Samfélag er „ekki bara hagtölur“

„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.

Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Auglýsing

Meg­in­mark­mið stjórn­valda nú er að ná tökum á far­aldr­inum hér inn­an­lands með það fyrir augum að heil­brigð­is­kerfið ráði við þá bylgju sem við erum á núna sem og til þess að verja þá sem við­kvæm­astir eru. Þetta sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra á upp­lýs­inga­fundi rík­is­stjórn­ar­innar sem hald­inn var í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag. Á fund­inum voru kynntar hertar aðgerðir í landamæra­skim­un. Nú munu allir komu­far­þegar þurfa að fara í skimun við kom­una til lands­ins, sæta fjög­urra til fimm daga sótt­kví og fara svo í seinni skim­un.Mik­il­vægt að fara að ráði sótt­varna­yf­ir­valda

Svan­dís lagði áherslu á að ein­stak­lings­bundnar smit­varnir væru ef til vill það sem skipti mestu máli í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. „Ég vil líka leggja áherslu á það að hér eftir sem hingað til höfum við á Íslandi borið gæfu til þess að taka ákvarð­anir sem eru til­tölu­lega lítið íþyngj­andi fyrir sam­fé­lag­ið. Vegna þess að við leggjum mikla áherslu á það að sam­fé­lagið sé í gangi. Að það virki. Að fólk sé að hittast, að fólk sé að tala sam­an. Að við höldum áfram að til eins og við höfum margoft sag­t,“ sagði hún í kjöl­far­ið.

Auglýsing


Hún sagði það einnig mjög mik­il­vægt að fara að ráði sótt­varna­yf­ir­valda, því þau viti best hvernig eigi að glíma við far­ald­ur­inn. „Það viljum við líka gera. Vegna þess að það er ákvörðun og það er líka ákvörðun sem er póli­tísk að leyfa stjórn­mál­unum að vera í aft­ur­sæt­inu þegar komið er að vís­inda­legum við­fangs­efn­um. Að gera kröfu um það. Að setja sjálfan sig í annað sæti þegar komið er að vís­inda­legum áskor­un­um.“Hún sagði þekk­ingu á veirunni vaxa dag frá degi, þannig virki vís­ind­in. Hún sagði stjórn­völd og sam­fé­lagið þurfa að hafa sveigj­an­leika til þess að fylgja eftir sjón­ar­miðum sótt­varna­yf­ir­valda. Það hafi verið okkar gæfa hingað til og sagð­ist Svan­dís vilja að svo yrði áfram.Ekki hægt að leggja hag­rænt mat á allt

„Sam­fé­lag er nefni­lega ekki bara hag­tölur og sam­fé­lag er ekki bara rík­is­reikn­ing­ur­inn eða hag­vöxt­ur­inn eða hvað það er sem við viljum að það sé. Það er svo óend­an­lega mik­ils virði að sam­fé­lagið virki þannig að okkur líði vel í því. Og sumt af því er þannig að við getum ekki einu sinni sett á það eitt­hvað hag­rænt mat. Þó það fari ægi­lega í taug­arnar á okkur í stjórn­völd­unum að geta ekki sett hag­rænt mat á allt. Þá er sumt þannig að það er ein­fald­lega ekki  hægt. Og það er það að lifa og hrær­ast í öfl­ugu og opnu sam­fé­lagi. Það er sam­fé­lag þar sem eru sterkir skól­ar. Þar sem er öruggt og öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi og þar sem að menn­ing­ar­lífið blómstrar á hverjum ein­asta deg­i,“ sagði Svan­dís.Hún sagði í kjöl­farið að ákvarð­anir stjórn­valda væru teknar með það í huga að sam­fé­lagið gæti verið þannig. Þá nýtti hún tæki­færið til að minna á þátt hvers og eins í bar­átt­unni við veiruna: Við erum öll almanna­varnir og það gildir í dag, það mun gilda enn um sinn og ef við hjálp­umst að þá munum við kom­ast í gegnum þetta sam­an.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent