Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.

Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Auglýsing

„Þessi ákvörðun er auð­vitað von­brigði í sjálfu sér en hún er tekin vegna þess að veiran er í vexti í lönd­unum í kringum okk­ur,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reykj­förð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, á upp­lýs­inga­fundi rík­is­stjórn­ar­innar sem hald­inn var í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag.Hún sagði hertar aðgerðir á landa­mær­unum vera inn­grip í ferða­frelsi, bæði ferða­frelsi gesta okkar sem og ferða­frelsi Íslend­inga. „Og í slíkum aðstæðum viljum við alls ekki fest­ast. Þannig að það skiptir miklu máli að við séum með þetta til stöðugrar end­ur­skoð­unar eins og við höfum verið mjög skýr með allan tím­ann. Þess vegna er mik­il­vægt að létta þá á þessum tak­mörk­unum þegar að aðstæður leyfa,“ sagði Þór­dís.

Alþjóð­leg við­skipti hluti af sjálfs­mynd Íslend­inga

Hún sagði und­ir­stöðu hag­sældar á Íslandi vera alþjóð­leg við­skipti og sterkar teng­ingar við eyríkið Ísland. Þar að auki væru alþjóð­leg við­skipti, sterkar sam­göng­ur, teng­ingar og tengsl vera stór partur af sjálfs­mynd Íslend­inga.

Auglýsing


„En áfram eru per­sónu­bundnar og ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir langöflug­asta tækið til að berja niður þessa veiru, það hefur ekki breyst. Og hertar aðgerðir á landa­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í mjög góðu sam­fé­lagi og við búum í sterku sam­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem að leiðir okkur í gegnum þennan þátt verk­efn­is­ins,“ sagði Þór­dís Kol­brún á fund­in­um.Hún bætti því við að stjórn­völd væru heppin með sótt­varna­yf­ir­völd. „Þetta er risa­stórt verk­efni og það er alveg krist­al­tært að það erum við hér sem berum ábyrgð á þeim póli­tísku ákvörð­unum sem teknar eru en við erum heppin með það teymi sem að leiðir okkur í gegnum það og hjálpar okkur að taka þær ákvarð­an­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent