Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna

Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að hans reynslu af spill­inga­málum und­an­far­inna ára sé sú að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins leggi meira kapp á að þagga niður og fela en að rann­saka og sækja rétt sinn fyrir hönd eig­enda sinna. „Með öðrum orðum þá vegur orð­spor stjórn­enda meira en raun­veru­legir hags­munir sjóð­fé­laga.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann hefur birt á Face­book. Til­efni hennar er umfjöllun Kveiks í gær­kvöldi þar sem greint var frá því að þjón­ustu­að­ili sem sér um rekstur á einu af tölvu­kerfum íslenskra líf­eyr­is­sjóða hafði rukkað sjóð­ina um vinnu sem efa­semdir eru um að stand­ist lög. Í þætt­inum kom fram að hund­ruð millj­óna króna hefðu streymt út úr félag­inu Init og ann­ast rekstur umrædds tölvu­kerf­is, sem heitir Jóakim og heldur meðal ann­ars utan um öll rétt­indi þeirra sem greiða í líf­eyr­is­sjóði, til ann­ars félags í eigu stjórn­enda Init. Það félag heitir Ini­t-­rekst­ur. Á árunum 2013 til 2019 fór tæpur millj­arður króna út úr Init til Ini­t-­rekst­ur­s. 

Jóakim er í eigu tíu líf­eyr­is­sjóða og ýmis verka­lýðs­fé­lög greiða fyrir notkun á kerf­inu.

Með sitt eigið kerfi

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, þar sem VR skipar helm­ing stjórn­ar­manna, eru ekki hluti af þessu fyr­ir­komu­lagi heldur reka sitt eigi skrán­ing­ar­kerfi. Ragnar Þór segir að það hafi samt sem áður verið dap­ur­legt að horfa á Kveik. Hann segir að ef eitt fyr­ir­tækið sem starfi svona nálægt líf­eyr­is­sjóðum kom­ist upp með svona við­skipta­hætti, þá sé vert að spyrja sig hvernig öll önnur við­skipti við sjóð­ina fari fram. „Hvernig er eft­ir­liti með fjár­fest­ingum háttað þegar nýráðin fram­kvæmda­stjóri stétt­ar­fé­lags fer að gera athuga­semdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur við­geng­ist um áraraðir ofan í háls­máli sjóð­anna?“ Sá nýráðni fram­kvæmda­stjóri sem Ragnar minn­ist á er Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, sem var til við­tals í Kveik í gær og lýsti því þar að hann hafi strax haft efa­semdir um kostnað vegna greiðslna til Init þegar hann tók við starfi sínu fyrir nokkrum árum. 

Auglýsing
Ragnar bendir á að rekstr­ar­kostn­aður líf­eyr­is­sjóða hlaupi á tugum millj­arða króna á ári. Þar starfi á annað hund­rað vel laun­aðra stjórn­enda sem beri ábyrgð á eignum sjóð­anna, sem í dag eru yfir 5.800 millj­arðar króna. 

Meiri áhersla á að fela en að rann­saka

For­maður VR spyr hvar fleiri leka og svik­sam­leg athæfi sé að finna innan líf­eyr­is­sjóð­anna. „Mín reynsla af þeim spill­ing­ar­málum sem komið hafa upp síð­ustu árin eru að sjóð­irnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rann­saka og sækja rétt sinn fyrir hönd eig­enda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orð­spor stjórn­enda meira en raun­veru­legir hags­munir sjóð­fé­laga. Þetta eru stór orð en auð­velt er að rök­styðja með spurn­ingu: Hversu oft hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um svik­sam­legt athæfi gagn­vart þeim? Ég held að flestir viti svar­ið.“

Hann nefnir svo hrunmá sem dæmi og sér­stak­lega þá stað­reynd að alþjóð­leg end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki hafi kvittað upp á árs­reikn­inga fyr­ir­tækja sem sagðir voru í lagi en hafi ekki reynst vera það, gjald­eyr­is­við­skipti líf­eyr­is­sjóð­anna fyrir hrun, Bakk­ar­var­ar­málið svo­kall­aða þar sem hann áætlar að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi tapað 50-60 millj­örðum króna, fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í kís­il­verum á borð við United Sil­icon sem leiddu af sér mikið tap og Lind­ar­vatns­-­málið.

Kallar eftir heild­ar­end­ur­skoðun

Ragnar Þór segir að versta form spill­ingar sé ekki glæp­ur­inn sjálfur heldur að vita af honum og aðhaf­ast ekk­ert. Með­virkni og þöggun séu frjór jarð­vegur spill­ingar og ábyrgð stjórn­enda líf­eyr­is­sjóð­anna sé mik­ill. 

Hann hafi ætlað að í kjöl­far mála eins og opin­beruð voru í Kveik í gær kæmi hrina afsagna en veru­leik­inn sé sá að ekk­ert muni breyt­ast. „En svona ger­ast hlut­irnir þegar farið er með ann­ara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitr­aða kúltúr er að heild­ar­end­ur­skoðun fari fram á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna og að sjóð­fé­lagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálf­sögðu ekki í veg fyrir spill­ingu og svik­semi en aðhaldið yrði marg­falt betra og meira, því verra getur þetta ekki orð­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent