Ríkisábyrgð Icelandair verður beintengd við tap vegna flugreksturs

Stjórnvöld segja að hugað hafi verið sérstaklega að því að ríkisábyrgð á láni til Icelandair Group, sem á fjölda dótturfélaga, samrýmist reglum um ríkisaðstoð, enda eigi ráðstafanir hins opinbera ekki að fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni.

Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórn­völd segja að hugað hafi verið sér­stak­lega að því að rík­is­á­byrgð á láni til Icelandair Group sam­rým­ist reglum um rík­is­að­stoð, enda eigi ráð­staf­anir hins opin­bera ekki að fela í sér ótil­hlýði­lega röskun á sam­keppn­i. 

Rík­is­á­byrgð á 90 pró­sent af lána­línu til Icelandair Group upp á allt að 120 millj­ónir dala, sem er um 16,5 millj­arðar króna á núver­andi gengi, verður tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á flug­rekstur félags­ins. 

Með því tengja rík­is­á­byrgð­ina við tjón sem far­ald­ur­inn veldur á flug­rekstr­inum er stuðlað gegn ótil­hlýði­legum áhrifum á aðra þætti félags­ins, en Icelandair Group rekur einnig til dæmis ferða­skrif­stof­ur, á fjórð­ungs­hlut í hót­el­keðju og rekur vöru­flutn­inga­fyr­ir­tæki. 

Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Auglýsing
Þeir sem munu veita umrædda lána­línu eru helstu við­skipta­bankar Icelanda­ir, Lands­bank­inn og Íslands­banki. Hvor um sig mun lána helm­ing upp­hæð­ar­inn­ar.

Spurn­ingar um áhrif á sam­keppni

Þann 18. ágúst var birt frétta­til­kynn­ing frá ráðu­neyt­inu um rík­is­á­byrgð á lána­línu til Icelandair Group. Litlar upp­lýs­ingar voru um eðli ábyrgð­ar­innar í frétta­til­kynn­ing­unni en fyrir liggur að hún þarf að sam­þykkj­ast af Alþingi áður en hún tekur gild­i.  

Icelandair Group sam­anstendur af sjö fyr­ir­tækj­um, og flest hver mark­aðs­ráð­andi á sínu sviði innan ferða­þjón­ust­unn­ar. Auk flug­fé­lags­ins Icelandair til­heyra sam­stæð­unni ferða­skrif­stof­urnar Vita og Iceland Tra­vel, inn­an­lands­flug­fé­lagið Air Iceland Conn­ect, Loft­leiðir Icelandic og Icelandair Cargo. Þá á Icelandair Group 25 pró­sent í hót­el-keðj­unni Icelandair Hot­els.

 

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið um hvort að búið væri að leggja mat á hvort það stand­ist íslensk og evr­ópsk sam­keppn­is­lög, sem Ísland hefur skuld­bundið sig til að fylgja á grund­velli EES-­samn­ings­ins, að ríkið sé að veita rík­is­á­byrgð á láni til sam­stæðu í fjöl­breyttum sam­keppn­is­rekstri.  

Ákvörðun liggur fyrir fljót­lega

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að hugað hafi verið sér­stak­lega að því að hin fyr­ir­hug­aða rík­is­á­byrgð sam­rým­ist reglum um rík­is­að­stoð, sem meðal ann­ars gera kröfu um að ráð­staf­anir hins opin­bera feli ekki í sér ótil­hlýði­lega röskun á sam­keppni. „Ábyrgðin sem ætl­unin er að rík­is­sjóður veiti verður tengd með beinum hætti við tap sem er til komið vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á flug­rekstur félags­ins. Gert er ráð fyrir að sam­bæri­leg við­mið verði lögð til grund­vallar útreikn­ingi á tapi í flug­rekstri og gert var í tengslum við rík­is­á­byrgð sem Sví­þjóð og Dan­mörk veittu SAS nýlega (sjá ákvörðun og frétta­til­kynn­ingu). Með því tengja rík­is­á­byrgð­ina við tjón sem far­ald­ur­inn veldur á flug­rekstr­inum er stuðlað gegn ótil­hlýði­legum áhrifum á aðra þætti félags­ins.“

Í svar­inu segir enn fremur að aðferð­ar­fræð­inni sem um ræðir verði frekar lýst í ákvörðun Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) vegna hinnar fyr­ir­hug­uðu rík­is­á­byrgð­ar, sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir fljót­lega. Ákvörðun ESA verður birt á vef stofn­un­ar­innar eftir að trún­að­ar­upp­lýs­ingar hafa verið afmáð­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent