Án nýsköpunar væru „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ ekki til

Þörf er á nýsköpun á öllum sviðum fyrir framþróun í samfélaginu, líka í tungumálinu, að mati Sigurlínu Valgerðar Ingvarsdóttur. Hugtök eins og „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ voru ekki til þegar hún steig sín fyrstu skref í karllægum tölvuleikjabransa.

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði.
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði.
Auglýsing

Fjöl­breyt­i­­leiki er í fyr­ir­­rúmi í öllum störfum sem Sig­­ur­lína Val­gerður Ingv­ars­dóttir tekur að sér. Hún situr í stjórnum smærri og stærri fyr­ir­tækja og segir hlut­verk stjórna það sama í öllum fyr­ir­tækjum þótt við­fangs­efnin séu ólík. Mik­il­vægt sé að fá fjöl­breyttar raddir að borð­inu, enda geti fólk ekki end­­ur­­speglað reynslu sem það hafi ekki sjálft.

Sig­­ur­lína er í við­tali í ára­­móta­­blaði Vís­bend­ing­ar. Í blað­inu er sjónum sér­­stak­­lega beint að fjöl­breytni, jafn­­rétti og því hvernig unnt er að nýta hæfni og krafta breið­­ari hóps í við­­skipta­líf­inu, ekki síst í stjórnum og stjórn­­un­­ar­­stöð­um, en ekki bara hæfni og krafta þeirra sem eru líkir þeim sem stýra fyr­­ir. Sjálf er hún verk­fræð­ingur en sneri nýlega heim til Íslands eftir 14 ára störf sem fram­leið­andi tölvu­leikja í Sví­þjóða, Kanada og Banda­ríkj­un­um.

Öllum hag­kerfum er nýsköpun nauð­syn­leg að mati Sig­ur­línu en nýsköp­unin er ekk­ert endi­lega bundin við nýja tækni, ný tæki eða nýja hluti. Hún er líka í því að finna upp nýjar leiðir og nýjar lausnir á vel þekktum vanda­mál­um.

Auglýsing

„Ef við horfum til dæmis á mörg kerfi sem eru rík í okkar sam­fé­lagi, hvort sem það er heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi eða stjórn­kerfi, þegar þau komu fram þá eru þau alltaf börn síns tíma. Svo þró­ast sam­fé­lagið og þarfir þegn­anna. Allt í einu kannski upp­lifum við að þau kerfi sem á ein­hverjum tíma virka ofsa­lega vel eru í dag orðin ákveðin hindrun á fram­þró­un, af því þau hafa kannski ekki ekki þró­ast með sam­fé­lag­inu sem nýta þau. Það er alls ekk­ert eitt­hvað íslenskt vanda­mál. Ég held að það sé dálítið alþjóð­leg­t,“ segir Sig­ur­lína.

Þörf er á nýsköpun alls staðar í sam­fé­lag­inu að hennar mati og finnst henni áhuga­vert að fylgj­ast með nýsköpun í tungu­mál­inu og hvernig það þró­ast í takt við þarfir sam­fé­lags­ins.

„Til dæmis þegar eru komin hug­tök yfir hluti sem áður var erfitt að koma í orð. Ég nefni sem dæmi þegar það skemmti­lega orð hrút­skýr­ingin kemur fram þá er þar komið orð sem nær full­kom­lega að kjarna eitt­hvað sem margar konur höfðu kann­ast við en var erfitt að ræða því orðið var ekki til. Annað hug­tak sem mér finnst mjög gagn­legt er þriðja vakt­in, sem er hug­tak sem nær yfir heim­il­is­skipu­lag, eins og það að sjá um að panta læknis­tíma, eða skipu­leggja barna­af­mæli eða muna eftir gam­alli frænku sem þarf að heim­sækja á sjúkra­hús eða hvað það nú er. Oft er þetta safn óskil­greindra hluta en öll heim­ili kann­ast við þetta og þetta eru verk sem þarf að vinna. Þegar þetta hug­tak kemur upp, þriðja vakt­in, þá nær það svo skemmti­lega utan um það. Það er líka áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri umræðu sem þessi nýsköpun í mál­inu skap­ar.“

Margoft verið eina konan í her­bergi fullu af karl­mönnum

Sá hugs­un­ar­háttur var lengi ríkj­andi að tölvu­leikir séu fyrir drengi og karl­menn og tölu­vleikja­brans­inn hefur lengi verið mjög karllæg­ur. „Svo ger­ist það í raun og veru á þessum tímum sem ég hef unnið í tölvu­leikjum að þeir sem taka ákvarð­anir í brans­anum átta sig á að tölvu­leikir höfða til miklu stærri hóps. En til þess að geta náð til fleiri þá þarftu að hafa fjöl­breytt­ara fólk sem býr til leik­ina,“ segir Sig­ur­lína.

„Íslendingar eru óhræddir og hafa kjark til að gera alls konar,“ segir Sigurlína V. Ingvarsdóttir. Mynd: Golli.

„Ég fer að kynna mér þetta og átta mig á að ég hef upp­lifað þetta á eigin skinni. Ég hef svo margoft verið eina konan í her­bergi fullu af karl­mönnum og kannski upp­lifað að það er ein­hver ríkj­andi sýn, ég hef kannski haft aðrar hug­mynd­ir. Mér hefur ekk­ert endi­lega liðið þannig að mínar hug­myndir væru sér­stak­lega vel­komnar eða að ég hefði hrein­lega kjark til að koma fram með ein­hverja hug­mynd sem væri mjög ólík þeim sem var verið að ræða. Og ef umhverfið er þannig að ekki allir þora að leggja orð í belg þá ertu með umhverfi sem missir af fullt af hug­mynd­um.“

Íslend­ingar óhræddir og hafa kjark til að gera alls konar

Í við­tal­inu talar Sig­ur­lína einnig um kjarkinn sem ein­kennir íslenskt við­skipta­líf og segir hún gaman að vera komin heim og sjá Ísland með nýjum gler­aug­um.

„Það sem ég hef mjög gaman af hér á Íslandi er að við erum frjáls­leg og við erum ekki að flækja hlut­ina of mikið fyrir okk­ur. Það er bæði styrkur en síðan þegar við erum Íslend­ingar í sam­skiptum við þessa erlendu félög þá skortir stundum skiln­ing­inn á þeirra umhverfi og við komum ekki alltaf nógu fag­mann­lega fram. Við áttum okkur ekki alltaf á því að við þurfum ekki bara að hugsa hvernig hlut­irnir eru gerðir á Íslandi heldur líka að hugsa um það hvaða vænt­ingar hefur þetta erlenda fyr­ir­tæki til okk­ar.“

Hún segir hug­mynda­auðgi ein­kenna okkar litla sam­fé­lag. „Ís­lend­ingar eru óhræddir og hafa kjark til að gera alls kon­ar. Í þessum stærri sam­fé­lögum þá þarf fólk ein­hvern veg­inn að klifra lengra til þess að leyfa sér að vera stór­huga og gera nýja hluti. Miðað við hvað við erum lítil þjóð þá eigum við ótrú­lega stórt safn af fólki sem hefur gert alla konar hluti og erum svona í alþjóð­legum sam­an­burði svo­lítið ein­stök.“

Við­talið við Sig­ur­línu má lesa í heild sinni í ára­móta­blaði Vís­bend­ingar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent