Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Auglýsing

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna segir að breyt­ingar á vöxtum breyti­legra verð­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hafi verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­leg­ir“. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynn­ingu frá sjóðnum vega umfjöll­unar um vaxta­breyt­ingar hans.

Vext­irnir eru í dag 2,06 pró­sent, sem eru lægstu vextir sem í boði eru á hús­næð­is­lána­mark­aði. Þeir munu hækka upp í 2,26 pró­sent í ágúst.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sjóð­fé­lagar með rétt­indi í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru um 170 þús­und tals­ins. Lán­tak­endur sjóð­fé­laga­lána með breyti­lega verð­tryggða vexti eru um 3.700 tals­ins. Stjórn sjóðs­ins ber skylda til að gæta hags­muna allra sjóð­fé­laga og ávaxta iðgjöld þeirra með besta mögu­lega hætti í þeim til­gangi að tryggja þeim sem bestan líf­eyri. Það sam­ræm­ist illa þess­ari afdrátt­ar­lausu skyldu að taka hags­muni 3.700 lán­taka fram yfir allan þorra sjóð­fé­laga með því að festa vexti sem eiga sam­kvæmt ákvæðum skulda­bréf­anna að vera breyti­leg­ir.“

Auglýsing
Þar er líka tekið sér­stak­lega fram að sam­hliða ákvörðun um lækkun á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum hafi verið ákveðið að lækka fasta verð­tryggða vexti á hús­næð­is­lánum sjóðs­ins úr 3,6 pró­sent í 3,4 pró­sent. „Stór­yrtar yfir­lýs­ingar um að stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins hafi ein­ungis verið að hækka vexti lána, byggja því á afar veikum grunni, svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið.“

„Al­gjör trún­að­ar­brest­ur“

Undir til­kynn­ing­una skrifar Ólafur Reimar Gunn­ars­son, stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Hann er einn fjög­urra af átta stjórn­ar­mönnum sem sitja þar í umboði VR.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að stjórn VR hafi sam­­þykkt á fundi í gær, með 13 af 15 greiddum atkvæð­um, að boða fund í full­­trú­a­ráði VR hjá Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna þar sem lögð verður fram til­­laga um að aft­­ur­­kalla umboð allra stjórn­­­ar­­manna VR sem sitja í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins og skipa nýja stjórn til bráða­birgða. Fundur full­­trú­a­ráðs­ins verður haldin á morg­un, fimmt­u­dag.

Ástæðan er „al­­gjör trún­­að­­ar­brest­­ur“ milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Sam­þykki full­trúa­ráðið til­lög­una munu Ólafur Reimar og hinir þrír full­trúar VR í stjórn­inni verða settir af og nýir skip­aðir í þeirra stað.  

Spyr hvort að for­sendur fjár­mála­kerf­is­ins eigi að ráða

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tjáði sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag. þar spurði hann meðal ann­ars hvort að það ætti að sætta sig við það að „líf­eyr­is­sjóð­unum okkar sé alfarið stjórnað á for­sendum fjár­mála­kerf­is­ins, eins og verið hef­ur, eða eigum við sem verka­lýðs­hreyf­ing að beita okkur fyrir því að áherslur okkar um betri lífs­kjör, sið­ferði og sam­fé­lags­lega ábyrgð fái raun­veru­legt vægi þar inn­i? Er ásætt­an­legt að vextir hækki bara vegna þess að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóðs finnst þeir vera of lágir án þess að hafa fyrir því hald­bær rök?“

Við höf­um tekið sam­an gögn um það að álagn­ing banka og líf­eyr­is­sjóða hef­ur auk­ist mik­ið, mark­aðsvext­ir hafa lækk­að...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent