Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent

Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Auglýsing

Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað verð­tryggða breyti­lega vexti sína aft­ur, úr 1,77 pró­sent í 1,64 pró­sent. Það eru lang­lægstu ver­tryggðu vextir sem eru í boði fyrir íslenska lán­taka á mark­aðnum í dag, en Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lánar sjóðs­fé­lögum sínum fyrir 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir hans eru t.d. 38 pró­sent lægri en hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna og helm­ingur þeirra vaxta sem eru í boði hjá Lands­bank­anum fyrir sömu teg­und lána. Lands­bank­inn er þó sá við­skipta­banki sem býður bestu verð­tryggðu vext­ina. 

Verð­bólga, sem hefur áhrif á verð­bætur sem greið­ast af verð­tryggðum lán­um, er sem stendur 3,2 pró­sent. 

Vaxta­breyt­ingar á breyt­i­­legum verð­­tryggðum lánum hjá Almenna líf­eyr­is­­sjóðn­­um, sem býður sjóðs­fé­lögum sínum upp á lán fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði á hús­næði, eru ákveðnar 15. hvers mán­að­­ar. Þær voru því ákveðnar um helg­ina. Vext­irnir taka mið af með­­al­á­vöxtun á skulda­bréfa­­flokki Íbúð­­ar­lána­­sjóðs HFF150434 að við­bættu 0,75 pró­­sent álag­i.   

Auglýsing

Verzl­un­ar­menn ákváðu að breyta um aðferð

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins sem hefur verið leið­andi á meðal líf­eyr­is­­sjóða í end­­ur­komu þeirra á hús­næð­is­lána­­mark­að, var með sama fyr­ir­komu­lag. Þ.e. vextir lána hans voru ákvarð­aðir í sam­ræmi við breyt­ingu á ávöxt­un­­­ar­­­kröfu sama skulda­bréfa­­flokks og hjá Almenna, að við­bættu álagi. Á und­an­­­förnum árum hafa við­­­skipti með þau bréf dreg­ist veru­­­lega saman með þeim afleið­ingum að ávöxt­un­­­ar­krafan hefur dreg­ist mikið sam­­­an.

Afleið­ing þess var sú að vextir Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna lækk­­uðu mjög mikið á skömmum tíma. Í lok maí voru þeir orðnir 2,06 pró­­sent. 

Þá ákvað stjórn sjóðs­ins að breyta því hvernig vextir yrðu ákvarð­að­­ir. Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­ar­krafa skulda­bréfa­­flokks­ins myndi stýra vaxta­stíg­inu var ákveðið að stjórn sjóðs­ins myndu ein­fald­­lega ákveða þá. Þeir voru í kjöl­farið hækk­­aðir í 2,26 pró­­sent og þar eru þeir enn þann dag í dag. Sjóð­ur­inn lánar einnig fyrir 70 pró­sent af kaup­verði, alveg eins og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn.

Almenni hélt áfram að lækka vexti

Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn hefur ekki breytt sinni aðferð­­ar­fræði. Í dag eru verð­­tryggði vextir sem sjóðs­fé­lagar í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna geta fengið tæp­­lega 38  pró­­sent hærri en vext­irnir sem sjóðs­fé­lögum Almenna bjóð­­ast.

Ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna hafði áhrif. VR, sem skipar fjóra af átta stjórn­­­ar­­mönnum í sjóðn­­um, ákvað að skipta þeim öllum út fyrir nýja og bar fyrir sig trún­­að­­ar­brest vegna vaxta­hækk­­un­­ar­inn­­ar. 

Vext­irnir hafa þrátt fyrir það ekki lækkað eftir að ný stjórn tók við störfum og skipti með sér verk­um. 

Tvisvar sinnum hærri vextir hjá rík­is­bank­anum

Birta líf­eyr­is­sjóður býður upp á næst lægstu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina, eða 1,97 pró­sent. Sá sjóður lánar hins vegar ein­ungis fyrir 65 pró­sent af kaup­verði og lán hans því val­mögu­leiki fyrir afmark­aðri hóp betur settra en hjá sjóðum sem lána hærra hlut­fall.

Stapi líf­eyr­is­sjóður býður sínum við­skipta­vinum upp á 2,06 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti en hann lánar meira en flestir líf­eyr­is­sjóð­ir, eða fyrir 75 pró­sent af kaup­verði. Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lán­aðar síðan á 2,15 pró­sent vöxtum og fyrir 70 pró­sent kaup­verðs og í fimmta sæti á list­an­um  yfir hag­stæð­ustu breyti­legu verð­tryggðu lánin situr Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna. 

Hinir stóru líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (2,3 pró­sent vext­ir) og Gildi (2,61 pró­sent vext­ir) hafa einnig yfir­gefið kapp­hlaupið um hag­stæð­ustu vext­ina. Þeir eru, ásamt Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, lang­fjöl­menn­ustu og fjár­sterk­ustu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. 

Sá við­skipta­banki sem býður skap­leg­ustu breyti­legu verð­tryggðu vext­ina er Lands­bank­inn, þar sem hægt er að fá 70 pró­sent lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Það næstum tvisvar sinnum hærri vextir en bjóð­ast hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um. Vextir bæði Íslands­banka og Arion banka eru því rúm­lega tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent