Mynd: Icelandair

Icelandair segist spara sér 61 milljarð með samningum við kröfuhafa

Icelandair hefur birt innihald þeirra samninga sem félagið hefur gert við kröfuhafa og aðra hagaðila. Langmestu munar um samning við Boeing um að losna undan kaupskyldu á flugvélum og afslátt sem fæst á þeim vélum sem Icelandair mun samt þurfa að kaupa. Ríkisbankarnir hafa veitt félaginu greiðsluskjól og ætla að lána því yfir átta milljarða króna hvor, þurfi Icelandair á þeim fjármunum að halda.

Þeir samn­ingar sem Icelandair Group hefur gert við ýmsa kröfu­hafa sína bæta lausa­fjár­stöðu félags­ins, eða draga úr fjár­hags­legum skuld­bind­ingum þess, um alls 450 millj­ónir dali, eða um 61 millj­arð króna. Þetta kemur fram í kynn­ing­ar­gögnum vegna fyr­ir­hug­aðs hluta­fjár­út­boðs félags­ins sem birt voru í Kaup­höll Íslands í gær. 

Til við­bótar hafa samn­ingar við stærstu starfs­stétt­irnar sem starfa hjá félag­inu skilað tölu­verðu kostn­að­ar­hag­ræði, en í því felst að mestu að starfs­menn þurfa að skila fleiri tímum í vinnu en áður.

Nýtt sam­komu­lag við flug­menn, sem felur í sér að þeir fljúga að jafn­aði 15 pró­sent meira en áður, myndi hafa lækkað rekstr­ar­kostnað Icelandair um 17 millj­ónir dala, um 2,3 millj­arða króna, á árinu 2020 miðað við við­skipta­á­ætl­anir félags­ins áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn nær lok­aði flug­heim­in­um. 

Auglýsing

Nýtt sam­komu­lag við flug­freyjur og -þjóna myndi skila því að sú stétt myndi líka vinna 15 pró­sent fleiri tíma en áður og hefði leitt af sér níu milljón dala, um 1,2 millj­arða króna, ábata ef við­skipta­á­ætl­anir Icelandair fyrir 2020 hefðu gengið eft­ir. Allir samn­ing­arnir eru til fimm ára. 

Boeing vigtar langt mest

Langstærsti hluti þess kemur til vegna sam­komu­lags sem gert er við flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing. Icelandair pant­aði 16 737-MAX vélar af fyr­ir­tæk­inu árið 2013 og hafði fengið sex þeirra afhentar áður en að vél­arnar voru kyrr­settar í mars í fyrra. Kyrr­setn­ingin á vél­unum kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars 2019, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber 2018, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak. Þá lét­ust 189, allir um borð.

Í sam­komu­lag­inu við Boeing, sem gert var í síð­ustu viku, felst að vélum sem Icelandair er skuld­bundið til að kaupa til við­bót­ar, á grund­velli samn­ings­ins frá 2013, er fækkað úr tíu í sex. Auk þess er afhend­ingu þeirra frestað. Nú munu þrjár verða afhentar á kom­andi vetri og síð­ustu þrjár næsta vetur eft­ir. Icelandair býst við því að kyrr­setn­ingu á MAX-­vél­unum verði aflétt á síð­asta árs­fjórð­ungi þessa árs. 

Fjár­hags­legur ávinn­ingur Icelandair af sam­komu­lag­inu við Boeing er áætl­aður 260 millj­ónir dala, um 35 millj­arðar króna. Því er 58 pró­sent af fjár­hags­legum ávinn­ingi af samn­ingum við kröfu­hafa og aðra hag­að­ila vegna þessa eina sam­komu­lags. 

Yfirlit sem birt var í þeim gögnum sem Icelandair birti í Kauphöll í gærkvöldi.
Mynd: Skjáskot

Í því felst að hætt verður við kaup á fjórum vél­um, þær bætur sem Icelandair fær vegna kyrr­setn­ingar á Max vél­unum og afsláttur á þeim vélum sem Icelandair á eftir að fá afhent­ar. Ekki er gerð sund­ur­liðum á þessu í gögn­un­um.

Munu geta end­ur­greitt við­skipta­vinum

Sam­komu­lag við lán­ar­drottna Icelanda­ir, sem eru fjórir tals­ins, skilar 103 millj­ónum dala, um 14 millj­örðum króna, í bættri lausa­fjár­stöðu og lægri fjár­hags­legum skuld­bind­ing­um. Á meðal þeirra sem falla undir það sam­komu­lag eru rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, sem báðir eru stórir lán­veit­endur Icelanda­ir. 

Þessi árangur næst með því að öllum greiðslum af lánum er frestað í 24 mán­uði, og bætir það lausa­fjár­stöðu Icelandair um 51 milljón dali, eða tæpa sjö millj­arða króna. Þá er búið að tryggja félag­inu lána­línu frá lán­veit­endum upp á næstum sömu fjár­hæð. Auk þess hefur náðst sam­komu­lag um að breyta skil­málum í lána­samn­ingum sem gildir fram á árið 2022 svo að Icelandair sé ekki brot­legt við þá, líkt og félagið er í dag. 

Auglýsing

Sam­komu­lag við færslu­hirða skilar því að hægt verður að end­ur­greiða far­þegum allt að 31 milljón dali, um 4,2 millj­arða króna. Í hálfs­árs­upp­gjöri Icelandair kemur fram að félagið hafi gefið út inn­eignir til við­skipta­vina sinna fyrir alls 67,2 millj­ónir dala, rúm­lega 9,1 millj­arði króna, á fyrri helm­ingi árs­ins 2020. 

Leigusalar Icelanda­ir, sem leigja félag­inu flug­vél­ar, hafa sam­þykkt að fresta greiðslum í allt að tólf mán­uði sem bætir lausa­fjár­stöðu félags­ins um níu millj­ónir dala, um 1,2 millj­arða króna. Þá hefur félagið náð samn­ingum vegna fram­virka varna á kaupum á flug­véla­elds­neyti, sem urðu afar óhag­stæðar fyrr á þessu ári, um að fresta greiðslum eða loka samn­ing­un­um. Ávinn­ingur af þessu er áætl­aður tæpur millj­arður króna.

Að lokum hafa samn­ingar við aðra birgja en Boeing skilað tölu­verðu hag­ræði, eða allt að 40 millj­ónum dala. Þar er meðal ann­ars átt við kaup af birgjum sem selja upp­lýs­inga­tækni, flug­véla­elds­neyti og ýmis­konar flug­valla­þjón­ust­u.  

Bank­arnir lána jafnt

Í gær var greint frá því að íslenska ríkið ætl­aði að ábyrgj­ast 90 pró­sent af 16,5 millj­arða króna láni rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans til Icelanda­ir, tak­ist félag­inu að safna því hlutafé sem það ætlar sér í kom­andi hlut­fjár­út­boði í sept­em­ber.

Í gögn­unum sem birt voru í gær kemur fram að rík­is­bank­arnir tveir muni lána jafn­háa upp­hæð hvor, eða 8,25 millj­arða króna. 

Um er að ræða lána­línu sem Icelandair getur dregið á næstu tvö árin en þarf að greiða upp í síð­asta lagi eftir fimm ár. Félagið getur borgað upp lána­lín­una á meðan að á ádrátt­ar­tíma­bil­inu stend­ur, kjósi það svo. Skil­málar lána­lín­unar gera ráð fyrir að eig­in­fjár­hlut­fall Icelandair þurfi að vera yfir tvö pró­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar