Ríkisábyrgð Icelandair verður beintengd við tap vegna flugreksturs

Stjórnvöld segja að hugað hafi verið sérstaklega að því að ríkisábyrgð á láni til Icelandair Group, sem á fjölda dótturfélaga, samrýmist reglum um ríkisaðstoð, enda eigi ráðstafanir hins opinbera ekki að fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni.

Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórnvöld segja að hugað hafi verið sérstaklega að því að ríkisábyrgð á láni til Icelandair Group samrýmist reglum um ríkisaðstoð, enda eigi ráðstafanir hins opinbera ekki að fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni. 

Ríkisábyrgð á 90 prósent af lánalínu til Icelandair Group upp á allt að 120 milljónir dala, sem er um 16,5 milljarðar króna á núverandi gengi, verður tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugrekstur félagsins. 

Með því tengja ríkisábyrgðina við tjón sem faraldurinn veldur á flugrekstrinum er stuðlað gegn ótilhlýðilegum áhrifum á aðra þætti félagsins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferðaskrifstofur, á fjórðungshlut í hótelkeðju og rekur vöruflutningafyrirtæki. 

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið. 

Auglýsing
Þeir sem munu veita umrædda lánalínu eru helstu viðskiptabankar Icelandair, Landsbankinn og Íslandsbanki. Hvor um sig mun lána helming upphæðarinnar.

Spurningar um áhrif á samkeppni

Þann 18. ágúst var birt fréttatilkynning frá ráðuneytinu um ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Litlar upplýsingar voru um eðli ábyrgðarinnar í fréttatilkynningunni en fyrir liggur að hún þarf að samþykkjast af Alþingi áður en hún tekur gildi.  

Icelandair Group samanstendur af sjö fyrirtækjum, og flest hver markaðsráðandi á sínu sviði innan ferðaþjónustunnar. Auk flugfélagsins Icelandair tilheyra samstæðunni ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, innanlandsflugfélagið Air Iceland Connect, Loftleiðir Icelandic og Icelandair Cargo. Þá á Icelandair Group 25 prósent í hótel-keðjunni Icelandair Hotels.

 

Kjarninn sendi fyrirspurn á fjármála- og efnahagsráðuneytið um hvort að búið væri að leggja mat á hvort það standist íslensk og evrópsk samkeppnislög, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja á grundvelli EES-samningsins, að ríkið sé að veita ríkisábyrgð á láni til samstæðu í fjölbreyttum samkeppnisrekstri.  

Ákvörðun liggur fyrir fljótlega

Í svari ráðuneytisins segir að hugað hafi verið sérstaklega að því að hin fyrirhugaða ríkisábyrgð samrýmist reglum um ríkisaðstoð, sem meðal annars gera kröfu um að ráðstafanir hins opinbera feli ekki í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni. „Ábyrgðin sem ætlunin er að ríkissjóður veiti verður tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugrekstur félagsins. Gert er ráð fyrir að sambærileg viðmið verði lögð til grundvallar útreikningi á tapi í flugrekstri og gert var í tengslum við ríkisábyrgð sem Svíþjóð og Danmörk veittu SAS nýlega (sjá ákvörðun og fréttatilkynningu). Með því tengja ríkisábyrgðina við tjón sem faraldurinn veldur á flugrekstrinum er stuðlað gegn ótilhlýðilegum áhrifum á aðra þætti félagsins.“

Í svarinu segir enn fremur að aðferðarfræðinni sem um ræðir verði frekar lýst í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgðar, sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir fljótlega. Ákvörðun ESA verður birt á vef stofnunarinnar eftir að trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent