Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent

Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Auglýsing

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað verð­tryggða breyti­lega vexti sína aft­ur, úr 1,77 pró­sent í 1,64 pró­sent. Það eru lang­lægstu ver­tryggðu vextir sem eru í boði fyrir íslenska lán­taka á mark­aðnum í dag, en Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lánar sjóðs­fé­lögum sínum fyrir 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir hans eru t.d. 38 pró­sent lægri en hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna og helm­ingur þeirra vaxta sem eru í boði hjá Lands­bank­anum fyrir sömu teg­und lána. Lands­bank­inn er þó sá við­skipta­banki sem býður bestu verð­tryggðu vext­ina. 

Verð­bólga, sem hefur áhrif á verð­bætur sem greið­ast af verð­tryggðum lán­um, er sem stendur 3,2 pró­sent. 

Vaxta­breyt­ingar á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lánum hjá Almenna líf­eyr­is­­sjóðn­­um, sem býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á lán fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði á hús­næði, eru ákveðnar 15. hvers mán­að­­ar. Þær voru því ákveðnar um helg­ina. Vext­irnir taka mið af með­­al­á­vöxtun á skulda­bréfa­­flokki Íbúð­­ar­lána­­sjóðs HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­­sent álag­i.   

Auglýsing

Verzl­un­ar­menn ákváðu að breyta um aðferð

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins sem hefur verið leið­andi á meðal líf­eyr­is­­sjóða í end­­ur­komu þeirra á hús­næð­is­lána­­mark­að, var með sama fyr­ir­komu­lag. Þ.e. vextir lána hans voru ákvarð­aðir í sam­ræmi við breyt­ingu á ávöxt­un­­­ar­­­kröfu sama skulda­bréfa­­flokks og hjá Almenna, að við­bættu álagi. Á und­an­­­förnum árum hafa við­­­skipti með þau bréf dreg­ist veru­­­lega saman með þeim afleið­ingum að ávöxt­un­­­ar­krafan hefur dreg­ist mikið sam­­­an.

Afleið­ing þess var sú að vextir Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna lækk­­uðu mjög mikið á skömmum tíma. Í lok maí voru þeir orðnir 2,06 pró­­sent. 

Þá ákvað stjórn sjóðs­ins að breyta því hvernig vextir yrðu ákvarð­að­­ir. Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa skulda­bréfa­­flokks­ins myndi stýra vaxta­stíg­inu var ákveðið að stjórn sjóðs­ins myndu ein­fald­­lega ákveða þá. Þeir voru í kjöl­farið hækk­­aðir í 2,26 pró­­sent og þar eru þeir enn þann dag í dag. Sjóð­ur­inn lánar einnig fyrir 70 pró­sent af kaup­verði, alveg eins og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn.

Almenni hélt áfram að lækka vexti

Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hefur ekki breytt sinni aðferð­­ar­fræði. Í dag eru verð­­tryggði vextir sem sjóðs­fé­lagar í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna geta fengið tæp­­lega 38  pró­­sent hærri en vext­irnir sem sjóðs­fé­lögum Almenna bjóð­­ast.

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna hafði áhrif. VR, sem skipar fjóra af átta stjórn­­­ar­­mönnum í sjóðn­­um, ákvað að skipta þeim öllum út fyrir nýja og bar fyrir sig trún­­að­­ar­brest vegna vaxta­hækk­­un­­ar­inn­­ar. 

Vext­irnir hafa þrátt fyrir það ekki lækkað eftir að ný stjórn tók við störfum og skipti með sér verk­um. 

Tvisvar sinnum hærri vextir hjá rík­is­bank­anum

Birta líf­eyr­is­sjóður býður upp á næst lægstu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina, eða 1,97 pró­sent. Sá sjóður lánar hins vegar ein­ungis fyrir 65 pró­sent af kaup­verði og lán hans því val­mögu­leiki fyrir afmark­aðri hóp betur settra en hjá sjóðum sem lána hærra hlut­fall.

Stapi líf­eyr­is­sjóður býður sínum við­skipta­vinum upp á 2,06 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti en hann lánar meira en flestir líf­eyr­is­sjóð­ir, eða fyrir 75 pró­sent af kaup­verði. Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lán­aðar síðan á 2,15 pró­sent vöxtum og fyrir 70 pró­sent kaup­verðs og í fimmta sæti á list­an­um  yfir hag­stæð­ustu breyti­legu verð­tryggðu lánin situr Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna. 

Hinir stóru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (2,3 pró­sent vext­ir) og Gildi (2,61 pró­sent vext­ir) hafa einnig yfir­gefið kapp­hlaupið um hag­stæð­ustu vext­ina. Þeir eru, ásamt Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, lang­fjöl­menn­ustu og fjár­sterk­ustu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. 

Sá við­skipta­banki sem býður skap­leg­ustu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina er Lands­bank­inn, þar sem hægt er að fá 70 pró­sent lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Það næstum tvisvar sinnum hærri vextir en bjóð­ast hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um. Vextir bæði Íslands­banka og Arion banka eru því rúm­lega tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent