Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Auglýsing

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna segir að breyt­ingar á vöxtum breyti­legra verð­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hafi verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­leg­ir“. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynn­ingu frá sjóðnum vega umfjöll­unar um vaxta­breyt­ingar hans.

Vext­irnir eru í dag 2,06 pró­sent, sem eru lægstu vextir sem í boði eru á hús­næð­is­lána­mark­aði. Þeir munu hækka upp í 2,26 pró­sent í ágúst.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sjóð­fé­lagar með rétt­indi í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru um 170 þús­und tals­ins. Lán­tak­endur sjóð­fé­laga­lána með breyti­lega verð­tryggða vexti eru um 3.700 tals­ins. Stjórn sjóðs­ins ber skylda til að gæta hags­muna allra sjóð­fé­laga og ávaxta iðgjöld þeirra með besta mögu­lega hætti í þeim til­gangi að tryggja þeim sem bestan líf­eyri. Það sam­ræm­ist illa þess­ari afdrátt­ar­lausu skyldu að taka hags­muni 3.700 lán­taka fram yfir allan þorra sjóð­fé­laga með því að festa vexti sem eiga sam­kvæmt ákvæðum skulda­bréf­anna að vera breyti­leg­ir.“

Auglýsing
Þar er líka tekið sér­stak­lega fram að sam­hliða ákvörðun um lækkun á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum hafi verið ákveðið að lækka fasta verð­tryggða vexti á hús­næð­is­lánum sjóðs­ins úr 3,6 pró­sent í 3,4 pró­sent. „Stór­yrtar yfir­lýs­ingar um að stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins hafi ein­ungis verið að hækka vexti lána, byggja því á afar veikum grunni, svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið.“

„Al­gjör trún­að­ar­brest­ur“

Undir til­kynn­ing­una skrifar Ólafur Reimar Gunn­ars­son, stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Hann er einn fjög­urra af átta stjórn­ar­mönnum sem sitja þar í umboði VR.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að stjórn VR hafi sam­­þykkt á fundi í gær, með 13 af 15 greiddum atkvæð­um, að boða fund í full­­trú­a­ráði VR hjá Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna þar sem lögð verður fram til­­laga um að aft­­ur­­kalla umboð allra stjórn­­­ar­­manna VR sem sitja í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins og skipa nýja stjórn til bráða­birgða. Fundur full­­trú­a­ráðs­ins verður haldin á morg­un, fimmt­u­dag.

Ástæðan er „al­­gjör trún­­að­­ar­brest­­ur“ milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Sam­þykki full­trúa­ráðið til­lög­una munu Ólafur Reimar og hinir þrír full­trúar VR í stjórn­inni verða settir af og nýir skip­aðir í þeirra stað.  

Spyr hvort að for­sendur fjár­mála­kerf­is­ins eigi að ráða

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tjáði sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag. þar spurði hann meðal ann­ars hvort að það ætti að sætta sig við það að „líf­eyr­is­sjóð­unum okkar sé alfarið stjórnað á for­sendum fjár­mála­kerf­is­ins, eins og verið hef­ur, eða eigum við sem verka­lýðs­hreyf­ing að beita okkur fyrir því að áherslur okkar um betri lífs­kjör, sið­ferði og sam­fé­lags­lega ábyrgð fái raun­veru­legt vægi þar inn­i? Er ásætt­an­legt að vextir hækki bara vegna þess að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóðs finnst þeir vera of lágir án þess að hafa fyrir því hald­bær rök?“

Við höf­um tekið sam­an gögn um það að álagn­ing banka og líf­eyr­is­sjóða hef­ur auk­ist mik­ið, mark­aðsvext­ir hafa lækk­að...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent