Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar

Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur kallað eftir því að þeir líf­eyr­is­sjóðir sem áttu hlut í Bakka­vör fari fram á opin­bera rann­sókn á því hvort þeir hafi verið blekktir og hvort bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syni, aðal­eig­endur Bakka­var­ar, hafi leynt mik­il­vægum upp­lýs­ingum þegar sjóð­irnir seldu hluti sína í fyr­ir­tæk­inu í fyrra. 

Ragnar vill einnig að rann­sakað verði hvort að bræð­urnir hafi hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat og hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu við söl­una. Ef þannig er sé „um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Ragnar birt­ist á Face­book í dag.

VR skipar fjóra aðal­menn í stjórn eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir tapað háum fjár­hæðum á bræðr­unum

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa í gegnum árin tapað miklum fjár­hæðum á við­skiptum í félögum tengdum Bakka­var­ar­bræðr­um. Í úttekt sem gerð var á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­um. Hlut­deild þess­ara aðila, sem voru aðal­lega Kaup­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­ar­tapi líf­eyr­is­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­sent.

Vegna stöðu Bakka­varar eftir hrunið var gerður nauða­samn­ingur milli Bakka­varar Group og kröfu­hafa þess félags í byrjun árs 2010.

Auglýsing
Í honum fólst að kröfu­haf­ar, að mestu leyti Arion banki og skulda­bréfa­eig­endur á borð við líf­eyr­is­sjóð­ina, tóku yfir félagið en bræðr­unum var gefið tæki­færi til að greiða kröfu­höf­unum til baka fyrir mitt ár 2014. Gengi það eftir myndu bræð­urnir fá 25 pró­senta eign­ar­hlut í Bakka­vör.

Í upp­hafi árs 2012 var orðið aug­ljóst að for­sendur nauða­samn­ing­anna myndu ekki halda. Á þeim tíma gekk rekstur Bakka­varar erf­ið­lega og sam­þykkt var að breyta kröfum í hluta­fé. Til að fá bræð­urna til að sam­þykkja þá aðgerð, sem ella hefðu getað haldið Bakka­vör í her­kví fram á sum­arið 2014, var fall­ist á að leyfa þeim að kaupa fjórð­ungs­hlut í félag­inu.

Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna. Innra virði Bakka­varar miðað við eig­in­fjár­stöðu sam­stæð­unnar var um 20 millj­arðar króna og því ljóst að bræð­urnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafn­virð­is­krónu.

Lýður Guðmundsson.Næstu miss­eri juku þeir við hluti sína í Bakka­vör, meðal ann­ars með því að flytja fé frá aflands­fé­lögum til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og kaupa hlutafé af íslenskum aðil­um.

Þann 25.Jan­úar 2016 keypti síðan félag í eigu bræðr­anna 46 pró­sent hlut BG12 ehf., félags í eigu Arion banka, Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Gildi líf­eyr­is­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­sjóða og fag­fjár­festa, til bræðr­anna fyrir 147 millj­ónir punda. Það þýddi að áætlað heild­ar­verð­mæti félags­ins nam um 320 millj­ónum punda, eða um 60 millj­arðar íslenskra króna á þáver­andi gengi.

Vill fá að vita hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu

Ragnar bendir á í pistli sínum að Í dag, rúm­lega einu og hálfu ári síð­ar, sé áætlað mark­aðsvirði Bakka­varar 1.030 til 1.500 millj­ónir punda eða 147 til 207 millj­arðar íslenskra króna. Bakka­vör var skráð á markað í Bret­landi í nóv­em­ber og bræð­urnir gátu því selt hluta af eign sinni á mun hærra verði en þeir greiddu fyrir í byrjun síð­asta árs.

Ragnar seg­ir: „Ef líf­eyr­is­sjóðir hefðu beðið eftir skrán­ingu félags­ins á markað hefði hlutur BG12 verið 68 til 95 millj­arða virði eða 3 til 5 sinnum hærra í pundum talið.

Hvað verður til þess að fyr­ir­tæki í rekstri eins og Bakka­vör marg­faldi verð­gildi sitt með þessum hætti? Hvaða hlut­verki gegndu ráð­gjafar líf­eyr­is­sjóð­anna við sölu á þessum hlut og hvaða for­sendur lágu að baki fyrir söl­unn­i?“

Hann kallar því eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir fari fram á opin­bera rann­sókn. „Ef að sjóð­irnir hafa verið blekktir eða bræð­urnir leynt mik­il­vægum rekstr­ar­legum upp­lýs­ingum eða hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat er um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent