Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent

Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Auglýsing

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað verð­tryggða breyti­lega vexti sína aft­ur, úr 1,77 pró­sent í 1,64 pró­sent. Það eru lang­lægstu ver­tryggðu vextir sem eru í boði fyrir íslenska lán­taka á mark­aðnum í dag, en Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lánar sjóðs­fé­lögum sínum fyrir 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir hans eru t.d. 38 pró­sent lægri en hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna og helm­ingur þeirra vaxta sem eru í boði hjá Lands­bank­anum fyrir sömu teg­und lána. Lands­bank­inn er þó sá við­skipta­banki sem býður bestu verð­tryggðu vext­ina. 

Verð­bólga, sem hefur áhrif á verð­bætur sem greið­ast af verð­tryggðum lán­um, er sem stendur 3,2 pró­sent. 

Vaxta­breyt­ingar á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lánum hjá Almenna líf­eyr­is­­sjóðn­­um, sem býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á lán fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði á hús­næði, eru ákveðnar 15. hvers mán­að­­ar. Þær voru því ákveðnar um helg­ina. Vext­irnir taka mið af með­­al­á­vöxtun á skulda­bréfa­­flokki Íbúð­­ar­lána­­sjóðs HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­­sent álag­i.   

Auglýsing

Verzl­un­ar­menn ákváðu að breyta um aðferð

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins sem hefur verið leið­andi á meðal líf­eyr­is­­sjóða í end­­ur­komu þeirra á hús­næð­is­lána­­mark­að, var með sama fyr­ir­komu­lag. Þ.e. vextir lána hans voru ákvarð­aðir í sam­ræmi við breyt­ingu á ávöxt­un­­­ar­­­kröfu sama skulda­bréfa­­flokks og hjá Almenna, að við­bættu álagi. Á und­an­­­förnum árum hafa við­­­skipti með þau bréf dreg­ist veru­­­lega saman með þeim afleið­ingum að ávöxt­un­­­ar­krafan hefur dreg­ist mikið sam­­­an.

Afleið­ing þess var sú að vextir Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna lækk­­uðu mjög mikið á skömmum tíma. Í lok maí voru þeir orðnir 2,06 pró­­sent. 

Þá ákvað stjórn sjóðs­ins að breyta því hvernig vextir yrðu ákvarð­að­­ir. Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa skulda­bréfa­­flokks­ins myndi stýra vaxta­stíg­inu var ákveðið að stjórn sjóðs­ins myndu ein­fald­­lega ákveða þá. Þeir voru í kjöl­farið hækk­­aðir í 2,26 pró­­sent og þar eru þeir enn þann dag í dag. Sjóð­ur­inn lánar einnig fyrir 70 pró­sent af kaup­verði, alveg eins og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn.

Almenni hélt áfram að lækka vexti

Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hefur ekki breytt sinni aðferð­­ar­fræði. Í dag eru verð­­tryggði vextir sem sjóðs­fé­lagar í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna geta fengið tæp­­lega 38  pró­­sent hærri en vext­irnir sem sjóðs­fé­lögum Almenna bjóð­­ast.

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna hafði áhrif. VR, sem skipar fjóra af átta stjórn­­­ar­­mönnum í sjóðn­­um, ákvað að skipta þeim öllum út fyrir nýja og bar fyrir sig trún­­að­­ar­brest vegna vaxta­hækk­­un­­ar­inn­­ar. 

Vext­irnir hafa þrátt fyrir það ekki lækkað eftir að ný stjórn tók við störfum og skipti með sér verk­um. 

Tvisvar sinnum hærri vextir hjá rík­is­bank­anum

Birta líf­eyr­is­sjóður býður upp á næst lægstu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina, eða 1,97 pró­sent. Sá sjóður lánar hins vegar ein­ungis fyrir 65 pró­sent af kaup­verði og lán hans því val­mögu­leiki fyrir afmark­aðri hóp betur settra en hjá sjóðum sem lána hærra hlut­fall.

Stapi líf­eyr­is­sjóður býður sínum við­skipta­vinum upp á 2,06 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti en hann lánar meira en flestir líf­eyr­is­sjóð­ir, eða fyrir 75 pró­sent af kaup­verði. Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lán­aðar síðan á 2,15 pró­sent vöxtum og fyrir 70 pró­sent kaup­verðs og í fimmta sæti á list­an­um  yfir hag­stæð­ustu breyti­legu verð­tryggðu lánin situr Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna. 

Hinir stóru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (2,3 pró­sent vext­ir) og Gildi (2,61 pró­sent vext­ir) hafa einnig yfir­gefið kapp­hlaupið um hag­stæð­ustu vext­ina. Þeir eru, ásamt Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, lang­fjöl­menn­ustu og fjár­sterk­ustu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. 

Sá við­skipta­banki sem býður skap­leg­ustu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina er Lands­bank­inn, þar sem hægt er að fá 70 pró­sent lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Það næstum tvisvar sinnum hærri vextir en bjóð­ast hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um. Vextir bæði Íslands­banka og Arion banka eru því rúm­lega tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent