Vilja ekki að Icelandair Group-samstæðan fái ríkisábyrgð, einungis flugfélagið

Tvær ferðaskrifstofur hafa sent fjárlaganefnd umsögn þar sem þær mælast geg því að Icelandair Group, sem er samstæða í margháttaðri starfsemi, fái ríkisábyrgð. Hún verði þess í stað bundin við flugrekstur félagsins, sem sé þjóðhagslega mikilvægur.

iceairny.jpg
Auglýsing

Tvær ferðaskrifstofur, sem selja ferðir til Íslands, hafa sent fjárlaganefnd Alþingis umsagnir þar sem forsvarsmenn þeirra lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri ríkisábyrgð Icelandair Group. Í báðum tilfellum snúa áhyggjur þeirra að því að innan Icelandair Group-samstæðunnar er rekin mun umsvifameiri starfsemi en einungis flugrekstur. Innan hennar eru mörg fyrirtæki sem séu í umtalsverðum og margháttuðum samkeppnisrekstri í ferðaþjónustu innanlands og í flutningastarfsemi hérlendis og erlendis. Ferðaskrifstofurnar tvær, Atlantik og GoNorth, leggjast báðar gegn því að Icelandair Group-samstæðan fái ríkisábyrgð en styðja að flugfélagið Icelandair ehf., eitt dótturfélaga samstæðunnar, fái slíka. 

Kjarn­inn greindi frá því nýverið að stjórn­völd segist ætla að huga sér­stak­lega að því að rík­­is­á­­byrgð á láni til Icelandair Group sam­­rým­dist reglum um rík­­is­að­­stoð, enda eigi ráð­staf­­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýð­i­­lega röskun á sam­keppn­i. 

Rík­is­á­byrgðin yrði því tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins á flug­­­rekstur félags­­ins. 

Auglýsing
Með því tengja rík­­is­á­­byrgð­ina við tjón sem far­ald­­ur­inn veldur á flug­­­rekstr­inum á að stuðla gegn ótil­hlýð­i­­legum áhrifum á aðra þætti félags­­ins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferða­­skrif­­stof­­ur, á fjórð­ungs­hlut í hót­­el­keðju og rekur vöru­­flutn­inga­­fyr­ir­tæki. 

Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) sam­þykkti í síðustu viku rík­is­á­byrgð á lána­línu rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans til Icelandair Group. Rík­is­á­byrgðin nær yfir 90 pró­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­ast vöru­merkið Icelandair, bók­un­ar­kerfi félags­ins og nokkur lend­ing­ar­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­stöð­u­m. 

Hjálparhönd sem stendur öðrum fyrirtækjum ekki til boða

Í umsögn annarrar ferðaskrifstofunnar, Atlantik, segir að margir geti sannmælts um að flugfélagið Icelandair geti uppfyllt skilyrði ríkisstyrks og ríkisábyrgðar á lánalínu við núverandi aðstæður. Atlantik myndi styðja slíka ákvörðun stjórnvalda til handa flugfélaginu Icelandair í ljósi aðstæðna. 

Önnur starfsemi samstæðunnar, fyrir utan flugfélagið, geti hins vegar seint verið skilgreind sem þjóðhagslega mikilvæg. „Það væri með öllu óeðlilegt ef þau eiga nú að njóta frekari stuðnings ríkisins umfram fjölmörg önnur félög hér á landi í sambærilegum rekstri,“ segir í umsögninni. 

Þar er tiltekið að fyrirtæki innan Icelandair Group hafi í gegnum árin unnið þétt saman. „flugfélagið Icelandair, ferðaskrifstofan Iceland Travel og hótelsamstæðan Icelandair Hotels hafa búið til vörur á markaði og verðlagt innanhúss með þeim hætti með milliverðlagningu að öðrum aðilum er nær ómögulegt að mæta slíkri samkeppni. Sama gildir um ferðaskrifstofuna Vita og Icelandair[...] Hvernig eiga önnur félög að keppa við slíkt fyrirkomulag hjá fyrirtækjasamsteypu sem nýtur sérstakrar fyrirgreiðslu ríkisins?“

Að mati Atlantik eiga stjórnvöld ekki að þurfa að aðlaga sig að rekstrarlíkan Icelandair Group og því sé breytinga þörf ef ríkið eigi að tryggja áframhaldandi rekstur flugfélagsins. „Skilja þarf algjörlega á milli þeirra fyrirtækja innan samstæðunnar sem þiggja ríkisstuðning og hinna. Það tók ekki langan tíma hjá Icelandair Group nú nýlega að sameina rekstur Air Iceland Connect við rekstur Icelandair. Miðað við markaðsstöðu annarra félaga innan Icelandair Group ættu þau eftir sem áður að vera nægilega öflug saman til þess að mynda ein og sér sjálfstæða einingu á íslenskum hlutabréfamarkaði til hliðar við flugfélagið Icelandair.“

Gunnar Rafn Birgisson, stjórnarformaður og eigandi Atlantik, skrifar umsögnina. Þar rifjar hann upp að Atlantik sé fjölskyldufyrirtæki sem hafi verið starfandi í 42 ár á sömu kennitölu. „Við núverandi aðstæður höfum við neyðst til þess að segja upp 80% af öllu okkar starfsfólki og horfum fram á mjög erfiða tíma og enn erfiðari ef úr verður að beinir samkeppnisaðilar okkar innan Icelandair Group sem eru ekki í flugrekstri verði veitt hjálparhönd í gegnum Icelandair Group, hjálparhönd sem öðrum fyrirtækjum stendur ekki til boða.“

Gæti skekkt verulega samkeppnisstöðu

Ferðaskrifstofan GoNorth hefur einnig sent inn umsögn sem er að svipuðu meiði. Undir hana skrifar Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

Þar segir að GoNorth taki undir  það að flugfélagið Icelandair sé innlendri ferðaþjónustu gríðarlega mikilvægt og það geti skipt sköpum fyrir framtíðar enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar að flugfélagið starfi áfram. „En innan Icelandair Group eru hins vegar fyrirtæki sem starfa á samkeppnisgrundvelli og margir innlendir aðilar vel í stakk búnir að sinna þeim þáttum ferðaþjónustu, svo sem ferðaskrifstofurekstur sem er í höndum Iceland Travel (innan Icelandair Group) og hótel rekstur sem er í höndum Icelandairhotels (innan Icelandair Group).“

Stjórnendur og eigendur GoNorth vilja að Icelandair ehf. verði veitt ríkisábyrgð, ekki móðurfélaginu Icelandair Group. „Við teljum að með því að veita móðurfélaginu Icelandair Group ríkisábyrgðir, sé verið að styðja við öll félögin innan samsteypunnar og það getur skekkt verulega samkeppnisstöðu og veitt Icelandair tengdum félögum í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustunnar forskot, sem önnur félög búa ekki við. GoNorth styður það heilshugar að flugfélaginu Icelandair sé veitt ríkisábyrgð, en ekki móðurfélaginu Icelandair Group.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent