Lífeyrissjóðurinn Birta lækkar vexti

Óverðtryggðir vextir lækka úr 5,1 prósent í 4,85 prósent en verðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 2,31 prósent í 1,97 prósent.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Birta líf­eyr­is­sjóður mun lækka bæði óverð­tryggða og verð­tryggða, breyti­lega vexti sjóð­fé­laga­lána sinna þann 1. júlí næst­kom­andi, sem er á morg­un. Óverð­tryggðir vextir lækka úr 5,1 pró­sent í 4,85 pró­sent en verð­tryggðir breyti­legir vextir lækka úr 2,31 pró­sent í 1,97 pró­sent.

Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á Ísland­i ef miðað er við hreina eign til greiðslu líf­eyr­is.

Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu, segir að breyti­leg­ir, verð­tryggðir vextir taki breyt­ingum á þriggja mán­aða fresti, það er að segja á fyrsta degi mán­aðar í upp­hafi árs­fjórð­ungs. Stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins meti við­mið til vaxta­á­kvarð­ana á hverjum tíma. Ákveðið áhyggju­efni sé hve lítil við­skipti séu með skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs sem jafnan hafi verið vaxta­grunnur og við­mið.

Auglýsing

Íris Anna Skúla­dótt­ir, lána­stjóri Birtu, segir að vextir sjóðs­ins hafi lækkað und­an­farin ár og lækki enn. Það skýri vafa­laust þá stað­reynd að sjóð­fé­laga­lánum í van­skilum hafi fækkað veru­lega og van­skil séu raunar í sögu­legu lág­marki um þessar mund­ir.

Í frétt sjóðs­ins kemur fram að nýjum sjóð­fé­laga­lánum Birtu hafi fjölgað veru­lega und­an­farin ár og megi skýra það með því að vextir hafa lækkað og lán­töku­gjald lækkað sömu­leið­is. Lán­töku­gjaldið sé reyndar orðið föst krónu­tala, óháð láns­fjár­hæð.

Seðla­bank­inn lækkar vexti

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað að lækka meg­in­vexti bank­ans um 0,25 pró­­sent­u­­stig í síð­ast­lið­inni viku. Það þýðir að vextir hans eru nú 3,75 pró­­sent og hafa lækkað um 0,75 pró­­sent­u­­stig í síð­­­ustu tveimur ákvörð­unum henn­­ar.

Þar með hefur einni af for­­sendum Lífs­kjara­­samn­ing­anna, um að meg­in­vextir Seðla­­banka Íslands myndu lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020, verið náð rúmu ári fyrir þá dag­­setn­ingu, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Vaxta­­lækk­­un Seðla­bank­ans hefur ekki komið mikið á óvart. Síð­­­ast þegar vaxta­á­kvörðun átti sér stað voru vextir lækk­­aðir um 0,5 pró­­sent­u­­stig og allir grein­ing­­ar­að­ilar voru sam­­mála um að áfram­hald­andi vaxta­­lækkun væri í kort­un­­um.

Ólga í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna

Á fundi sem hald­inn var í full­­­trú­a­ráði VR í Líf­eyr­is­­­sjóði verzl­un­­­ar­­­manna þann 20. júní síð­ast­lið­inn var sam­­­þykkt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna og var að auki sam­­­þykkt til­­­laga um nýja stjórn­­­­­ar­­­menn til bráða­birgða.

Áður hafði stjórn VR lýst yfir trún­­­að­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönnum félags­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­legra vaxta verð­­­tryggðra sjóð­­­fé­laga­lána sem ganga í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­lækk­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­samn­ing­i.

Stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna hafði sagt að breyt­ingar á vöxtum breyt­i­­legra verð­­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hefðu verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­­leg­ir“.

Vext­ir líf­eyr­is­sjóðs­ins eru í dag 2,06 pró­­sent og munu þeir hækka upp í 2,26 pró­­sent í ágúst næst­kom­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent