Lífeyrissjóðurinn Birta lækkar vexti

Óverðtryggðir vextir lækka úr 5,1 prósent í 4,85 prósent en verðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 2,31 prósent í 1,97 prósent.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Birta líf­eyr­is­sjóður mun lækka bæði óverð­tryggða og verð­tryggða, breyti­lega vexti sjóð­fé­laga­lána sinna þann 1. júlí næst­kom­andi, sem er á morg­un. Óverð­tryggðir vextir lækka úr 5,1 pró­sent í 4,85 pró­sent en verð­tryggðir breyti­legir vextir lækka úr 2,31 pró­sent í 1,97 pró­sent.

Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á Ísland­i ef miðað er við hreina eign til greiðslu líf­eyr­is.

Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu, segir að breyti­leg­ir, verð­tryggðir vextir taki breyt­ingum á þriggja mán­aða fresti, það er að segja á fyrsta degi mán­aðar í upp­hafi árs­fjórð­ungs. Stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins meti við­mið til vaxta­á­kvarð­ana á hverjum tíma. Ákveðið áhyggju­efni sé hve lítil við­skipti séu með skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs sem jafnan hafi verið vaxta­grunnur og við­mið.

Auglýsing

Íris Anna Skúla­dótt­ir, lána­stjóri Birtu, segir að vextir sjóðs­ins hafi lækkað und­an­farin ár og lækki enn. Það skýri vafa­laust þá stað­reynd að sjóð­fé­laga­lánum í van­skilum hafi fækkað veru­lega og van­skil séu raunar í sögu­legu lág­marki um þessar mund­ir.

Í frétt sjóðs­ins kemur fram að nýjum sjóð­fé­laga­lánum Birtu hafi fjölgað veru­lega und­an­farin ár og megi skýra það með því að vextir hafa lækkað og lán­töku­gjald lækkað sömu­leið­is. Lán­töku­gjaldið sé reyndar orðið föst krónu­tala, óháð láns­fjár­hæð.

Seðla­bank­inn lækkar vexti

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað að lækka meg­in­vexti bank­ans um 0,25 pró­­sent­u­­stig í síð­ast­lið­inni viku. Það þýðir að vextir hans eru nú 3,75 pró­­sent og hafa lækkað um 0,75 pró­­sent­u­­stig í síð­­­ustu tveimur ákvörð­unum henn­­ar.

Þar með hefur einni af for­­sendum Lífs­kjara­­samn­ing­anna, um að meg­in­vextir Seðla­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020, verið náð rúmu ári fyrir þá dag­­setn­ingu, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vaxta­­lækk­­un Seðla­bank­ans hefur ekki komið mikið á óvart. Síð­­­ast þegar vaxta­á­kvörðun átti sér stað voru vextir lækk­­aðir um 0,5 pró­­sent­u­­stig og allir grein­ing­­ar­að­ilar voru sam­­mála um að áfram­hald­andi vaxta­­lækkun væri í kort­un­­um.

Ólga í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna

Á fundi sem hald­inn var í full­­­trú­a­ráði VR í Líf­eyr­is­­­sjóði verzl­un­­­ar­­­manna þann 20. júní síð­ast­lið­inn var sam­­­þykkt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­þykkt til­­­laga um nýja stjórn­­­­­ar­­­menn til bráða­birgða.

Áður hafði stjórn VR lýst yfir trún­­­að­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönnum félags­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­legra vaxta verð­­­tryggðra sjóð­­­fé­laga­lána sem ganga í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­lækk­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­samn­ing­i.

Stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna hafði sagt að breyt­ingar á vöxtum breyt­i­­legra verð­­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hefðu verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­­leg­ir“.

Vext­ir líf­eyr­is­sjóðs­ins eru í dag 2,06 pró­­sent og munu þeir hækka upp í 2,26 pró­­sent í ágúst næst­kom­andi.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent