Sjö kónar Trumps

Fyrrverandi undirmenn Trump Bandaríkjaforseta virðast hafa einstakt lag á því að komast í kast við lögin. Í síðustu viku var Steve Bannon handtekinn og bættist þar með í hóp fyrrverandi Trump-liða sem ýmist hafa verið ákærðir eða dæmdir fyrir glæpi.

Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Auglýsing

Nokkrir menn með náin tengsl við Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta hafa kom­ist í kast við lögin á síð­ustu árum. Sumir þeirra hafa játað brot, verið dæmdir og afplánað fang­els­is­dóma, á meðan að aðrir neita sök, hafa fengið dóm sinni mild­aðan af for­set­anum sjálfum eða bíða þess að mál þeirra verði til lykta leidd.

„Þetta er leitt, þetta er mjög leitt,“ sagði Trump á blaða­manna­fundi fyrir helgi, spurður um nýjasta dæmið um fyrr­ver­andi sam­starfs­mann sem lent hefur í klóm rétt­vís­innar og er ákærður fyrir lög­brot.

Þá var hann að sjálf­sögðu að tala um mál Steve Bann­ons, en sá var hand­tek­inn síð­asta fimmtu­dag og er ákærður fyrir að hafa fjár­magnað lystisemda­líf sitt með því að fóðra eigin vasa með frjálsum fram­lögum almenn­ings sem safnað var á net­inu. Hann og fleiri sam­verka­menn sögðu að féð ætti að renna óskipt í að byggja hluta múrs­ins á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó.

Auglýsing

Bannon var kosn­inga­stjóri Trumps árið 2016 og starf­aði náið með honum fyrstu mán­uð­ina sem hann sat í emb­ætti. Hann hefur stundum verið kall­aður heil­inn á bak við her­ferð hans sem skil­aði kosn­inga­sigrinum árið 2016, en nú gengur hann laus gegn því skil­yrði að hann útvegi 5 milljón dala trygg­ingu fyrir 3. sept­em­ber. 

Steve Bannon fyrir utan dómshús í New York í síðustu viku.

Banda­rískir fjöl­miðlar hafa greint frá því að hann hafi verið hand­tek­inn í sam­starfs­verk­efni strand­gæsl­unnar og rann­sókn­ar­deild banda­rísku póst­þjón­ust­unn­ar, þar sem hann var um borð í skútu kín­versks aukýð­fings.

Mál Bannon er ekki eins­dæmi, heldur hafa að minnsta kosti sex menn til við­bótar sem haft hafa sterk tengsl við Trump, ýmist áður eða eftir að hann tók við emb­ætti, sem hafa verið dæmdir fyrir eða játað brot sín. Kjarn­inn rifj­aði upp hvaða menn þetta eru og hvað þeir hafa gert. 

Mich­ael Flynn

Mich­ael Flynn var ráð­gjafi Trumps í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2016 og starf­aði svo sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna fyrstu 22 dag­ana af stjórn­ar­tíð for­set­ans. Þá þurfti hann að segja af sér fyrir að hafa sagt Mike Pence vara­for­seta ósatt um sam­skipti sín við rúss­neska sendi­herr­ann í Banda­ríkj­un­um. 

Michael Flynn

Hann ját­aði svo í des­em­ber árið 2017 að hafa logið að banda­rísku alrík­is­lög­regl­unni FBI um sama efn­i. 

Flynn sam­þykkti á sama tíma um að hjálpa Robert Muell­er, sér­stökum sak­sókn­ara, við rann­sókn hans á tengslum fram­boðs Trumps við rúss­nesk stjórn­völd. Snemma á þessu ári dró hann þó játn­ingu sína til baka og segir stjórn­völd hafa brotið gegn skil­málum samn­ings­ins sem hann gerði í skiptum fyrir játn­ingu sína. 

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið gaf það svo út í maí að það ætl­aði sér að fella niður málið sem hafði verið í bígerð á hendur Flynn. Demókratar sök­uðu Bill Barr dóms­mála­ráð­herra í kjöl­farið um að haga rétt­læt­inu eftir því sem hent­aði Trump-­stjórn­inni best, en dóms­mála­ráðu­neytið sagði ekk­ert benda til þess að Flynn hefði framið glæp, þrátt fyrir að hann hefði játað glæp­inn, sem var sem áður segir að ljúga að alrík­is­lög­regl­unni.

Þessi ákvörðun dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er þó enn ekki orðin end­an­leg, en áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Was­hington hefur ákveðið að taka mál hans til með­ferðar.

Paul Mana­fort

Paul Mana­fort, sem hafði ára­tugum saman verið ráð­gjafi innan Repúblikana­flokks­ins og stýrði fram­boði Trumps um tíma fyrir kosn­ing­arnar árið 2016, hefur verið dæmdur fyrir skatt­svik og fjár­svik og afplánar nú sjö og hálfs árs langan dóm fyrir glæpi sína. Hann sat í fang­elsi frá júní 2018 og fram í maí á þessu ári, en þá var honum veitt leyfi til þess að afplána heima vegna hættu á COVID-19 smiti í fang­els­inu sem hann dvaldi í.

Paul Manafort.

Glæpir Mana­forts komu í ljós, eins og svo mörg önnur brot sem fyrr­ver­andi sam­starfs­menn Trumps hafa orðið upp­vísir að, vegna rann­sóknar Muell­ers á áhrifum Rúss­lands á gang mála í for­seta­kosn­ing­unum árið 2016, án þess að tengj­ast störfum fyrir fram­boðið bein­t. 

En það var þó orðið ljóst strax fyrir kosn­ing­arnar árið 2016 að sitt­hvað væri bogið við starfs­hætti Mana­fort. Hann sagði sig frá störfum sínum fyrir fram­boð Trumps í ágúst­mán­uði fyrir kosn­ing­ar, eftir að New York Times varp­aði ljósi á að hann hefði feng­ið háar fjár­greiðslur fyrir störf sín í þágu Viktor Janúkó­vits, fyrr­ver­andi for­seta Úkra­ínu og stjórn­mála­flokka þar í land­i.. Störf hans þar eru einnig lög­brot, þar sem hann gaf það ekki upp í Banda­ríkj­unum að hefði staðið í hags­muna­gæslu fyrir erlent ríki, eins og skylt er að gera lögum sam­kvæmt.

Rick Gates 

Rick Gates starf­aði náið með Mana­fort bæði fyrir og á meðan hann var kosn­inga­stjóri Trumps og hélt síðan áfram störfum fyrir fram­boð Trumps eftir að Mana­fort sagði af sér. 

Rick Gates. Mynd: EPA

Síðar kom upp úr krafs­inu að hann hafði verið hægri hönd Mana­forts í störfum hans í Úkra­ínu og hafði, ekki frekar en Mana­fort, gefið þá hags­muni sína upp, en þær háu greiðslur sem þeir félagar fengu frá aðilum Úkra­ínu voru vand­lega faldar með slóð skúffu­fé­laga sem Gates sá um að setja upp og ekki nema að afar tak­mörk­uðu leyti gefnar upp til skatts. 

Gates ját­aði á sig brot sín og gerð­ist afar sam­starfs­fús í Muell­er-­rann­sókn­inni, en hann bar vitni gegn Mana­fort og Roger Stone auk ann­arra, áður en hann sjálfur var í des­em­ber síð­ast­liðnum dæmdur í 45 daga fang­elsi, skil­orðs­bundið til þriggja ára.

Roger Stone

Roger Stone er gam­all vinur Banda­ríkja­for­seta og hefur verið áhrifa­maður í Repúblikana­flokknum ára­tugum sam­an. Skömmu fyrir alda­mót, þegar Stone starf­aði sem lobbí­isti fyrir spila­víti Trumps í Was­hin­gon, var fjallað um það að hann hefði hvatt Trump til að gefa kost á sér í for­vali flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar árið 2000, en Trump ekki haft áhuga þá. 

Hann hafði lengi starfað með áður­nefndum Paul Mana­fort, en þeir stofn­uðu saman hags­muna­gæslu­fyr­ir­tæki í Wahs­ington á níunda ára­tugn­um.

Stone var í form­legu ráð­gjafa­hlut­verki þegar fram­boð Trumps fór af stað árið 2015, en síðan rak Trump hann reyndar og sagð­ist ekki hafa nein not fyrir hann í fram­boð­inu leng­ur. Hann sagð­ist ekki vilja hafa menn í sínu fram­boði sem væru sjálfir að leita sér að athygli.

Roger Stone. Mynd: EPA

En Stone átti þó eftir að koma meira við sögu og hélt áfram að styðja við alda­vin sinn. Hann hefur verið sak­aður um að hafa verið í tengslum við upp­ljóstr­un­ar­síð­una Wiki­Leaks í aðdrag­anda þess að síðan birti þús­undir stol­inna tölvu­pósta úr tölvu­póst­kerfum Demókra­ta­flokks­ins skömmu fyrir kosn­ing­arnar árið 2016. 

Hann var svo sak­felldur í nóv­em­ber í fyrra fyrir að ljúga um það mál frammi fyrir þing­nefnd og einnig fyrir að reyna að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar. Hann fékk ein­ungis þriggja ára dóm, þrátt fyrir að sak­sókn­arar sem fóru með málið hafi talið sjö til níu ára fang­elsi hæfi­lega refs­ingu fyrir brot hans.

Trump var ákaf­lega ósáttur við dóm­inn yfir Sto­ne. Fyrr í sum­ar, ein­ungis nokkrum dögum áður en Stone átti að hefja afplán­un, not­aði for­set­inn svo vald sitttil þess að milda dóm­inn sem Stone fékk. Hann er ekki í fang­elsi í dag, en er þó dæmdur maður og hyggst ekki áfrýja dómi sínum

George Papa­dopou­los

George Papa­dopou­los starf­aði fyrir fram­boð Trumps í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2016, sem ráð­gjafi í utan­rík­is­mál­u­m.  Hann var sá fyrsti sem ját­aði á sig glæp í tengslum við Muell­er-­rann­sókn­ina og afplán­aði tólf daga í fang­elsi árið 2018, fyrir að hafa sagt alrík­is­lög­regl­unni ósatt um að hann hefði vitað til þess að rúss­neskir aðilar byggju yfir þús­undum tölvu­pósta frá fram­boði Hill­ary Clint­on, áður en þeir litu dags­ins ljós.

George Papadopoulus

Hann gaf út bók í fyrra þar sem hann hélt því fram að hann teldi að hann, og raunar fram­boð Trumps í heild sinni, hefðu orðið fyrir barð­inu á sam­særi leyni­þjón­ustu­stofn­ana sem miðað hafi að því að njósna um fram­boðið undir því falska yfir­skini að það hefði tengsl við Rúss­land. Þessi kenn­ing er stundum kölluð Spyga­te.

Mich­ael Cohen

Mich­ael Cohen, per­sónu­legur lög­maður Trumps frá 2006 til 2018, var dæmdur í þriggja ára fang­elsi í lok árs 2018 eftir að hafa, í tengslum við Muell­er-­rann­sókn­ina, játað á sig bæði skatt­svik og fjár­svik. 

Hann hefur lýst því yfir að hann hafi farið á svig við lögin og greitt tveimur konum fjár­muni að beiðni Trumps til þess að tryggja að þær myndu ekki tjá sig opin­ber­lega um sam­bönd sín við Trump.

Michael Cohen fékk að sleppa úr fangelsi í vor og afplánar heima hjá sér vegna COVID-19.

Cohen fær, sam­kvæmt nýlegum frétt­um, að afplána það sem eftir er af fang­els­is­dómnum heima hjá sér í New York með ökkla­band vegna hættu á COVID-19 smiti í fang­els­inu þar sem hann var. 

Hann mun á næst­unni gefa út bók um störf sín fyrir for­set­ann, sem mun bera tit­il­inn „D­is­loyal“. Þar seg­ist hann meðal ann­ars ætla að færa sönnur á að Trump hafi svindlað í kosn­ing­unum árið 2016 og lýsa því hvernig hann starfaði, sem einn margra kóna í kringum for­set­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar