Sjö kónar Trumps

Fyrrverandi undirmenn Trump Bandaríkjaforseta virðast hafa einstakt lag á því að komast í kast við lögin. Í síðustu viku var Steve Bannon handtekinn og bættist þar með í hóp fyrrverandi Trump-liða sem ýmist hafa verið ákærðir eða dæmdir fyrir glæpi.

Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Auglýsing

Nokkrir menn með náin tengsl við Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta hafa kom­ist í kast við lögin á síð­ustu árum. Sumir þeirra hafa játað brot, verið dæmdir og afplánað fang­els­is­dóma, á meðan að aðrir neita sök, hafa fengið dóm sinni mild­aðan af for­set­anum sjálfum eða bíða þess að mál þeirra verði til lykta leidd.

„Þetta er leitt, þetta er mjög leitt,“ sagði Trump á blaða­manna­fundi fyrir helgi, spurður um nýjasta dæmið um fyrr­ver­andi sam­starfs­mann sem lent hefur í klóm rétt­vís­innar og er ákærður fyrir lög­brot.

Þá var hann að sjálf­sögðu að tala um mál Steve Bann­ons, en sá var hand­tek­inn síð­asta fimmtu­dag og er ákærður fyrir að hafa fjár­magnað lystisemda­líf sitt með því að fóðra eigin vasa með frjálsum fram­lögum almenn­ings sem safnað var á net­inu. Hann og fleiri sam­verka­menn sögðu að féð ætti að renna óskipt í að byggja hluta múrs­ins á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó.

Auglýsing

Bannon var kosn­inga­stjóri Trumps árið 2016 og starf­aði náið með honum fyrstu mán­uð­ina sem hann sat í emb­ætti. Hann hefur stundum verið kall­aður heil­inn á bak við her­ferð hans sem skil­aði kosn­inga­sigrinum árið 2016, en nú gengur hann laus gegn því skil­yrði að hann útvegi 5 milljón dala trygg­ingu fyrir 3. sept­em­ber. 

Steve Bannon fyrir utan dómshús í New York í síðustu viku.

Banda­rískir fjöl­miðlar hafa greint frá því að hann hafi verið hand­tek­inn í sam­starfs­verk­efni strand­gæsl­unnar og rann­sókn­ar­deild banda­rísku póst­þjón­ust­unn­ar, þar sem hann var um borð í skútu kín­versks aukýð­fings.

Mál Bannon er ekki eins­dæmi, heldur hafa að minnsta kosti sex menn til við­bótar sem haft hafa sterk tengsl við Trump, ýmist áður eða eftir að hann tók við emb­ætti, sem hafa verið dæmdir fyrir eða játað brot sín. Kjarn­inn rifj­aði upp hvaða menn þetta eru og hvað þeir hafa gert. 

Mich­ael Flynn

Mich­ael Flynn var ráð­gjafi Trumps í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2016 og starf­aði svo sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna fyrstu 22 dag­ana af stjórn­ar­tíð for­set­ans. Þá þurfti hann að segja af sér fyrir að hafa sagt Mike Pence vara­for­seta ósatt um sam­skipti sín við rúss­neska sendi­herr­ann í Banda­ríkj­un­um. 

Michael Flynn

Hann ját­aði svo í des­em­ber árið 2017 að hafa logið að banda­rísku alrík­is­lög­regl­unni FBI um sama efn­i. 

Flynn sam­þykkti á sama tíma um að hjálpa Robert Muell­er, sér­stökum sak­sókn­ara, við rann­sókn hans á tengslum fram­boðs Trumps við rúss­nesk stjórn­völd. Snemma á þessu ári dró hann þó játn­ingu sína til baka og segir stjórn­völd hafa brotið gegn skil­málum samn­ings­ins sem hann gerði í skiptum fyrir játn­ingu sína. 

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið gaf það svo út í maí að það ætl­aði sér að fella niður málið sem hafði verið í bígerð á hendur Flynn. Demókratar sök­uðu Bill Barr dóms­mála­ráð­herra í kjöl­farið um að haga rétt­læt­inu eftir því sem hent­aði Trump-­stjórn­inni best, en dóms­mála­ráðu­neytið sagði ekk­ert benda til þess að Flynn hefði framið glæp, þrátt fyrir að hann hefði játað glæp­inn, sem var sem áður segir að ljúga að alrík­is­lög­regl­unni.

Þessi ákvörðun dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er þó enn ekki orðin end­an­leg, en áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Was­hington hefur ákveðið að taka mál hans til með­ferðar.

Paul Mana­fort

Paul Mana­fort, sem hafði ára­tugum saman verið ráð­gjafi innan Repúblikana­flokks­ins og stýrði fram­boði Trumps um tíma fyrir kosn­ing­arnar árið 2016, hefur verið dæmdur fyrir skatt­svik og fjár­svik og afplánar nú sjö og hálfs árs langan dóm fyrir glæpi sína. Hann sat í fang­elsi frá júní 2018 og fram í maí á þessu ári, en þá var honum veitt leyfi til þess að afplána heima vegna hættu á COVID-19 smiti í fang­els­inu sem hann dvaldi í.

Paul Manafort.

Glæpir Mana­forts komu í ljós, eins og svo mörg önnur brot sem fyrr­ver­andi sam­starfs­menn Trumps hafa orðið upp­vísir að, vegna rann­sóknar Muell­ers á áhrifum Rúss­lands á gang mála í for­seta­kosn­ing­unum árið 2016, án þess að tengj­ast störfum fyrir fram­boðið bein­t. 

En það var þó orðið ljóst strax fyrir kosn­ing­arnar árið 2016 að sitt­hvað væri bogið við starfs­hætti Mana­fort. Hann sagði sig frá störfum sínum fyrir fram­boð Trumps í ágúst­mán­uði fyrir kosn­ing­ar, eftir að New York Times varp­aði ljósi á að hann hefði feng­ið háar fjár­greiðslur fyrir störf sín í þágu Viktor Janúkó­vits, fyrr­ver­andi for­seta Úkra­ínu og stjórn­mála­flokka þar í land­i.. Störf hans þar eru einnig lög­brot, þar sem hann gaf það ekki upp í Banda­ríkj­unum að hefði staðið í hags­muna­gæslu fyrir erlent ríki, eins og skylt er að gera lögum sam­kvæmt.

Rick Gates 

Rick Gates starf­aði náið með Mana­fort bæði fyrir og á meðan hann var kosn­inga­stjóri Trumps og hélt síðan áfram störfum fyrir fram­boð Trumps eftir að Mana­fort sagði af sér. 

Rick Gates. Mynd: EPA

Síðar kom upp úr krafs­inu að hann hafði verið hægri hönd Mana­forts í störfum hans í Úkra­ínu og hafði, ekki frekar en Mana­fort, gefið þá hags­muni sína upp, en þær háu greiðslur sem þeir félagar fengu frá aðilum Úkra­ínu voru vand­lega faldar með slóð skúffu­fé­laga sem Gates sá um að setja upp og ekki nema að afar tak­mörk­uðu leyti gefnar upp til skatts. 

Gates ját­aði á sig brot sín og gerð­ist afar sam­starfs­fús í Muell­er-­rann­sókn­inni, en hann bar vitni gegn Mana­fort og Roger Stone auk ann­arra, áður en hann sjálfur var í des­em­ber síð­ast­liðnum dæmdur í 45 daga fang­elsi, skil­orðs­bundið til þriggja ára.

Roger Stone

Roger Stone er gam­all vinur Banda­ríkja­for­seta og hefur verið áhrifa­maður í Repúblikana­flokknum ára­tugum sam­an. Skömmu fyrir alda­mót, þegar Stone starf­aði sem lobbí­isti fyrir spila­víti Trumps í Was­hin­gon, var fjallað um það að hann hefði hvatt Trump til að gefa kost á sér í for­vali flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar árið 2000, en Trump ekki haft áhuga þá. 

Hann hafði lengi starfað með áður­nefndum Paul Mana­fort, en þeir stofn­uðu saman hags­muna­gæslu­fyr­ir­tæki í Wahs­ington á níunda ára­tugn­um.

Stone var í form­legu ráð­gjafa­hlut­verki þegar fram­boð Trumps fór af stað árið 2015, en síðan rak Trump hann reyndar og sagð­ist ekki hafa nein not fyrir hann í fram­boð­inu leng­ur. Hann sagð­ist ekki vilja hafa menn í sínu fram­boði sem væru sjálfir að leita sér að athygli.

Roger Stone. Mynd: EPA

En Stone átti þó eftir að koma meira við sögu og hélt áfram að styðja við alda­vin sinn. Hann hefur verið sak­aður um að hafa verið í tengslum við upp­ljóstr­un­ar­síð­una Wiki­Leaks í aðdrag­anda þess að síðan birti þús­undir stol­inna tölvu­pósta úr tölvu­póst­kerfum Demókra­ta­flokks­ins skömmu fyrir kosn­ing­arnar árið 2016. 

Hann var svo sak­felldur í nóv­em­ber í fyrra fyrir að ljúga um það mál frammi fyrir þing­nefnd og einnig fyrir að reyna að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar. Hann fékk ein­ungis þriggja ára dóm, þrátt fyrir að sak­sókn­arar sem fóru með málið hafi talið sjö til níu ára fang­elsi hæfi­lega refs­ingu fyrir brot hans.

Trump var ákaf­lega ósáttur við dóm­inn yfir Sto­ne. Fyrr í sum­ar, ein­ungis nokkrum dögum áður en Stone átti að hefja afplán­un, not­aði for­set­inn svo vald sitttil þess að milda dóm­inn sem Stone fékk. Hann er ekki í fang­elsi í dag, en er þó dæmdur maður og hyggst ekki áfrýja dómi sínum

George Papa­dopou­los

George Papa­dopou­los starf­aði fyrir fram­boð Trumps í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2016, sem ráð­gjafi í utan­rík­is­mál­u­m.  Hann var sá fyrsti sem ját­aði á sig glæp í tengslum við Muell­er-­rann­sókn­ina og afplán­aði tólf daga í fang­elsi árið 2018, fyrir að hafa sagt alrík­is­lög­regl­unni ósatt um að hann hefði vitað til þess að rúss­neskir aðilar byggju yfir þús­undum tölvu­pósta frá fram­boði Hill­ary Clint­on, áður en þeir litu dags­ins ljós.

George Papadopoulus

Hann gaf út bók í fyrra þar sem hann hélt því fram að hann teldi að hann, og raunar fram­boð Trumps í heild sinni, hefðu orðið fyrir barð­inu á sam­særi leyni­þjón­ustu­stofn­ana sem miðað hafi að því að njósna um fram­boðið undir því falska yfir­skini að það hefði tengsl við Rúss­land. Þessi kenn­ing er stundum kölluð Spyga­te.

Mich­ael Cohen

Mich­ael Cohen, per­sónu­legur lög­maður Trumps frá 2006 til 2018, var dæmdur í þriggja ára fang­elsi í lok árs 2018 eftir að hafa, í tengslum við Muell­er-­rann­sókn­ina, játað á sig bæði skatt­svik og fjár­svik. 

Hann hefur lýst því yfir að hann hafi farið á svig við lögin og greitt tveimur konum fjár­muni að beiðni Trumps til þess að tryggja að þær myndu ekki tjá sig opin­ber­lega um sam­bönd sín við Trump.

Michael Cohen fékk að sleppa úr fangelsi í vor og afplánar heima hjá sér vegna COVID-19.

Cohen fær, sam­kvæmt nýlegum frétt­um, að afplána það sem eftir er af fang­els­is­dómnum heima hjá sér í New York með ökkla­band vegna hættu á COVID-19 smiti í fang­els­inu þar sem hann var. 

Hann mun á næst­unni gefa út bók um störf sín fyrir for­set­ann, sem mun bera tit­il­inn „D­is­loyal“. Þar seg­ist hann meðal ann­ars ætla að færa sönnur á að Trump hafi svindlað í kosn­ing­unum árið 2016 og lýsa því hvernig hann starfaði, sem einn margra kóna í kringum for­set­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar