Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna

Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að hans reynslu af spill­inga­málum und­an­far­inna ára sé sú að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins leggi meira kapp á að þagga niður og fela en að rann­saka og sækja rétt sinn fyrir hönd eig­enda sinna. „Með öðrum orðum þá vegur orð­spor stjórn­enda meira en raun­veru­legir hags­munir sjóð­fé­laga.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann hefur birt á Face­book. Til­efni hennar er umfjöllun Kveiks í gær­kvöldi þar sem greint var frá því að þjón­ustu­að­ili sem sér um rekstur á einu af tölvu­kerfum íslenskra líf­eyr­is­sjóða hafði rukkað sjóð­ina um vinnu sem efa­semdir eru um að stand­ist lög. Í þætt­inum kom fram að hund­ruð millj­óna króna hefðu streymt út úr félag­inu Init og ann­ast rekstur umrædds tölvu­kerf­is, sem heitir Jóakim og heldur meðal ann­ars utan um öll rétt­indi þeirra sem greiða í líf­eyr­is­sjóði, til ann­ars félags í eigu stjórn­enda Init. Það félag heitir Ini­t-­rekst­ur. Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur millj­arður króna út úr Init til Ini­t-­rekst­ur­s. 

Jóakim er í eigu tíu líf­eyr­is­sjóða og ýmis verka­lýðs­fé­lög greiða fyrir notkun á kerf­inu.

Með sitt eigið kerfi

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, þar sem VR skipar helm­ing stjórn­ar­manna, eru ekki hluti af þessu fyr­ir­komu­lagi heldur reka sitt eigi skrán­ing­ar­kerfi. Ragnar Þór segir að það hafi samt sem áður verið dap­ur­legt að horfa á Kveik. Hann segir að ef eitt fyr­ir­tækið sem starfi svona nálægt líf­eyr­is­sjóðum kom­ist upp með svona við­skipta­hætti, þá sé vert að spyrja sig hvernig öll önnur við­skipti við sjóð­ina fari fram. „Hvernig er eft­ir­liti með fjár­fest­ingum háttað þegar nýráðin fram­kvæmda­stjóri stétt­ar­fé­lags fer að gera athuga­semdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur við­geng­ist um áraraðir ofan í háls­máli sjóð­anna?“ Sá nýráðni fram­kvæmda­stjóri sem Ragnar minn­ist á er Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, sem var til við­tals í Kveik í gær og lýsti því þar að hann hafi strax haft efa­semdir um kostnað vegna greiðslna til Init þegar hann tók við starfi sínu fyrir nokkrum árum. 

Auglýsing
Ragnar bendir á að rekstr­ar­kostn­aður líf­eyr­is­sjóða hlaupi á tugum millj­arða króna á ári. Þar starfi á annað hund­rað vel laun­aðra stjórn­enda sem beri ábyrgð á eignum sjóð­anna, sem í dag eru yfir 5.800 millj­arðar króna. 

Meiri áhersla á að fela en að rann­saka

For­maður VR spyr hvar fleiri leka og svik­sam­leg athæfi sé að finna innan líf­eyr­is­sjóð­anna. „Mín reynsla af þeim spill­ing­ar­málum sem komið hafa upp síð­ustu árin eru að sjóð­irnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rann­saka og sækja rétt sinn fyrir hönd eig­enda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orð­spor stjórn­enda meira en raun­veru­legir hags­munir sjóð­fé­laga. Þetta eru stór orð en auð­velt er að rök­styðja með spurn­ingu: Hversu oft hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um svik­sam­legt athæfi gagn­vart þeim? Ég held að flestir viti svar­ið.“

Hann nefnir svo hrunmá sem dæmi og sér­stak­lega þá stað­reynd að alþjóð­leg end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki hafi kvittað upp á árs­reikn­inga fyr­ir­tækja sem sagðir voru í lagi en hafi ekki reynst vera það, gjald­eyr­is­við­skipti líf­eyr­is­sjóð­anna fyrir hrun, Bakk­ar­var­ar­málið svo­kall­aða þar sem hann áætlar að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi tapað 50-60 millj­örðum króna, fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í kís­il­verum á borð við United Sil­icon sem leiddu af sér mikið tap og Lind­ar­vatns­-­málið.

Kallar eftir heild­ar­end­ur­skoðun

Ragnar Þór segir að versta form spill­ingar sé ekki glæp­ur­inn sjálfur heldur að vita af honum og aðhaf­ast ekk­ert. Með­virkni og þöggun séu frjór jarð­vegur spill­ingar og ábyrgð stjórn­enda líf­eyr­is­sjóð­anna sé mik­ill. 

Hann hafi ætlað að í kjöl­far mála eins og opin­beruð voru í Kveik í gær kæmi hrina afsagna en veru­leik­inn sé sá að ekk­ert muni breyt­ast. „En svona ger­ast hlut­irnir þegar farið er með ann­ara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitr­aða kúltúr er að heild­ar­end­ur­skoðun fari fram á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna og að sjóð­fé­lagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálf­sögðu ekki í veg fyrir spill­ingu og svik­semi en aðhaldið yrði marg­falt betra og meira, því verra getur þetta ekki orð­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent