Formaður VR: Salan á Bakkavör gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar

Ragnar Þór Ingólfsson hefur kallað eftir því að lífeyrissjóðirnir sem áttu hlut í Bakkavör fari fram á opinbera rannsókn á því hvort þeir hafi verið blekktir af Lýði og Ágústi Guðmundssonum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur kallað eftir því að þeir líf­eyr­is­sjóðir sem áttu hlut í Bakka­vör fari fram á opin­bera rann­sókn á því hvort þeir hafi verið blekktir og hvort bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syni, aðal­eig­endur Bakka­var­ar, hafi leynt mik­il­vægum upp­lýs­ingum þegar sjóð­irnir seldu hluti sína í fyr­ir­tæk­inu í fyrra. 

Ragnar vill einnig að rann­sakað verði hvort að bræð­urnir hafi hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat og hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu við söl­una. Ef þannig er sé „um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Ragnar birt­ist á Face­book í dag.

VR skipar fjóra aðal­menn í stjórn eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir tapað háum fjár­hæðum á bræðr­unum

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa í gegnum árin tapað miklum fjár­hæðum á við­skiptum í félögum tengdum Bakka­var­ar­bræðr­um. Í úttekt sem gerð var á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­um. Hlut­deild þess­ara aðila, sem voru aðal­lega Kaup­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­ar­tapi líf­eyr­is­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­sent.

Vegna stöðu Bakka­varar eftir hrunið var gerður nauða­samn­ingur milli Bakka­varar Group og kröfu­hafa þess félags í byrjun árs 2010.

Auglýsing
Í honum fólst að kröfu­haf­ar, að mestu leyti Arion banki og skulda­bréfa­eig­endur á borð við líf­eyr­is­sjóð­ina, tóku yfir félagið en bræðr­unum var gefið tæki­færi til að greiða kröfu­höf­unum til baka fyrir mitt ár 2014. Gengi það eftir myndu bræð­urnir fá 25 pró­senta eign­ar­hlut í Bakka­vör.

Í upp­hafi árs 2012 var orðið aug­ljóst að for­sendur nauða­samn­ing­anna myndu ekki halda. Á þeim tíma gekk rekstur Bakka­varar erf­ið­lega og sam­þykkt var að breyta kröfum í hluta­fé. Til að fá bræð­urna til að sam­þykkja þá aðgerð, sem ella hefðu getað haldið Bakka­vör í her­kví fram á sum­arið 2014, var fall­ist á að leyfa þeim að kaupa fjórð­ungs­hlut í félag­inu.

Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna. Innra virði Bakka­varar miðað við eig­in­fjár­stöðu sam­stæð­unnar var um 20 millj­arðar króna og því ljóst að bræð­urnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafn­virð­is­krónu.

Lýður Guðmundsson.Næstu miss­eri juku þeir við hluti sína í Bakka­vör, meðal ann­ars með því að flytja fé frá aflands­fé­lögum til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands og kaupa hlutafé af íslenskum aðil­um.

Þann 25.Jan­úar 2016 keypti síðan félag í eigu bræðr­anna 46 pró­sent hlut BG12 ehf., félags í eigu Arion banka, Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Gildi líf­eyr­is­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­sjóða og fag­fjár­festa, til bræðr­anna fyrir 147 millj­ónir punda. Það þýddi að áætlað heild­ar­verð­mæti félags­ins nam um 320 millj­ónum punda, eða um 60 millj­arðar íslenskra króna á þáver­andi gengi.

Vill fá að vita hvaða hlut­verki ráð­gjafar gegndu

Ragnar bendir á í pistli sínum að Í dag, rúm­lega einu og hálfu ári síð­ar, sé áætlað mark­aðsvirði Bakka­varar 1.030 til 1.500 millj­ónir punda eða 147 til 207 millj­arðar íslenskra króna. Bakka­vör var skráð á markað í Bret­landi í nóv­em­ber og bræð­urnir gátu því selt hluta af eign sinni á mun hærra verði en þeir greiddu fyrir í byrjun síð­asta árs.

Ragnar seg­ir: „Ef líf­eyr­is­sjóðir hefðu beðið eftir skrán­ingu félags­ins á markað hefði hlutur BG12 verið 68 til 95 millj­arða virði eða 3 til 5 sinnum hærra í pundum talið.

Hvað verður til þess að fyr­ir­tæki í rekstri eins og Bakka­vör marg­faldi verð­gildi sitt með þessum hætti? Hvaða hlut­verki gegndu ráð­gjafar líf­eyr­is­sjóð­anna við sölu á þessum hlut og hvaða for­sendur lágu að baki fyrir söl­unn­i?“

Hann kallar því eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir fari fram á opin­bera rann­sókn. „Ef að sjóð­irnir hafa verið blekktir eða bræð­urnir leynt mik­il­vægum rekstr­ar­legum upp­lýs­ingum eða hagað bókum þannig að áhrifa gætti við verð­mat er um að ræða eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­sjóðir almenn­ings urðu af millj­arða tugum í við­skiptum við bræð­urna sem sitja báðum megin borðs í fyr­ir­tæk­inu, annar er for­stjóri en hinn stjórn­ar­for­mað­ur, eitt­hvað sem hefði átt að hringja mörgum við­vör­un­ar­bjöllum stærstu eig­enda félags­ins.“

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent