Samþykkja að hefja undirbúning á Félagsdómsmáli gegn Icelandair

Á síðasta miðstjórnarfundi ASÍ samþykkti stjórnin bókun Drífu Snædal, forseta ASÍ, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair vegna framgöngu félagsins í garð Flugfreyjufélags Íslands.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hefur sam­þykkt að haf­inn verði und­ir­bún­ingur að Félags­dóms­máli vegna fram­göngu Icelandair í kjara­við­ræðum félags­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands. Á síð­asta mið­stjórn­ar­fundi ASÍ sem hald­inn var þann 19. ágúst síð­ast­lið­inn lagði Drífa Snædal, for­seti ASÍ fram bókun þar sem meðal ann­ars seg­ir: „Nú þegar verði haf­inn und­ir­bún­ingur undir að látið verði reyna fyrir Félags­dómi á lög­mæti fram­göngu Icelandair með stuðn­ingi SA í deil­unni við FFÍ um grund­vall­ar­reglur varð­andi sam­skipti á vinnu­mark­að­i.“Þetta kemur fram í Frétta­molum frá skrif­stofu ASÍ sem eru sendir til mið­stjórnar ASÍ, for­manna allra aðild­ar­sam­taka ASÍ, stjórnar ASÍ-UNG og tengiliða aðild­ar­fé­laga ASÍ.Þar segir að á mið­stjórn­ar­fund­inum hafi Guð­laug Líney Jóhanns­dótt­ir, starf­andi For­maður FFÍ, og Berg­lind Krist­ó­fers­dótt­ir, stjórn­ar­maður í FFÍ, gert grein fyrir kjara­við­ræðum félags­ins og Icelanda­ir. Þær hafi bent á að samn­ingar FFÍ og Icelandair hefðu verið lausir frá 1. jan­úar 2019 og ekk­ert hefði gengið í við­ræðum um nýjan kjara­samn­ing fram á þetta ár. Samn­ings­til­boð hafi verið lagt fram af Icelandair í apríl sem hafi verið með öllu óásætt­an­legt „og sýni­lega unnið af banda­rísku ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki.“

Auglýsing


„Í fram­hald­inu hafi gengið á með hót­unum af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins. Síðan var gerður kjara­samn­ingur sem félags­menn FFÍ felldu með 74% atkvæða. Í fram­hald­inu hafi Icelandair sagt upp öllum flug­freyjum og flug­þjónum sem eftir voru og lýst því yfir að gengið yrði til samn­inga við annað stétt­ar­fé­lag þar sem ein­sýnt væri að ekki næð­ust samn­ingar við FFÍ,“ segir um reifun þeirra Guð­laugar og Berg­lindar á kjara­við­ræð­unum í Frétta­mol­un­um.Telja að flug­freyjum sem gengið hafa harð­ast fram sé refsað

FFÍ hafi svo brugð­ist við með því að boða atkvæða­greiðslu um verk­fall en óskað jafn­framt eftir samn­inga­fundi. Kjara­samn­ingur var síðan und­ir­rit­aður 24. júlí síð­ast­lið­inn og því fylgdi að FFÍ aft­ur­kall­aði verk­falls­hót­un­ina og Icelandair drægi upp­sagnir frá 17. júlí til bak­a. „Fram kom að nú séu í gangi end­ur­ráðn­ingar á 190 flug­freyjum og flug­þjónum og að í stað þess að fylgja starfs­ald­urs­lista hafi verið gengið fram hjá aðilum með lengstan starfs­aldur og Icelandair borið ýmis­legt fyrir sig í þeim efn­um, auk þess sem ástæða sé til að ætla að verið sé að refsa þeim sem gengið hafa harð­ast fram í kjara­bar­átt­unn­i,“ segir þar enn frem­ur.Álítur Icelandair hafa farið gegn lögum

Á fund­inum fjall­aði Magnús M. Norð­dahl um kjara­deilu FFÍ og Icelanda­ir. Í minn­is­blaði sínu leggur hann mat á fram­göngu Icelanda­ir. Nið­ur­staða hans er „að fram­ferði og aðgerðir Icelandair með stuðn­ingi SA brjóti í fyrsta lagi gegn 4.gr. laga nr. 80/1938 þar sem til­gangur aðgerð­ar­innar var aug­ljós­lega sá að hafa áhrif á afstöðu og þátt­töku félags­manna FFÍ í vinnu­deilu félags­ins við Icelandair með því bæði að hóta og hrinda í fram­kvæmd upp­sögn­um.“ Þá telur að hann að fjölda­upp­sögnin hafi falið í sér ólög­mætt verk­bann.Á mið­stjórn­ar­fund­inum kom fram ein­dreg­inn stuðn­ingur við að ASÍ hefji und­ir­bún­ing undir mál­sókn fyrir Félags­dómi á grund­velli minn­is­blaðs og nið­ur­stöðu Magn­ús­ar. Í kjöl­far umræðna hafi Drífa Snæ­dal lagt fram áður­nefnda bókun þess efn­is.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent