Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.

Frá Keflavíkurflugvelli
Frá Keflavíkurflugvelli
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað á fundi í dag að eigi síðar en frá og með mið­viku­deg­inum 19. ágúst næst­kom­andi verði allir komu­far­þegar skimaðir tvisvar við kom­una til Íslands. Fyrri sýna­taka verður á landa­mærum, að því búnu ber komu­far­þegum að fara í sótt­kví í 4-5 daga þangað til nið­ur­staða er fengin úr seinni sýna­töku. Börn fædd 2005 og síðar þurfa þó ekki að fara í skim­un. Þetta kemur fram á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Þessi ákvörðun er sögð „tekin í ljósi þess hvernig veiran hefur þró­ast á heims­vísu og hér innan lands“, en um mikla stefnu­breyt­ingu er að ræða hvað varðar ferða­lög til og frá land­inu. Farið var eftir þeirri leið sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir taldi álit­leg­asta frá sjón­ar­miði sótt­varna.

„Tíðni smita vegna Covid-19 fer vax­andi í nágranna­löndum og um allan heim. Þá er enn verið að kljást við hóp­sýk­ingu sem upp hefur komið hér á landi án þess að vitað sé hvernig það afbrigði veirunnar barst inn í land­ið. Loks liggur fyrir að sótt­varna­læknir telur þessa leið áhrifa­rík­asta frá sótt­varna­sjón­ar­mið­i,“ segir í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni, sem er að kynna þessa ákvörðun sína á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu.

Engin „ör­ugg ríki“ lengur

Helsta breyt­ingin sem leiðir af þess­ari ákvörðun rík­i­s­tjórn­ar­innar er sú að allir far­þeg­ar, fyrir utan börn fædd 2005 og síð­ar, verða skimaðir við komu til lands­ins. Und­an­farið hafa far­þegar frá til­teknum ríkjum verið und­an­skild­ir. Í þeim ríkjum er far­ald­ur­inn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eft­ir­lit með því að far­þegar hafi í raun dvalið 14 daga í við­kom­andi landi, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu stjórn­valda. Nú verða því allir skimað­ir, óháð því hvaðan þeir koma.

Auglýsing

Þá ber öllum að fara í sýna­töku 2 til þess að tryggja betur að smit grein­ist hjá þeim sem eru nýlega smit­að­ir. „Hingað til hefur sú krafa ein­ungis átt við Íslend­inga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dval­ar. Fyrstu 4-5 dag­ana þurfa við­kom­andi að vera í sótt­kví sem er örugg­ara og skýr­ara fyr­ir­komu­lag en svokölluð heim­komusmit­gát sem mun þá heyra sög­unni til,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Loks verða reglur um for­skrán­ingu far­þega hertar til þess að tryggja að nauð­syn­legar upp­lýs­ingar liggi fyrir áður en komið er til lands­ins.

„Þessi ákvörðun er byggð á þeirri verð­mætu reynslu sem feng­ist hefur við skimun á landa­mærum frá 15. júní sl. þar sem sam­starf heilsu­gæsl­unn­ar, Land­spít­ala og Íslenskrar erfða­grein­ingar hefur verið lyk­il­at­riði undir yfir­stjórn sótt­varna­læknis og með full­tingi landamæra­eft­ir­lits og almanna­varna­deildar lög­reglu. Nú eru reglur hertar til að lág­marka enn frekar hætt­una á nýjum smitum með öryggi lands­manna og lýð­heilsu að leið­ar­ljósi. Með þessu er talið að dregið verði úr líkum á því að frek­ari rask­anir verði á dag­legu lífi lands­manna vegna sótt­varn­ar­að­gerða inn­an­lands. Áfram verður fylgst grannt með þróun mála í öðrum ríkjum og reglur end­ur­metnar með hlið­sjón af henni. Hér eftir sem hingað til metur sótt­varna­læknir með reglu­bundnum hætti hvort lönd séu lágá­hættu­svæði og fari þá yfir í fyr­ir­komu­lag ein­faldrar skimunar á landa­mærum,“ segir í til­kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent