Vilja ekki að Icelandair Group-samstæðan fái ríkisábyrgð, einungis flugfélagið

Tvær ferðaskrifstofur hafa sent fjárlaganefnd umsögn þar sem þær mælast geg því að Icelandair Group, sem er samstæða í margháttaðri starfsemi, fái ríkisábyrgð. Hún verði þess í stað bundin við flugrekstur félagsins, sem sé þjóðhagslega mikilvægur.

iceairny.jpg
Auglýsing

Tvær ferða­skrif­stof­ur, sem selja ferðir til Íslands, hafa sent fjár­laga­nefnd Alþingis umsagnir þar sem for­svars­menn þeirra lýsa yfir áhyggjum af fyr­ir­hug­aðri rík­is­á­byrgð Icelandair Group. Í báðum til­fellum snúa áhyggjur þeirra að því að innan Icelandair Group-­sam­stæð­unnar er rekin mun umsvifa­meiri starf­semi en ein­ungis flug­rekst­ur. Innan hennar eru mörg fyr­ir­tæki sem séu í umtals­verðum og marg­hátt­uðum sam­keppn­is­rekstri í ferða­þjón­ustu inn­an­lands og í flutn­inga­starf­semi hér­lendis og erlend­is. Ferða­skrif­stof­urnar tvær, Atl­antik og GoNorth, leggj­ast báðar gegn því að Icelandair Group-­sam­stæðan fái rík­is­á­byrgð en styðja að flug­fé­lagið Icelandair ehf., eitt dótt­ur­fé­laga sam­stæð­unn­ar, fái slík­a. 

Kjarn­inn greindi frá því nýverið að stjórn­­völd seg­ist ætla að huga sér­­stak­­lega að því að rík­­­is­á­­­byrgð á láni til Icelandair Group sam­­­rým­d­ist reglum um rík­­­is­að­­­stoð, enda eigi ráð­staf­­­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýð­i­­­lega röskun á sam­keppn­i. 

Rík­­is­á­­byrgðin yrði því tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins á flug­­­­­rekstur félags­­­ins. 

Auglýsing
Með því tengja rík­­­is­á­­­byrgð­ina við tjón sem far­ald­­­ur­inn veldur á flug­­­­­rekstr­inum á að stuðla gegn ótil­hlýð­i­­­legum áhrifum á aðra þætti félags­­­ins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferða­­­skrif­­­stof­­­ur, á fjórð­ungs­hlut í hót­­­el­keðju og rekur vöru­­­flutn­inga­­­fyr­ir­tæki. 

Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ESA) sam­­þykkti í síð­ustu viku rík­­is­á­­byrgð á lána­línu rík­­is­­bank­anna Íslands­­­banka og Lands­­bank­ans til Icelandair Group. Rík­­is­á­­byrgðin nær yfir 90 pró­­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­­ast vöru­­merkið Icelanda­ir, bók­un­­ar­­kerfi félags­­ins og nokkur lend­ing­­ar­­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­­stöð­u­m. 

Hjálp­ar­hönd sem stendur öðrum fyr­ir­tækjum ekki til boða

Í umsögn ann­arrar ferða­skrif­stof­unnar, Atl­antik, segir að margir geti sann­mælts um að flug­fé­lagið Icelandair geti upp­fyllt skil­yrði rík­is­styrks og rík­is­á­byrgðar á lána­línu við núver­andi aðstæð­ur. Atl­antik myndi styðja slíka ákvörðun stjórn­valda til handa flug­fé­lag­inu Icelandair í ljósi aðstæðn­a. 

Önnur starf­semi sam­stæð­unn­ar, fyrir utan flug­fé­lag­ið, geti hins vegar seint verið skil­greind sem þjóð­hags­lega mik­il­væg. „Það væri með öllu óeðli­legt ef þau eiga nú að njóta frek­ari stuðn­ings rík­is­ins umfram fjöl­mörg önnur félög hér á landi í sam­bæri­legum rekstri,“ segir í umsögn­inn­i. 

Þar er til­tekið að fyr­ir­tæki innan Icelandair Group hafi í gegnum árin unnið þétt sam­an. „flug­fé­lagið Icelanda­ir, ferða­skrif­stofan Iceland Tra­vel og hót­el­sam­stæðan Icelandair Hot­els hafa búið til vörur á mark­aði og verð­lagt inn­an­húss með þeim hætti með milli­verð­lagn­ingu að öðrum aðilum er nær ómögu­legt að mæta slíkri sam­keppni. Sama gildir um ferða­skrif­stof­una Vita og Icelanda­ir[...] Hvernig eiga önnur félög að keppa við slíkt fyr­ir­komu­lag hjá fyr­ir­tækja­sam­steypu sem nýtur sér­stakrar fyr­ir­greiðslu rík­is­ins?“

Að mati Atl­antik eiga stjórn­völd ekki að þurfa að aðlaga sig að rekstr­ar­líkan Icelandair Group og því sé breyt­inga þörf ef ríkið eigi að tryggja áfram­hald­andi rekstur flug­fé­lags­ins. „Skilja þarf algjör­lega á milli þeirra fyr­ir­tækja innan sam­stæð­unnar sem þiggja rík­is­stuðn­ing og hinna. Það tók ekki langan tíma hjá Icelandair Group nú nýlega að sam­eina rekstur Air Iceland Conn­ect við rekstur Icelanda­ir. Miðað við mark­aðs­stöðu ann­arra félaga innan Icelandair Group ættu þau eftir sem áður að vera nægi­lega öflug saman til þess að mynda ein og sér sjálf­stæða ein­ingu á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði til hliðar við flug­fé­lagið Icelanda­ir.“

Gunnar Rafn Birg­is­son, stjórn­ar­for­maður og eig­andi Atl­antik, skrifar umsögn­ina. Þar rifjar hann upp að Atl­antik sé fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem hafi verið starf­andi í 42 ár á sömu kenni­tölu. „Við núver­andi aðstæður höfum við neyðst til þess að segja upp 80% af öllu okkar starfs­fólki og horfum fram á mjög erf­iða tíma og enn erf­ið­ari ef úr verður að beinir sam­keppn­is­að­ilar okkar innan Icelandair Group sem eru ekki í flug­rekstri verði veitt hjálp­ar­hönd í gegnum Icelandair Group, hjálp­ar­hönd sem öðrum fyr­ir­tækjum stendur ekki til boða.“

Gæti skekkt veru­lega sam­keppn­is­stöðu

Ferða­skrif­stofan GoNorth hefur einnig sent inn umsögn sem er að svip­uðu meiði. Undir hana skrifar Unnur Svav­ars­dótt­ir, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þar segir að GoNorth taki und­ir  það að flug­fé­lagið Icelandair sé inn­lendri ferða­þjón­ustu gríð­ar­lega mik­il­vægt og það geti skipt sköpum fyrir fram­tíðar end­ur­upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unnar að flug­fé­lagið starfi áfram. „En innan Icelandair Group eru hins vegar fyr­ir­tæki sem starfa á sam­keppn­is­grund­velli og margir inn­lendir aðilar vel í stakk búnir að sinna þeim þáttum ferða­þjón­ustu, svo sem ferða­skrif­stofu­rekstur sem er í höndum Iceland Tra­vel (innan Icelandair Group) og hótel rekstur sem er í höndum Icelanda­ir­hot­els (innan Icelandair Group).“

Stjórn­endur og eig­endur GoNorth vilja að Icelandair ehf. verði veitt rík­is­á­byrgð, ekki móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group. „Við teljum að með því að veita móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group rík­is­á­byrgð­ir, sé verið að styðja við öll félögin innan sam­steypunnar og það getur skekkt veru­lega sam­keppn­is­stöðu og veitt Icelandair tengdum félögum í hinum ýmsu greinum ferða­þjón­ust­unnar for­skot, sem önnur félög búa ekki við. GoNorth styður það heils­hugar að flug­fé­lag­inu Icelandair sé veitt rík­is­á­byrgð, en ekki móð­ur­fé­lag­inu Icelandair Group.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent