Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent

Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Auglýsing

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað verð­tryggða breyti­lega vexti sína aft­ur, úr 1,77 pró­sent í 1,64 pró­sent. Það eru lang­lægstu ver­tryggðu vextir sem eru í boði fyrir íslenska lán­taka á mark­aðnum í dag, en Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lánar sjóðs­fé­lögum sínum fyrir 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir hans eru t.d. 38 pró­sent lægri en hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna og helm­ingur þeirra vaxta sem eru í boði hjá Lands­bank­anum fyrir sömu teg­und lána. Lands­bank­inn er þó sá við­skipta­banki sem býður bestu verð­tryggðu vext­ina. 

Verð­bólga, sem hefur áhrif á verð­bætur sem greið­ast af verð­tryggðum lán­um, er sem stendur 3,2 pró­sent. 

Vaxta­breyt­ingar á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lánum hjá Almenna líf­eyr­is­­sjóðn­­um, sem býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á lán fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði á hús­næði, eru ákveðnar 15. hvers mán­að­­ar. Þær voru því ákveðnar um helg­ina. Vext­irnir taka mið af með­­al­á­vöxtun á skulda­bréfa­­flokki Íbúð­­ar­lána­­sjóðs HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­­sent álag­i.   

Auglýsing

Verzl­un­ar­menn ákváðu að breyta um aðferð

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins sem hefur verið leið­andi á meðal líf­eyr­is­­sjóða í end­­ur­komu þeirra á hús­næð­is­lána­­mark­að, var með sama fyr­ir­komu­lag. Þ.e. vextir lána hans voru ákvarð­aðir í sam­ræmi við breyt­ingu á ávöxt­un­­­ar­­­kröfu sama skulda­bréfa­­flokks og hjá Almenna, að við­bættu álagi. Á und­an­­­förnum árum hafa við­­­skipti með þau bréf dreg­ist veru­­­lega saman með þeim afleið­ingum að ávöxt­un­­­ar­krafan hefur dreg­ist mikið sam­­­an.

Afleið­ing þess var sú að vextir Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna lækk­­uðu mjög mikið á skömmum tíma. Í lok maí voru þeir orðnir 2,06 pró­­sent. 

Þá ákvað stjórn sjóðs­ins að breyta því hvernig vextir yrðu ákvarð­að­­ir. Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa skulda­bréfa­­flokks­ins myndi stýra vaxta­stíg­inu var ákveðið að stjórn sjóðs­ins myndu ein­fald­­lega ákveða þá. Þeir voru í kjöl­farið hækk­­aðir í 2,26 pró­­sent og þar eru þeir enn þann dag í dag. Sjóð­ur­inn lánar einnig fyrir 70 pró­sent af kaup­verði, alveg eins og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn.

Almenni hélt áfram að lækka vexti

Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hefur ekki breytt sinni aðferð­­ar­fræði. Í dag eru verð­­tryggði vextir sem sjóðs­fé­lagar í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna geta fengið tæp­­lega 38  pró­­sent hærri en vext­irnir sem sjóðs­fé­lögum Almenna bjóð­­ast.

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna hafði áhrif. VR, sem skipar fjóra af átta stjórn­­­ar­­mönnum í sjóðn­­um, ákvað að skipta þeim öllum út fyrir nýja og bar fyrir sig trún­­að­­ar­brest vegna vaxta­hækk­­un­­ar­inn­­ar. 

Vext­irnir hafa þrátt fyrir það ekki lækkað eftir að ný stjórn tók við störfum og skipti með sér verk­um. 

Tvisvar sinnum hærri vextir hjá rík­is­bank­anum

Birta líf­eyr­is­sjóður býður upp á næst lægstu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina, eða 1,97 pró­sent. Sá sjóður lánar hins vegar ein­ungis fyrir 65 pró­sent af kaup­verði og lán hans því val­mögu­leiki fyrir afmark­aðri hóp betur settra en hjá sjóðum sem lána hærra hlut­fall.

Stapi líf­eyr­is­sjóður býður sínum við­skipta­vinum upp á 2,06 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti en hann lánar meira en flestir líf­eyr­is­sjóð­ir, eða fyrir 75 pró­sent af kaup­verði. Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lán­aðar síðan á 2,15 pró­sent vöxtum og fyrir 70 pró­sent kaup­verðs og í fimmta sæti á list­an­um  yfir hag­stæð­ustu breyti­legu verð­tryggðu lánin situr Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna. 

Hinir stóru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (2,3 pró­sent vext­ir) og Gildi (2,61 pró­sent vext­ir) hafa einnig yfir­gefið kapp­hlaupið um hag­stæð­ustu vext­ina. Þeir eru, ásamt Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, lang­fjöl­menn­ustu og fjár­sterk­ustu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. 

Sá við­skipta­banki sem býður skap­leg­ustu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina er Lands­bank­inn, þar sem hægt er að fá 70 pró­sent lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Það næstum tvisvar sinnum hærri vextir en bjóð­ast hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um. Vextir bæði Íslands­banka og Arion banka eru því rúm­lega tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent