Mynd: Bára Huld Beck

Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október

Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar. Þá virðast aðgerðir stórra sjóða, um að ýta fólki frekar að óverðtryggðum lánum með því að draga úr aðgengi að hagstæðum verðtryggðum lánum, hafa skilað árangri.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa aldrei lánað sjóðs­fé­lögum sínum meira í hús­næð­is­lán en þeir gerðu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Þá námu sjóðs­fé­lags­lán sjóð­anna 13,9 millj­örðum króna og juk­ust um 65 pró­sent á milli mán­aða. Fyrra útlána­met líf­eyr­is­sjóð­anna var sett í júní 2017 þegar þeir lán­uðu rúm­lega ell­efu millj­arða króna til hús­næð­is­kaupa. Því voru útlánin í októ­ber 26 pró­sent hærri en í fyrri met­mán­uði.

Auk þess hafa aldrei verið tekin fleiri lán hjá líf­eyr­is­sjóðum en í tíunda mán­uði árs­ins 2019, þegar þau voru 1.144 tals­ins. Fyrra metið var sett í ágúst 2017 þegar útlánin voru 789 tals­ins. Útlánin í októ­ber voru því 45 pró­sent fleiri en í fyrri met­mán­uði. Allt ofan­greint bendir til þess að tölu­vert líf sé í hús­næð­is­mark­aðnum um þessar mund­ir. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið sem birtar voru í gær. 

Það vekur líka athygli að að lands­menn tóku hærri upp­hæð að láni óverð­tryggt hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins í októ­ber en verð­tryggt, þótt afar litlu hafi mun­að. Það er ein­ungis í þriðja sinn sem það ger­ist. Hin tvö skiptin voru í des­em­ber 2018 og jan­úar 2019, þegar verð­bólga hafði hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014. 

Í dag er verð­bólga hins vegar nokkuð lág, 2,7 pró­sent, og hefur farið minnk­andi und­an­farin miss­eri. Auk þess gera flestar spár grein­ing­ar­að­ila ráð fyrir því að hann eigin eftir að lækka enn frekar á næstu mán­uðum og muni hald­ast hóf­leg til lengri tíma að óbreytt­u. 

Mun fleiri lán sem tekin voru í októ­ber voru þó verð­tryggð en óverð­tryggð. Það þýðir að með­al­tal verð­tryggðra lána var umtals­vert lægra en óverð­tryggðra sem bendir til þess að þeir sem eru að kaupa sér dýr­ari eign­ir, og hafi þar af leið­andi meiri kaup­mátt, séu frekar að taka óverð­tryggð lán sem hafa í för með sér hærri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði.

Mark­vissar aðgerðir til að hamla útlána­vöxt

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa mark­visst verið að reyna að draga úr útlánum til sjóðs­fé­laga sinna frá því á síð­asta ári. Ástæðan er sú að ásókn í lán­in, sem eru á umtals­vert betri kjörum en bjóð­ast hjá bönk­um, hefur verið gríð­ar­leg og hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána af heild­ar­eignum margra líf­eyr­is­sjóða er nú komið upp að þeim mörkum sem þeir telja skyn­sam­legt að teknu til­liti til áhættu­dreif­ing­ar. 

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber að Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hefði tífaldað útlán sín til íbúð­ar­kaupa frá árs­lokum 2015 og út árið 2018. Í byrjun tíma­bils­ins námu útlánin 2,2 millj­arði króna en þau voru komin upp í 22 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Þar af bætt­ust 9,2 millj­­arðar króna, eða rétt tæpur helm­ingur við­­bót­­ar­inn­­ar, við á árinu 2018. Sú staða varð til þess að sjóð­ur­inn réðst í að þrengja láns­skil­yrði sín til að hemja útlána­vöxt­in. Það skil­aði árangri á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2019 þar sem útlán á því tíma­bili voru aðeins lægri en á sama tíma­bili í fyrra.

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, hefur líka gripið til aðgerða til að hamla lán­­töku hjá sér. Hann hefur nú haldið breyt­i­­legum verð­­tryggðum vöxtum sínum óbreyttum frá því í ágúst­­byrj­­un, eða í fjóra mán­uði. Þá var ákveðið að breyta því hvernig vext­irnir væru ákveðnir og fallið frá því að láta ávöxtun ákveð­ins skulda­bréfa­­flokks ráða þeirri för. Þess í stað er ein­fald­­lega um ákvörðum stjórnar líf­eyr­is­­sjóðs­ins að ræða, en ekki hefur verið greint frá því hvort hún byggi á ein­hverju öðru en ein­ungis vilja þeirra sem í stjórn­­inni sitja. Frá því í nóv­­em­ber 2018 og fram í maí 2019 lækk­­uðu breyt­i­­legir verð­­tryggðir vextir Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna úr 2,62 pró­­sent í 2,06 pró­­sent, eða um 0,56 pró­­sent­u­­stig. Þá tók stjórn sjóðs­ins ákvörðun um að frysta þá fram í ágúst og hækka þá svo upp í 2,26 pró­­sent, þar sem þeir hafa verið síð­­­an.

Í októ­ber ákvað sjóð­­ur­inn svo að breyta lána­­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­­töku voru veru­­lega þrengd og hámarks­­fjár­­hæð lána var lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Auk þess var ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­tryggð lán á breyt­i­­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­­kvæm­­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­­förnum árum.

Þetta var gert með þeim rökum að sjóð­­ur­inn væri komin út fyrir þau þol­­mörk sem hann ræður við að lána til íbúð­­ar­­kaupa. Frá haustinu 2015 og fram í októ­ber­­byrjun 2019 juk­ust sjóðs­­fé­lags­lán úr því að vera sex pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóðs­ins í að verða 13 pró­­sent. Alls námu sjóðs­­­fé­laga­lánin um 107 millj­­­örðum króna í byrjun síð­­asta mán­aðar og um 25 millj­­­arðar króna til við­­­bótar voru sagðir vera að bæt­­­ast við þá tölu þegar tekið væri til­­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­­ur­fjár­­­­­mögn­un. 

Það voru ein­fald­­lega ekki til lausir pen­ingar til að halda áfram á sömu braut og líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna hefði þurft að losa um aðrar eignir að óbreyttu til að þjón­usta eft­ir­­spurn­ina eftir íbúða­lán­­um. Það var stjórn hans ekki til­­­búin að gera.

Sam­an­lagt minna á þessu ári en því síð­asta

Þótt októ­ber hafi verið met­mán­uður í útlánum líf­eyr­is­sjóða þá hefur heilt yfir verið sam­dráttur í slíkum lánum á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Frá árs­byrjun og út októ­ber­mánuð lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir 79,8 millj­arða króna í ný útlán, en í fyrra höfðu þeir lánað 85,9 millj­arða króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins. 

Und­an­farin ár hafa verð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum notið mik­illa vin­sælda hjá lán­tak­end­um, enda kjör á þeim verið þau bestu sem staðið hafa til boða. Stóru sjóð­irnir þrír: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi voru lengi vel leið­andi í vaxta­lækk­unum á slíkum lánum en á því hefur orðið mikil breyt­ing á síð­ustu miss­er­um. Vextir LSR eru nú 2,3 pró­sent, verzl­un­ar­menn bjóða, líkt og áður sagði upp á 2,26 pró­sent vexti og Gildi býður upp á 2,46 pró­sent vexti. Á sama tíma hafa kjör á öðrum lána­teg­und­um, óverð­tryggðum lánum og verð­tryggðum lánum með föstum vöxt­um, verið bætt til að reyna að ýta lán­tak­endum frekar í þær átt­ir. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna býður nú til að mynda 5,14 pró­sent óverð­tryggða fasta vexti til þriggja ára og LSR upp á slíka á 5,5 pró­sent kjör­um.

Við­skipta­bank­arnir ekki sam­keppn­is­hæfir

Stóru sjóð­irnir þrír eru þó langt frá því að vera í sama flokki og við­skipta­bank­arnir þegar kemur að ósam­keppn­is­hæfum kjör­um. Þegar kemur að verð­tryggðum breyti­legum vöxtum bjóða þeir upp á lána­kjör sem eru á bil­inu 3,2 til 3,49 pró­sent á grunn­lánum sem duga fyrir 70 pró­sent af kostn­aði hús­næðis sem verið er að kaupa. Til sam­an­burðar eru hag­stæð­ustu kjör sem bjóð­ast á sam­bæri­legum lánum á mark­aðnum í dag hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðn­um, 1,72 pró­sent, og Stapa líf­eyr­is­sjóði, 1,73 pró­sent. Vaxta­kostn­aður lán­taka hjá Arion banka, sem er dýrastur við­skipta­bank­anna, er því rúm­lega tvö­faldur á við vaxta­kostnað sjóðs­fé­laga ofan­greindra tveggja sjóða. 

Lægstu óverð­tryggðu vextir sem bjóð­ast eru þó hjá Birtu líf­eyr­is­sjóði, 1,64 pró­sent. Þar er hins vegar lánað að hámarki fyrir 65 pró­sent að virði hús­næðis og því er um að ræða lán sem fyrst og síð­ast þeir sem hafa mikið eigið fé á milli hand­anna geta tek­ið. 

Við­skipta­bank­arnir sitja þó einir að þeim hópi sem þarf að taka hærra hlut­fall af hús­næð­is­kaupum sínum að láni, þ.e. hóp­inn sem er með minnst eigið fé milli hand­anna. Þeir bjóða við­bót­ar­lán ofan á 70 pró­sent grunn­lán sem líf­eyr­is­sjóðir gera ekki. Því situr við­kvæm­asti hóp­ur­inn á mark­aðn­um, þeir sem eiga minnst og hafa lægstu tekj­urn­ar, einn að óhag­stæð­ustu lán­unum á meðan að þeir sem eiga meira fé, og hafa hærri tekj­ur, borga mun lægri vexti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar