Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar

Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur kallað eftir því að þeir líf­eyr­is­sjóðir sem áttu hlut í Bakka­vör fari fram á opin­bera rann­sókn á því hvort þeir hafi verið blekktir og hvort bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syni, aðal­eig­endur Bakka­var­ar, hafi leynt mik­il­vægum upp­lýs­ingum þegar sjóð­irnir seldu hluti sína í fyr­ir­tæk­inu í fyrra. 

Ragnar vill einnig að rann­sakað verði hvort að bræð­urnir hafi hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat og hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu við söl­una. Ef þannig er sé „um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Ragnar birt­ist á Face­book í dag.

VR skipar fjóra aðal­menn í stjórn eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir tapað háum fjár­hæðum á bræðr­unum

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa í gegnum árin tapað miklum fjár­hæðum á við­skiptum í félögum tengdum Bakka­var­ar­bræðr­um. Í úttekt sem gerð var á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­um. Hlut­deild þess­ara aðila, sem voru aðal­lega Kaup­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­ar­tapi líf­eyr­is­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­sent.

Vegna stöðu Bakka­varar eftir hrunið var gerður nauða­samn­ingur milli Bakka­varar Group og kröfu­hafa þess félags í byrjun árs 2010.

Auglýsing
Í honum fólst að kröfu­haf­ar, að mestu leyti Arion banki og skulda­bréfa­eig­endur á borð við líf­eyr­is­sjóð­ina, tóku yfir félagið en bræðr­unum var gefið tæki­færi til að greiða kröfu­höf­unum til baka fyrir mitt ár 2014. Gengi það eftir myndu bræð­urnir fá 25 pró­senta eign­ar­hlut í Bakka­vör.

Í upp­hafi árs 2012 var orðið aug­ljóst að for­sendur nauða­samn­ing­anna myndu ekki halda. Á þeim tíma gekk rekstur Bakka­varar erf­ið­lega og sam­þykkt var að breyta kröfum í hluta­fé. Til að fá bræð­urna til að sam­þykkja þá aðgerð, sem ella hefðu getað haldið Bakka­vör í her­kví fram á sum­arið 2014, var fall­ist á að leyfa þeim að kaupa fjórð­ungs­hlut í félag­inu.

Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna. Innra virði Bakka­varar miðað við eig­in­fjár­stöðu sam­stæð­unnar var um 20 millj­arðar króna og því ljóst að bræð­urnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafn­virð­is­krónu.

Lýður Guðmundsson.Næstu miss­eri juku þeir við hluti sína í Bakka­vör, meðal ann­ars með því að flytja fé frá aflands­fé­lögum til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og kaupa hlutafé af íslenskum aðil­um.

Þann 25.Jan­úar 2016 keypti síðan félag í eigu bræðr­anna 46 pró­sent hlut BG12 ehf., félags í eigu Arion banka, Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Gildi líf­eyr­is­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­sjóða og fag­fjár­festa, til bræðr­anna fyrir 147 millj­ónir punda. Það þýddi að áætlað heild­ar­verð­mæti félags­ins nam um 320 millj­ónum punda, eða um 60 millj­arðar íslenskra króna á þáver­andi gengi.

Vill fá að vita hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu

Ragnar bendir á í pistli sínum að Í dag, rúm­lega einu og hálfu ári síð­ar, sé áætlað mark­aðsvirði Bakka­varar 1.030 til 1.500 millj­ónir punda eða 147 til 207 millj­arðar íslenskra króna. Bakka­vör var skráð á markað í Bret­landi í nóv­em­ber og bræð­urnir gátu því selt hluta af eign sinni á mun hærra verði en þeir greiddu fyrir í byrjun síð­asta árs.

Ragnar seg­ir: „Ef líf­eyr­is­sjóðir hefðu beðið eftir skrán­ingu félags­ins á markað hefði hlutur BG12 verið 68 til 95 millj­arða virði eða 3 til 5 sinnum hærra í pundum talið.

Hvað verður til þess að fyr­ir­tæki í rekstri eins og Bakka­vör marg­faldi verð­gildi sitt með þessum hætti? Hvaða hlut­verki gegndu ráð­gjafar líf­eyr­is­sjóð­anna við sölu á þessum hlut og hvaða for­sendur lágu að baki fyrir söl­unn­i?“

Hann kallar því eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir fari fram á opin­bera rann­sókn. „Ef að sjóð­irnir hafa verið blekktir eða bræð­urnir leynt mik­il­vægum rekstr­ar­legum upp­lýs­ingum eða hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat er um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent