Lífeyrissjóðurinn Birta lækkar vexti

Óverðtryggðir vextir lækka úr 5,1 prósent í 4,85 prósent en verðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 2,31 prósent í 1,97 prósent.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Birta líf­eyr­is­sjóður mun lækka bæði óverð­tryggða og verð­tryggða, breyti­lega vexti sjóð­fé­laga­lána sinna þann 1. júlí næst­kom­andi, sem er á morg­un. Óverð­tryggðir vextir lækka úr 5,1 pró­sent í 4,85 pró­sent en verð­tryggðir breyti­legir vextir lækka úr 2,31 pró­sent í 1,97 pró­sent.

Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á Ísland­i ef miðað er við hreina eign til greiðslu líf­eyr­is.

Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu, segir að breyti­leg­ir, verð­tryggðir vextir taki breyt­ingum á þriggja mán­aða fresti, það er að segja á fyrsta degi mán­aðar í upp­hafi árs­fjórð­ungs. Stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins meti við­mið til vaxta­á­kvarð­ana á hverjum tíma. Ákveðið áhyggju­efni sé hve lítil við­skipti séu með skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs sem jafnan hafi verið vaxta­grunnur og við­mið.

Auglýsing

Íris Anna Skúla­dótt­ir, lána­stjóri Birtu, segir að vextir sjóðs­ins hafi lækkað und­an­farin ár og lækki enn. Það skýri vafa­laust þá stað­reynd að sjóð­fé­laga­lánum í van­skilum hafi fækkað veru­lega og van­skil séu raunar í sögu­legu lág­marki um þessar mund­ir.

Í frétt sjóðs­ins kemur fram að nýjum sjóð­fé­laga­lánum Birtu hafi fjölgað veru­lega und­an­farin ár og megi skýra það með því að vextir hafa lækkað og lán­töku­gjald lækkað sömu­leið­is. Lán­töku­gjaldið sé reyndar orðið föst krónu­tala, óháð láns­fjár­hæð.

Seðla­bank­inn lækkar vexti

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað að lækka meg­in­vexti bank­ans um 0,25 pró­­sent­u­­stig í síð­ast­lið­inni viku. Það þýðir að vextir hans eru nú 3,75 pró­­sent og hafa lækkað um 0,75 pró­­sent­u­­stig í síð­­­ustu tveimur ákvörð­unum henn­­ar.

Þar með hefur einni af for­­sendum Lífs­kjara­­samn­ing­anna, um að meg­in­vextir Seðla­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020, verið náð rúmu ári fyrir þá dag­­setn­ingu, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vaxta­­lækk­­un Seðla­bank­ans hefur ekki komið mikið á óvart. Síð­­­ast þegar vaxta­á­kvörðun átti sér stað voru vextir lækk­­aðir um 0,5 pró­­sent­u­­stig og allir grein­ing­­ar­að­ilar voru sam­­mála um að áfram­hald­andi vaxta­­lækkun væri í kort­un­­um.

Ólga í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna

Á fundi sem hald­inn var í full­­­trú­a­ráði VR í Líf­eyr­is­­­sjóði verzl­un­­­ar­­­manna þann 20. júní síð­ast­lið­inn var sam­­­þykkt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­þykkt til­­­laga um nýja stjórn­­­­­ar­­­menn til bráða­birgða.

Áður hafði stjórn VR lýst yfir trún­­­að­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönnum félags­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­legra vaxta verð­­­tryggðra sjóð­­­fé­laga­lána sem ganga í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­lækk­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­samn­ing­i.

Stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna hafði sagt að breyt­ingar á vöxtum breyt­i­­legra verð­­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hefðu verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­­leg­ir“.

Vext­ir líf­eyr­is­sjóðs­ins eru í dag 2,06 pró­­sent og munu þeir hækka upp í 2,26 pró­­sent í ágúst næst­kom­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent