ESA samþykkir ríkisábyrgð fyrir Icelandair – Gæti þurft að skila hluta af stuðningnum

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið grænt ljós á ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Á næsta ári á Ísland að gera úttekt á tjóni félagsins vegna COVID-19 og ef ríkisstuðningurinn reynist hærri en tjónið á félagið að skila mismuninum.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) hefur sam­þykkt rík­is­á­byrgð á lána­línu rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans til Icelandair Group. Rík­is­á­byrgðin nær yfir 90 pró­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­ast vöru­merkið Icelanda­ir, bók­un­ar­kerfi félags­ins og nokkur lend­ing­ar­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­stöð­u­m. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá ESA segir að ákvörðun stofn­un­ar­innar að sam­þykkja ábyrgð­ina byggi á grein samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem gerir EFTA-­ríkjum eins og Íslandi kleift að bæta fyrir tjón sem ákveðin fyr­ir­tæki og atvinnu­greinar verða beint fyrir vegna óvenju­legra atvika, líkt og COVID-19 far­ald­ur­inn sé. „Þetta felur meðal ann­ars í sér ráð­staf­anir til að veita fjár­hags­legan stuðn­ing til fyr­ir­tækja í atvinnu­greinum sem hafa orðið illa úti af þessum sök­um, eins og í sam­göng­u-, ferða­þjón­ustu- og öðrum þjón­ustu­geir­um.“

Auglýsing
Þar segir enn fremur að á næsta ári muni Ísland gera úttekt á því hvert raun­veru­legt tjón Icelandair reynd­ist sökum COVID-19. Reyn­ist veittur stuðn­ingur hærri en sem nemur tjón­inu verður mis­mun­inum skilað til baka til rík­is­ins.

Bente Ang­ell-Han­sen, for­seti ESA, segir það mik­il­vægt fyrir efna­hag Íslands og ferða­frelsi borg­ar­anna að flug­sam­göngur geti haldið áfram til og frá Íslandi. „Við vinnum náið með íslenskum stjórn­völdum og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins til að finna góðar leiðir til að heim­ila stuðn­ing við fyr­ir­tæki á þessum erf­iðu tím­um.“

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að stjórn­völd ætl­uðu að huga sér­stak­lega að því að rík­­is­á­­byrgð á láni til Icelandair Group sam­­rým­ist reglum um rík­­is­að­­stoð, enda eigi ráð­staf­­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýð­i­­lega röskun á sam­keppn­i. 

Rík­is­á­byrgðin yrði því tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins á flug­­­rekstur félags­­ins. 

Með því tengja rík­­is­á­­byrgð­ina við tjón sem far­ald­­ur­inn veldur á flug­­­rekstr­inum á að stuðla gegn ótil­hlýð­i­­legum áhrifum á aðra þætti félags­­ins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferða­­skrif­­stof­­ur, á fjórð­ungs­hlut í hót­­el­keðju og rekur vöru­­flutn­inga­­fyr­ir­tæki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent