92 færslur fundust merktar „lífeyrissjóðir“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.
18. október 2022
Lífeyrissjóðir senda út upplýsingar á pappír fyrir 200 milljónir króna á ári
Í nýframlögðu frumvarpi er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert heimilt að birta sjóðsfélögum sínum upplýsingar með rafrænum hætti. Sérstaklega þarf að óska eftir því að fá þær á pappír. Ef enginn velur það sparast um 200 milljónir króna á ári.
17. október 2022
Krónunum í hirslum íslenskra lífeyrissjóða fjölgaði umtalsvert í júlímánuði.
Eignir lífeyrissjóða aldrei vaxið jafn mikið í einum mánuði og í júlí, eða um 237 milljarða
Eignir lífeyrissjóðakerfisins lækkuðu um 361 milljarð króna á fyrri hluta ársins 2022, vegna styrkingar krónunnar og fallandi hlutabréfaverðs. Í júlí varð mikill viðsnúningur.
6. september 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
8. ágúst 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Lífeyrir og hinn nýi rentuaðall
12. júlí 2022
Lífeyrissjóðirnir hafa ekki lánað jafn mörgum síðan í nóvember 2020.
Lífeyrissjóðirnir hafa einungis einu sinni lánað meira óverðtryggt innan mánaðar
Lífeyrissjóðir landsins eru að snúa aftur af krafti á húsnæðislánamarkað. Þeir lánuðu fleiri ný útlán í febrúar en þeir hafa gert síðan í nóvember 2020. Hægari vaxtahækkanir og nýjar tegundir óverðtryggðra lána laða viðskiptavini að.
15. apríl 2022
Þrír stærstu lífeyrissjóðir Íslands, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Mesti samdráttur hjá lífeyrissjóðunum frá hruni
Eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um 184 milljarða króna í byrjun ársins og hafa þær ekki minnkað jafnmikið síðan í október 2008. Rýrnunina má rekja til styrkingar á gengi krónunnar og mótvinda á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis.
10. mars 2022
Minni hlutabréf og meiri húsnæðislán
Virði hlutabréfa í eigu íslensku lífeyrissjóðanna dróst mikið saman í nóvember, á meðan þeir juku við sig í skuldabréfum. Ásókn í húsnæðislán hjá sjóðunum jókst sömuleiðis í mánuðinum, í fyrsta skipti frá því í maí 2020.
10. janúar 2022
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
25. október 2021
Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði í september athugasemdir við nokkra þætti í rekstri tveggja lífeyrissjóða.
Fjármálaeftirlitið hnýtir í tvo lífeyrissjóði eftir vettvangsathuganir
Í kjölfar vettvangsathugana Fjármálaeftirlitsins hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Eftirlaunasjóði FÍA fyrr á þessu ári voru gerðar nokkrar athugasemdir við ákveðna þætti í rekstri beggja sjóða.
14. október 2021
Stefán Ólafsson
Stóraukin skattbyrði lífeyrisþega
21. ágúst 2021
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri RL.
Ætla ekki að birta úttekt á samningi við Init í heild sinni
Framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða segist ekki geta afhent úttekt á samningi við Init ehf. um rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims í heild sinni. Stjórn RL hefur enn ekki komist að niðurstöðu um næstu skref.
16. ágúst 2021
Lægsta hlutdeild lífeyrissjóða í húsnæðislánum síðan 2017
Á meðan útlán bankakerfisins til heimila hefur aukist hratt á síðustu mánuðum hafa þau dregist saman hjá lífeyrissjóðunum. Hlutfall lífeyrissjóðanna í húsnæðislánum hefur ekki verið lægra í fjögur ár.
8. ágúst 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
12. júní 2021
Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Reiknistofa lífeyrissjóða segir upp samningi sínum við Init
Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt upp samningi sínum við félagið Init, sem heldur utan um lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfið Jóakim. Kveikur fjallaði um óútskýrðar greiðslur frá Init til tengdra aðila í lok aprílmánaðar.
4. júní 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna
Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.
30. apríl 2021
Fjármálaeftirlitið segir lífeyrissjóðum að skýra hvort, hvernig og við hvaða aðstæður megi sparka stjórnarmönnum
Ætluð skuggastjórnun á lífeyrissjóðum hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum. Verkalýðshreyfingin hefur ásakað atvinnulífið um hana og öfugt.
8. apríl 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
1. mars 2021
Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Segir skynsamlegt að lífeyrissjóðir taki þátt í innviðauppbyggingu
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að lífeyrissjóðir gætu tekið þátt í fjármögnun margra innviðaverkefna. Aðkoma lífeyrissjóða að slíkum verkefnum gæti aukið fjölbreytni sjóðanna og dregið úr fjárfestingaáhættu.
20. desember 2020
Samkvæmt hagfræðikenningum ætti hlutfall erlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna að vera hærra en það er núna
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast
Rúmur þriðjungur allra eigna lífeyrissjóðanna er bundinn í erlendri mynt og hefur það hlutfall aldrei verið jafnhátt. Hagfræðingar hafa bent á að ákjósanlegt hlutfall væri að lágmarki 40 til 50 prósent hér á landi.
10. október 2020
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
23. september 2020
Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði í mars
Svo virðist sem lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest fyrir tugi milljarða króna í innlendum hlutabréfum í mars, ef eignir þeirra eru bornar saman við vísitölu Kauphallarinnar.
15. september 2020
Þegar nýir stjórnarmenn taka sæti í lífeyrissjóðum þurfa þeir að standast hæfismat FME. Sumir eru teknir í munnlegt hæfismat, en ekki allir.
„Ríkari kröfur“ gerðar til stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni
Fjármálaeftirlitið gerir „ríkari kröfur“ til þekkingar stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni og því er líklegra er að þeir sem taka sæti í stjórnum stórra sjóða séu kallaðir inn í munnlegt hæfismat af hálfu FME. Það er þó metið hverju sinni.
11. september 2020
Lántakendur hafa verið að hlaupa frá lífeyrissjóðunum, og til viðskiptabanka, undanfarna mánuði.
Lántakar flýja lífeyrissjóðina – Uppgreiðslur umfram ný lán 5,1 milljarður í júlí
Breytt vaxtakjör bankanna, í kjölfar lækkaðra stýrivaxta, hafa leitt til þess að sjóðsfélagar lífeyrissjóða eru að greiða upp húsnæðislán hjá sjóðunum í miklu magni og taka ný lán hjá bönkum í staðinn. Eðlisbreyting hefur orðið á húsnæðislánamarkaði.
7. september 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
15. ágúst 2020
Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.
29. júlí 2020
Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
„Ef einhver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á móti“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nýtti helgina í að fara yfir stöðuna með sínum lögmönnum og undirbúa varnir ef til málshöfðunar á hendur honum kemur. Von er á yfirlýsingu frá honum í dag eða á morgun.
27. júlí 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín og Davíð biðja Ragnar Þór um að draga „órökstuddar dylgjur“ til baka
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA segja Ragnar Þór Ingólfsson formann VR hafa farið fram með órökstuddar dylgjur um þá og fleiri og óska eftir því að hann dragi orð sín til baka.
25. júlí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair
Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.
17. júlí 2020
Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 223 milljarða króna í apríl
Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins hafa aldrei aukist jafn mikið í einum mánuði og þær gerði í apríl, í miðjum heimsfaraldri. Mestu munar um hækkandi hlutabréfaverð erlendis og veikingu krónunnar.
8. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
31. maí 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
27. febrúar 2020
Íslendingar eiga saman mikinn fjársjóð í innlendum og erlendum eignum íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem byggir á sparnaði landsmanna.
Íslendingar eiga fimm þúsund milljarða króna í lífeyrissjóðunum sínum
Lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu landsmanna og fjárfesta fyrir hönd þeirra, juku eignir sínar um 714 milljarða króna á árinu 2019. Meirihluti þeirrar aukningar, um 400 milljarðar króna, var í eignum erlendis.
18. febrúar 2020
Þrátt fyrir að hægt hafi á verðhækkunum á húsnæðismarkaði í fyrra jukust útlán lífeyrissjóða í krónum talið.
Nýtt útlánamet hjá lífeyrissjóðunum – Í fyrsta sinn yfir 100 milljarða
Þrátt fyrir að stærstu lífeyrissjóðir landsins hafi allir reynt að draga úr aðsókn í sjóðsfélagalán til íbúðarkaupa þá jukust ný útlán þeirra í fyrra. Lífeyrissjóðirnir hafa aldrei lána fleiri krónur til sjóðsfélaga en á árinu 2019.
11. febrúar 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til heimilis í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna endurgreiðir hluta sjóðsfélaga ofgreidda vexti
Stjórn næst stærsta lífeyrissjóðs landsins hefur ákveðið að endurgreiða fjölda lántakenda oftekna vexti sem reiknaðir hafa verið á húsnæðislán þeirra frá síðasta sumri. Vextir hópsins munu auk þess lækka umtalsvert, miðað við stöðu mála í dag.
10. febrúar 2020
Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Eignir lífeyrissjóðanna nálgast fimm þúsund milljarða
Alls jukust eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins um 655 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Erlendu eignir þess hafa næstum tvöfaldast frá því að höftum var lyft og innlend hlutabréf gáfu vel af sér í fyrra.
13. janúar 2020
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt þá hefur eftirspurn eftir húsnæðislánum lífeyrissjóða ekki dregist saman. Enda þurfa allir skjól frá vetrarlægðunum.
Stefnir allt í útlánamet hjá lífeyrissjóðunum
Lífeyrissjóðir landsins hafa einungis einu sinni lánað meira á einum mánuði til sjóðsfélaga en þeir gerðu í nóvember í fyrra. Það var í mánuðinum á undan. Verðtryggð lán sækja aftur á vegna lækkandi verðbólgu.
11. janúar 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR máttu ekki breyta því hvernig þeir reiknuðu út vexti
Neytendastofa hefur birt ákvörðun þar sem hún segir að lán sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna og LSR veittu frá byrjun árs 2001 og til apríl 2017 hafi ekki að geyma fullnægjandi ákvæði sem leyfi vaxtabreytingu sem sjóðirnir tilkynnti um í maí 2019.
6. janúar 2020
Gildi setur 60 milljóna króna hámark á lánsupphæð
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur þrengt lánaskilyrði sín og set þak á þá upphæð sem hann lánar til íbúðarkaupa. Stærstu sjóðir landsins hafa allir reynt að draga úr vexti lána til sjóðsfélaga síðustu misserin.
3. janúar 2020
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lagi voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
6. desember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
17. nóvember 2019
Baráttan um lífeyrissjóðina að hefjast af alvöru
Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi. Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra.
1. nóvember 2019
Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna þrengir lánsskilyrði – Geta ekki lánað mikið meira
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins er hættur að lána nýjum lántökum á breytilegum verðtryggðum vöxtum, hefur þrengt lánareglur sínar mjög og lækkað hámarkslán sem hann veitir. Færri munu geta nálgast hagstæð lán fyrir vikið.
3. október 2019
Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins fjárfestu ekki í GAMMA
Lífeyrissjóður verzlunarmanna, LSR og Gildi fjárfestu ekki í sjóðum GAMMA.
2. október 2019
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
17. september 2019
Allir þurfa að eiga heima einhversstaðar. Nú er ódýrara en nokkru sinni fyrr að taka húsnæðislán á Íslandi.
Lægstu húsnæðislánavextir komnir niður í 1,77 prósent
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur haldið sig við það viðmið að láta verðtryggð lánakjör þróast í takt við ávöxtunarkröfu ákveðins skuldabréfaflokks. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hætti því í sumar. Í kjölfarið hafa vextir Almenna lækkað enn frekar.
10. september 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
23. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
20. ágúst 2019
Lífeyrissjóður verzlunarmanna vill breytingu á kaupverði á sölufélögum
Einn stærsti eigandi HB Granda vill að endanlegt kaupverð á sölufélögum sem félagið vill kaupa af Útgerðarfélagi Reykjavíkur verði tengt við afkomu næstu ára.
15. ágúst 2019
Guðrún Johnsen hefur verið skipuð í stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða.
VR skipar nýja stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna
Guðrún Johnsen er á meðal þeirra þriggja sem skipuð hefur verið sem aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Hún verður líklegast næsti stjórnarformaður sjóðsins.
15. ágúst 2019
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð á markað.
Tveir stærstu sjóðirnir sem eiga í HB Granda ekki búnir að ákveða sig
LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem eru stærstu hluthafar HB Granda að Útgerðarfélagi Reykjavíkur frátöldu, hafa ekki ákveðið hvort þeir samþykki kaup félagsins á eignum frá stærsta eigandanum á hluthafafundi á morgun.
14. ágúst 2019
Ályktar að varðhundar lífeyrissjóðakerfisins séu haldnir „Ponzi heilkennum“
Formaður VR segir að varla nokkrum manni detti í hug að lífeyrissjóðum landsins muni takast að standa við þau loforð um lífeyrisgreiðslur sem gefin hafa verið, ætli þeir sér að reiða sig alfarið á markaðslegar forsendur.
11. ágúst 2019
Rúmt ár er síðan að Arion banki var skráður á markað.
Gildi orðinn þriðji stærsti eigandi Arion banka
Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur bætt við sig hlutum í Arion banka og á nú yfir fimm prósent hlut. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga samtals tæplega 12 prósent í bankanum.
7. ágúst 2019
Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Lagt til að hækka skyldusparnað í lífeyrissjóði um 29 prósent
Nýtt frumvarp leggur til að skyldusparnaður landsmanna í lífeyrissjóði verði aukin um tæpan þriðjung. Það gæti leitt til þess að lífeyrissjóðir stýri megninu af sparnaði einstaklinga og tækju þar af leiðandi flestar fjárfestingarákvarðanir.
7. ágúst 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
VR stefn­ir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna stofn­un­inni fyr­ir að viður­kenna ekki lög­mæti ákvörðunar full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna.
26. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór segir dreifibréf FME staðfesta að engin lög hafi verið brotin
Formaður VR segir gott að fá það staðfest af Fjármálaeftirlitinu að engar reglur eða lög hafi verið brotin þegar VR afturkallaði umboð stjórnarmanna sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og vísar þar til dreifibréfs FME frá því í gær.
4. júlí 2019
FME telur afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna sjóða vega að sjálfstæði stjórna þeirra
Fjármálaeftirlitið segir að afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna sjóða, sem byggi á ósætti tilnefningaraðila við einstakar ákvarðanir stjórnar, geti talist tilraun til beinnar íhlutunar í stjórnun lífeyrissjóða.
3. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Heilögu kýrnar í stjórnum lífeyrissjóðanna
1. júlí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir það leið til breytinga kjósi sjóðfélagar lífeyrissjóða stjórnir þeirra beint
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar leiðara ritstjóra Fréttablaðsins og segir að þegar slagurinn sé tekinn við valdamikil öfl í íslensku samfélagi þá þurfi að búa sig undir að hart sé sótt að manni af „gæslumönnum sérhagsmunaafla“.
1. júlí 2019
Lífeyrissjóðurinn Birta lækkar vexti
Óverðtryggðir vextir lækka úr 5,1 prósent í 4,85 prósent en verðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 2,31 prósent í 1,97 prósent.
30. júní 2019
FME rannsakar lögmæti ákvörðunar VR
Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar þá ákvörðun VR að draga til baka umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. FME hefur jafnframt tilkynnt stjórnarformanni sjóðsins að hann sitji áfram þar til stjórnarfundur VR hefur verið haldinn.
22. júní 2019
Ingvi Þór Georgsson
Tímamót í Frjálsa lífeyrissjóðnum
10. maí 2019
Mjög hefur hægt á útlánum lífeyrissjóða til íbúðarkaupa á síðustu mánuðum.
Lífeyrissjóðir lánuðu jafn mikið óverðtryggt og verðtryggt í nóvember
Útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga vegna íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar drógust saman um tæpan þriðjung milli mánaða. Helmingur útlána þeirra voru óverðtryggð.
7. janúar 2019
Allir þrír stærstu lífeyrissjóðirnir búnir að lækka veðhlutfall niður í 70 prósent
Gildi hefur lækkað veðhlutfall lána sem hann veitir sjóðsfélögum sínum til íbúðarkaupa niður í 70 prósent. Það var m.a. gert vegna þess að hinir tveir stóru lífeyrissjóðirnir höfðu lækkað sitt veðhlutfall þannig, sem skilaði aukinni aðsókn í lán Gildis.
3. janúar 2019
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
18. október 2018
Aðalbjörn Sigurðsson
Kveikur verður að gera betur
18. október 2018
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni.
Sala í matvöruverslunum Haga dróst saman um 6,8 prósent milli ára
Hagar seldi vörur fyrir 6,6 milljörðum minna á síðasta rekstrarári en árið áður. Stærsta ástæðan er breytt umhverfi með tilkomu Costco. Til stendur að kaupa Olís á 10,4 milljarða. Stærstu eigendur sátu hjá við atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu.
8. júní 2018
Hinir alltumlykjandi lífeyrissjóðir
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung af heildarfjármunum á Íslandi og það hlutfall mun halda áfram að vaxa á næstu árum. Þeir eiga tæplega helming allra hlutabréfa og sjö af hverjum tíu skuldabréfum.
8. maí 2018
Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland?
Landssamtök lífeyrissjóða og Kjarninn standa fyrir morgunverðarfundið næstkomandi miðvikudag þar sem rætt verður um stærð íslenska lífeyrissjóðakerfisins, áhrif þess á íslenskt efnahagskerfi og þær áskoranir sem fylgja því að það á eftir að stækka meira.
4. maí 2018
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir samkomulagið í gær.
Tekið fyrir að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum geti átt í sömu fyrirtækjum og sjóðirnir
Nýtt samkomulag setur hömlur á hversu lengi sömu einstaklingar geta setið í stjórnum lífeyrissjóða. Það skikkar líka stjórnarmenn sem eiga hluti í fyrirtækjum sem lífeyrissjóðurinn á líka í til að selja þá eða koma þeim fyrir í eignastýringu.
25. apríl 2018
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Hlutur ríkisins í stærsta eiganda Marels var færður til LSR
Á meðal þeirra eigna íslenska ríkisins sem færðar voru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var hlutur í Eyri Invest, í Nýja Norðurturninum og í Internet á Íslandi.
24. apríl 2018
Sverrir Bollason
Lífsverk – verkefnin framundan
9. apríl 2018
Allir starfsmenn N1 fái sömu launahækkun og forstjórinn
Stjórn VR mun leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 milljónir á mánuði á síðasta ári.
16. mars 2018
Aðalbjörn Sigurðsson
Allskonar ömurlegt í boði lífeyrissjóðanna
2. mars 2018
Gæti sameining N1 og Krónunnar leitt til hærra verðlags í Bónus?
Eiríkur Ragnarsson segir að það sé augljóst mál að þegar eignarhald skarist mikið hjá stórum félögum þá flækjast og breytast hvatar stjórnenda.
2. mars 2018
Gildi segir að of mikil óvissa og áhætta hafi falist í því að kaupa í Arion
Stærstu eigendur Arion banka vildu ekki leyfa Gildi að leggja mat á endurskoðað uppgjör bankans áður en þeir keyptu hlut.
13. febrúar 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar
Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.
27. nóvember 2017
Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Íbúðalánavextir komnir niður fyrir 3%
Verðtryggðir íbúðalánavextir hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna eru nú komnir í 2,98%, en það er 0,67 prósentustigum lægra en viðmiðunarvextir Seðlabankans.
18. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Vantar 1.000 milljarða til að ná æskilegu hlutfalli Benedikts
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna eru langt undir því sem fjármálaráðherra telur æskilegt, en samkvæmt nýjustu tölum ættu sjóðirnir að fjárfesta erlendis fyrir þúsund milljarða til að ná því.
10. júlí 2017
Nýleg lög gefa lífeyrissjóðnum auknar fjárfestingaheimildir.
10 milljarða kaup Frjálsa á eignum Stefnis vegna lagabreytingar
Nýjar lagaheimildir var ástæða kaupa Frjálsa lífeyrissjóðsins á hlutum Stefnis fyrr í vikunni, að sögn framkvæmdastjóra Frjálsa.
7. júlí 2017
Stærstu viðskipti vikunnar voru 3,4 milljarða kaup Frjálsa í Marel.
Frjálsi tekur 10 milljarða úr stýringu hjá Stefni
Frjálsi lífeyrissjóðurinn keypti eignarhlut sem áður var í stýringu Stefnis að virði 9 milljarða í 10 skráðum fyrirtækjum í vikunni sem leið.
7. júlí 2017
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa minnkað frá afléttingu hafta.
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa dregist saman um 27 milljarða
Töluvert dró úr erlendum eignum lífeyrissjóðanna í maímánuð, samhliða mikilli styrkingu krónunnar.
6. júlí 2017
Húsakynni Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Lífeyrissjóður verslunarmanna gerir athugasemd við frétt Kjarnans
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir frétt Kjarnans um erlendar eignir sjóðsins.
28. júní 2017
Áhættusamar erlendar fjárfestingar ná 12% af heildareignum
Tæpur helmingur erlendra eigna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna í áhættusömum sjóðum
Helmingur erlendra eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna er bundinn í hlutabréfasjóðum sem teljast frekar eða mjög áhættusamir.
26. júní 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þrjú hætta í stjórnum lífeyrissjóða vegna nýrra reglna SA
Þrír stjórnarmenn SA í Birtu og Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa ákveðið að hætta, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þau sitja öll í stjórnum skráðra hlutafélaga líka.
7. mars 2017
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna neikvæð í fyrra
Lífeyrissjóður verzlunarmanna á gríðarlegt magn af innlendum hlutabréfum. Raunávöxtun þeirra var neikvæð í fyrra og tryggingafræðileg staða sjóðsins versnaði.
18. febrúar 2017
Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða rýmkaðar - Fá að eiga 20 prósent í félögum
Hámarksheimild lífeyrissjóða til að eiga í félögum, fyrirtækjum og sjóðum verður hækkuð úr 15 í 20 prósent verði breytingartillaga nefndar að lögum. Fyrri tillaga um að meina sjóðunum að fjárfesta beint í fasteignum verður felld út.
21. september 2016
Duchamp var herrafataverslun sem stofnuð var árið 1989. Síðan að greiðslustöðvunin var veitt hefur dómskipaður matsmaður unnið að því að selja eignir félagsins.
Lífeyrissjóðir tapa hundruð milljóna á fjárfestingu í breskri fatabúð
16. september 2016
Talið er að líklegasta skýringin á auknum vinsældum sjóðsfélagalána séu hagstæðari kjör lánanna.
Lífeyrissjóðir lána mun meira til húsnæðiskaupa
Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðiskaupa að undanförnu miðað við síðustu ár. Nær fjórfalt meira var lánað með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
28. apríl 2016
Framkvæmdastjóri Stapa í Panamaskjölunum - búinn að segja upp störfum
Kári Arnór Kárason hættir sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs vegna tveggja félaga hans í Panamaskjölunum. Hann segir ekki boðlegt að maður í sinni stöðu tengist slíkum félögum og biðst afsökunar.
23. apríl 2016