Vísbendingar um að brottflutningur erlendra ríkisborgara muni aukast

Vinnumálastofnun gaf út metfjölda vottorða í júlí sem gefa einstaklingum kost á atvinnuleit innan EES án þess að missa bótarétt hér á landi. Fjöldi útgefinna vottorða gæti gefið til kynna aukinn brottflutning erlendra ríkisborgara að mati Seðlabankans.

reykjavik_14503018582_o.jpg
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun gaf út 350 vott­orð sem gefa kost á atvinnu­leit í öðru EES-­ríki í júlí en slík vott­orð koma í veg fyrir að ein­stak­lingur missi rétt til atvinnu­leys­is­bóta hér á landi. Það er mesti fjöldi slíkra vott­orða sem gef­inn hefur verið út í einum mán­uði frá byrjun árs 1994 þegar þau voru fyrst gefin út. Þetta má sjá í nýj­ustu vinnu­mark­aðs­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar fyrir júlí síð­ast­lið­inn sem kom út fyrr í mán­uð­in­um.Meðal skil­yrða fyrir útgáfu slíks vott­orðs er að umsækj­andi sé með rík­is­borg­ara­rétt í EES-­ríki og að við­kom­andi hafi rétt til atvinnu­leys­is­bóta á Íslandi við brott­för. Fram kemur í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands sem komu út í gær að fjöldi útgef­inna vott­orða í júlí­mán­uði gæti bent til þess að brott­flutn­ingur erlendra rík­is­borg­ara muni aukast á næst­unn­i. Flest vott­orð voru gefin út til ein­stak­linga sem fóru í atvinnu­leit til Pól­lands eða 223 tals­ins. 30 ein­stak­lingar fóru í atvinnu­leit til Lit­háen og 15 til Lett­lands. Alls voru 82 vott­orð gefin út til við­bótar fyrir atvinnu­leit í 20 öðrum ríkj­um.

Auglýsing


Flutn­ings­jöfn­uður nei­kvæður í fyrsta sinn síðan 2012

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um var flutn­ings­jöfn­uður erlendra rík­is­borg­ara nei­kvæður á síð­asta árs­fjórð­ungi og var það í fyrsta sinn síðan á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2012 sem það ger­ist. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar fluttu um 1.100 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins á síð­asta ári en um 1.350 fluttu burt af land­inu.Erlendir rík­is­borg­arar hafa leikið lyk­il­hlut­verk í hag­vaxt­ar­skeið­inu sem hófst árið 2011 en ómögu­legt hefði verið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust frá þeim tíma ef ekki hefði verið fyrir erlent vinnu­afl. Til að mynda störf­uðu um 10.700 erlendir rík­is­borg­arar í ferða­þjón­ustu á síð­asta ári eða um fjórð­ungur erlends vinnu­afls sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar.Nú er svo komið að atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara er komið í 19,2 pró­sent sam­kvæmt vinnu­mark­aðs­skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar. Ef tekið er til­lit til hluta­bóta­leið­ar­innar mæld­ist atvinnu­leysi þessa hóps tæp­lega 20,5 pró­sent í júlí. Til sam­an­burðar var almennt atvinnu­leysi á íslenskum vinnu­mark­aði alls 7,9 pró­sent í mán­uð­inum og 8,8 pró­sent með til­liti til hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent