og rík­is­á­byrgðar á lána­línu við núver­andi aðstæð­ur. Atl­antik myndi styðja slíka ákvörðun stjórn­valda til handa flug­fé­lag­inu Icelandair í ljósi aðstæðn­a. 

Önnur starf­semi sam­stæð­unn­ar, fyrir utan flug­fé­lag­ið, geti hins vegar seint verið skil­greind sem þjóð­hags­lega mik­il­væg. „Það væri með öllu óeðli­legt ef þau eiga nú að njóta frek­ari stuðn­ings rík­is­ins umfram fjöl­mörg önnur félög hér á landi í sam­bæri­legum rekstri,“ segir í umsögn­inn­i. 

Þar er til­tekið að fyr­ir­tæki innan Icelandair Group hafi í gegnum árin unnið þétt sam­an. „flug­fé­lagið Icelanda­ir, ferða­skrif­stofan Iceland Tra­vel og hót­el­sam­stæðan Icelandair Hot­els hafa búið til vörur á mark­aði og verð­lagt inn­an­húss með þeim hætti með milli­verð­lagn­ingu að öðrum aðilum er nær ómögu­legt að mæta slíkri sam­keppni. Sama gildir um ferða­skrif­stof­una Vita og Icelanda­ir[...] Hvernig eiga önnur félög að keppa við slíkt fyr­ir­komu­lag hjá fyr­ir­tækja­sam­steypu sem nýtur sér­stakrar fyr­ir­greiðslu rík­is­ins?“

Að mati Atl­antik eiga stjórn­völd ekki að þurfa að aðlaga sig að rekstr­ar­líkan Icelandair Group og því sé breyt­inga þörf ef ríkið eigi að tryggja áfram­hald­andi rekstur flug­fé­lags­ins. „Skilja þarf algjör­lega á milli þeirra fyr­ir­tækja innan sam­stæð­unnar sem þiggja rík­is­stuðn­ing og hinna. Það tók ekki langan tíma hjá Icelandair Group nú nýlega að sam­eina rekstur Air Iceland Conn­ect við rekstur Icelanda­ir. Miðað við mark­aðs­stöðu ann­arra félaga innan Icelandair Group ættu þau eftir sem áður að vera nægi­lega öflug saman til þess að mynda ein og sér sjálf­stæða ein­ingu á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði til hliðar við flug­fé­lagið Icelanda­ir.“

Gunnar Rafn Birg­is­son, stjórn­ar­for­maður og eig­andi Atl­antik, skrifar umsögn­ina. Þar rifjar hann upp að Atl­antik sé fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem hafi verið starf­andi í 42 ár á sömu kenni­tölu. „Við núver­andi aðstæður höfum við neyðst til þess að segja upp 80% af öllu okkar starfs­fólki og horfum fram á mjög erf­iða tíma og enn erf­ið­ari ef úr verður að beinir sam­keppn­is­að­ilar okkar innan Icelandair Group sem eru ekki í flug­rekstri verði veitt hjálp­ar­hönd í gegnum Icelandair Group, hjálp­ar­hönd sem öðrum fyr­ir­tækjum stendur ekki til boða.“

Gæti skekkt veru­lega sam­keppn­is­stöðu

Ferða­skrif­stofan GoNorth hefur einnig sent inn umsögn sem er að svip­uðu meiði. Undir hana skrifar Unnur Svav­ars­dótt­ir, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þar segir að GoNorth taki und­ir  það að flug­fé­lagið Icelandair sé inn­lendri ferða­þjón­ustu gríð­ar­lega mik­il­vægt og það geti skipt sköpum fyrir fram­tíðar end­ur­upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unnar að flug­fé­lagið starfi áfram. „En innan Icelandair Group eru hins vegar fyr­ir­tæki sem starfa á sam­keppn­is­grund­velli og margir inn­lendir aðilar vel í stakk búnir að sinna þeim þáttum ferða­þjón­ustu, svo sem ferða­skrif­stofu­rekstur sem er í höndum Iceland Tra­vel (innan Icelandair Group) og hótel rekstur sem er í höndum Icelanda­ir­hot­els (innan Icelandair Group).“

Stjórn­endur og eig­endur GoNorth vilja að Icelandair ehf. verði veitt rík­is­á­byrgð, ekki móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group. „Við teljum að með því að veita móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group rík­is­á­byrgð­ir, sé verið að styðja við öll félögin innan sam­steypunnar og það getur skekkt veru­lega sam­keppn­is­stöðu og veitt Icelandair tengdum félögum í hinum ýmsu greinum ferða­þjón­ust­unnar for­skot, sem önnur félög búa ekki við. GoNorth styður það heils­hugar að flug­fé­lag­inu Icelandair sé veitt rík­is­á­byrgð, en ekki móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent