Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa

Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.

img_4583_raw_0710130529_10191335034_o.jpg
Auglýsing

Júní síð­ast­lið­inn var umsvifa­mesti ein­staki mán­uð­ur­inn, að minnsta kosti frá árinu 2013, í hreinum nýjum íbúða­lánum hjá bönk­un­um. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) sem kom út í gær. Mán­uð­ur­inn var jafn framt sá umsvifa­minnsti í útlánum líf­eyr­is­sjóða síðan árið 2008.Fram kemur í skýrsl­unni að hjá bönk­unum hafi ný óverð­tryggð íbúða­lán á breyti­legum vöxtum numið alls 31 millj­arði króna, að frá­dregnum upp­greiðsl­um, í júní. Óverð­tryggð lán á föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára voru nei­kvæð um sem nemur þremur millj­örðum króna í sama mán­uði. Þá námu upp­greiðslur á verð­tryggðum lánum einum millj­arði umfram ný óverð­tryggð útlán.

Auglýsing


Stærsti mán­uður banka, minnsti mán­uður líf­eyr­is­sjóða

„Hrein ný íbúða­lán bank­anna til heim­il­anna juk­ust alls um 23% að raun­virði frá maí til júní, en maí­mán­uður er þó næst stærsti útlána­mán­uður bank­anna hingað til. Að þeim mán­uði und­an­skildum var júní­mán­uður 66% stærri að raun­virði en sá útlána­mán­uður sem næstur kem­ur, sem var júlí 2015. Ef borið er saman við júní­mánuð í fyrra var aukn­ingin um 207% að raun­virði á milli ára,“ segir um útlán bank­anna til hús­næð­is­kaupa í skýrsl­unni.Þróun útlána banka og lífeyrissjóða á síðustu árum. Mynd: HMSNý íbúða­lán líf­eyr­is­sjóð­anna voru í fyrsta sinn að lægri fjár­hæð en upp­greiðslur eldri lána hjá sjóð­un­um. Ný óverð­tryggð lán námu 563 millj­ónum króna í júní en ný verð­tryggð lán voru alls nei­kvæð um 896 millj­ónir í mán­uð­in­um. „Var júní síð­ast­lið­inn þar með sá umsvifa­minnsti innan líf­eyr­is­sjóð­anna frá upp­hafi mæl­inga. Síð­ast­liðna þrjá mán­uði hafa hrein ný íbúða­lán alls dreg­ist saman um 92% að raun­virði frá fyrstu þremur mán­uðum árs­ins og um 91% frá sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mán­uði árs­ins mælist sá sam­dráttur um 37% frá sama tíma í fyrra,“ segir í skýrsl­unni.

Breyt­ingar á vaxta­kjörum skýra breytta stöðu

Út­lána­aukn­ing und­an­far­inna mán­aða má helst rekja til mik­illa vaxta­lækk­ana á und­an­förnum miss­erum að því er fram kemur í skýrsl­unni. Stýri­vextir hafa lækkað mikið og eru nú eitt pró­sent. Til sam­an­burðar voru þeir 3,75 pró­sent fyrir ári. Þetta hefur orðið til þess að vextir á hús­næð­is­lánum hafa lækkað hratt og þá sér­stak­lega á óverð­tryggðum lánum á breyti­legum vöxt­um. Fyrr á þessu ári urðu vextir á slíkum lánum almennt lægri hjá bönk­unum heldur en hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um, ef frá er tal­inn Birta líf­eyr­is­sjóð­ur. Því hefur hlut­deild banka í hús­næð­is­lánum heim­ila auk­ist á und­an­förnum mán­uð­um, en lækkað hjá líf­eyr­is­sjóð­um.Í skýrslu HMS segir að hlut­deild hús­næð­is­lána í inn­lendum eignum bank­anna sé nú 29 pró­sent. Hlut­deildin hafi verið lægst í sept­em­ber árið 2008 þegar hún ham 8,1 pró­sent. Hlut­deild líf­eyr­is­sjóð­anna hefur vaxið hratt frá byrjun árs 2016 þegar hlut­deild hús­næð­is­lána í inn­lendum eignum sjóð­anna nam 6,8 pró­sent­um. Í mars síð­ast­liðnum náði hún hámarki í 15,6 pró­sentum en er nú 15,1 pró­sent.

Svona hefur hlutdeild lána í innlendum eignum banka og lífeyrissjóða þróast á síðustu árum. Mynd: HMS

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent