Leyfum þjóðinni og öðrum að sjá gosið og nýja hraunið

Banna – bannaði – höfum bannað. Þetta eru uppáhaldssagnorð yfirvalda þegar jörðin sýnir sína tignarlegustu hlið, skrifar Magnús H. Skarphéðinsson.

Auglýsing

Það var stutt í hina klass­ísku ofstjórn­un­ar­árátt­una hjá yfir­völdum og fjöl­miðlum þegar Geld­inga­dals­gosið hófst. Banna, banna, banna allt. Eng­inn mátti koma hið minnsta nálægt þarna nema vís­inda­menn og frétta­menn. Eng­inn mátti helst fljúga þarna yfir eða nálægt nema vís­inda­menn. Og alls eng­inn mátti helst koma nálægt hraun­inu nýja í eigin per­sónu. Suð­ur­stranda­vegi var lokað af Vega­gerð­inni við Grinda­vík, svo þar bætt­ust við 8 til 9 kíló­metra ganga alger­lega að nauð­synja­lausu fyrir eld­fjal­launn­end­urna. Og 2 til 3 kíló­metra mætti spara til við­bótar með því með því að koma aðgengi og bíla­stæðum upp í Nátt­hag­an­um. Þá væru ekki nema um 2 kíló­metrar í gosið sjálft frá bíla­stæð­inu. – Banna – bann­aði – höfum bann­að... Þetta er upp­á­halds­sagn­orð yfir­valda þegar jörðin sýnir sína tign­ar­leg­ustu hlið, einmitt eld­gos­in.

Varla hægt að gleðja ferða­menn meira en með eld­gosi eða nýju hrauni

Það segja allir sem séð hafa eld­gos í návígi að það sé upp­lifum sem sé engu lík. Alls engu. Það er eitt fárra augna­blika sem aldrei gleym­ist. Standi uppúr öllu yfir ævina yfir­leitt.

Mynd: Golli

Af hverju ekki að leyfa fólki að sjá gosin og eft­ir­mála þeirra? Og af hverju ekki að leyfa þessum 2 millj­ónum ferða­manna sem hingað munu bráð­lega koma aftur árlega ekki að sjá það allt sam­an? Svarið er bara þessi enda­lausa banna-árátta yfir­valda og tauga­veikl­aðra frétta­manna um allt er lýtur að stór­feng­leik nátt­úr­unn­ar. Lang­sam­lega hæst rís tign­ar­leiki jarð­ar­innar þegar þegar göt rifna á skán­ina sem við búum á, og eldur og eimyrja fruss­ast upp í öllum sínum stór­feng­leik. Hætt­urnar sem af þessu geta orsakast eru marg­fald­aðar upp úr öllu valdi af of-frétta­mönnum og of-lög­reglu­fir­völd­um. Nán­ast enda­laust. Og á grund­velli þess er allt bann­að. Nema fyrir fáa útvalda: Nomen Klatura. - Stóra­bróð­ur­s-hugs­un­ar­hátt­ur­inn er í algjöru algleymi á svona stöðum og tím­um.

Neyð­ar­á­ætlun að koma upp góðum vegum og sýn­ing­ar­að­stöðu

Auð­vitað eigum við að útbúa góða aðstöðu fyrir alla til að sjá þetta afar fal­lega gos og nýja hraun. Einkum og sér­ílagi þegar það ljóst liggur fyrir hvernig það mun verða eða þegar það verður afstað­ið. Nú þyrfti að setja strax upp neyð­ar­á­ætlun að koma akandi og gang­andi aðgengi upp á tvo til þrjá útsýn­is­staði frá þjóð­vegum lands­ins fyrir alla sem vilja sjá, til að geta ávallt verið ofan við vind frá eld­stöð­inni sjálfri. Og að sjálf­sögðu að byrja að koma upp bíla­stæðum í Nátt­hag­anum strax. - Auð­vit­að. En ekki hvað? Jú og það ætti eða mætti skylda alla til að hafa gasmæla á sér, og hafa þá á staðnum gegn lánsfé sem end­ur­greitt væri aftur þegar við­kom­andi kemur til baka aftur niður á þjóð­veg. Og að sjálf­sögðu að hafa þar leið­sögn fyrir inn­lenda og erlenda ferða­menn hvar og hvernig væri best að nálg­ast her­leg­heit­in.

Mynd: Golli

Jájá, ég veit það. Auð­vitað þyrfti hund­ruð bíla­stæða þarna nálægt. Og tugi eða hund­ruð bíla­stæða fyrir rútur ef gos­inu þókn­ast að verða aðeins um kyrrt. Og 2 til 3 góða tveggja akreina akvegi úr sitt­hvorum áttum að hinu nýja hrauni. En hvað er það? Það er bara tækni­leg útfærsla.

Og auð­vitað ætti að koma upp góðri útsýn­is­að­stöðu með góðu bráða­birgða­húsi á innan við mán­uði helst (sem er úti­lokað sökum allra kerfiskarla og kerl­inga kerf­is­ins í dag), þar sem stöðug kynn­ing vís­inda­manna á því sem gerð­ist og er að ger­ast með þessum nýju Reykja­nes­eldum sem loks­ins eru byrj­aðir aft­ur. Það er vel hægt að hugsa sér að hafa stuttar bíó­sýn­ingar í þessum bráða­birgða­húsi (eða hús­um) af eld­unum þegar þeir byrj­uðu, og fyrstu og öðrum flott­ustu mynd­unum sem náð­ust af þeim. Og smá fyr­ir­lestur með. Hver myndi ekki glaður borga 5 til 6 evrur fyrir slíka þjón­ustu vís­inda­manna á staðn­um? Það væri í umsjá Jarð­fræði­stofn­unar Háskól­ans, sem fengi hluta eða alla inn­kom­una við þá þjón­ustu.

Og fyr­ir­lestra og kvik­mynda­að­stöðu á staðnum í umsjón HÍ

Og vel mætti hugsa sér að hafa lág­marks veit­inga­þjón­ustu á svona stað. Eða hver vildi ekki fá sér kaffi­bolla og brauð- eða köku­sneið við svona útsýni? Einka­að­ilar myndu slást um að fá að bjóða upp á það. Enda­laust væri hægt að þjón­usta ferða­menn, inn­lenda sem erlenda á svona vett­vangi.

Og auð­vitað ættu að vera vel gerðir göngu­stígar sem falla vel inní nátt­úr­una fyrir þá sem vilja ganga uppað nýja storkn­aða hraun­inu. Og leyfa öllum að fá sér smá­mola úr því. Það væri flestum eða öllum ógleym­an­legt.

Auglýsing

Það gleym­ist hjá flestum ráða­mönnum þjóð­ar­innar og öðrum, að langstærstur hluti þess­ara eitt­þús­und millj­arða í gjald­eyri sem til voru í kassa Seðla­bank­ans þegar Covid-19-ó­væran hellt­ist yfir okk­ur, var ferða­þjón­ust­unni að þakka. Við vorum komin fjár­hags­lega á hnén árið 2009, eftir að hafa hleypt nýfrjáls­hyggj­unni hér á skeið uppúr alda­mót­un­um. Með skelfi­legum afleið­ing­um. - Og hver eða hvað var það sem kom okkur uppúr þeim öldu­dal? Jú, ferða­þjón­ustan auð­vit­að. Og ekk­ert ann­að. Þess vegna vorum við svona vel und­ir­búin í mars 2020 þegar kór­óna-pestin lok­aði flestum þjóð­fé­lögum hnatt­ar­ins. Allar hirslur rík­is­ins og stórs hluta þjóð­ar­innar voru fullar af pen­ing­um.

Gott aðgengi að staðnum strax. Og sýn­ingar fljót­lega

Mynd: Golli

Per­sónu­lega tel ég að ef gert væri gott aðgengi og sýn­ing og upp­fræðsla á staðnum fyrir Íslend­inga og aðra, þá myndi ferða­manna­straum­ur­inn til lands­ins a.m.k. tvö­fald­ast á fáum árum. Með að sjálf­sögðu til­heyr­andi breimi of-­nátt­úru­vernd­ar­sinna og of-­stjórn­un­ar­sinna og of-frétta­manna og kvenna, sem hefðu óheftan aðgang að þjóð­inni í gegnum fjöl­miðla lands­ins með mærð sína og ofur-hræðslu við allt og ekk­ert. Það yrði ekk­ert lát á því.

En þessir 2 til 3 millj­arðar sem færu í þessa vega­gerð og aðstöðu væru fljótir að koma til baka. Og myndu skófla marg­falt það inn í þjóð­ar­búið á stuttum tíma. Marg­falda allan kostn­að­inn til baka.

Skylda okkar að gefa öllum færi á að sjá

Skemmti­leg­ast væri sem­sagt í þessu að gefa öllum sem vildu kost á að kom­ast í mis­mun­andi mikið návígi við þessi ógn­ar­verk nátt­úr­unn­ar. Við Geld­inga­dals­hraun er ein­hver ákjós­an­leg­asta staða á hnett­inum til þess nú og á næstu árum. Og það langar í reynd hvert manns­barn á hnett­inum að sjá eld­gos eða glæ­nýtt hraun með berum aug­um. Einkum og sér­ílagi hið glæ­nýja hraun sem í Geld­ing­ar­dalnum liggur nú eftir mik­il­feng­leik síð­ustu viku.

En við skulum varla láta okkur dreyma um að þetta kom­ist nokkurn tíma í okkar lífi í fram­kvæmd. Ekki meðan ofstjórn­un­ar­vilj­inn er við stýrið, vel fóðr­aður af of-frétta­mönnum sem lítið hafa annað að segja en hve ógn­ar­hættu­legt sé að nokkur sé þarna á ferð­inni, - aðrir en þeir sjálf­ir. - Þeirra sök er einna stærst í því að halda þjóð­inni frá þessu nátt­úru­undri.

Höf­undur er m.a. for­seti Músa­vina­fé­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar