Mynd: Bára Huld Beck Bjarni Benediktsson
Mynd: Bára Huld Beck

Markmið ríkisábyrgðar Icelandair ekki að verja hag hluthafa eða lánardrottna

Ef Icelandair fer í gjaldþrot eftir að hafa nýtt sér lánalínur með ríkisábyrgð mun íslenska ríkið eignast vörumerkið, bókunarkerfi félagsins og lendingarheimildir. Ef það tekst að selja alla hlutafjáraukningu Icelandair og nýir eigendur nýta áskriftarréttindi sín að fullu munu safnast 28,75 milljarðar króna í nýtt hlutafé. Þá þynnast núverandi hluthafar niður í um 16 prósent eignarhlut.

Ef Icelandair Group nýtir lána­línur rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans, upp á 16,5 millj­arða króna, sem ríkir ábyrgist 90 pró­sent af, en fer samt í gjald­þrot mun íslenska ríkið eign­ast til­teknar eignir félags­ins. Á meðal þess sem mun fara til rík­is­ins við slíkar aðstæður er vöru­merk­ið, bók­un­ar­kerfið og „eftir atvik­um“ lend­ing­ar­heim­ild­ir, sam­kvæmt því sem fram kemur í frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um rík­is­á­byrgð­ina. 

Með þessu fyr­ir­komu­lagi telja stjórn­völd að tryggt sé að „hægt sé að ráð­stafa lyki­l­eignum félags­ins til að stuðla að hrað­ari upp­bygg­ingu flug­sam­gangna að nýju ef til rekstr­ar­stöðv­unar félags­ins kæmi.“

Frum­varpið hefur verið afgreitt úr þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna og fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra mun mæla fyrir því á Alþingi á morg­un. Sam­þykkt þess er lyk­il­at­riði í björg­un­ar­leið­angri Icelandair Group, og for­senda þess að félagið geti haldið hluta­fjár­út­boð í sept­em­ber sem verður að lág­marki upp á 20 millj­arða króna, en að hámarki upp á 28,75 millj­arða króna. 

Sjald­gæft að einka­fyr­ir­tæki fái rík­is­á­byrgð 

Sam­hliða fram­lagn­ingu frum­varps um rík­is­á­byrgðir er lagt fram nýtt frum­varp til fjár­auka­laga sem hefur þann eina til­gang að búa til heim­ild fyrir veit­ingu rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar. Hún mun geta numið 90 pró­sent af 120 millj­ónum dala, sem á núvirði eru um 15 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Afar sjald­gæft er að fyr­ir­tæki í einka­eigu fái rík­is­á­byrgð á skuldum sín­um. Fræg­asta dæmið er þegar rík­is­á­byrgð upp á 200 millj­ónir dala vegna fjár­mögn­unar Íslenskrar erfða­grein­ingar var sam­þykkt í maí 2002 með minni­hluta atkvæða þing­manna. Sú ákvörðun var gíf­ur­lega umdeild. Íslensk erfða­grein­ing nýtti hins vegar aldrei þá rík­is­á­byrgð og fjár­magn­aði á end­anum áform sín með öðrum hætt­i. 

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu segir að rík ástæða þurfi að liggja á bak­við aðgerð eins og þeirri að veita fyr­ir­tæki rík­is­á­byrgð, sem sé í senn veru­leg að fjár­hags­legu umfangi og afar sér­tæk. „Það leiðir af land­fræði­legri stöðu Íslands að nauð­syn ber til að tryggja traustar og sam­felldar sam­göngur fyrir vöru- og fólks­flutn­inga. Þá hefur vægi ferða­þjón­ustu í þjóð­ar­bú­skapn­um, þar sem starf­semi Icelandair hefur algjöra grund­vall­ar­þýð­ingu, vaxið óðfluga á síð­ustu árum. Umfang far­þega­flutn­inga á vegum félags­ins hefur skapað mik­il­vægan grund­völl fyrir vöxt og við­gang allra ann­arra greina ferða­þjón­ust­unn­ar. Því má segja að um sé að tefla veru­lega almenna sam­fé­lags­lega hags­muni, ásamt mjög umtals­verðum beinum fjár­hags­legum hags­munum á fjölda launa­manna og fyr­ir­tækja.“

Ekki ætl­unin að verja hag hlut­hafa

Gert er ráð fyrir að ádrátt­ar­tíma­bil láns­ins sem rík­is­byrgð verður á verði í tvö ár eða til sept­em­ber 2022. Frá þeim tíma lok­ast það og lánið skal end­ur­greiða með jöfnum mán­að­ar­legum greiðslum á næstu þremur árum. 

Einnig er gert ráð fyrir að leyfi rekstur félags­ins að greiða lánið hraðar niður skuli það gert. Til að tryggja það verður ákvæði í samn­ingnum sem skyldar félagið til að nota umfram­lausafé til að greiða niður lán­ið.

Fjórar lyk­il­for­sendur séu fyrr aðkomu rík­is­ins að því að veita Icelandair ábyrgð eða tryggja félag­inu aðgengi að lánsfé með öðrum hætti. Þær eru: 

  • Að aðkoma rík­is­ins sé nauð­syn­leg í þeim til­gangi að tryggja traustar og órofnar flug­sam­göngur til og frá land­in­u. 
  • Að tryggja að til staðar sé flug­rekstr­ar­að­ili sem taki öfl­ugan þátt í efna­hags­legri við­spyrnu þegar þar að kem­ur. 
  • Að rekstr­ar- og sam­keppn­is­hæfni til lengri tíma sé tryggð. 
  • Að almannafé og áhætta rík­is­ins verði tak­mörkuð við það sem þjóni opin­berum hags­mun­um, en hafi ekki að mark­miði að verja hag hlut­hafa eða lán­ar­drottna.

Síð­asta for­sendan varð meðal ann­ars til þess að útboðs­gengi í kom­andi hluta­fjár­út­boði Icelandair varð ein króna á hlut, 40 pró­sent lægra en mark­aðs­gengi félags­ins þann dag. 

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að stjórn­völd von­ist til þess að með þessu skap­ist umfram­eft­ir­spurn eftir þátt­töku í hluta­fjár­út­boð­inu og að það tak­ist að selja nýtt hlutafé fyrir 23 millj­arða króna. Til við­bótar mun fjár­festum í útboð­inu bjóð­ast áskrift­ar­rétt­indi upp á allt að 25 pró­sent af nýju hlut­un­um. Verði þau nýtt að fullu getur hluta­fjár­aukn­ingin orðið 28,75 millj­arðar króna, og núver­andi hlut­haf­ar Icelanda­ir ­sam­hliða þynn­ast niður í allt að 16 pró­sent. 

Fær aðgang að öðrum lána­línum að  nýju

Björg­un­ar­á­ætl­un Icelanda­ir, sem opin­beruð var fyrr í mán­uð­in­um, gerir ráð fyrir því að félagið fái líka aðgang að rekstr­ar­lána­línum sem það var með hjá við­skipta­bönkum sín­um, Lands­banka og Íslands­banka. Aðgengi að þeim lín­um, sem eru upp á 52 millj­ónir dala (tæpa 7,2 millj­arða króna), hafði lok­ast vegna þess að Icelanda­ir hafði brotið skil­mála með því að fjár­hags­staða félags­ins fór niður fyrir skil­greind mörk í lána­samn­ing­um. 

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu segir að skil­málar fyrir ádrætti á þær línur verði sam­ræmdir á næstu 24 mán­uð­um, þannig að þær standi félag­inu opnar svo lengi sem eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins verði hærra en átta pró­sent. Ofan á þessar línur kom svo nýjar lána­línur frá rík­is­bönk­unum tveimur upp á 60 millj­ónir dala hvor, og það eru þær lána­línur sem munu verða með 90 pró­sent ábyrgð af hálfu rík­is­ins. 

Í athuga­semdum frum­varps­ins seg­ir: „Með fyrr­greindri áætlun um fjár­mögnun mun félagið fjár­magna að fullu vænta fjár­þörf (258 millj­ónir Banda­ríkja­dala) næstu 24 mán­uði með lausu fé (150 millj­ónir Banda­ríkja­dala) og væntu hlutafé nýrra hlut­hafa (147 millj­ónir Banda­ríkja­dala), sam­tals tæp­lega um 297 millj­ónir Banda­ríkja­dala. 

Félagið mun að auki hafa aðgang að rekstr­ar­lána­línum hjá við­skipta­bönkum sínum að sam­tals fjár­hæð 52 millj­ónir Banda­ríkja­dala til að tryggja að það hafi ávallt aðgang að nægu lausu fé til þriggja mán­aða rekstrar án tekna og þar fyrir utan rekstr­ar­lána­línur til þrauta­vara (120 millj­ónir Banda­ríkja­dala) með 90 pró­sent ábyrgð rík­is­ins ef rekstur félags­ins mun ganga mun verr en áætl­anir þess gera ráð fyr­ir. Gangi áætlun félags­ins um fjár­mögnun og rekstur eftir mun aldrei reyna á lána­línur með ábyrgð rík­is­ins. Sam­kvæmt áætlun félags­ins verður eig­in­fjár­hlut­fall þess að lág­marki rúm­lega 23 pró­sent eftir árang­urs­ríkt útboð á hlutafé (20 ma.kr.) og fer lægst í rúm 13 pró­sent í lok fyrsta árs­hluta 2022.“

Ýmsir áhættu­þættir

Í ljósi þess að mögu­leg nýt­ing á rík­is­á­byrgð­inni helst að öllu leyti í hendur við það hvort áætl­an­ir Icelanda­ir ­gangi eftir eða ekki er farið sér­stak­lega yfir það í athuga­semdum við fjár­auka­laga­frum­varpið hvaða þættir gætu haft nei­kvæð áhrif á árangur félags­ins og þar með aukið lík­urnar á ádrætti á lána­lín­ur. 

Auglýsing

Þeir þættir eru helst taldir vera fjór­ir. Í fyrsta lagi að aukn­ing eft­ir­spurnar og þar með fram­boðs á flugi Icelandair verði hæg­ari en gert er ráð fyr­ir, sér­stak­lega frá næsta vori og til loka sept­em­ber 2022. Í öðru lagi að að aukin sam­keppni muni leiða til lægri verða á flug­sætum en gert er ráð fyr­ir. Í þriðja lagi að ef dregið verður á lána­lín­urnar þá eigi ofan­greindir áhættu­þættir jafn­framt við um rekstur félags­ins á afborg­un­ar­tíma lána­lín­anna, frá fjórða árs­fjórð­ungi 2022 til loka þriðja árs­fjórð­ungs 2025, og getu félags­ins til að end­ur­greiða þær. 

Í fjórða lagi er til­tekið að ef Icelandair verði gjald­þrota þá sé fjár­hags­leg áhætta rík­is­ins um 15 millj­arðar króna. „Við gjald­þrot munu hins vegar lyki­l­eignir félags­ins (vöru­merki, bók­un­ar­kerfi og e.a. lend­ing­ar­heim­ild­ir) renna til rík­is­ins sem hægt væri að nýta til að bregð­ast við þeirri óvissu sem slíkt gjald­þrot myndi fela í sér gagn­vart flug­sam­göngum til og frá land­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar