Ályktar að varðhundar lífeyrissjóðakerfisins séu haldnir „Ponzi heilkennum“

Formaður VR segir að varla nokkrum manni detti í hug að lífeyrissjóðum landsins muni takast að standa við þau loforð um lífeyrisgreiðslur sem gefin hafa verið, ætli þeir sér að reiða sig alfarið á markaðslegar forsendur.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að sterkar vís­bend­ingar séu um að íslenska líf­eyr­is­kerfið sé offjár­magnað og að það detti varla nokkrum manni í hug að líf­eyr­is­sjóð­unum tak­ist að standa við þau lof­orð um líf­eyr­is­greiðslur sem gefin hafa verið með því að reiða sig alfarið á mark­aðs­legar for­send­ur. „Af orð­ræð­unni að dæma má því álykta að helstu varð­hundar núver­andi kerfis séu haldnir ein­hvers­konar Ponzi heil­kenn­um.“

Þetta kemur fram í langri stöðu­upp­færslu Ragn­ars Þórs á Face­book þar sem hann fer yfir stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. VR skipar helm­ing stjórn­ar­manna í stjórn næst stærsta líf­eyr­is­sjóð lands­ins, Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna.

Auglýsing
Tilefni skrifa Ragn­ars Þórs eru nýjar tölur sem birtar voru í síð­ustu viku og sýna að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafi átt um 4.700 millj­arða króna í lok júní. Eignir sjóð­anna hafa sam­eig­in­lega auk­ist um 570 millj­arða króna það sem af er ári. Þar af eru inn­lendar eignir þeirra 3.351 millj­arðar króna. Aukn­ing á virði eigna sjóð­anna er að mestu til­komin vegna þess að eignir þeirra hafa hækkað í virði, þótt hluti upp­hæð­ar­innar sé vita­skuld vegna inn­greiðslna sjóðs­fé­laga til þeirra. Sú eign sem hefur hækkað mest í verði á árinu eru hluta­bréf í Mar­el, en mark­aðsvirði þess félags er nú 58 pró­sent meira en það var í byrjun árs. Mark­aðsvirði Marel er nú 448 millj­arðar króna og hefur auk­ist um 165 millj­arða króna frá ára­mót­um. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi Líf­eyr­is­sjóður eru á meðal stærstu hlut­hafa í Mar­el, með sitt hvorn fimm pró­sent eign­ar­hlut­inn. Auk þess eiga aðrir sjóðir smærri hluti í félag­inu.

Hag­kerfið þarf að standa undir of hárri ávöxt­un­ar­kröfu

Ragnar Þór segir að reiknuð ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna sé 3,5 pró­sent og að ef hún stand­ist þá telji sjóð­irnir sig geta staðið undir 74-76 pró­sent af með­al­launa­rétt­ind­um. „Þetta þýðir að hag­kerf­ið, fyirr­tækin og ein­stak­ling­ar, þurfa að standa undir ríf­lega 117 millj­arða ávöxt­un­ar­kröfu sjóð­anna sem er til við­bótar þeim 170 millj­örðum sem tekin eru í iðgjöld á ári hverju og fer hækk­andi. Miklar inn­lendar eignir sjóð­anna gera því ríka kröfu á aukna arð­semi af inn­lendum fjár­fest­ingum þeirra. Þetta skilar sér í hærri vöxtum (minni lækk­un). Þó mark­aðsvextir hafi lækkað mikið und­an­farið hafa líf­eyr­is­sjóðir aukið gríð­ar­lega álagn­ingu sína ofan á mark­aðsvexti, þó svo þeir hafi lækkað mikið hefur lækk­unin því aðeins skilað sér að hluta til neyt­enda ekk­ert ósvipað því og olíu­fé­lögin gera þar sem ávinn­ingur af geng­is­styrk­ingu og lækkun á heims­mark­aði virð­ist skila sér seint og illa til neytenda öfugt við það þegar þró­unin er í hina átt­ina.“

Auglýsing
Há ávöxt­un­ar­krafa hafi því nei­kvæð áhrif á vöru­verð, vexti, kaup­mátt og kostnað fyr­ir­tækja. „Þetta myndar hvata til að halda launum niðri og álagn­ingu uppi. Aukin áhættu­sækni í stað þess að fjár­festa í innviðum og leggja áherslu á lífs­gæði og kaup­mátt allra sjóð­fé­laga, alla ævi, í stað þess að ein­blína ein­göngu á hug­mynda­fræði sem margt bendi til að sé komin í þrot.

Sjóð­irnir hafa samt aukið erlendar eignir sín­ar, sem er tví­eggja sverð, þar sem rekja má veik­ingu krón­unnar síð­asta árs til auk­inna umsvifa líf­eyr­is­sjóða í erlendum fjar­fest­ing­um. Veik­ingin skilar sér svo hærra vöru­verði og lægri kaup­mætti greið­andi og þiggj­andi sjóð­fé­laga.“

Margir spenar sjúga fast

Ragnar Þór gagn­rýnir einnig yfir­bygg­ingu og rekstr­ar­kostnað sjóð­anna, en í dag eru alls 22 sjóður með aðild að Lands­sam­bandi líf­eyr­is­sjóða. Það telur Ragnar Þór vera allt of háa tölu og að það sé „ga­lið“ af 360 þús­und manna þjóða að vera með slíka yfir­bygg­ingu. „Sem dæmi má nefna að árið 2016 greiddu 11 stærstu líf­eyr­is­sjóð­irnir 43 æðstu stjórn­endum sínum ásamt stjórn­ar­mönnum rúm­lega 940 millj­ónir í laun. Árið 2018 var þessi sami kostn­aður kom­inn yfir einn millj­arð. Annar rekstr­ar­kostn­aður ásamt upp­gefnum og áætl­uðum fjár­fest­ing­ar­gjöldum nam rúm­lega 13,7 millj­örðum króna árið 2016 hjá 11 líf­eyr­is­sjóðum af 22 en er komin yfir 15 millj­arða hjá þessum 11 fyrir árið 2018 og eru þetta var­lega áætl­aðar tölur sem eru teknar úr árs­reikn­ingum sjóð­anna. Það eru fjöl­margir spenar á kerf­inu og margir sem sjúga fast.“

Efast um getu sjóð­anna til að standa við lof­orð

Ragnar Þór segir að ekk­ert sé vitað um raun­veru­legar eignir sjóð­anna fyrr en þær verði seld­ar. „Sagan hefur kennt okkur að mark­aðir munu sveifl­ast með til­heyr­andi kreppum og kerf­is­hrun­um. Er hægt að bjarga þessu kerfi og hvernig verður það gert? Já það er hægt. Fyrst verðum við að við­ur­kenna vand­ann og setj­ast niður og fara í heild­ar­end­ur­skoðun á líf­eyr­is­kerf­inu, kostum þess og göll­um, og hvaða leiðir eru bestar til að tryggja betur rétt­indi og jafna þau frekar til fram­tíð­ar.

Auglýsing
Með hækkun iðgjalda í 15,5 pró­sent hafi átt að tryggja 74-76 pró­sent með­al­launa­rétt­indi eftir 67 ára aldur miðað 40 ára inn­greiðslu. Nú sé hins vegar greitt mun meira inn í kerfið og mun leng­ur. „Þetta þýðir að reiknuð rétt­indi eru í raun mun hærri og skila sem dæmi hjá einum stærsta sjóðnum um 106% með­al­launa­rétt­indum miðað við 50 ára inn­greiðslu. Þetta gefur sterk­lega til kynna að kerfið okkar sé nú þegar offjár­magnað og til að færa enn frek­ari rök fyrir því munu 4% og allt að 6% við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur, (sam­tals 21,5% iðgjöld) færa sömu með­al­launa­rétt­indi í allt að 168%.“

Þetta segir Ragnar Þór að hljómi ótrú­lega og að kerfið sé vissu­lega ótrú­legt. „Það dettur varla nokkrum manni í hug að sjóð­unum tak­ist að standa við þessi lof­orð með því að reiða sig alfarið á mark­aðs­legar for­send­ur? Af orð­ræð­unni að dæma má því álykta að helstu varð­hundar núver­andi kerfis séu haldnir ein­hvers­konar Ponzi heil­kenn­um.“

Líf­eyr­is­sjóðir í 50 ár. 1. hlut­i. Nú ber­ast fréttir af mik­illi hækkun eigna líf­eyr­is­sjóða sem í lok Júní mán­aðar vor­u...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sat­ur­day, Aug­ust 10, 2019

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent