Vísindamenn fylgjast með hverju skrefi Öræfajökuls

Allra augu eru á Öræfajökli. Vel er fylgst með því hvernig þróunin í eldstöðinni er.

Öræfajökull – Mynd: Wiki Commons Öræfi jökull vatnajökull
Auglýsing

Óvissu­­stig er enn í gildi vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli síð­ustu daga. „Við för­um ekki á gult stig nema það sé eitt­hvað mikið að ger­ast,“ seg­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, jarð­eðl­is­­­fræð­ing­ur hjá Veð­ur­­­stofu Íslands, í við­tali við Morg­un­blaðið í dag. 

Kemur þar fram að Veð­ur­stofan sé með Öræfa­jökul „í gjör­gæslu“ og fylgj­ast vís­inda­menn náið með hverju skrefi sem verður í þróun jarð­hrær­inga í þess­ari næst­stærstu eld­stöð Evr­ópu.

Ólaf­ur G. Fló­venz, jarð­eðl­is­­­fræð­ing­ur og for­­stjóri ÍSOR, sagði fyr­ir helgi að elds­um­brot væru í raun haf­in í Öræfajökli og lík­­­leg­­ast að kvik­an væri kom­in mjög ná­lægt yf­ir­­borði. Þetta kom fram í við­tali Stöðvar 2 við hann.

Auglýsing

Hann bæti þó við að óvissan væri mikil og það ætti eftir að skýr­ast hvernig þró­unin yrð­i. 

Aðeins eld­fjallið Etna á Sikiley situr á stærri eld­­stöð í Evr­­ópu. Óvissu­­­stigi almanna­varna er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitt­hvað sé að ger­­­ast af nátt­úru- eða manna­völdum sem á síð­­­­­ari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógn­að.

Fjallað var ítar­lega um Öræfar­jök­ul­seld­stöð­ina á vef Kjarn­ans þegar óvissu­stigi var lýst yfir.

Öræfa­jök­­ull stendur syðst í Vatna­jökli milli Skeið­­ar­ár­sands og Jök­­ulsár­lóns, svo nefnd séu kunnug kenn­i­­leiti í nágrenn­inu. Í Öræfajökli er einnig Hvanna­dals­hnjúk­­ur, hæsta fjall Íslands.

Tvisvar hefur gosið í Öræfajökli á sög­u­­legum tíma, árin 1362 og árið 1727. Fyrra gosið var stór­­gos þar sem öll byggð næst jökl­inum lagð­ist í eyði. Nafn svæð­is­ins hvarf með byggð­inni, en áður hafði svæðið kall­­ast Litla-Hér­­að. Öræfa­jök­­ull kall­að­ist einnig Hnappa­­fells­jök­­ull, eftir hnöpp­unum á jökl­inum sem rísa rúm­­lega 1.800 metra yfir sjá­v­­­ar­­máli, fyrir gos­ið.

Heim­ildir um gosið 1362 eru fremur fátæk­­legar en sagnir um eldsum­­brotin eru að finna í ann­álum frá ofan­verðri 14. öld. Í Gott­­skálk­san­­nál segir til dæm­is:

„Í Aust­­fjörðum sprakk í sundur Knappa­­fells­jök­­ull og hljóp ofan á Lómagnúpssand, svo að af tók vegu alla. Á sú í Aust­­fjörð­um, er Úlf­­arsá heit­ir, hljóp á stað þann er heitir að Rauða­læk, og braut niður allan stað­inn, svo að ekki hús eftir nema kirkj­­an.“

Gosið var heil­­mikið og þeytti upp um 10 rúm­kíló­­metrum af gjósku. Sævar Helgi Braga­­son hefur fjallað um gosið á Stjörn­u­fræð­i­vefn­­um. Þar segir meðal ann­­ars að þetta hafi verið mesta vik­­ur­­gos sem orðið hefur á Íslandi síðan í Heklu­­gosi 800 árum fyrir Krists­­burð. Eldsum­­brot­unum fylgdu jök­­ul­hlaup undan mörgum skrið­jöklunum sem renna niður eftir öskju­bar­m­inum utan­­verð­um; Falljökli, Virk­isjökli, Kotár­jökli, Rót­­ar­fjallsjökli og Svína­­fellsjökli niður Skeið­­ar­ár­sand. Hlaup úr Kvíár­jökli (þar sem í dag má nema brenn­i­­steins­­lykt) rann út á sjó.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent