Mynd: Bára Huld Beck

Engin sérfræðinganefnd um þriðja orkupakkann en samið um þinglok

Allar þrjár blokkir þingsins telja sig hafa unnið sigra með því þinglokasamkomulagi sem liggur fyrir. Ríkisstjórnin fékk nær öll sín mál í gegn og mun afgreiða orkupakkann í ágúst, stóra stjórnarandstaðan knúði fram að Miðflokkurinn yrði gerður að vandamáli ríkisstjórnarinnar og Miðflokkurinn náði að tefja framgang orkupakkans sem þó verður afgreiddur áður en haustþing verður sett.

Sam­komu­lag um þing­lok náð­ist loks í dag. Það gerð­ist eftir að saman náð­ist milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks­ins um hvernig haldið verður á frek­ari umfjöllun um þriðja orku­pakk­ann. Auk þess samd­ist um að fresta gild­is­töku frum­varps um inn­flutn­ing á hráu kjöt­i. 

Orku­pakk­inn verður tek­inn fyrir sam­kvæmt umsaminni máls­með­ferð í ágúst og gild­is­taka afnáms á hömlur á inn­flutn­ing á frosnu kjöti mun frest­ast um tvo mán­uði.

Engin sér­fræð­inga­nefnd skipuð

Sam­komu­lagið er í meg­in­dráttum það sama og lá fyrir í lok síð­ustu viku, en sú breyt­ing er á að krafa Mið­flokks­ins um að skipa sér­fræð­inga­nefnd með full­trúum allra flokka til að fara yfir þriðja orku­pakk­ann, sem hluti þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna gat ekki sætt sig við, var felld út.

Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hund­rað klukku­stundir hefur Mið­flokk­ur­inn samið um að...

Posted by Guð­laugur Þór Þórð­ar­son on Tues­day, June 18, 2019

Nú verður engin sér­fræð­inga­nefnd skipuð nema að Mið­flokk­ur­inn ákveði að skipa sína eig­in.

Málið hefur leitt af sér mikil átök innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og nokkrir þunga­vigt­­ar­­þing­­menn og ráð­herrar hafa tekið mjög ein­arða afstöðu í því sem hefur ekki verið vin­­sæl alls stað­­ar. Þar ber helst að nefna Guð­laug Þór Þórð­­ar­­son utan­­­rík­­is­ráð­herra, Þór­­dísi Kol­brúnu Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­­ur, ráð­herra ferða­­mála-, iðn­­að­­ar-, nýsköp­unar og dóms­­mála, og Áslaugu Örnu Sig­­ur­­björns­dótt­­ur, for­­mann utan­­­rík­­is­­mála­­nefnd­­ar.

Þau hafa öll lagt umtals­vert undir í stuðn­­ingi sínum við fram­­gang máls­ins á þingi, tekið erf­iða slagi og látið skoða það frá mörgum hliðum af allskyns sér­fræð­ing­um. Hluti þing­flokks­ins gat því ekki sætt sig við það að gera ætti alla þá vinnu merk­ing­ar­lausa með því að skipa nýja nefnd til að fara yfir sömu hluti aft­ur. Það myndi draga úr trú­verð­ug­leika fer­ils­ins.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, og Berg­þór Óla­son, vara­for­maður þing­flokks Mið­flokks­ins, hafi unnið að lausn síð­ustu daga. Berg­þór var lengi í Sjálf­stæð­is­flokknum og var um tíma aðstoð­ar­maður ráð­herra flokks­ins. Hann hefur því per­sónu­leg tengsl við marga þar inn­an­borðs sem geta liðkað fyrir lausn mála.

Í morgun voru flestir við­mæl­endur Kjarn­ans á þeirri skoðun að nið­ur­staða væri í aug­sýn og síð­degis var greint frá því að sam­komu­lag væri í höfn.

Sam­kvæmt því mun þing­störfum að öllum lík­indum ljúka í lok þess­arar viku og þing­menn þá kom­ast í sum­ar­frí.

Hverjir unnu?

Á fimmtu­dag lá fyrir sam­komu­lag milli fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka og rík­is­stjórn­ar­innar um hvernig þing­lokum ætti að vera hátt­að. Innan þeirra flokka; Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokks fólks­ins, var sú skoðun ráð­andi að það fælist ákveð­inn sigur í því að láta rík­is­stjórn­ina gera sér­stakt sam­komu­lag við Mið­flokk­inn. Með því væri það gert skýrt að hann væri hennar vanda­mál, ekki meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem vill lítið vita af Mið­flokkn­um. Lítið gekk þó hjá flokk­unum að stöðva það mál sem mest hafði verið lagt upp með að reyna að stöðva, frum­varp um sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits. Það frum­varp verður afgreitt. Lík­legt er að hluti þing­manna Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hið minnsta muni greiða atkvæði gegn því.

Sú staða sem kom upp í lok síð­ustu viku, þegar Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, héldu að sam­komu­lag væri í höfn, en að láta það svo stranda í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks, var rík­is­stjórn­ar­flokk­unum erf­ið. Þeir leystu þó úr henni yfir helg­ina.

Við­mæl­endur innan stjórn­ar­liðs­ins telja að þeir geti hrósað ákveðnum sigri. Rík­is­stjórnin hafi fengið í gegn nær öll sín mál, utan Þjóð­ar­sjóðs sem þorri stjórn­ar­and­stöðu hafði sett sig upp á móti. Auk þess hafi náðst að semja um hvernig máls­með­ferð orku­pakka­máls­ins verði háttað í ágúst. Þá verði haldnir þrír fundir í utan­rík­is­mála­nefnd þar sem Mið­flokknum gefst kostur á að leggja fram nýjar upp­lýs­ing­ar. Síðan verði málið ein­fald­lega afgreitt áður en haust­þing verður sett í sept­em­ber. Enn sem komið er virð­ist and­staðan við málið vera bundin við níu þing­menn Mið­flokks­ins, tvo þing­menn Flokks fólks­ins og Jón Þór Ólafs­son, þing­mann Pírata. Það er því nokkuð ljóst að málið verður að óbreyttu sam­þykkt með miklum meiri­hluta greiddra atkvæða.

Mið­flokk­ur­inn hefur hrósað sigri vegna þess að með for­dæma­lausu mál­þófi sínu, og síbreyti­legum kröfum í þing­lok­svið­ræð­um, hafi honum tek­ist að taka til sín umtals­vert dag­skrár­vald og látið umræð­una snú­ast um sig. ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, sagði við RÚV í dag að nú gæf­ist tæki­færi til að skoða orku­pakka­málið bet­ur. „Þó að ein­hverjir Sjálf­stæð­is­menn hafi ekki viljað skipa þessa form­legu nefnd þá verður hægt að vinna í þessu í sumar og leggja nið­ur­stöð­urnar fyrir utan­rík­is­mála­nefnd, það er mjög jákvætt.“

Þau tvö mál sem hann samdi um frestun á njóta þó eftir sem áður yfir­burð­ar­stuðn­ings í þing­inu og verða afgreidd. Orku­pakka­málið á fram­halds­þingi í sum­ar­lok.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar