Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar

Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir því að þeir lífeyrissjóðir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir og hvort bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssyni, aðaleigendur Bakkavarar, hafi leynt mikilvægum upplýsingum þegar sjóðirnir seldu hluti sína í fyrirtækinu í fyrra. 

Ragnar vill einnig að rannsakað verði hvort að bræðurnir hafi hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verðmat og hvaða hlutverki ráðgjafar gegndu við söluna. Ef þannig er sé „um að ræða eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar þar sem lífeyrissjóðir almennings urðu af milljarða tugum í viðskiptum við bræðurna sem sitja báðum megin borðs í fyrirtækinu, annar er forstjóri en hinn stjórnarformaður, eitthvað sem hefði átt að hringja mörgum viðvörunarbjöllum stærstu eigenda félagsins.“ Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Ragnar birtist á Facebook í dag.

VR skipar fjóra aðalmenn í stjórn eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Íslenskir lífeyrissjóðir tapað háum fjárhæðum á bræðrunum

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa í gegnum árin tapað miklum fjárhæðum á viðskiptum í félögum tengdum Bakkavararbræðrum. Í úttekt sem gerð var á starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóðirnir hefðu tapað samtals 170,9 milljörðum króna á hlutabréfum og skuldabréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðilum. Hlutdeild þessara aðila, sem voru aðallega Kaupþing, Exista og Bakkavör, í heildartapi lífeyrissjóðanna vegna slíkra bréfa var 44 prósent.

Vegna stöðu Bakkavarar eftir hrunið var gerður nauðasamningur milli Bakkavarar Group og kröfuhafa þess félags í byrjun árs 2010.

Auglýsing
Í honum fólst að kröfuhafar, að mestu leyti Arion banki og skuldabréfaeigendur á borð við lífeyrissjóðina, tóku yfir félagið en bræðrunum var gefið tækifæri til að greiða kröfuhöfunum til baka fyrir mitt ár 2014. Gengi það eftir myndu bræðurnir fá 25 prósenta eignarhlut í Bakkavör.

Í upphafi árs 2012 var orðið augljóst að forsendur nauðasamninganna myndu ekki halda. Á þeim tíma gekk rekstur Bakkavarar erfiðlega og samþykkt var að breyta kröfum í hlutafé. Til að fá bræðurna til að samþykkja þá aðgerð, sem ella hefðu getað haldið Bakkavör í herkví fram á sumarið 2014, var fallist á að leyfa þeim að kaupa fjórðungshlut í félaginu.

Fjórðungshlutinn fengu bræðurnir að kaupa á fjóra milljarða króna. Innra virði Bakkavarar miðað við eiginfjárstöðu samstæðunnar var um 20 milljarðar króna og því ljóst að bræðurnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafnvirðiskrónu.

Lýður Guðmundsson.Næstu misseri juku þeir við hluti sína í Bakkavör, meðal annars með því að flytja fé frá aflandsfélögum til Íslands í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands og kaupa hlutafé af íslenskum aðilum.

Þann 25.Janúar 2016 keypti síðan félag í eigu bræðranna 46 prósent hlut BG12 ehf., félags í eigu Arion banka, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóðs, fleiri minni lífeyrissjóða og fagfjárfesta, til bræðranna fyrir 147 milljónir punda. Það þýddi að áætlað heildarverðmæti félagsins nam um 320 milljónum punda, eða um 60 milljarðar íslenskra króna á þáverandi gengi.

Vill fá að vita hvaða hlutverki ráðgjafar gegndu

Ragnar bendir á í pistli sínum að Í dag, rúmlega einu og hálfu ári síðar, sé áætlað markaðsvirði Bakkavarar 1.030 til 1.500 milljónir punda eða 147 til 207 milljarðar íslenskra króna. Bakkavör var skráð á markað í Bretlandi í nóvember og bræðurnir gátu því selt hluta af eign sinni á mun hærra verði en þeir greiddu fyrir í byrjun síðasta árs.

Ragnar segir: „Ef lífeyrissjóðir hefðu beðið eftir skráningu félagsins á markað hefði hlutur BG12 verið 68 til 95 milljarða virði eða 3 til 5 sinnum hærra í pundum talið.

Hvað verður til þess að fyrirtæki í rekstri eins og Bakkavör margfaldi verðgildi sitt með þessum hætti? Hvaða hlutverki gegndu ráðgjafar lífeyrissjóðanna við sölu á þessum hlut og hvaða forsendur lágu að baki fyrir sölunni?“

Hann kallar því eftir að lífeyrissjóðirnir fari fram á opinbera rannsókn. „Ef að sjóðirnir hafa verið blekktir eða bræðurnir leynt mikilvægum rekstrarlegum upplýsingum eða hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verðmat er um að ræða eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar þar sem lífeyrissjóðir almennings urðu af milljarða tugum í viðskiptum við bræðurna sem sitja báðum megin borðs í fyrirtækinu, annar er forstjóri en hinn stjórnarformaður, eitthvað sem hefði átt að hringja mörgum viðvörunarbjöllum stærstu eigenda félagsins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent