Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent

Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.

Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun spáir því að almennt atvinnu­leysi fari í 8,6 pró­sent í ágúst­mán­uði, en það var 7,9 pró­sent í júlí. Að við­bættu mældu atvinnu­leysi vegna hluta­bóta­leið­ar­innar svoköll­uðu, sem felur í sér skert starfs­hlut­fall, mæld­ist atvinnu­leysið 8,8 pró­sent um síð­ustu mán­aða­mót og sam­kvæmt spá Vinnu­mála­stofn­unar verður það 9,0 pró­sent í lok yfir­stand­andi mán­að­ar.

Alls voru 17.104 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu um síð­ustu mán­aða­mót og 3.811 á hluta­bóta­leið­inni. Sam­tals voru því 21.435 manns án atvinnu að öllu leyti eða hluta í lok júlí. Af þeim eru 7.830 erlendir rík­is­borg­ar­ar, en heild­ar­at­vinnu­leysi á meðal þeirra er yfir 20 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýrri vinnu­mark­aðs­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar sem birt var í dag og sýnir stöðu mála á vinnu­mark­aði um síð­ustu mán­aða­mót.

Auglýsing
Flestir þeirra sem eru að missa vinn­una störf­uðu áður í ferða­þjón­ustu­tengdum geir­um.  Atvinnu­leysið er hlut­falls­lega lang­mest á Suð­ur­nesj­un­um, sem er afar háð ferða­þjón­ustu um atvinnu þar sem alþjóða­flug­völlur lands­ins er stað­settur þar. Alls mælist 16,5 pró­sent atvinnu­leysi á svæð­inu. Næst mest atvinnu­leysi mælist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 9,3 pró­sent.  Í skýrsl­unni segir að um helm­ingur atvinnu­lausra á Suð­ur­nesjum í almenna bóta­kerf­inu að komi úr starfi tengt flug­sam­göngum og ferða­þjón­ustu sam­an­borið við um 35 pró­sent atvinnu­lausra á land­inu öllu. 

Atvinnu­leysi er nú orðið hærra meðal kvenna en karla alls staðar á land­inu nema á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem það er ívið hærra meðal karla. 

Fimmti hver útlend­ingur á vinnu­mark­aði án atvinnu

Erlendir rík­­is­­borg­­arar léku lyk­il­hlut­verk í hag­­vaxt­­ar­­skeið­inu sem hófst árið 2011 og ómög­u­­legt hefði veið að manna öll þau störf sem sköp­uð­ust á tíma­bil­inu ef ekki hefði verið fyrir erlent vinn­u­afl. Frá miðju ári 2012 og fram til loka júní­mán­aðar fjölg­aði þeim úr 20.570 í 50.701 hér­lend­is, eða um yfir 30 þús­und. Af þeim eru um 75 pró­sent á vinnu­mark­að­i. 

Rúm­lega fjórð­ungur erlends vinnu­afls hér­lendis a síð­asta ári starf­aði í ferða­þjón­ustu. Þessi hópur varð því sá fyrsti til missa vinn­una þegar mik­ill sam­dráttur varð í ferða­þjón­ustu sam­hliða kór­ónu­veiru­far­ald­in­um. 

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar kemur fram að heild­ar­at­vinnu­leysi erlendra rík­is­borg­ara hafi verið nálægt 20,5 pró­sent í júlí. Það þýðir að fimmti hver erlendur rík­is­borg­ari á íslenskum vinnu­mark­aði var án atvinnu um síð­ustu mán­aða­mót, eða alls 6.909 manns. Auk þess voru 921 erlendir rík­is­borg­arar á hluta­bóta­leið­inn­i. Í fyrra á sama tíma var 2.571 erlendur rík­is­borg­ari án atvinnu og hefur þeim sem eru almennt atvinnu­lausir því fjölgað um 169 pró­sent fá einu ári. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar á atvinnu­leys­is­skrá komu frá Pól­landi eða 3.520, sem er um 51 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá. Pól­verjar eru lang­fjöl­menn­asti hópur erlendra rík­is­borg­ara sem búsettur er á Íslandi, en alls voru þeir 20.904 í lok júlí. Það þýðir að 41 pró­sent erlendra rík­is­borg­ara hér á landi eru pólskir rík­is­borg­ar­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent