Næst stærsta eldfjall Evrópu lætur á sér kræla

Vísindamenn hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna jarðhræringa í Öræfajökli, stærstu eldstöð Íslands og þeirri næst stærstu í Evrópu. En hvað vitum við um Öræfajökul?

Öræfajökull séður frá suðri.
Öræfajökull séður frá suðri.
Auglýsing

Jarð­hrær­inga hefur gætt í Öræfajökli í auknum mæli á und­an­förnum vikum og á dög­unum hefur mynd­ast sig­ket­ill í jökl­inum miðj­um. Þá hefur brenni­steins­lyktar gætt í og við Kvíá, sem gengur undan einum skrið­jökli Öræfa­jök­uls, Kvíár­jökli.

Vegna þessa hafa vís­inda­menn, í sam­starfi við Almanna­varn­ir, hækkað við­bún­að­ar­stig í nágrenni jök­uls­ins í óvissu­stig. Hafin er vinna við að kort­leggja rým­ingar á svæð­inu og nákvæm­ari mæli­tækjum er komið fyr­ir.

Allt er þetta gert vegna gruns um að hér gæti næst stærsta eld­stöð í Evr­ópu verið að láta á sér kræla. Aðeins eld­fjallið Etna á Sikiley situr á stærri eld­stöð í Evr­ópu. Óvissu­­stigi almanna­varna er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitt­hvað sé að ger­­ast af nátt­úru- eða manna­völdum sem á síð­­­ari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógn­að.

Auglýsing

Vís­inda­menn flugu yfir Öræfa­jökul í morgun með Land­helg­is­gæsl­unni til þess að kanna aðstæður og taka sýni. Þannig má hug­an­lega glöggva sig betur á því hvað sé á seiði undir jökl­in­um.

Öræfa­jök­ull

Öræfa­jök­ull stendur syðst í Vatna­jökli milli Skeið­ar­ár­sands og Jök­ulsár­lóns, svo nefnd séu kunnug kenni­leiti í nágrenn­inu. Í Öræfajökli er einnig Hvanna­dals­hnjúk­ur, hæsta fjall Íslands.

Tvisvar hefur gosið í Öræfajökli á sögu­legum tíma, árin 1362 og árið 1727. Fyrra gosið var stór­gos þar sem öll byggð næst jökl­inum lagð­ist í eyði. Nafn svæð­is­ins hvarf með byggð­inni, en áður hafði svæðið kall­ast Litla-Hér­að. Öræfa­jök­ull kall­að­ist einnig Hnappa­fells­jök­ull, eftir hnöpp­unum á jökl­inum sem rísa rúm­lega 1.800 metra yfir sjáv­ar­máli, fyrir gos­ið.

Heim­ildir um gosið 1362 eru fremur fátæk­legar en sagnir um eldsum­brotin eru að finna í ann­álum frá ofan­verðri 14. öld. Í Gott­skálk­san­nál segir til dæm­is:

„Í Aust­fjörðum sprakk í sundur Knappa­fells­jök­ull og hljóp ofan á Lómagnúpssand, svo að af tók vegu alla. Á sú í Aust­fjörð­um, er Úlf­arsá heit­ir, hljóp á stað þann er heitir að Rauða­læk, og braut niður allan stað­inn, svo að ekki hús eftir nema kirkj­an.“

Gosið var heil­mikið og þeytti upp um 10 rúm­kíló­metrum af gjósku. Sævar Helgi Braga­son hefur fjallað um gosið á Stjörnu­fræði­vefn­um. Þar segir meðal ann­ars að þetta hafi verið mesta vik­ur­gos sem orðið hefur á Íslandi síðan í Heklu­gosi 800 árum fyrir Krists­burð. Eldsum­brot­unum fylgdu jök­ul­hlaup undan mörgum skrið­jöklunum sem renna niður eftir öskju­barm­inum utan­verð­um; Falljökli, Virk­isjökli, Kotár­jökli, Rót­ar­fjallsjökli og Svína­fellsjökli niður Skeið­ar­ár­sand. Hlaup úr Kvíár­jökli (þar sem í dag má nema brenni­steins­lykt) rann út á sjó.

Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Íslands. Hann er jökulsker og rís hæstur á öskjubarmi Öræfajökuls. Mynd: Wiki Commons

„Ekki er vitað hversu stór jök­ul­hlaupin voru en leiða má líkum að því að þau hafi ekki verið stór­kost­leg og til þess benda raunar vegs­um­merki í fjall­inu. Jök­ull­inn var minni þá en nú vegna hlý­inda­tíma­bils sem á undan var geng­ið. Hlaupið hefur þó án efa verið skelfi­legt og kröft­ugt vegna mik­illar fall­hæðar niður fjalls­hlíð­arn­ar. Úr orku þess dróg um leið og hlaup­vatnið var komin niður á flat­lendið þar sem það dreifð­ist um sandana,“ skrifar Sævar Helgi.

Það liðu margir ára­tugir áður en búið var aftur í Litla-Hér­aði, því sem var þá farið að kalla Öræfa­sveit. Orðið Öræfi hafa enda verið rétt­nefni fyrir þetta svæði og minn­ing­arnar um gosið 1362. Á Vís­inda­vefnum er sagt frá því að hug­takið „ör­æfi“ merki ofsa, óbyggð­ir, eyði­lönd eða hafn­leysu. Allt hefur þetta átt við þetta svæði og gerir jafn­vel enn.

Gosið 1727 var mun minna. Þrjár mann­eskjur fór­ust í jök­ul­hlaupum auk fjölda hús­dýra. Á Stjörnu­fræði­vefnum má lesa eft­ir­minn­ingar séra Jóns Þor­láks­son­ar, prests á Sand­felli þegar gosið hófst. Snarpir jarð­skjálftar riðu yfir áður en gosið hófst og fund­ust þeir vel í sveit­inni.

Eld­stöð utan gos­beltis

Eld­keilan Öræfa­jök­ull stendur utan gos­belt­anna sem ganga í gegnum jarð­skorpuna undir Íslandi þar sem oft­ast gýs hér á landi. Talið er að eld­stöðin standi á leifum tveggja meg­in­eld­stöðva. Við Skafta­fells­jökul sjást leifar meg­in­eld­stöðvar sem var virk fyrir um 2,7 milljón árum og nálægt Breiða­merk­ur­fjalli má einnig finna leifar gam­allar meg­in­eld­stöðv­ar.

Á toppi Öræfa­jök­uls er askja í stað venju­legs topp­gígs og er askjan full af jök­ul­ís. Talið er að ísinn sé 550 metra þykk­ur. Á brún öskj­unnar má svo finna jök­ul­skerið Hvanna­dals­hnjúk sem er hæsti tindur Íslands í um 2.110 metra hæð yfir sjáv­ar­máli.

Öræfa­jök­ull og hugs­an­leg flóð undan jökl­inum hafa verið kort­lögð og rann­sök­uð. Matt­hew J. Roberts og Magnús Tumi Guð­munds­son hafa til að mynda rann­sakað jarð­fræði eld­stöðv­ar­innar og sögu­leg flóð undan jökl­in­um. Lesa má rann­sókn þeirra á vef Veð­ur­stof­unnar.

Jafn­vel þó nokkuð hafi verið ritað um eld­stöð­ina Öræfa­jökul þá eiga vís­inda­menn ekki mikið af gögnum um virkni og hegðun eld­fjalls­ins. Skýr­ingin er vit­an­lega sú að langt er síðan þar gaus síð­ast og þessi gamli þurs hefur blundað vært um langa tíð.

Askja Öræfajökuls, jöklar og næstu byggðir.

Flugu yfir jök­ull­inn í dag

Jarð­vís­inda­menn frá Háskóla Íslands og Veð­ur­stof­unni flugu yfir jökul­inn í dag og rann­sök­uðu. Magnús Tumi var einn þeirra vís­inda­manna og sagði hann í sam­tali við frétta­stofu RÚV að sig­ket­ill­inn sem mynd­ast hefur sé í kringum 21 til 25 metra djúp­ur. Það sé ekki sér­lega djúpur sig­ket­ill en mikil dýpkun á þeim stutta tíma sem hann hefur mynd­ast.

Lög­reglu­yf­ir­völd á Suð­ur­landi segj­ast ekki vera neitt ofsa­lega áhyggju­full yfir ástand­inu. „Við erum ekk­ert ofsa­lega áhyggju­fullir en á meðan við erum að skoða þá fylgjum við þessum stigum Almanna­varna og förum á óvissu­stig,“ segir Sveinn Krist­ján. Engin rým­ing­ar­á­ætlun sé í gangi. Ekk­ert hafi verið virkjað nema eft­ir­lits­kerf­ið. Þannig hafi lög­reglan á Suð­ur­landi verið með vakt við Kvíá í nótt,“ er haft eftir Sveini Krist­jáni Rún­ars­syni, yfir­lög­reglu­þjóni á Hvols­velli, á vef RÚV.

„Eins og ég segi þá er ekki alveg vitað hvað er í gangi þarna. Mögu­lega er þetta ein­hver atburður sem er búinn. Mögu­lega er vatnið í katl­inum að skila sér í róleg­heitum niður Kvíá og það skýri lykt­ina. Þetta er allt verið að skoða,“ sagði Sveinn Krist­ján enn frem­ur.

Frásögn séra Jóns Þorlákssonar af aðdraganda gossins 1727

„Árið 1727, hinn 7 ágúst, er var 10. sunnu­dagur eftir trini­tatis, þá er guðs­þjón­usta var byrjuð í heima­kirkj­unni á Sand­felli og ég stóð þar fyrir alt­ar­inu, fann ég hreyf­ingu undir fótum mér. Gaf ég henni eigi gaum í fyrstu, en undir pré­dikun fóru hrær­ingar þessar mjög vax­andi, og greip menn þá felmt­ur, en samt sögðu menn, að slíkt hefði áður við bor­ið. Gam­all maður og örvasa gekk niður að lind, sem er fyrir neðan bæinn og kraup þar á kné stund­ar­korn, og hlógu menn að þessu atferli hans. Þegar hann kom aftur og ég spurði hann, hvers hann hefði verið að leita, svar­aði hann: „Gætið yðar vel, herra prest­ur, það er kom­inn upp jarð­eld­ur.““

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar