Reiknistofa lífeyrissjóða segir upp samningi sínum við Init

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt upp samningi sínum við félagið Init, sem heldur utan um lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfið Jóakim. Kveikur fjallaði um óútskýrðar greiðslur frá Init til tengdra aðila í lok aprílmánaðar.

Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Auglýsing

Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) er búin að segja upp samningi sínum við fyrirtækið Init ehf. sem sér um rekstur og þróun á lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfinu Jóakim. Það gerði RL í síðustu viku, samkvæmt tilkynningusem birtist á vef Gildi lífeyrissjóðs í dag.

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur greindi frá því undir lok aprílmánaðar að hundruð milljóna króna hefðu streymt út úr félaginu Init, til félags sem heitir Init-rekstur og þriggja annarra félaga.

Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur milljarður króna út úr Init til Init-reksturs og félaga í eigu þriggja lykilstjórnenda Intit. Óljóst þótti, samkvæmt skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG, í hvaða tilgangi þær voru gerðar. Efasemdir voru settar fram um það hvort þessi viðskipti Init við tengda aðila stæðust skattalög.

Í umfjöllun Kveiks kom fram að meira en helmingur allrar innkomu Init á hverju ári hefði runnið út úr félaginu og til þessara fjögurra félaga, sem hefðu enga sjáanlega starfsemi sem gæti útskýrt þessar greiðslur.

Peningarnir sem um ræðir koma frá stéttarfélögum og lífeyrissjóðum, sem hafa einmitt furðað sig á miklum kostnaði við utanumhald Jóakims.

Í tilkynningunni frá RL á vef Gildis segir að þar sem Jóakim sé lykilkerfi í starfi þeirra lífeyrissjóða og stéttarfélaga sem nota kerfið hafi verið lögð áhersla á áframhaldandi rekstur kerfisins næstu mánuði, á meðan RL tekur ákvörðun um næstu skref.

Úttekt á að ljúka fyrir lok mánaðar

Einnig er sagt frá því að gengið hafi verið frá samningi við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um úttekt á starfsháttum Init og RL.

Auglýsing

„Félagið mun taka út framkvæmd og efndir Init á samningi við RL og sölu félagsins á þjónustu til þriðja aðila. Einnig verður framkvæmd RL á samningnum og eftirfylgni tekin til skoðunar,“ segir í tilkynningunni sem birt er á vef Gildis.

Stefnt er að því að endurskoðunarfyrirtækið skili niðurstöðum fyrir lok þessa mánaðar og að þær verði birtar opinberlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent