Reiknistofa lífeyrissjóða segir upp samningi sínum við Init

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt upp samningi sínum við félagið Init, sem heldur utan um lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfið Jóakim. Kveikur fjallaði um óútskýrðar greiðslur frá Init til tengdra aðila í lok aprílmánaðar.

Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Auglýsing

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóða (RL) er búin að segja upp samn­ingi sínum við fyr­ir­tækið Init ehf. sem sér um rekstur og þróun á líf­eyr­is-, iðgjalda- og verð­bréfa­kerf­inu Jóakim. Það gerði RL í síð­ustu viku, sam­kvæmt til­kynn­ingusem birt­ist á vef Gildi líf­eyr­is­sjóðs í dag.

Frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kveikur greindi frá því undir lok apr­íl­mán­aðar að hund­ruð millj­óna króna hefðu streymt út úr félag­inu Init, til félags sem heitir Ini­t-­rekstur og þriggja ann­arra félaga.

Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur millj­arður króna út úr Init til Ini­t-­rekst­urs og félaga í eigu þriggja lyk­il­stjórn­enda Intit. Óljóst þótti, sam­kvæmt skýrslu frá end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­inu KPMG, í hvaða til­gangi þær voru gerð­ar. Efa­semdir voru settar fram um það hvort þessi við­skipti Init við tengda aðila stæð­ust skatta­lög.

Í umfjöllun Kveiks kom fram að meira en helm­ingur allrar inn­komu Init á hverju ári hefði runnið út úr félag­inu og til þess­ara fjög­urra félaga, sem hefðu enga sjá­an­lega starf­semi sem gæti útskýrt þessar greiðsl­ur.

Pen­ing­arnir sem um ræðir koma frá stétt­ar­fé­lögum og líf­eyr­is­sjóð­um, sem hafa einmitt furðað sig á miklum kostn­aði við utan­um­hald Jóakims.

Í til­kynn­ing­unni frá RL á vef Gildis segir að þar sem Jóakim sé lyk­il­kerfi í starfi þeirra líf­eyr­is­sjóða og stétt­ar­fé­laga sem nota kerfið hafi verið lögð áhersla á áfram­hald­andi rekstur kerf­is­ins næstu mán­uði, á meðan RL tekur ákvörðun um næstu skref.

Úttekt á að ljúka fyrir lok mán­aðar

Einnig er sagt frá því að gengið hafi verið frá samn­ingi við end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Ernst & Young um úttekt á starfs­háttum Init og RL.

Auglýsing

„Fé­lagið mun taka út fram­kvæmd og efndir Init á samn­ingi við RL og sölu félags­ins á þjón­ustu til þriðja aðila. Einnig verður fram­kvæmd RL á samn­ingnum og eft­ir­fylgni tekin til skoð­un­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni sem birt er á vef Gild­is.

Stefnt er að því að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið skili nið­ur­stöðum fyrir lok þessa mán­aðar og að þær verði birtar opin­ber­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent