Samþykkja að hefja undirbúning á Félagsdómsmáli gegn Icelandair

Á síðasta miðstjórnarfundi ASÍ samþykkti stjórnin bókun Drífu Snædal, forseta ASÍ, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair vegna framgöngu félagsins í garð Flugfreyjufélags Íslands.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hefur sam­þykkt að haf­inn verði und­ir­bún­ingur að Félags­dóms­máli vegna fram­göngu Icelandair í kjara­við­ræðum félags­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands. Á síð­asta mið­stjórn­ar­fundi ASÍ sem hald­inn var þann 19. ágúst síð­ast­lið­inn lagði Drífa Snædal, for­seti ASÍ fram bókun þar sem meðal ann­ars seg­ir: „Nú þegar verði haf­inn und­ir­bún­ingur undir að látið verði reyna fyrir Félags­dómi á lög­mæti fram­göngu Icelandair með stuðn­ingi SA í deil­unni við FFÍ um grund­vall­ar­reglur varð­andi sam­skipti á vinnu­mark­að­i.“Þetta kemur fram í Frétta­molum frá skrif­stofu ASÍ sem eru sendir til mið­stjórnar ASÍ, for­manna allra aðild­ar­sam­taka ASÍ, stjórnar ASÍ-UNG og tengiliða aðild­ar­fé­laga ASÍ.Þar segir að á mið­stjórn­ar­fund­inum hafi Guð­laug Líney Jóhanns­dótt­ir, starf­andi For­maður FFÍ, og Berg­lind Krist­ó­fers­dótt­ir, stjórn­ar­maður í FFÍ, gert grein fyrir kjara­við­ræðum félags­ins og Icelanda­ir. Þær hafi bent á að samn­ingar FFÍ og Icelandair hefðu verið lausir frá 1. jan­úar 2019 og ekk­ert hefði gengið í við­ræðum um nýjan kjara­samn­ing fram á þetta ár. Samn­ings­til­boð hafi verið lagt fram af Icelandair í apríl sem hafi verið með öllu óásætt­an­legt „og sýni­lega unnið af banda­rísku ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki.“

Auglýsing


„Í fram­hald­inu hafi gengið á með hót­unum af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins. Síðan var gerður kjara­samn­ingur sem félags­menn FFÍ felldu með 74% atkvæða. Í fram­hald­inu hafi Icelandair sagt upp öllum flug­freyjum og flug­þjónum sem eftir voru og lýst því yfir að gengið yrði til samn­inga við annað stétt­ar­fé­lag þar sem ein­sýnt væri að ekki næð­ust samn­ingar við FFÍ,“ segir um reifun þeirra Guð­laugar og Berg­lindar á kjara­við­ræð­unum í Frétta­mol­un­um.Telja að flug­freyjum sem gengið hafa harð­ast fram sé refsað

FFÍ hafi svo brugð­ist við með því að boða atkvæða­greiðslu um verk­fall en óskað jafn­framt eftir samn­inga­fundi. Kjara­samn­ingur var síðan und­ir­rit­aður 24. júlí síð­ast­lið­inn og því fylgdi að FFÍ aft­ur­kall­aði verk­falls­hót­un­ina og Icelandair drægi upp­sagnir frá 17. júlí til bak­a. „Fram kom að nú séu í gangi end­ur­ráðn­ingar á 190 flug­freyjum og flug­þjónum og að í stað þess að fylgja starfs­ald­urs­lista hafi verið gengið fram hjá aðilum með lengstan starfs­aldur og Icelandair borið ýmis­legt fyrir sig í þeim efn­um, auk þess sem ástæða sé til að ætla að verið sé að refsa þeim sem gengið hafa harð­ast fram í kjara­bar­átt­unn­i,“ segir þar enn frem­ur.Álítur Icelandair hafa farið gegn lögum

Á fund­inum fjall­aði Magnús M. Norð­dahl um kjara­deilu FFÍ og Icelanda­ir. Í minn­is­blaði sínu leggur hann mat á fram­göngu Icelanda­ir. Nið­ur­staða hans er „að fram­ferði og aðgerðir Icelandair með stuðn­ingi SA brjóti í fyrsta lagi gegn 4.gr. laga nr. 80/1938 þar sem til­gangur aðgerð­ar­innar var aug­ljós­lega sá að hafa áhrif á afstöðu og þátt­töku félags­manna FFÍ í vinnu­deilu félags­ins við Icelandair með því bæði að hóta og hrinda í fram­kvæmd upp­sögn­um.“ Þá telur að hann að fjölda­upp­sögnin hafi falið í sér ólög­mætt verk­bann.Á mið­stjórn­ar­fund­inum kom fram ein­dreg­inn stuðn­ingur við að ASÍ hefji und­ir­bún­ing undir mál­sókn fyrir Félags­dómi á grund­velli minn­is­blaðs og nið­ur­stöðu Magn­ús­ar. Í kjöl­far umræðna hafi Drífa Snæ­dal lagt fram áður­nefnda bókun þess efn­is.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent