Íslendingar eiga fimm þúsund milljarða króna í lífeyrissjóðunum sínum

Lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu landsmanna og fjárfesta fyrir hönd þeirra, juku eignir sínar um 714 milljarða króna á árinu 2019. Meirihluti þeirrar aukningar, um 400 milljarðar króna, var í eignum erlendis.

Íslendingar eiga saman mikinn fjársjóð í innlendum og erlendum eignum íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem byggir á sparnaði landsmanna.
Íslendingar eiga saman mikinn fjársjóð í innlendum og erlendum eignum íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem byggir á sparnaði landsmanna.
Auglýsing

Alls áttu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins 4.959 millj­arða króna í lok árs 2019. Eignir þeirra juk­ust um 59 millj­arða króna í jóla­mán­uð­inum og að óbreyttu má búast við því að þær hafi í fyrsta sinn í sög­unni farið yfir fimm þús­und millj­arða króna í jan­úar síð­ast­liðn­um.  

Alls hækk­­aði virði eigna þeirra um 714 millj­­arða króna á síð­asta ári. Þetta kemur fram í nýjum hag­­tölum Seðla­­banka Íslands um líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið sem birtar voru nýver­ið. 

Það er mun meiri hækkun í krónum talið innan árs en nokkru sinni hefur átt sér stað á eigna­safni alls líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins áður. Á árinu 2017, sem var fyrra metárið, juk­ust eignir sjóð­anna um 403 millj­­arða króna og 2018 juk­ust eignir þeirra um 302 millj­­ónir króna. Sú hækkun sem varð á eigna­safni þeirra í fyrra er meiri en sam­an­lögð hækkun á eignum líf­eyr­is­sjóð­anna á árunum 2017 og 2018. 

Vert er að taka fram að ekki er ein­ungis um hækkun vegna ávöxt­unar að ræða heldur aukast inn­­greiðslur einnig ár frá ári vegna fjölg­unar í hópi greið­enda og hærri iðgjalds­greiðslna. 

Auglýsing
Hlut­falls­lega er hækk­­unin sem átti sér stað í fyrra þó einnig með því mesta sem sést hefur innan árs. Alls juk­ust eign­­irnar um 16,8 pró­­sent frá byrjun árs 2019 og til síð­ustu ára­móta. Það er mesta hlut­­falls­­lega aukn­ing sem orðið hefur á eigna­safn­inu innan eins árs eftir banka­hrun. 

Mesta hlut­­falls­­lega hækkun innan árs á síð­­­ari árum var á árinu 2006, í miðju fyr­ir­hruns góð­ær­inu, þegar eigna­safnið hækk­­aði um 23,3 pró­­sent innan árs. 

Eiga íslensk hluta­bréf fyrir 689 millj­arða króna

Stíf fjár­­­magns­höft sem sett voru síðla árs 2008 gerðu líf­eyr­is­­sjóð­unum erfitt fyrir í fjár­­­fest­ingum og þeir höfðu ekki marga aðra kosti en að binda þá pen­inga sem streymdu frá sífellt fleiri greið­endum í þeim inn­­­lendu fjár­­­fest­ingum sem buð­ust. Sjóð­irnir keyptu skulda­bréf af miklum móð og eign­uð­ust þar með stóran bita í skuldum bæði opin­bera og einka­­geirans. Alls eiga þeir nú tæp­­lega tvö þús­und millj­­arða króna í inn­­­lendum mark­aðs­skulda­bréfum og víxl­­um. Það þýðir að þeir eiga um 75 pró­­sent allra slíkra hér­­­lend­­is. 

Til við­­bótar hafa líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir, sér­­stak­­lega á allra síð­­­ustu árum, verið leið­andi á íbúða­lána­­mark­aði og þar af leið­andi tekið sér stöðu sem stórir beinir lán­tak­endur íslenskra heim­ila. Það hafa þeir gert með því að bjóða upp á miklu betri vaxta­­kjör en bankar og fyrir vikið hefur hlut­­fall skulda heim­ila við líf­eyr­is­­sjóði farið úr tíu pró­­sentum í yfir 20 pró­­sent frá árinu 2016.

Auglýsing
Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga auk þess, beint og óbeint, um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa á Íslandi en virði þeirra í lok síð­asta árs var 689 millj­­arðar króna. Íslensku hluta­bréfin gáfu vel af sér á síð­­asta ári en virði þess eigna­safns líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins hækk­­aði um 26 pró­sent, eða 142 millj­­arða krónaí fyrra. Þar skipti mestu máli mikil hækkun á hluta­bréfum í Mar­el, lang­verð­­mætasta félags­­ins í íslensku kaup­höll­inni. Hluta­bréf í Marel hækk­­uðu um 66 pró­­sent á síð­­asta ári, en margir líf­eyr­is­­sjóðir eru á meðal stærstu hlut­hafa félags­­ins.

Erlendu eign­­irnar uxu hratt í fyrra

Alls eru 70 pró­­sent eigna líf­eyr­is­­sjóð­anna  inn­­an­lands. Frá því að fjár­­­magns­höftum var lyft snemma árs 2017 hafa þeir þó í auknum mæli beint sjónum sínum að fjár­­­fest­ingum utan land­­stein­anna, bæði til að auka áhætt­u­dreif­ingu sína og til að kom­­ast í fjöl­breytt­­ari fjár­­­fest­ingar en þeim býðst á Íslandi. Hlut­­fall inn­­­lendra eigna líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins var á þeim tíma 77 pró­­sent og hefur því hlut­­falls­­lega dreg­ist veru­­lega sam­an, þrátt fyrir góða ávöxtun inn­­­lendra hluta­bréfa í fyrra. 

Í apríl 2017, í kjöl­far þess að höft­unum var lyft, voru erlendar eignir kerf­is­ins 786 millj­­arðar króna. Í dag eru þær tæp­­lega tvisvar sinnum meiri, eða 1.488 millj­­arðar króna. Í fyrra hækk­­uðu erlendu eign­­irnar um 399 millj­­arða króna og ljóst að þar er upp­i­­­staðan í þeirri eign­ar­aukn­ingu sem varð til í líf­eyr­is­­sjóðum lands­­manna á síð­­asta ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar