VR ætlar að skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Stjórn VR hefur samþykkt tillögu um að afturkalla umboð allra stjórnarmanna félagsins sem sitja í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er trúnaðarbrestur vegna hækkunar á vöxtum á húsnæðislánum. Tillagan verður tekin fyrir á morgun.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR sam­þykkti á fundi í gær, með 13 af 15 greiddum atkvæð­um, að boða fund í full­trúa­ráði VR hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna þar sem lögð verður fram til­laga um að aft­ur­kalla umboð allra stjórn­ar­manna VR sem sitja í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins og skipa nýja stjórn til bráða­birgða. Fundur full­trúa­ráðs­ins verður haldin á morg­un, fimmtu­dag.

Ástæðan er „al­gjör trún­að­ar­brest­ur“ milli stjórn­ar­manna sem VR skipar og stjórnar félags­ins vegna ákvörð­unar sjóðs­ins um að hækka breyti­lega verð­tryggða vexti sem sjóðs­fé­lögum bjóð­ast til hús­næð­is­kaupa um tæp tíu pró­sent.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Heild­ar­eignir hans voru mentar á 713,5 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Hann er mjög umsvifa­mik­ill fjár­festir í íslensku við­skipta­lífi og á stóran hlut í flestum skráðum félögum hér­lend­is. Verð­mætasta hluta­bréfa­eign sjóðs­ins er hluti í Mar­el. 

Sjóð­ur­inn á einnig stóran hlut í félögum á borð við HB Granda, Reg­inn, Icelandair og Eim­skip. Þá er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Kviku banka með 9,49 pró­sent hlut.

Auglýsing
VR til­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­ar­­­manna í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Sem stendur er stjórn­­­­­ar­­­for­­­mað­­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­­ar­s­­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­­­nefn­­­ir. Hann er einn þeirra fjög­urra sem VR vill nú víkja úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins.

Ákvarð­anir færðar í lokuð stjórn­ar­her­bergi

Sam­kvæmt sam­þykkt stjórnar VR af stjórn­ar­fundi hennar í gær, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kemur skýrt fram að ástæða þess að gripið sé til þess­ara aðgerða sé ákvörðun stjórnar Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna þann 24. maí síð­ast­lið­inn að hækka breyti­lega verð­tryggða vexti sem sjóð­ur­inn býður sjóðs­fé­lögum sínum til hús­næð­is­kaupa úr 2,06 pró­sent í 2,26 pró­sent frá og með 1. ágúst næst­kom­andi, eða um tæp tíu pró­sent.

Í sam­þykkt­inni kemur fram að eitt af meg­in­mark­miðum nýgerðra kjara­samn­inga VR væri að stuðla að vaxta­lækkun sem yki ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­anna. Það hafi því komið eins og þruma úr heið­skýru lofti þegar stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna ákvað að hækka vext­ina með þessum hætti. „Ekki aðeins er tíma­setn­ing þess­arar ákvörð­unar algjör­lega óskilj­an­leg í ljósi þess að blekið á und­ir­skriftum okkar á kjara­samn­ingi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virð­ist lýsa algjöru skiln­ings­leysi á þeirri miklu áherslu sem verka­lýðs­hreyf­ingin lagði á vaxta­lækkun í mjög erf­iðum kjara­samn­ings­við­ræð­um. Höf­uðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætt með opið og gagn­sætt ákvörð­un­ar­ferli þess­ara vaxta­breyt­inga og að ákvarð­anir um vaxta­breyt­ingar verði í fram­tíð­inni ein­fald­lega ákveðið í lok­uðu stjórn­ar­her­bergi. Þetta er gegn sam­þykk á síð­asta þingi Alþýðusam­bands Íslands þar sem sagði að almenn­ingur ætti að fá ða njóta með beinum hætti lækk­unar vaxta á skulda­bréfa­mark­aði. Þetta er aft­ur­hvarf til stjórn­ar­hátta sem við hrein­lega héldum að væri komið úr úr mynd­inni. En svo er greini­lega ekki.“

Auglýsing
Stjórn VR telur að ekki sé hægt að líta á þennan gjörn­ing stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins nema sem „al­gjöran trún­að­ar­brest við félag­ið, stefnu þess og nýgerðar lífs­kjara­samn­ing“. Því leggur hún til að hald­inn verði fundur í full­trúa­ráð VR hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna þar sem lögð verði fram til­laga um að aft­ur­kalla umboðs stjórn­ar­manna VR í sjóðnum og skipa nýja stjórn til bráða­birgða.

Ákváðu að hækka vexti og láta stjórn ákveða þá

Kjarn­inn greindi frá því síðla í maí að Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði ákveðið að hækka breyt­i­­­lega vexti verð­­­tryggðra lána til sjóðs­fé­laga frá og með 1. ágúst næst­kom­andi úr 2,06 pró­­­sentum í 2,26 pró­­­sent.

Vextir sjóðs­ins nú eru þeir lægstu sem standa íbúða­­­kaup­endum á Íslandi til boða. Eftir breyt­ing­una munu bæði Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn (2,15 pró­­­sent) og Almenni líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn (2,18 pró­­­sent) bjóða sínum félögum upp á lægri breyt­i­­­leg vaxta­­­kjör á verð­­­tryggðum lán­­­um.

Í stað­inn fyrir að ávöxt­un­­­ar­krafa ákveð­ins skulda­bréfa­­­flokks stýri því hverjir vext­irnir eru mun stjórn sjóðs­ins ákveða þá. Frá þessu er greint í frétt á vef Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna í síð­­­ustu viku. Þar kom einnig fram að vextir sjóðs­ins á föstum verð­­tryggðum vöxtum frá og með föst­u­deg­inum 24. maí úr 3,6 pró­­sentum í 3,4 pró­­sent. Vextir á slíkum lánum hald­­ast óbreyttir út láns­­tím­ann.

Fastir verð­­tryggðir vextir hafa verið umtals­vert hærri en breyt­i­­legir vext­­ir. Ef sjóðs­fé­lagi hjá Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna tæki til að mynda 40 ára verð­­tryggð lán hjá sjóðnum upp á 30 millj­­ónir króna, miðað við 3,3 pró­­sent verð­­bólg­u­­spá, í dag þá myndi við­kom­andi greiða 94,9 millj­­ónir króna í heild­­ar­greiðslu ef hann tæki fasta vexti með jöfnum afborg­un­­um. Ef við­kom­andi myndi hins vegar velja breyt­i­­lega vexti með jöfnum afborg­un­um, og þeir myndu hald­­ast óbreyttir eða lækka að með­­al­tali á láns­­tím­an­um, þá myndi við­kom­andi greiða 81,8 millj­­ónir króna í heild­­ar­greiðslu miðað við sömu for­­send­­ur.

Við­brögð sem færu ekki fram­hjá neinum

VR kall­aði í kjöl­farið eftir skrif­legum skýr­ingu frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna um ákvörðun sjóðs­ins. Þann 31. maí síð­ast­lið­inn sagði Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, við Kjarn­ann að það væri mjög þungt hljóð í stjórn­­­ar­­mönnum VR vegna máls­ins. Ákvörðun sjóðs­ins sé blaut tuska framan í verka­lýðs­hreyf­­ing­una og vinni gegn mark­miðum henn­­ar. Við­brögð við stöð­unni væri vænt­an­leg. „Þau við­brögð munu ekki fara fram­hjá nein­­um.“

Ragnar ræddi þær áherslur sem hann og stjórn VR muni tala fyrir í stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins, sem er einn stærsti fjár­­­festir á Íslandi, í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í febr­­ú­­ar.

Þar sagði hann meðal ann­­ars að þeim til­­­mælum yrði beint til stjórnar að haga sínum fjár­­­­­fest­ingum með þeim hætti að það verði ekki fjár­­­­­fest í fyr­ir­tækjum sem eru með kaup­rétt­­­ar­­­samn­inga eða ofur­­­laun eða bónusa. „Eða haga sér með þeim hætti eins til dæmis eins og Almenna leig­u­­­fé­lag­ið, að beina við­­­skiptum sínum frá slíkum félög­­­um. Það verða skýr skila­­­boð sem við munum senda nýrri stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna.[...]Það eru skila­­­boð sem mig langar að senda út inn í fjár­­­­­mála­­­kerf­ið, að menn skulu þá hugsa sig tvisvar um þegar þeir fara gegn hags­munum launa­­­fólks með þessum hætti, að við munum beita okkur með rót­tækri hætti heldur en áður hefur ver­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar