Nýr fjárfestingarsjóður stofnaður til að styðja við norræn sprotafyrirtæki

The Nordic Web hefur nú sett á laggirnar sjóð til að fjárfesta í norrænum sprotafyrirtækjum. Yfir 50 fjárfestar koma að verkefninu og munu íslensk sprotafyrirtæki fá tækifæri til að taka þátt í verkefninu.

Neil Murray, stofnandi The Nordic Web.
Neil Murray, stofnandi The Nordic Web.
Auglýsing

The Nor­dic Web hefur stofnað sjóð sem mun fjár­festa í tíu til fimmtán nor­rænum sprota­fyr­ir­tækjum næstu 12 mán­uð­ina. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá miðl­in­um. 

Meðal íslenskra fjár­festa sem koma að sjóðnum eru Helga Val­fells, Hekla Arn­ar­dóttir og Jenný Ruth Hrafns­dóttir hjá Crowberry Capital, Georg Ludviks­son hjá Meniga og Krist­inn Árni Lár Hró­bjarts­son hjá Koli­bri and Northstack.

Ásamt þeim muni evr­ópskir fjár­festar taka þátt í verk­efn­inu, Martin Mignot hjá Index Ventures, Christoph Janz hjá Point Nine Capi­tal og Phil­ipp Moehring og Andy Chung hjá Ang­elList Europe.

Auglýsing

Yfir 50 með­limir verða þátt­tak­endur í nýja sjóðn­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu frá The Nor­dic Web, og eru þeir hvaðanæva úr heim­inum og með margs konar reynslu að baki. ­Sjóð­ur­inn mun fjár­festa í Dan­mörku, Finn­landi, Íslandi, Nor­egi og Sví­þjóð.

Sjóð­ur­inn mun starfa undir nafni The Nor­dic Web og er í raun fram­hald af starfi þeirra. The Nor­dic Web er fjög­urra ára gam­all mið­ill og er mark­mið þeirra er að gefa nor­rænum nýsköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tækjum tæki­færi til að koma starf­semi sinni á fram­færi og vekja athygli á því sem er að ger­ast í þessum lönd­um.

Neil Murray, stofn­andi The Nor­dic Web, seg­ist sjálfur vera stoltur af þeim stuðn­ingi sem sjóð­ur­inn hefur fengið en eins og áður segir taka yfir 50 manns þátt í verk­efn­inu. Með því að nýta þekk­ingu og kunn­áttu fjár­fest­ing­ar­að­il­ana þá sé hægt að hjálpa og styðja við ný sprota­fyr­ir­tæki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent