FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða

VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

fme.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, FME, hefur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem minnt er á þær kröfur sem gerðar eru til líf­eyr­is­sjóða sam­kvæmt lögum um starf­semi þeirra. 

Er vísað til frétta af því að stétt­ar­fé­lag hafi það til skoð­unar að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna sem félagið hefur til­nefnt í stjórn líf­eyr­is­sjóðs, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í morgun, þá hyggst VR skipta út stjórn­ar­mönnum í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, vegna óánægju með vaxta­á­kvarð­anir sjóðs­ins.  

Er í til­kynn­ingu FME vísað til laga um líf­eyr­is­sjóði, og meðal ann­ars að engir aðrir hags­munir eigi að ráða för hjá líf­eyr­is­sjóðum en hags­munir sjóð­fé­laga.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu FME, sem birt var á vef FME í dag, seg­ir:

„Líf­eyr­is­sjóð­ir veita við­töku iðgjaldi til greiðslu líf­eyris vegna elli, örorku eða and­láts og lýtur starf­semi þeirra að mót­töku, varð­veislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu líf­eyr­is. Líf­eyr­is­sjóðum er óheim­ilt að stunda aðra starf­semi en þá sem ­nauð­syn­leg er til að ná fram­an­greindum til­gangi, skv. 20. gr. laga nr. 129/1997 um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða, sbr. 2. mgr. 1. gr. sömu laga.

Í 29. gr. laga nr. 129/1997 kemur fram að stjórn líf­eyr­is­sjóðs ber ábyrgð á að starf­sem­i ­sjóðs­ins sé í sam­ræmi við nefnd lög, reglu­gerðir settar sam­kvæmt þeim og ­sam­þykktir sjóðs­ins. Þá setur stjórn líf­eyr­is­sjóðs honum fjár­fest­ing­ar­stefn­u, s­br. 1. mgr. 36. gr. nefndra laga og ber við þá vinnu að hafa hags­muni allra ­sjóð­fé­laga að leið­ar­ljósi. Fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðs ber ábyrgð á því að fjár­fest­ing­ar­stefnu stjórnar sé fram­fylg­t. 

Sam­kvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 129/1997 skal Fjár­mála­eft­ir­litið hafa eft­ir­lit með því hvort starf­semi líf­eyr­is­sjóðs sé að ein­hverju leyti óeðli­leg, óheil­brigð eða ó­traust. Við mat á fram­an­greindu lítur Fjár­mála­eft­ir­litið m.a. til ákvæða laga nr. 2/1995, um hluta­fé­lög, en í 76. gr. þeirra laga seg­ir: „Fé­lags­stjórn­, fram­kvæmda­stjóri og aðrir þeir er hafa heim­ild til að koma fram fyrir hönd ­fé­lags­ins mega ekki gera neinar þær ráð­staf­anir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hlut­höfum eða öðrum ótil­hlýði­legra hags­muna á kostnað ann­arra hlut­hafa eða félags­ins. Með hlið­sjón af fram­an­greindu telur Fjár­mála­eft­ir­litið að stjórn­ar­mönnum líf­eyr­is­sjóða sé ó­heim­ilt að beita sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóðir séu nýttir í öðrum til­gang­i en þeim sem að framan var lýst.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent