Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Auglýsing

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna segir að breyt­ingar á vöxtum breyti­legra verð­tryggða lána sjóðs­ins, sem eiga að hækka um tæp tíu pró­sent 1. ágúst næst­kom­andi, hafi verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­leg­ir“. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynn­ingu frá sjóðnum vega umfjöll­unar um vaxta­breyt­ingar hans.

Vext­irnir eru í dag 2,06 pró­sent, sem eru lægstu vextir sem í boði eru á hús­næð­is­lána­mark­aði. Þeir munu hækka upp í 2,26 pró­sent í ágúst.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sjóð­fé­lagar með rétt­indi í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru um 170 þús­und tals­ins. Lán­tak­endur sjóð­fé­laga­lána með breyti­lega verð­tryggða vexti eru um 3.700 tals­ins. Stjórn sjóðs­ins ber skylda til að gæta hags­muna allra sjóð­fé­laga og ávaxta iðgjöld þeirra með besta mögu­lega hætti í þeim til­gangi að tryggja þeim sem bestan líf­eyri. Það sam­ræm­ist illa þess­ari afdrátt­ar­lausu skyldu að taka hags­muni 3.700 lán­taka fram yfir allan þorra sjóð­fé­laga með því að festa vexti sem eiga sam­kvæmt ákvæðum skulda­bréf­anna að vera breyti­leg­ir.“

Auglýsing
Þar er líka tekið sér­stak­lega fram að sam­hliða ákvörðun um lækkun á breyti­legum verð­tryggðum vöxtum hafi verið ákveðið að lækka fasta verð­tryggða vexti á hús­næð­is­lánum sjóðs­ins úr 3,6 pró­sent í 3,4 pró­sent. „Stór­yrtar yfir­lýs­ingar um að stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins hafi ein­ungis verið að hækka vexti lána, byggja því á afar veikum grunni, svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið.“

„Al­gjör trún­að­ar­brest­ur“

Undir til­kynn­ing­una skrifar Ólafur Reimar Gunn­ars­son, stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Hann er einn fjög­urra af átta stjórn­ar­mönnum sem sitja þar í umboði VR.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að stjórn VR hafi sam­­þykkt á fundi í gær, með 13 af 15 greiddum atkvæð­um, að boða fund í full­­trú­a­ráði VR hjá Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna þar sem lögð verður fram til­­laga um að aft­­ur­­kalla umboð allra stjórn­­­ar­­manna VR sem sitja í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins og skipa nýja stjórn til bráða­birgða. Fundur full­­trú­a­ráðs­ins verður haldin á morg­un, fimmt­u­dag.

Ástæðan er „al­­gjör trún­­að­­ar­brest­­ur“ milli stjórn­­­ar­­manna sem VR skipar og stjórnar félags­­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyt­i­­lega verð­­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­­ast til hús­næð­is­­kaupa um tæp tíu pró­­sent.

Sam­þykki full­trúa­ráðið til­lög­una munu Ólafur Reimar og hinir þrír full­trúar VR í stjórn­inni verða settir af og nýir skip­aðir í þeirra stað.  

Spyr hvort að for­sendur fjár­mála­kerf­is­ins eigi að ráða

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tjáði sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag. þar spurði hann meðal ann­ars hvort að það ætti að sætta sig við það að „líf­eyr­is­sjóð­unum okkar sé alfarið stjórnað á for­sendum fjár­mála­kerf­is­ins, eins og verið hef­ur, eða eigum við sem verka­lýðs­hreyf­ing að beita okkur fyrir því að áherslur okkar um betri lífs­kjör, sið­ferði og sam­fé­lags­lega ábyrgð fái raun­veru­legt vægi þar inn­i? Er ásætt­an­legt að vextir hækki bara vegna þess að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóðs finnst þeir vera of lágir án þess að hafa fyrir því hald­bær rök?“

Við höf­um tekið sam­an gögn um það að álagn­ing banka og líf­eyr­is­sjóða hef­ur auk­ist mik­ið, mark­aðsvext­ir hafa lækk­að...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, June 19, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent